Mánudagur 4. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Dökkir litir ráða ríkjum hjá smart flugfreyju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Blaðamaður Húsa og híbýla kíkti í innlit til Hörpu Guðjónsdóttur flugfreyju og fagurkera sem hefur búið sér og sonum sínum einstaklega glæsilegt heimili. Dökkir litir ráða ríkjum hjá henni og þá sérstaklega svarti liturinn.

Harpa hefur unun af því að fegra heimilið sitt og hún hefur einstaklega næmt auga. Fjölskyldan flutti inn í þetta fallega hús í smáíbúðahverfinu í desember síðastliðnum og síðan þá er Harpa búin að gera töluverðar breytingar á húsinu.

Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar komið er inn í húsið er flott, svart eldhús en í rýminu er einnig mjög töff, svartur flauels sófi sem skapar skemmtilegan karakter í þessu opna rými. Punkurinn yfir i-ið eru Voal-gardínurnar sem hleypa birtunni inn.

Það er kúnst að raða saman húsgögnum og hlutum en það finnst Hörpu sérlega gaman að gera og hún er dugleg að færa til hluti og nostra við heimilið. Hún ferðast mikið vegna vinnu sinnar og nýtir tækifærið reglulega til að versla fallega hluti fyrir heimilið.

„Mér finnst skipta mestu máli skipta að skapa sinn eigin stíl og elta ekki tískubylgjur,“ segir Harpa.

Fékkstu innanhússarkitekt til liðs við þig?

„Ég hafði mjög svo fastmótaðar hugmyndir um hvernig heildarútlitið skyldi vera. Ég hef mjög gaman að hönnun og að fá að skapa og naut mín í botn þegar ég var að hanna útlitið, ég var á heimavelli.

Ég fékk vin minn, Andrés James, sem er innanhússarkitekt, til þess að hjálpa mér með skipulagið á eldhúsinu, það var mikil hjálp í honum. Ég var hinsvegar með efnisvalið á hreinu sjálf og vissi nákvæmlega hvað ég vildi.“

- Auglýsing -

Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu?

„Ég hef algjöra unun af því að nostra við heimilið og myndi segja að ég sé dugleg að blanda saman fínu og grófu, rómantísku og rústik, það finnst mér vera góð blanda. Ég vil hafa heimilið mitt hlýlegt og notalegt, það verður að vera nóg af kertum og blómum, það er eitthvað við blómin sem gerir allt betra.“

Hörpu finnst sérlega gaman að breyta, færa til hluti og nostra við heimilið.

Hvað er mikilvægt í þínum huga þegar kemur að því að innrétta heimilið?

- Auglýsing -

„Mér finnst skipta mestu máli skipta að skapa sinn eigin stíl og elta ekki tískubylgjur. Skipulag verður að vera gott og að það sé samhljómur í því sem maður er að gera, s.s að rýmin tali saman.“

Mynd / Rut Sigurðardóttir

Ertu alltaf að breyta til á heimilinu?

„Eins og ég segi þá hef ég unun af því að skapa og þar kemur sterkt inn að breyta og bæta. Mér finnst mjög skemmtilegt að færa hluti til og nostra við litlu hlutina, raða hlutum saman á fallegan hátt o.s.frv. Þetta finnst mér einfaldlega svo skemmtilegt.“

Dökkir litir ráða ríkjum á heimilinu.

Hvað gerir hús að heimili?

„Mér finnst lykilatriði að mála í litum og að vera með fallegar gardínur; þær eru í raun eins og falleg mubla og setja punktinn yfir i-ið. Eins finnst mér hlýlegt og fallegt að vera með fallegar mottur og myndir á veggjunum. Lýsing er einnig mikilvæg og þá er óbeina lýsingin fallegust. Heimilið á að vera griðastaður þar sem okkur líður vel og hlöðum batteríin í amstri dagsins.“

Harpa fékk vin sinn, Andrés James, til þess að hjálpa sér með skipulagið á eldhúsinu.

Myndir / Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -