Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Glæsilegt hús Kormáks og Skjaldar á Flateyri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorpið Flateyri stendur á eyri skammt utan við Sólbakka og byggðist það upp vegna mikillar sjósóknar við Önundarfjörð. Fyrsta íbúðarhúsið á Flateyri var byggt um 1820 og árið 1823 var Flateyri orðin löggildur verslunarstaður. Bergur Rósinkranzson hóf verslunarrekstur á Flateyri rétt fyrir aldamótin 1900. Byggði hann sér tvílyft timburhús við Hafnarstræti 3 þar sem timbrið kom tilhöggvið frá Noregi. Húsið var fyrst og fremst ætlað til verslunarreksturs en þar var líka íbúð sem Bergur bjó í um nokkurra ára skeið. Árið 1905 byggði Bergur sér svo annað hús við Hafnarstræti 1 og fékk það nafnið Bergshús.

 

Mynd/Unnur Magna

Í dag er Bergshús í eigu fjögurra fjölskyldna, þar á meðal fjölskyldna Kormáks Geirharðssonar og Skjaldar Sigurjónssonar. Fjölskyldurnar keyptu húsið árið 2016 og gerðu það upp. Börnin þeirra tengjast einnig sterkum vinaböndum og má segja að hópurinn sé eins og stór ítölsk fjölskylda. Aðspurð segjast þau ekki hafa mikil tengsl við Flateyri að öðru leyti en að eitt þeirra hafi haft annan fótinn á staðnum frá unglingsaldri, sinnt þar vinnu að hluta og verið með sitt eigið hús. Kormákur er einnig meðlimur KK-bandsins sem stofnað var á staðnum fyrir margt löngu, en fyrir algera tilviljun þó, og Flateyri hefur alltaf verið heimavöllur bandsins. Hin í hópnum segjast í besta falli eiga einhver fjarskyld ættmenni á svæðinu sem breyti því þó ekki að þau hafa vanið komu sína á staðinn í um það bil átta ár og líkað vel.

Mynd/Unnur Magna

Eigendurnir hófu endurgerð hússins haustið 2016 og var hönnunin aðallega í umsjá tveggja úr hópnum, þeirra Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur og Þórunnar Ásdísar Óskarsdóttur. Þær segja að lokaútkoman hafi kannski ekki alveg verið fyrirséð strax í upphafi en segja að grunnhugmyndin hafi þó alltaf verið sú að sýna þessu sögufræga húsi virðingu en á sama tíma að skapa þar notalegt heimili.

„Húsinu hafði verið breytt töluvert á áttunda og níunda áratugnum og okkur langaði „að finna gamla húsið aftur.“ Við byrjuðum á að fjarlægja spónaplötur, plastparket og loftaþiljur úr fyrsta rýminu og viti menn; undir leyndist gamli panellinn og gömlu gólfborðin. Síðan tók hvert rými við af öðru. Húsið talaði til okkar allan tímann og við bara hlýddum af fullri virðingu við þetta frábæra hús og sögu þess,“ segja þær.

Mynd/Unnur Magna

Í Bergshúsi er hátt til lofts og vítt til veggja og segja þær að það hafi verið eitt af því sem heillaði þær hvað mest við húsið. Áhersluna lögðu þær á að skapa heimili þar sem öllum liði vel og hefur þeim svo sannarlega tekist vel til og auðvelt er að skynja að andinn í húsinu er góður.

- Auglýsing -

„Við tíndum til það sem við áttum í okkar fórum og passaði inn og fylltum svo upp í með hinu og þessu. Þetta er bara eins og að elda góða kássu. Við vorum ekkert að velta endilega fyrir okkur frá hvaða tímabili hlutir voru, bara að þeir hefðu sál eða karakter og myndu passa inn í húsið. Upplifunin átti umfram allt að vera tilgerðarlaus, heimilisleg og afslöppuð.“

Nánari umfjöllun og fleiri myndir er að finna í 9.tbl. Húsa og híbýla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -