Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Villhjálmur Bretaprins: „Fullkomnlega sáttur ef börnin mín eru samkynhneigð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er fullkomnlega sáttur ef börnin mín eru samkynhneigð,” sagði Vilhjálmur Bretaprins í heimsókn sinni til LGBT-góðgerðasamtaka í London.

„Ég styð börnin mín í öllu sem þau gera en það er erfitt að sjá allar þær hindranir, hatur og fordóma sem þau gætu orðið fyrir,” hefur breska blaðið The Guardian eftir Villhjámi. Hann segir þau Katrínu hertogaynju hafa rætt þessi mál og þá fordóma sem hinsegin fólk verður fyrir.  Prinsinn nefnir árás sem tvær konur urðu fyrir í London nýlega. Árásin átti sér stað í strætó í London fyrr í mánuðinum. Hópur manna réðst á tvær konur á heimleið eftir gleðigöngu því þær neituðu beiðni þeirra um að kyssast. „Mér blöskraði við þessu,” sagði Vilhjálmur. 

„Ég hef áhyggjur af þeim fordómum sem börnin yrðu fyrir og hversu erfiðara lífið þeirra myndi verða,“ segir Vilhjálmur. Hann segir stöðu barna sinna valda honum áhyggjum. Þau séu opinberar pesónur og því fylgi mikil streita.

Albert Kennedy Trust (Akt) eru góðgerðasamtökin sem Vilhjálmur heimsótti. Þau aðstoða ungt fólk sem hefur misst heimili sitt sökum kynhneigðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -