Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Vill ekki kvendómara á heimsmeistaramótinu í handbolta: „Ég er eng­in karlremba“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýski hand­knatt­leiksmaður­inn fyrr­ver­andi Christian Schw­arzer hef­ur gert allt vitlaust í Þýskalandi með um­mæl­um sínum sem hann lét flakka um kven­kyns­dóm­ara á heims­meist­ara­mót­inu í Svíþjóð og Póllandi sem nú er í fullum gangi.

Schw­arzer varð heims­meist­ari með Þjóðverj­um árið 2007 – en hann lét um­mæl­in falla í hlaðvarpsþætti sem hann heldur úti, Er­hell­endes von Blacky Schw­arzer.

„Ég geri mér ekki grein fyr­ir því hvernig hug­mynd­in um að leyfa kon­um að dæma á heims­meist­ara­móti karla kom upp,“ sagði Schw­arzer og bætti við:

„Ég hefði aldrei samþykkt þetta – kon­ur geta dæmt hjá kon­um og karl­ar eiga að dæma hjá körl­um. Hvort kon­ur sé betri dóm­ar­ar eður ei kem­ur þessu máli ekk­ert við; bara mín skoðun og dóm­ara­hæfi­leik­ar koma málinu ekk­i við. Ég er eng­in karlremba; á frá­bæra eig­in­konu og hef alls ekk­ert á móti kon­um.“

Um­mæl­in hafa valdið fjaðrafoki í Þýskalandi; en það dæma þrjú kven­kyns­dóm­ara­pör á heims­meist­ara­mót­inu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -