Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Listrænt sveitakot Péturs Gauts og Berglindar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur Gautur listmálari og Berglind Guðmundsóttir landslagsarkitekt hafa búið sér fallegan bústað í Grímsnesi en þau festu kaup á honum fyrir tuttugu árum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

 

Mynd/Hallur Karlsson

 

Þegar hjónin keyptu bústaðinn áttu þau íbúð á Njálsgötu í Reykjavík en eru nú búsett í Hafnarfirði. Berglind segir að þau hafi farið allar helgar austur en íbúðin á Njálsgötunni var mjög lítil og að það hafi aðeins verið tvennt í stöðunni. „Það var annaðhvort að stækka íbúðina eða kaupa athvarf úti í sveit sem við svo gerðum enda miklu skemmtilegra,“ segir hún en hjónin eiga þrjú börn. Berglind segir jafnframt að þau hafi notið þess vel að hverfa úr borginni í frelsið í sveitinni. Húsið er timburhús, byggt í tveimur hlutum og segir Pétur að viðbyggingin sé líklega byggð í kringum 1980 en hinn hlutinn sé töluvert eldri.

 

Mynd/Hallur Karlsson

 

„Þetta er ekki nýtískulegur bústaður. Þetta er bara gamalt sveitakot með sál, svona eins og við viljum hafa það.“

 

Pétur er farsæll listmálari og hefur verið þjóðþekktur fyrir list sína í hartnær þrjátíu ár. Í Reykjavík er hann með vinnustofu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu en einnig hefur hann vinnustofu í sveitinni sem hefur yfir sér rómantískt yfirbragð. Þar líður Pétri best við að mála og hefur hann dvalið þar undanfarnar vikur. „Ég var í sjálfskipaðri útlegð hér upp frá í COVID,“ segir Pétur sem var duglegur að mála á meðan versta ástandið varði. Á vinnustofunni er allt til alls, svefnaðstaða, verönd og útisturta ásamt salerni sem þau bættu við á síðasta ári. „Vinnustofan er ekki alltaf svona fín og teppið er ekki á þegar verið er að mála en þegar frúin kemur í heimsókn þá teppaleggur hún,“ segir Pétur og glottir

- Auglýsing -

 

Mynd/Hallur Karlsson

Innlitið í heild sinni er í 7.tbl. Húsa og híbýla. Tryggðu þér áskrift á tilboði sem gildir út júlí. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -