Þriðjudagur 18. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Var ekki leppur og lánveiting Björgólfs Thors ekkert leyndarmál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefur ekki verið neitt leyndarmál hver var lánveitandi Dalsdals. Ég á von á því að allar lánveitingar séu eðlilegar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður spurður út í lánveitingar sem hann hlaut frá Björgólfi Thor Björgólfssyni kaupsýslumanni vegna rekstur á DV.

Að öðru leyti kom lögmaðurinn sér undan spurningum og varð tíðrætt um Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs. „Hringdu bara í Reyni Traustason, hann er með þetta allt á hreinu,“ sagði Sigurður sem ekki vildi greina frá því haustið 2018 hver hefði veitt fyrirtækinu hans lán til reksturs DV og vill lítið ræða það nú þegar Mannlíf leitaði til hans. Hann hafnar því að hafa verið leppur Björgólfs Thors. „Ég hef aldrei vitað til þess að þeir sem taki lán séu leppar í starfi sínu. Ég segi þér ekki neitt, það er svo einfalt. Annað en að staðfesta það sem kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um hver var lánveitandi Dalsdals. Annað get ég ekki staðfest og ætla ekki að svara frekari spurningum frá þér. Ég þarf ekkert að svara blaðamanni Reynis Traustasonar.“

„Ég þarf ekkert að svara blaðamanni Reynis Traustasonar.“

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, var helsti bakhjarl Frjálsrar fjölmiðlunar frá árinu 2017 er Björn Ingi Hrafnsson hvarf úr útgáfunni og jafnframt eini lánveitandi fyrirtæksins Dalsdals, fyrirtækis Sigurðar. Lögmaðurinnn segir að um eðlilega lánveitingu hafi verið að ræða.

Það hefur vakið grunsemdir að ekki er hægt að sjá neitt efni sem birtist á DV.is á nokkurra ára tímabili. Á umræddu tímabili voru margar viðkvæmar fréttir fluttar á blaðinu sem fjölluðu meðal annars um fjársterka einstaklingar í íslensku þjóðfélagi, meðal annars Björgólf Thor og Ólaf Ólafsson kaupsýslumenn. Hvarf efnisins hefur verið útskýrt sem kerfisvilla, ekki ásetningur og það ítrekar Sigurður lögmaður. „Það hafa engin gögn dottið út og allt þetta efni er til, hver einasta frétt. Það er ekkert efni horfið,“ segir Sigurður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -