Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ráða fólki frá hundum með „klesst“ andlit: „Allir hundar eiga skilið að fæðast við góða heilsu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýralæknar í Bretlandi hvetja fólk til þess að „staldra við og hugsa sig um“ áður en það kaupir sér hreinræktaða enska bolabíta. Þetta er vegna umtalsverðra heilsufarskvilla sem hrjá tegundina í miklum mæli. Fólki sem þegar á slíka hunda er ráðlagt að fylgjast vel með heilsufari dýranna og leita sér ráðlegginga sérfræðinga ef þeir verða varir við einkenni.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á tegundinni af Royal Veterinary College er tegundin við verri heilsu en aðrar hundategundir almennt. Er þetta sagt vera vegna öfgakenndrar líkamsbyggingar þeirra. Þetta kemur fram hjá Sky News.

 

Skaðleg einkenni vinsælust

Það vekur athygli að þau einkenni tegundarinnar sem hafa hvað verst heilsufarsleg áhrif á dýrin, eru sömu einkenni og gerir tegundina eftirsóknarverða enn þann dag í dag. Þar má nefna flatt eða klesst andlit, djúpar húðfellingar í andliti og háværa öndun. RVC segir nauðsynlegt að líta á einkennin sem alvarleg heilsufarsleg einkenni, en ekki eðlileg eða jafnvel eftirsóknarverð.

 

Allir hundar eigi skilið að fæðast við góða heilsu

Einkennandi og ýkt trýni tegundarinnar, útstæður neðri kjálki og þétt líkamsbygging tengist ýmsum alvarlegum heilsufarsvandamálum.

- Auglýsing -

„Allir hundar eiga skilið að fæðast við góða heilsu og hafa náttúrulega getu til að anda frjálst, blikka augum eðlilega, hreyfa sig auðveldlega, hafa heilbrigða og slétta húð, makast og fæða afkvæmi,“ segir Dr. Dan O’Neill, aðalhöfundur skýrslunnar og dósent í faraldsfræði gæludýra við RVC.

„Í tilfelli tegunda eins og enskra bolabíta, þar sem  margir hundar eru enn með öfgakennt sköpulag og við slæma meðfædda heilsu, hefur almenningur ríku hlutverki að gegna. Almenningur ætti að krefjast hunda með sköpulag sem í það minnsta er í meðallagi gott.

Þangað til ættu væntanlegir eigendur að staldra við og hugsa sig um, áður en þeir kaupa hund með flatt andlit.“

- Auglýsing -

Dr. Alison Skipper, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir niðurstöðurnar staðfesta það að leita þurfi til ábyrgra ræktenda, sem forgangsraði heilsufari í ákvörðunum sínum varðandi ræktun á hundum, svo bæta megi velferð þessarar vinsælu og merku tegundar í framtíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -