Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Víðir og Þórólfur hvetja þjóðina til samfélagssáttmála: „Sáttmáli sem við verðum öll saman í, öll þjóðin saman, allt samfélagið okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á daglegum upplýsingafundi almannavarna og lögreglunnar í dag lagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til að íslendingar gerðu með sér  samfélagssáttmála. Slíkur sáttmáli væri mikilvægur núna til að ekki kæmi bakslag í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

„Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála. Það er mikilvægt að horfa til þess sem þarf að gera í framhaldinu svo við missum þetta ekki frá okkur og fáum mikið bakslag,” sagði Víðir.

„Samfélagslegur sáttmáli sem við höldum öll í heiðri,  sem væri við gildi í vor og fram á sumarið. Sáttmáli sem við verðum öll saman í, öll þjóðin saman, allt samfélagið okkar.“

Í sáttmálanum felst eftirfarandi:

*Að sinna handþvotti vel og sótthreinsa og spritta á okkur hendurnar.
*Vernda viðkvæma hópa og gefa fólki kost á tveggja metra fjarlægð.
*Ef við fáum einkenni þá verðum við heima og tölum við lækni.
*Þeir sem eru veikir fara í einangrun og þeir sem fá skilaboð um að fara í sóttkví fara í sóttkví.
*Halda áfram að veita þeim veiku góða heilbrigðisþjónustu.
*Meðtaka fréttir frá traustum ritstýrðum fréttamiðlum.
*Vera skilningsrík gagnvart þeim sem misstíga sig og leiðbeina þeim kurteisislega.
*Vera góð við hvort annað og skilja engan út undan.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bætti við að slíkur sáttmáli væri nauðsynlegur og mikilvægt að allir tækju þátt.

- Auglýsing -

„Samfélagslegur sáttmáli um hvernig við ætlum að hegða okkur og hvað við ætlum að gera núna á næstu vikum og mánuðum. Þetta er nauðsynlegt að gera allt saman til að undirbúa okkur betur undir faraldra framtíðarinnar því að við munum fá aftur faraldra, kannski ekki alveg svona en þeir verða einhvern veginn öðruvísi og við þurfum að fá líka að vera vel í stakk búin til að bregðast við. Ég held að við getum miðlað ýmsu til alþjóðasamfélagsins um okkar reynslu sem gæti verið gagnlegt fyrir aðra.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -