Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Deiglumór, áhugaverð heimildabók um leirlist á Íslandi 1930–1970

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ár kom út bókin Deiglumór: Keramik úr íslenskum leir 1930-1970. Í bókinni er farið yfir sögu leirlistarinnar sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og segja má að sé órjúfanlegur hluti af menningar- og listasögu heimsins.

Hugtakið deiglumór er fornt orð yfir leir og vitnar í notkun hans á Íslandi til deiglugerðar á öldum áður. Sú saga er fallin í gleymsku en hins vegar var notkun íslenska leirsins forsenda fyrir hinni frjóu leirlistarsögu tuttugustu aldar. Brautryðjandinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal kemur við sögu en hann stofnaði Listvinahúsið 1927 sem markaði upphaf íslensks listiðnaðar.

Guðmundur frá Miðdal.

Á árunum 1946-1957 voru síðan stofnuð fimm ný leirmunaverkstæði í Reykjavík sem áttu það sameiginlegt að notast við íslenskan leir allt til um 1970. Sagan er rakin og fjallað um helstu leirlistamenn tímabilsins og verk þeirra.

Starfsfólk Funa. Leirbrennslan Funi var stofnuð árið 1947 og var Ragnar Kjartansson myndhöggvari og leirkerasmiður einn af stofnendum þess. Á þeim árum unnu margir þekktustu myndlistarmenn landsins með honum. 

Í bókinni er gefin góð innsýn í framleiðslu verkstæðanna og sérstöðu hvers listamanns. Bókina prýðir fjöldi mynda og hafa margar þeirra ekki birst áður. Höfundar hennar eru þær Inga S. Ragnarsdóttir, myndlistarkona, og Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur.

Falleg og áhugaverð bók sem listunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

- Auglýsing -

Í ár fagnar Leirlistafélag Íslands 40 ára afmæli sínu og birtir Hús og híbýli fjölbreytt innlit á vinnustofur meðlima félagsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -