Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Ekki apa upp eftir öðrum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Þór Viðarsson gefur góð ráð varðandi heimilið, en Sverrir er menntaður innanhússarkitekt frá frá ISAD Milano. Hann starfar sjálfstætt sem innanhússarkitekt ásamt því að vinna í húsgagnadeild Epal í Skeifunni.

Hvernig er best að nýta gang eða hol á milli herbergja?

„Tilvalið er að setja myndir og annað veggskraut ásamt grunnum hillum með persónulegum munum sem hindra ekki aðgengi.“

Hvaða ráð myndirðu gefa þeim sem er með allt grátt, svart og hvítt en langar að bæta við litum?

„Grænar plöntur og litríkir blómapottar, púðar og teppi í lit, listaverk og myndir í öðru en svarthvítu.“

Áttu einhver leyniráð þegar kemur að því að hressa upp á heimilið?

- Auglýsing -

„Að mála er ekki svo kostnaðarsamt, þarf ekki að umturna öllu; að byrja á einum vegg t.d. breytir miklu. Ný motta á gólfið, færa til húsgögn, breyta uppröðun.“

Hvað þarf að hafa í huga þegar fólk velur sófa?

„Að efnið sé gott, auðvelt að þrífa, útlitið klassískt og að sófinn sé nógu þægilegur til að þjóna þeim þörfum sem lagt er upp með.“

- Auglýsing -

Hvað er það allra mikilvægasta að þínu mati þegar kemur að eldhússkipulaginu?

„Að hafa þá hluti nálæga sem eru notaðir hvað mest, útdraganlegar skúffur og skápar til að auðvelda aðgengi.“

Hvernig er best að finna sinn persónulega stíl?

„Með tímanum mótar fólk sér ákveðnar hugmyndir sem það fær úr umhverfi sínu, tímaritum, sjónvarpi o.fl. og hefur því ákveðnar skoðanir hvað hentar því og hvað því finnst fallegt. Fylgið því sem ykkur líður vel með, ekki apa upp eftir öðrum.“

Hver er besta hönnun allra tíma?

„Væntanlega eitthvað sem stenst tímanns tönn hvað varðar gæði og glæsileika. Ef ég takmarka mig við innanstokksmuni þá hrífst ég mest af stólum og ljósum, þá helst einfaldleika og hreinum formum. PK 22-stóllinn kemur t.d. upp í huga mér.

Eftir hverju myndir þú leita á nytjamarkaði?

„Stólum til að gera upp, lítil hliðarborð og retro-ljós t.d.“

Hvað þarf fólk að hafa helst í huga áður en það ræðst í framkvæmdir á heimilinu?

„Að gefa sér tíma, ekki vanreikna kostnað og leita til fagaðila, það borgar sig þegar upp er staðið.“

Hvað þarf helst að hafa í huga varðandi lýsingu á heimilinu og áttu þér uppáhaldsljós?

„Staðsetning ljósa skiptir öllu máli og út frá því er síðan hægt að velja hvaða gerðir ljósa henta best. Að passa upp á að hafa góða vinnulýsingu þar sem við á og ekki vanmeta óbeina lýsingu til að skapa notalega stemningu. Það er fátt sem slær út Köngulinn eftir Poul Henningsen.“

Myndir / Hallur Karlsson og aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -