Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Húðflúr til styrktar heimilislausum dýrum: „Yfir 7000 dýr fengið heimili“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húðflúrs- og götunarstofan Bleksmiðjan býður viðskiptavinum að fá sér flúr til styrktar Dýrahjálp. 11 desember næstkomandi verður boðið upp á bæði húðflúr og líkamsgötun og rennur allur ágóði sölunnar óskertur til styrktar Dýrahjálp Íslands. Viðskiptavinum er boðið að koma án þess að panta sér tíma og styrkja gott málefni í leiðinni. 28 dýr eru á vegum Dýrahjálpar þessa stundina en aðeins hluti þeirra er auglýstur á vefsíðunni þeirra. Aðeins er auglýst þau dýr sem eru tilbúin að fara á sitt framtíðarheimili.

Blaðamaður Mannlífs hafði samband við Dýrahjálp sem gaf okkur þessar upplýsingar:

„Dýrahjálp var stofnað á vormánuðum árið 2008 og síðan þá hafa yfir 7000 dýr fengið heimili í gegnum vefsíðuna okkar dyrahjalp.is og um 10% af þeim dýrum, eða yfir 700 dýr, hafa farið í gegnum fósturheimilakerfið hjá okkur og fengið þannig ný framtíðarheimili.

Markmið félagsins er að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd.

Dýrahjálp tekur við dýrum í neyð sem þurfa ný heimili. Við veitum þeim dýrum sem viðfáum í fóstur viðeigandi dýralæknaþjónustu þar sem þau eru heilsufarsskoðuð, bólusett, ormahreinsuð, örmerkt og geld ásamt því að við greiðum fyrir aðrar nauðsynlegar aðgerðir sem gætu komið upp.

Til þess að standa straum af kostnaði félagsins erum við reglulega með fjáraflanir og er þetta skemmtilega samstarf við Bleksmiðjuna hluti af því. En félagið er alfarið fjármagnað með gjafaféi og styrkjum einstaklinga.

- Auglýsing -

Við verðum líka með söluvörurnar okkar á staðnum þennan dag í Bleksmiðjunni en þær fást líka á vefverslun félagsins og svo erum við með basara á ýmsum stöðum fyrir jólin, t.d. í Smáralind 11.-12. des og svo jólamarkaðinum Heiðmörk 18.-19. desember.

Annars erum við mjög spennt fyrir þessum degi og erum ótrúlega þakklát fyrir hvað hann er að fá mikla athygli og hvað margir eru búnir að skrá sig á viðburðinn, Bleksmiðjan á miklar þakkir fyrir að hafa komið með þessa hugmynd og komið henni í gang.

„Eins vantar okkur alltaf góð fósturheimili á skrá til að vera til taks þegar koma inn dýr í neyð en fólk getur skráð sig hér sem fósturheimili. Þá fær það sendan póst þegar koma inn dýr sem vantar samastað“

- Auglýsing -

Ef þið viljið styrkja Dýrahjálp beint er reikningsnúmerið þeirra hér:

0513-26-4311

Kt:620508-1010

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -