Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ísland bezt í heimi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líklega hafa kjaraviðræður farið fram hjá fáum að undanförnu. Þá sérstaklega íbúum í Reykjavík. Hvaða skoðun sem fólk hefur á þeirri kjarabaráttu er áhugavert að skoða nokkra efnahagslega þætti sem hafa áhrif á velferð landsmanna.

Laun í alþjóðlegum samanburði eru hvergi hærri en á Íslandi samkvæmt tölum frá OECD. Meðallaun á mánuði á Íslandi árið 2018 voru rúm 700 þúsund krónur eða litlu hærri en í Lúxemborg og Sviss sem eru líkt og Ísland einhver dýrustu lönd í heimi. Sé það borið saman við Norðurlöndin þá voru meðallaun á mánuði 580 þúsund krónur í Danmörku, 540 þúsund krónur í Noregi og Svíþjóð og Finnland ráku lestina með meðallaun upp á 465 þúsund krónur á mánuði.

Gini-stuðull er sá stuðull sem OECD notar til að mæla ójöfnuð. Ísland er í öðru sæti innan OECD ásamt Slóveníu hvað varðar minnstan ójöfnuð. Slóvakía er eina landið innan OECD sem skákar okkur hvað það varðar. Þetta þýðir sem dæmi á mannamáli að í fáum löndum er jafn lítill munur á meðallaunum hjá ófaglærðu starfskólki og háskólamenntuðu.

Samkvæmt korti frá svissneska bankanum Credit Suisse á engin þjóð í heiminum meiri eignir en Íslendingar. Þannig eiga Íslendingar meira en helmingi meiri eignir en Svisslendingar.

Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru með því allra mesta sem þekkist í heiminum. Einungis Danmörk og Holland eru á svipuðu róli.

Varðandi kjör þeirra starfsstétta sem mest er rætt um nú er þó vert að hafa í huga að staða sveitarfélaga er nú allt önnur en ríkissjóðs.

- Auglýsing -

Þannig hafa skuldir ríkissjóðs snarminnkað á undanförnum árum og eru nú með því lægsta sem þekkist í alþjóðlegum samanburði. Um 20% í hlutfalli við verg landsframleiðslu.

Hið sama er því miður ekki hægt að segja um sveitarfélögin en þar hafa skuldir frekar verið að hækka. Þá má nefna skerðingu á framlagi til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem mörg sveitarfélög reiða sig á.

Til þess að sveitarfélög geti greitt starfsfólki hjá stofnunum sínum eins og leikskólum, grunnskólum, við sorphirðu og velferðaþjónustu hærri laun væri ráð fyrir íslensk stjórnvöld að styrkja tekjustofna sveitarfélaga í stað þess að draga úr framlagi til þeirra.

- Auglýsing -

Sterk staða ríkissjóðs gefur ekki annað til kynna en að slíkt sé vel hægt þrátt fyrir versnandi horfur í íslensku efnahags- og atvinnulífi um þessar mundir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -