Sakamálið – 8. þáttur: Piparjómfrúin og hænsnabóndinn

top augl

Tvö mál urðu fyrir valinu í þennan 8. þátt Sakamálsins.

Annarsvegar heyrum við af bræðrum sem voru hreinræktuð óbermi. Þeir voru á meðal auðugustu manna á heimaslóðum sínum, en alkunna var að auður þeirra var ekki tilkominn með ærlegum hætti.

Þeir skirrtust ekki við að úthella blóði ef svo bar undir og því fékk fjölskylda ein í Missouri í Bandaríkjunum að kynnast af eigin raun.

Hitt málið segir af konu sem var að nálgast fertugsaldurinn. Hún var enn einhleyp en slíkt þótti ekki ásættanlegt á þeim tíma. Af örvæntingu einni saman ákvað hún að láta sér nægja ungan karlmann sem hún hitti. Hann yrði að duga, ástin yrði að liggja á milli hluta en örlögin tóku í taumana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni