Miðvikudagur 22. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Harrý lýsir augnablikinu er Karl sagði honum frá andláti Díönu: „Hann var í sjokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Karl III Bretlandskonungur faðmaði syni sína ekki er fréttir bárust af andláti móður þeirra, Díönu prinsessu. Kemur þetta fram í nýjustu bók Harrý, Spare, en hún kun vera troðfull af uppljóstrunum.

E! segir frá því að í bók Harrý, Spare, sé að finna lýsingingu á því hvernig Karl III tilkynnti sonum sínum tveimur um andlát Díönu prinsessu, móður drengjanna en hún lést í hræðilegu bílsslysi í Parísarborg árið 1997. Sagði hann að faðir sinn hefði átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin.

„Mamma slasaðist nokkuð illa og var flutt á sjúkrahús, elsku drengur,“ segir Harrý að faðir sinn hafi sagt. „Hann kallaði mig alltaf elsku dreng, en þarna sagði hann það nokkuð oft. Rödd hans var mjúk. Hann var í sjokki að því er sýndist.“

Þegar Karl sagði þeim bræðrum frá andláti Díönu með orðunum „ég er hræddur um að hún hafi ekki lifað þetta af,“ segir Harrý að „allt hafi virst stoppa.“ Hann heldur áfram: „Það sem ég man með ótrúlegum skýrleika, var að ég grét ekki. Ekki einu tári.“

Um föður sinn segir Harrý í bókinni: „Pabbi faðmaði mig ekki. Hann var ekki góður í að sýna tilfinningar í venjulegum aðstæðum, hvernig var hægt að búast við því af honum að sýna tilfinningar undir slíkum kringumstæðum? En hönd hans féll einu sinni á hné mér er hann sagði „Þetta verður allt í lagi.“ Það var nokkur mikið á hans mælikvarða. Föðurlegt, vongott, vingjarnlegt. Og svo innilega ósatt.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -