Ný lífsstílslína frá Søstrene Grene

  top augl

  Nýr bæklingur frá Søstrene Grene er kominn út. Hann inniheldur lífsstílsvörur sem eru innblásnar af „hæglætishreyfingunni“ og snýst hugmyndafræðin um að ná jafnvægi og lifa merkingarbærara lífi með því að draga úr hraðanum í daglegu amstri. Línan skiptist upp í þrjú þemu og koma vörurnar í verslanir í september.

   

  Mynd / Søstrene Grene

  Eldhús er fyrsta þemað og inniheldur fallegar geymslulausnir, hentug og falleg glös frá Ítalíu ásamt leirvöru frá Portúgal. Vörurnar koma í verslanir 5. september.

  Leirvaran er frá Portúgal.
  Glösin eru ítölsk og henta vel fyrir heita jafnt sem kalda drykki og auðvelt er að stafla þeim saman.
  Vörurnar verða fáanlegar frá 5. september.

  Fjölskylduherbergi er þema númer tvö. Þar er að finna áferðafallegan textíl, indverskt terrakotta og náttúrulegan efnivið og verða vöruarnar fáanlegar frá 12. september.

  Lampaskermurinn er úr spanskreyr.
  Indverskur leir tilheyrir línunni.
  Vörurnar verða fáanlegar frá 12. september nk.

  Þriðja og síðasta þemað er baðherbergi og gangar. Nepölsk ull og fylgihlutir með náttúrulegum þráðum eru þar í aðalhlutverki. Vörurnar verða fáanlegar frá 19. september.

  Mynd / Søstrene Grene
  Veggsnagarnir eru úr furu og koma í tveimur gerðum.
  Baðburstarnir eru FSC vottaðir.
  Vörurnar verða fáanlegar frá 19. september.

  Hægt er að skoða allan bæklinginn hér.