Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Haraldur sýndi fólki hvað í honum býr: „Fyrsti þátturinn var forleikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verk eftir myndlistarmanninn Harald Jónsson hafa verið áberandi í ársbyrjun en hann hélt eina stærstu myndlistarsýningu ársins fyrstu þrjá daga þess. Var sýningin haldin í samstarfi við Billboard ehf, Y Gallery og Listasafn Reykjavíkur. Sýningin þessi nefndist Auglýsingahlé og er þetta þriðja árið í röð sem hún er haldin.

Verkum Haraldar var varpað auglýsingaskilti víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og er Haraldur kátur með sýninguna. „Mér finnst þetta magnað framtak hjá Y Gallery og Listasafni Reykjavíkur að ráðast í þessa framkvæmd og þessa samkeppni,“ sagði Haraldur í samtali við RÚV. „Þegar ég sá þetta á sínum tíma vakti þetta áhuga minn og ég fór alvarlega að hugsa um að þetta myndi henta mér mjög vel.“

Verk Haraldar heitir Ummyndanir og er í raun þrískipt. „Fyrsti þátturinn var forleikur. Einföld hnit sem leiddu okkur inn í nýja árið og gáfu tóninn,“ sagði Haraldur. „Annar þáttur eða annar dagur, þá eru í raun og veru slegnir líkamlegri tónar og holdlegri og efniskenndari kannski. Þriðja daginn, lokadaginn, þá förum við aftur yfir í ákveðna eimingu, ákveðinn einfaldleika.“ 

„Mér finnast þessi ljósaskilti vera stórkostlegur vettvangur til að sýna myndlist í opinberu rými,“ sagði myndlistarmaðurinn geðþekki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -