Mánudagur 15. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Harrý prins át sig skakkan heima hjá Courteney Cox: „Ég starði á tunnuna. Tunnan starði á móti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harrý Bretlandsprins át sig vel skakkann í partýi heima hjá Courteney Cox í Los Angeles. Segir prinsins frá þessari fyndnu sögu í nýju bókinni sinni Spare, sem allir og amma þeirra er að missa sig yfir.

NME segir frá því að Harrý segi frá því er hann gúbbaði í sig súkkulaði sem innihélt töfrasveppi í partýi heima hjá Friends-stjörnunni Courteney Cox í Los Angeles. Áhrifin voru vægast sagt spaugileg.

Courteney Cox

Sagði prinsinn í bókinni að Cox hefði verið „á ferðalagi og verið sama þótt við dveldum heima hjá henni.“ Hafði Harrý að orði að sér, sem mikill Friends-aðdáandi hefði þótt tilhugsunin um að gista í húsi Cox „afar skemmtilega.“

Í partýinu tók Harrý eftir „risa boxi af sveppasúkkulaði í laginu eins og svartir demantar“ og að það hefði verið „handa öllum“ í veislunni. Sagðist hann hafa gripið slatta í lófann og gúbbað þeim í sig og skolað þeim niður með tequila. Og svo skrapp hann á klósettið.

„Við hlið klósettsins var kringlótt silfurruslatunna með fótstigi til að opna lokið. Ég starði á tunnuna. Tunnan starði á móti. Svo breyttist það í … höfuð. Ég steig á fótstigið og höfuðið opnaði munninn. Stór opið glott,“ sagði Harrý í bókinni. „Ég hló, snéri mér í burtu, pissaði. Nú var klósettið orðið að haus líka. Skálin var gapandi skoltur þess. Lamir sessunnar voru stingandi silfuraugu þess. Það sagði „Aaah“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -