Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Nadía upplifir „ógeðslegt hatur og ógeð“ frá mönnum á netinu: „Það sýður á mér!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal virðist ekki eiga sjö dagana sæla. Henni er síður en svo skemmt yfir nýlegri umræðu á samfélagsmiðlum þar sem maður að nafni Brynjar Berg státaði sig af því að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar frá bresku götublaði fyrir rassamynd af fótboltamanninum Phil Foden á Hótel Sögu.

„Svo flottir gaurar, gera ekki annað en að monta sig á þessu. Ættu að hafa prófað að upplifa smá af þessu ógeðslega hatri sem við fengum og allt ógeðið sem kom út af þessari vitleysu. Er orðlaus að þeir séu ennþá að monta sig yfir þessu. Það sýður á mér,“ eru viðbrögð Nadíu Sifjar eftir montfærslur Brynjars á Twitter.

Sjá einnig: Nadía Sif birtir hrottalegt hópspjall: „Hún mun ekki deyja gömul því ég mun drepa hana“

Árið 2020 ætlaði allt um koll að keyra, bæði hér heima og í Bretlandi, þegar frænkurnar Nadía Sif og Lára Clausen fóru upp á hótelherbergi með tveimur fótboltaköppum, þrátt fyrir stífar sóttvarnarreglur vegna COVID. Mennirnir tveir voru í kjölfarið reknir úr enska landsliðinu.

í kjölfarið fengu þær Lára og Nadía Sif yfir sig mikla drusluskömm og voru úthrópaðar og smánaðar á netinu.

Nadíu Sif er ekki skemmt yfir því að Brynjar þessi hafi grætt á máli sem olli henni miklum sársauka og skaða. Hún virðist ekki eiga sjö dagana sæla. Hún birti á Twitter skjáskot af hópspjalli nokkra manna og eru ummælin sem falla þar engum til sóma. Einn virðist gantast með það að honum langi að myrða hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -