Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Uppskriftir að fallegu heimili

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Farrow & Ball er málningarfyrirtæki sem stofnað var árið 1946 í Dorset á Englandi en forsprakkar fyrirtækisins voru John Farrow og Richard Ball. Fyrirtækið á sér langa sögu og hefur meðal annars gefið út skemmtilegar bækur sem innihalda ýmsan fróðleik um liti og val á þeim.

 

 

Bókin er sett upp í formi uppskrifta. Mynd/frá útgefanda

Fyrir stofnun fyrirtækisins, á meðan seinna stríð stóð sem hæst, starfaði John hjá þekktu írsku málningarfyrirtæki en hann var menntaður efnafræðingur. Richard var verkfræðingur að mennt sem var handtekinn og sat í fangabúðum nasista allt þar til stríði lauk.

Félagarnir deildu mikilli ástríðu fyrir litum og nýttu þekkingu sína og menntun til þess að búa til málningu sem fljótt varð eftirsótt. Strax við stofnun áttu þeir sér trausta viðskiptavini. Bifreiðaframleiðandinn Henry Ford, reiðhjólaframleiðandinn Raleigh og breski herinn voru þeirra helstu viðskiptavinir strax frá upphafi og fyrirtækið stækkaði hratt.

Mynd/frá útgefanda

Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar kom akrýl- og plastmálning fyrst fram á sjónarsviðið. Alveg frá upphafi höfðu Farrow & Ball einungis notast við olíumálningu og var tekin sú ákvörðun að halda í allar upprunalegar uppskriftir en töldu félagarnir að breytt efnasamsetning myndi bitna á gæðum litanna þar sem minni litarefni eru notuð í akrýl- og plastmálningu.

Bókin er uppspretta margra góðra hugmynda. Mynd/frá útgefanda
Litapallettur eru vel skilgreindar í bókinni. Mynd/frá útgefanda

Litakortin unnu þeir félagar út frá litunum í nærumhverfi sínu í Dorset og eru þau kort enn til þó að fleiri litir hafi bæst við í tímans rás. Með því að halda í upprunalegu litina hefur fyrirtækið myndað sér mikla sérstöðu. Á tíunda áratugnum var tekin afdrifarík ákvörðun innan fyrirtækisins og mótuð var umhverfisstefna sem fól í sér að olíumálningunni var skipt út fyrir vatnsleysanlega málningu. Allar götur síðan hefur fyrirtækið verið einn helsti málningarframleiðandi í Bretlandi ásamt því að framleiða veggfóður í stórum stíl.

- Auglýsing -
Litirnir í umhverfinu skipta miklu máli. Mynd/frá útgefanda

Þekkingunni sem skapast hefur innan fyrirtækisins frá stofnun þess hefur nú verið safnað saman í bókina Recipes for decorating sem gefin var út í fyrra. Í bókinni eru sýndar litasamsetningar og sýnd eru fimmtán ólík híbýli þar sem litirnir eru teknir fyrir, rými fyrir rými, og samspil þeirra við birtu og lýsingu gerð góð skil.

Ásamt þessu er lesandanum kennt hvernig hægt er að skapa gott andrúmsloft með litum og efni en fyrir hvert rými eru sýnd litakort sem sett eru fram á skemmtilegan hátt í formi mataruppskrifta og er hver uppskrift uppspretta margra góðra hugmynda. Bókin er fáanleg á Amazon.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -