Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

La Toya Jackson minnist Lisu Marie: „Þú verður ávalt í hjörtum okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

La Toya Jackson minnist Lisu Marie Presley með fallegu myndbandi á Instagram.

Systir poppgoðsagnarinnar Michael Jackson, La Toya, minnist fyrrum mágkonu sinnar, Lisu Marie Presley í nýrri færslu á Instagram en Lisa lést á dögunum, langt fyrir aldur fram.

Í færslunni birti hún myndband sem sýnir svipmyndir frá æsku hennar sem og myndir frá hjónabandi Lisu og Michael en þau voru gift frá 1994 til 1996. Lag Michael, You are not Alone ómar undir myndbandinu. Eftirfarandi texta skrifaði svo La Toya í færslunni: „Við söknum þín Lisa! Þú verður ávalt í hjörtum okkar, ég mun aldrei gleyma hversu mikla ást þú deildir með mér á bróður mínum! Ég þakka þér fyrir að vera heiðarlega, hugrakka og skýr með ást ykkar.“

Þá skrifaði La Toya slatta af myllumerkjum neðst í færslunni, meðal annars #GoneTooSoon.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -