Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Fimm flottar hugmyndir hvernig hægt er að fegra heimilið með póstkortum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Póstkort hafa fylgt með Húsum og híbýlum um nokkurt skeið en fjölbreyttur hópur listamanna hefur lagt okkur lið og hannað falleg póstkort sem áskrifendur fá frítt með blaðinu. Póstkortin eru listaverk sem tilvalið er að nýta til skreytinga. Hér er hægt að sjá nokkrar góðar hugmyndir að því hvernig hægt er að fegra heimilið með póstkortum.

 

 

Gömlu góðu pappírsklemmurnar má nota sem standa fyrir póstkort í hillum og á borðum. Auðvelt er að skipta kortunum út eftir skapi. Þetta er sniðug hugmynd fyrir heimilið en einnig til þess að gera skrifstofuna á vinnustaðnum persónulegri og hlýlegri.

 

- Auglýsing -

Skreyttu stofuna með póstkortunum. Hér er gerður nokkurs konar renningur úr mörgum póstkortum sem nær frá gólfi og upp í loft. Þessi uppsetning setur svo sannarlega svip á rýmið. Ef þú ert í leiguíbúð þar sem ekki má negla í veggi þá er þetta frábær lausn. Gamla góða kennaratyggjóið eða málningarteipið kemur sér vel hér.

 

- Auglýsing -

Hér er hænsnanet strekkt á ramma og litlar þvottaklemmur nýttar til að festa póstkortin upp. Þetta er skemmtileg leið og hentar í flest rými. Þessi lausn er góð fyrir þá sem vilja halda öllu í röð og reglu en á sama tíma að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Auðvelt er að skipta út myndum og raða þeim upp eins og hentar hverjum og einum.

 

Skreyttu eldhúsið með póstkortum. Eldhús verða oft útundan þegar kemur að því að skreyta heimilin en hér er góð hugmynd hvernig hægt er að bæta úr því. Hönnun snýst um upplifun og á meðan þú býður eftir heitum kaffibollanum er gaman að renna augunum yfir áhugaverðar myndir sem veita góðan innblástur út í daginn.

Hér sjást óhefðbundnar myndahillur sem auðvelt er að búa til heima. Það eina sem þú þarft eru trélistar, snæri og krókar til að festa í vegginn. Svo er hægt er að mála listana í hvaða lit sem er og þannig lífga upp á heimilið. Gott er að fræsa rauf í listana til að póstkortin haldist sem best á sínum stað.

Nú er sumarafsláttur af tímaritaáskriftum. Fáðu Hús og híbýli heim að dyrum með 50% afslætti. Tryggðu þér áskrift hér.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -