Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Shane MacGowan kominn heim eftir lífshættuleg veikindi: „Við erum innilega og eilíflega þakklát“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngvari The Pogues, Shane MacGowan er kominn heim eftir að hafa dvalið síðustu mánuði á spítlana vegna sjaldgæfrar og lífshættulegrar veiru.

Eiginkona goðsagnakennda írska söngvarans Shane MacGowan, tilkynnti á dögunum að Shane hefði útskrifast af spítala í Dyflinni. Söngvarinn, 65 ára, hefur verið á spítala síðustu mánuði eftir að hafa verið greindur með veiruheilabólgu, sem er sjaldgæft og mögulega lífshættulegt ástand sem veldur því að heilinn bólgnar.

Síðastliðið miðvikudagskvöld, birti eiginkona Shane, írska blaðakonan Victoria Mary Clarke, ljósmynd á X, af skælbrosandi Shane í sjúkrarúmi með trefil um hálsinn og húfu. Við myndina skrifaði hún: „Shane er kominn af spítala! Við erum innilega og eilíflega þakklát öllum læknum og hjúkrunarfræðingum og starfsfólki á St Vincent´s, það er best! Og sérstakar þakkir til Tom Cragh og Brian Corscadden fyrir ykkar hjálp.“

MacGowen tilkynnti um greininguna í myndbandi á samfélagsmiðlum á nýársdag. Síðan hann var lagður inn á St. Vincent´s spítalann í Dyflinni hefur eiginkona Shane verið dugleg að birta upplýsingar um framgang mála til aðdáenda hans, meðal annars með ljósmyndum þar sem Shane er að heilsa vinum sínum. Ástandið var það slæmt á tímabili að hann var lagður inn á gjörgæsludeild. En sem sagt, karlinn er kominn heim.

Shane hefur í gegnum árin farið afar illa með sig með gríðarlegri áfengisdrykkju og eiturlyfjanotkun og vegna þess missti hann smá saman allar tennurnar. Árið 2015 fékk hann nýtt sett af tönnum en umbreytingin var mynduð fyrir þáttinn Shane MacGowan: A Wreck Reborn. Árið 2016 tilkynnti eiginkona hans að hann væri orðinn edrú. Árið 2015 féll hann illa á leið úr upptökuveri og braut á sér mjaðmagrindina og hefur notast við hjólastól síðan. Frétt þessi er unnin upp úr frétt Independent.

Hér má sjá hans frægasta lag, af mörgum ansi góðum:

- Auglýsing -

<div class=“sc-toncsa-0 hGaNfr“>

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -