Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Litríkt eldhús í húsi eftir Kjartan Sveinsson

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við kíktum nýlega í heimsókn til vöruhönnuðarins Sunnu Daggar sem býr ásamt fjölskyldu sinni í reisulega húsi sem var byggt árið 1965 og var teiknað af Kjartani Sveinssyni. Eldhús heimilisins er einstaklega skemmtilegt en þar ræður bleiki liturinn ríkjum.

Eldhúsið er nýuppgert og litríkt.

„Okkur fannst skipta máli að reyna að halda í tíðarandann í húsinu og völdum efnin og litina svolítið út frá byggingartímanum. Oft þykja mér eldri hús tapa karakter þegar þau eru alveg strípuð og gerð eins og allar nýbyggingar eru í dag. Við vorum föst á því að vera með græna marmaraplötu og höfðum leitað út um allt og fundum hann loks hjá steinsmiðjunni Rein. Við erum alveg ótrúlega ánægð með plötuna og það sér líka lítið á henni því efnið er svo lifandi,“ segir Sunna þegar hún er spurð út í eldhúsið.

Eldhúsgólfið er skemmtilega öðruvísi, en það er úr reyktum korki sem Þ.Þorgrímsson lét útbúa sérstaklega fyrir þau. Aðspurð af hverju korkur hafi orðið fyrir valinu segist Sunna hafa heillast af honum vegna þess hve mjúkur og hlýr hann sé og að hann sé umhverfisvænni kostur. Það sé gott er að standa á honum og svo sé mikill kostur að þegar eitthvað dettur í gólfið brotnar það ekki. Hún bætir því við að þeim hafi einnig þótt korkurinn það hlutlaus að hann gæti virkað með nánast hvaða gólfefni sem þau koma til með að velja á restina af íbúðinni þegar þar að kemur.

„Ég vildi ekki hafa neitt króm eða burstað stál sjáanlegt í eldhúsinu.“

Tækjaskápurinn er einstaklega vel heppnuð og skemmtileg viðbót við eldhúsið og tengir rýmið inn í stofuna. „Ég vildi ekki hafa neitt króm eða burstað stál sjáanlegt í eldhúsinu og eina leiðin til að fá það til að ganga upp var að hafa tækjaskáp til að fela þá hluti, eins og espressóvélina, blandarann og hrærivélina.“

Innlitið til Sunnu má skoða í heild sinni í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla, tölublaði 5..

Höldurnar á tækjaskápnum eru alveg í takt við tíðaranda hússins, en ef vel er að gáð má sjá að þetta eru Dots-snagar frá Muuto. Allar aðrar höldur eru frá Hegas og voru pólýhúðaðar í sama lit og er á innréttingunni.

Tryggðu þér áskrift að Húsum og híbýlum í vefverslun

- Auglýsing -

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -