Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Endaði í dái eftir að læknar greindu hann með flensu: „Mér leið virkilega illa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 24 ára gamli Devan Hopkins leitaði til lækna vegna veikinda sem illa gekk að hrista af sér. Læknar tjáðu honum að hann væri með árstíðabundna flensu sem hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af, hann myndi jafna sig. Nokkrum vikum síðar leitaði hann aftur til læknis og sagðist fá reglulega hausverki, ásamt því að vera enn með flensueinkenni. Devan var sendur í blóðrannsóknir sem komu eðlilega út en læknir skrifaði upp á mígrenistöflur við hausverknum.

Devan eftir veikindin

Viku síðar léttist hann um fjögur kíló og höfuðverkurinn versnaði sem varð til þess að hann leitaði til læknis í þriðja sinn. Eftir að hafa gengist undir ómskoðun og fleiri blóðprufur kom í ljós að hann þjáðist af smitandi hjartaþelsbólgu, sýkingu af völdum baktería sem komast í blóðrásina. Auk þess kom í ljós að hjartaloka Devans var aðeins með tvo flipa í stað þriggja. Var hann því sendur í aðgerð til þess að skipta um ósæðarloku en aðgerðin átti að taka um það bil sex klukkustundir. Þrettán klukkustundum síðar tjáði skurðlæknir foreldrum Devans að aðgerðin hafi verið mun flóknari en þeir áttu von á. Hann hafi bæði verið með lungnabólgu, streptókokkasýkingu og slæma blóðsýkingu sem olli skemmdum á líffærum. Devan endaði í dái í kjölfar aðgerðarinnar en til allrar hamingju vaknaði hann nokkrum dögum síðar. „Mér leið virkilega illa og venjuleg lausasölulyf hjálpuðu ekki neitt. Við höfðum ekki hugmynd um martröðina sem var framundan. Þegar ég skoða myndir af mér frá þessum tíma er átakanlegt að sjá hversu grannur ég var orðinn á svo stuttum tíma,“ sagði Devan í viðtali við erlendan miðil en hefur hann verið á batavegi síðan hann vaknaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -