Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Vilja 100% vinnuframlag á móti 25% launum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atvinnurekendur geta nú lækkað starfshlutfall allt niður í 25 prósent og getur starfsfólkið fengið hlutfallslegar atvinnuleysisbætur á móti en dæmi eru um að at­vinnu­rek­end­ur hafi lækkað starfs­hlut­fall starfs­manna en krefj­ist vinnu­fram­lags um­fram hið nýja hlut­fall.

Ábend­ing­ar um þetta hafa borist BHM og BSRB og kom þetta fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá félögunum í síðustu viku. „Það er með öllu óviðunandi að fyrirtæki reyni að nýta sér aðstæður starfsmanna sem eru að leggja sitt af mörkum til að vinnustaðurinn komist í gegnum tímabundna erfiðleika með því að taka á sig kjaraskerðingu,“ sagði í tilkynningu BHM og BSRB.

Stéttarfélagið Efling hefur sömu sögu að segja.

Á vef Eflingar segir að félaginu hafi borist ábendingar um að starfsfólk sem fyrirtæki hefur sett á hlutabætur sé enn látið vinna fullt starf. „Fyrirtæki hafa þannig fært launakostnað yfir á ríkið en þiggja vinnu starfsfólksins,“ segir á vef Eflingar.

Þar segir að um „grófa misnotkun á almannafé“ sé að ræða og að þessar kröfur atvinnurekenda gangi þvert á markmið hlutabótaleiðarinnar.

„Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingarsjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -