Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Rúntað á Rucio – 11. Þáttur: Vikulega uppáferðin og Melína Merkúri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nútímalífið getur verið stressandi á Spáni rétt einsog heima á Íslandi og stundum jafnvel svo að hjón hafa ekki tíma né þrek til að stunda nægilegt kynlíf. Þeir Jón Sigurður og Rucio segja frá einum sem býr við þessar aðstæður en þær eru ekki aðeins honum sjálfum hættulegar heldur líka öðrum í kringum hann og fékk Jón Sigurður heldur betur að kenna á því. Reyndar svo mjög að hann óttaðist um líf sitt. Kynorkan vellur nefnilega innra með okkur eins og magma, tilbúið að gjósa þegar svo ber undir og þá er eins gott að vera viðbúinn ef maður vill ekki láta hrauna yfir sig. Spyrjið bara Jón Sigurð.

Síðan tala þeir ferðafélagar um grísku söng- og leikkonuna Melínu Merkúri sem reyndist með betri ráðherrum sem Grikkir hafa átt. Hún var því að vissu leyti Jón Gnarr síns tíma. Hún lét heldur betur til sín taka þegar fasistar tóku völdin á Grikklandi árið 1967 og beitti brögðum sem mörgum þóttu ógeðfelld því á vormánuðum, þegar Ameríkanar, Bretar og fleiri voru að undirbúa sumarfríið sitt, sagði hún: „ég veit ekki hvert þið ætlið í sumarfríinu en ef þið hafið áhuga á því að fara til Grikklands að synda í blóði bræðra minna og systra, þá þið um það.“ Þetta var mikið áfall fyrir ferðamannaiðnaðinn á Grikklandi, rétt einsog Melína ætlaðist til.

Hún var einna frægust fyrir að leika aðalhlutverkið í myndinni Aldrei á sunnudögum þar sem hún söng einnig lagið Börnin frá Pírea sem jafnframt er hennar frægasti slagari. Hún lét líka breska ráðamenn fá það óþvegið þegar hún barðist fyrir því að fá marmaranskúlptúrana frá Akropolís aftur heim til Grikklands en þeir eru ennþá til sýnis, einsog aðrir munir sem Bretar hafa tekið ófrjálsri hendi, á Þjóðminjasafninu í Lundúnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -