• Orðrómur

Marokósk áhrif í Hlíðunum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í fallegri íbúð á besta stað í Reykjavík búa hjónin Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri hjá Iceland Seafood og Vilhjálmur Svan verslunarstjóri, ásamt fjórum börnum sínum.

Tinna segir að íbúðin hafi heillað þau því hún sé óvenju stór miðað við íbúðir í Hlíðunum.

- Auglýsing -

„Það er sjaldgæft að finna íbúð á þessum stað með 4 svefnherbergjum. Svo fannst okkur hún strax björt og heillandi og bjóða upp á skemmtilega möguleika þegar við skoðuðum hana og skipulagið gott.“

Heillast af hönnun klassísku snillingana

Blaðamaður bað Tinnu að lýsa stílnum á heimilinu:

„Ég myndi segja að stíllinn á heimilinu væri ansi blandaður. Það er þó nokkuð um skandinavíska klassík á heimilinu í bland við marókósk áhrif.“

- Auglýsing -

Tinna segist almennt hrífast af skandinavískri hönnun. „Ég er alltaf jafn hrifin af hönnun snillinganna Arne Jacobsen, Louis Poulsen, Hans Wegner, Verner Panton o.fl. en undanfarið hef ég verið að dást mikið af hönnun Tine K og heimilislínu Malene Birger,“ segir hún.

Óþægilegur sófi verstu kaupin

Hvað er mikilvægt í þínum huga þegar kemur að því að innrétta fyrir heimilið?

- Auglýsing -

„Að reyna sem best að samræma útlit og praktík. Mín verstu kaup voru sófi sem leit vel út en engum leið vel á honum. Hann staldraði ekki lengi við á heimilinu og var fljótlega skipt út fyrir annan mun þægilegri,“ svarar Tinna og hlær.
En myndirnar sem birtast með þessari grein eru þær myndir sem ekki var pláss fyrir í blaðinu.

Ekki missa af júníblaði Húsa og híbýla sem er smekkfullt af fallegum innlitum, hönnun og fleiru.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Klassísk hönnun fer aldrei úr tísku

Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir eru bæði menntaðir hönnuðir og hafa unnið í tískubransanum í áraraðir,...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -