Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fornfræg náttúruparadís, eyjan Vigur – Drottning Vestfjarða skartar sínu fegursta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi einstaka náttúruparadís og sögufræga eyja skartar sínu fegursta allan ársins hrings og hefur upp á margt að bjóða. Umhverfið og afþreyingin allt í kring laðar að. Það er ótrúleg upplifun að koma í Vigur.

Nálægðin við náttúruna er mjög sterk. Strax þegar gengið er af bryggjunni blasir við selalátur þar sem þeir liggja makindalega og fylgjast með mannlífinu. Á morgnana og svo aftur síðdegis mæta teisturnar og vappa í kringum húsin og fjöruborðið. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með teistunni og hún er mjög spök í Vigur þannig að maður kemst í mikið návígi við hana. Síðan verður maður að gæta að hverju fótmáli á vorin því að þarna verpa æðakollur við göngustíga og á milli húsa. Svo er mikið lundavarp í Vigur.  Sjávarniðurinn, fuglahljóðin og að vera innan um þessi fornfrægu hús er einstök upplifun.

 

Umhverfið til fyrirmyndar og stutt í helstu þéttbýliskjarna
Það er öllu haldið ótrúlega vel við á eyjunni. Húsin snyrtileg og allt umhverfið hreint til fyrirmyndar. Eyjan er mjög gróin og hefur mikið undirlendi. Eyjan býður upp á marga möguleika og hægt að hafa af henni mikil nyt. Svo er hún alveg einstaklega vel staðsett þegar horft er til helstu þéttbýliskjarna Vestfjarða.

Það er um fimmtán mínútna sigling til Súðavíkur á hraðbát og um fjörtíu mínútur til Ísafjarðar í góðu veðri.

 

- Auglýsing -

Viktoríuhús byggt af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið
Eins og fyrr segir er öllu mjög vel við haldið. Húsin eru sum mjög gömul. Þarna er til dæmis Viktoríuhús sem var byggt af Sumarliða Sumarliðasyni gullsmið í kringum 1860. Búið er að byggja við húsið mjög fallega þjónustumiðstöð þar sem hægt er að hafa fullbúið kaffihús. Svo er það myllan fræga sem er eina varðveitta kornmyllan úr timbri á Íslandi. Hún var byggð um 1860. Myllan og Viktoríuhús eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands.

Þarna er svo helst að nefna íbúðarhús með um tíu svefnherbergjum og svo er búið að breyta fjósinu í áttatíu sæta veitingasal með fullbúnu eldhúsi. Þar er stór og mikill pallur fyrir utan og hægt að njóta veitinga og njóta stórbrotins útsýnis. Svo eru fjárhús, hlaða, verkstæði og vélageymsla eins og nauðsynlegt er í svona rekstri.

- Auglýsing -

 

Tíu kindur á beit
Mikil gróska hefur verið í landbúnaði á eyjunni en hefur farið minnkandi með árunum. Það var kúabú í Vigur en í dag eru eftir um tíu kindur og þær ætla að vera þarna áfram að eigin sögn. Hins vegar er vel mögulegt að vera með veturbeit hrossa þarna ef áhugi er fyrir því.

Dúntekja fer fram á Vigur
Fuglalíf er afar fjölskrúðugt á Vigur og gaman að njóta þessa að horfa á fuglana í sínu náttúrulega umhverfi. Fuglalíf er afar fjölskrúðugt á Vigur og gaman að njóta þessa að horfa á fuglana í sínu náttúrulega umhverfi. Það eru yfir 3000 æðarhreiður í Vigur þar sem dúntekja fer fram. Æðarvarpið gefur í kringum fimmtíu til sextíu kíló ári af hreinsuðum dún eftir því hvernig árar.

Vigur laðar að ferðamenn og býður upp á nánd við náttúruna
Nándin við náttúruna. Fuglar eru mjög spakir og hægt að komast í návígi við seli. Svo eru það gömlu húsin sem laða að og ekki má gleyma Vigur Breið sem er elsti bátur landsins og liggur þarna í fjöruborðinu. Hann skríður mjög vel og þegar hann fer á fljúgandi siglingu klýfur hann svartfugla í tvennt á milli augnanna. Eða svo segja elstu menn. Þetta er hreint ótrúleg upplifun. Á eyjunni er friðland fugla og gömlu húsin eru friðuð. Annars eru engar kvaðir á eyjunni.

Sjálfbærni og menningin í fyrirrúmi

Fasteignasalinn Davíð Ólafsson, hjá Borg fasteignasölu, er með þessa eign til sölu.

Það er rafmagnsstrengur úr landi sem liggur út í eyju. Allt vatn fæst úr uppsprettu nálægt bænum. Það eru miklir möguleikar í sjálfbærri og menningartengdri ferðamennsku í Vigur, þar væri meðal annars hægt að setja upp setur fræða og lista. Svo má að sjálfsögðu hefja þarna búskap að nýju eins og gert hefur verið um aldir. . Svo má að sjálfsögðu hefja þarna búskap að nýju eins og gert hefur verið um aldir. Eyjan er 45 hektarar og ræktuð tún um 10 hektarar. Húsakostur er vel yfir 700 fermetrar að stærð.

Þessi einstaka náttúruperla er til sölu hjá Borg fasteignasölu og er þetta einstakt tækifæri til að eignast eina fegurstu eyju landsins sem öllu því sem henni fylgir. Fasteignasalinn Davíð Ólafsson, hjá Borg fasteignasölu, er með þessa eign til sölu og gefur allar nánari upplýsingar í síma:  897 1533 eða hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið: [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -