Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Danskir skólafélagar gera það gott í hönnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skólafélagarnir og jafnaldrarnir Jonas Bjerre-Poulsen og Kasper Rønn stofnuðu saman Norm Arcitechts árið 2008 en báðir útskrifuðust þeir með láði sem arkitektar frá The Royal Academy of Fine Arts nokkrum árum áður.

 

Kasper Rønn lagði sérstaka áherslu á húsgagnahönnun en Jonas Bjerre-Poulsen hafði áður lært listir og heimspeki í Róm, auk þess sem hann hefur lokið háskólaprófi í alþjóðaviðskiptum í Kaupmannahöfn, og getið sér gott orð á sviði ljósmyndunar. Það er því óhætt að segja að saman búi þessi danska tvenna yfir víðtækri þekkingu og reynslu og er það ekki að ástæðulausu sem þeir Jonas Bjerre-Poulsen og Kasper Rønn eru nefndir til sögunnar þegar umræðan um útbreiðslu skandinavískrar hönnunar ber á góma.

Mynd / Norm

Hönnun Jonasar Bjerre-Poulsen og Kaspers Rønn er fyrst og fremst mínimalísk, tímalaus og hagnýt en skandinavískur módernismi er mjög einkennandi í öllum þeirra verkum. Í hugum Jonasar Bjerre-Poulsen og Kaspers Rønn snýst hönnun ekki um að búa til nýja þörf hjá neytendum heldur uppfylla raunverulegar þarfir sem þegar eru til staðar.

Mynd / Norm

Norm Arcitechts hafa hlotið mikið lof fyrir hönnun sína en stór hönnunarfyrirtæki í Skandinavíu hafa vakið mikla athygli fyrir vörur sínar hannaðar af Norm Arcitechts. Jonas Bjerre-Poulsen og Kasper Rønn eiga meðal annars heiðurinn af Milk Lamp fyrir &Tradition auk Offset Sofa og Harbour Chair fyrir MENU. Þá virðast einfaldlega öll þau rými sem félagarnir vinna að verða að sannkölluðu augnakonfekti.

Mynd / Norm

Jonas Bjerre-Poulsen og Kasper Rønn eru snillingar í að taka það sem fyrir er flókið og strípa það niður í mínimalískt, þar sem fagurfræði og notagildi ráða ávallt ríkjum. Þeir bera virðingu fyrir hönnun fyrri alda og reyna eftir fremsta megni að nýta sér hana í nýjar útfærslur og nútímavæðingu. Hvort sem verkefnin snúa að sýningarrýmum, vöruhönnun, arkitektúr eða iðnhönnun gætir djúpstæðs skilnings á náttúrulegum efnum og smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið.

Mynd / Norm

Texti / Katrín Andrésdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -