Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

Krullur og fantasíur Bjørns Wiinblad

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vörur hins danska Bjørns Wiinblads eru fyrir löngu orðnar klassískar og þykja mikið prýði.

Bjørn Wiinblad fæddist í Kaupmannahöfn árið 1918. Hann sýndi strax frá ungaaldri hæfileika í að teikna og hvernig hann notaði ímyndunaraflið í þeim efnum. Hann fann fljótt út að hann vildi feta braut listamannsins. Bjørn var danskur í húð og hár en stíllinn hans var ekki innblásinn frá heimalandinu. Hann heillaðist mikið af fallegum litum, krulluðum strikum og rómantískum munstrum. Það leið ekki á löngu þar til Bjørn færði sig út í keramíkina. Það var eftir að hann vann við teikningar á ævintýrinu 1001 nótt að hann fékk innblástur í að vinna nánar með vasa og krukkur og þá með myndum úr ævintýrinu.

Kertastjakar, krúsir og skálar er meðal þess sem Rosendahl hefur nú hafið framleiðslu aftur á með verkum eftir Bjørn.

Árið 1966 flutti Bjørn Wiinblad í gamalt timburhúsi frá árinu 1900 sem upprunalega var byggt sem kornhlaða en sagt er að í húsinu séu mörg lítil leyniherbergi að finna. Í Det Blå Hus, bláa húsinu, eins og það kallaðist, vann Bjørn að list sinni og innréttaði húsið með eigin hönnun, allt frá húsgögnum yfir í smærri muni. Þegar Bjørn féll frá árið 2006 óskaði hann eftir því að húsið hans stæði ósnert eftir sem safn fyrir almenning og sem lifandi verkstæði fyrir aðra keramíkera. Danska fyrirtækið Rosendahl hefur staðið fyrir framleiðslu á vörum Bjørn Wiinblads sem hafa skreytt heimili manna í ótal mörg ár og njóta mikill vinsælda.

Hönnunin er auðþekkjanleg fyrir litríkar krullur og rómantískar myndir.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -