Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Harrý hefur áhyggjur af börnum Vilhjálms: „Að minnsta kosti eitt þeirra mun enda eins og ég“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harrý Bretaprins segist hafa áhyggjur af börnum Vilhjálms bróður hans. Telur hann að eitt þeirra verði eins og hann, „varadekk“ í fjölskyldunni.

Prinsinum Harrý leiðist ekki að komast í fréttirnar þessa dagana og þá helst til að tala um fjölskyldu sína og ekki alltaf á jákvæðan máta. Í nýjasta viðtalinu, nú við The Telegraph segist hertoginn af Sussex hafa áhyggjur af börnum þeirra Vilhjálms og Kate Middleton.

„Eins og ég veit fullvel, gildir það náttúrulögmál innan minnar fjölskyldu, að ef það er ekki við, þá er það einhver annar,“ sagði hinn 38 ára konungssonur í viðtalinu. „Og þó að við Vilhjálmur höfum talað um þetta einu sinni eða tvisar áður og hann hafi útskýrt það kristaltært fyrir mér að hans börn eru ekki á minni ábyrgð, finnst mér ég þó bera ábyrgð, vitandi það að af þessum þremur börnum, muni að minnsta kosti eitt þeirra enda eins og ég, varadekkið. Og það særir mig, það veldur mér áhyggjum.“

Ekki tók Harrý fram í viðtalinu hvert barnanna hann hefði mestar áhyggjur af, Georg prins, Karlotta prinsessa eða Lúðvík prins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -