Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Við megum samt ekki láta veiruna yfirtaka allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við megum samt ekki láta veiruna yfirtaka allt,“ sagði landlæknir á upplýsingafundi almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra sem fór fram áðan. Á fundinum svöruðu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, Alma D. Möller, landlæknir og María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, spurningum blaðamanna um útbreiðslu COVID-19 hér á landi,

Íslensk erfðagreining mun leggja sitt af mörkum og skima fyrir COVID-19. Þórólfur segir að samstarfið við Íslenska erfðagreiningu geti gefið skýra mynd af því hvort að samfélagssmit séu fleiri en talið er þessa stundina. Niðurstöður úr rannsóknum Íslenskrar erfðaeiningar munu svo stýra því til hvaða aðgerða verður gripið í framhaldi að sögn Þórólfs. Hann segir vinnuna í kringum samstarfið ekki vera tilbúið en reiknar með að skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 geti hafist fljótlega.

Biður fólk um að vera yfirvegað

Alma segir að ástandið á Norður-Ítalíu sé áhyggjuefni. Hún segir að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi séu að búa sig undir að smitum fjölgi en hún segir að mikil áhersla sé lögð á að manna allar deildir á heilbrigðisstofnunum landsins ef smitum fjölgar mikið.

„Við megum samt ekki láta veiruna yfirtaka allt. Verðum að vera yfirveguð,“ sagði Alma og áréttaði að fólk á að halda áfram að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Alma biður fólk um að afpanta ekki læknatíma nema í samráði við sinn lækni.

Samkomubann flókið í framkvæmd

- Auglýsing -

Spurður út í mögulegt samkomubann sagði Víðir að yfirvöld væru að skoða hvernig það yrði framkvæmt.

Þórólfur sagði íslensk yfirvöld líta til stofnanna erlendis og fá leiðbeiningar úr ýmsum áttum hvað mögulegt samkomubann varðar. Hann sagði að það væri flókið að setja samkomubann á.  „Það skiptir máli að þetta sé gert á réttum tíma,“ sagði Þórólfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -