Fimmtudagur 10. október, 2024
0.9 C
Reykjavik

Landflótti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Önnu Kristjánsdóttur

„Þú verður að fara heim, þú verður að fara heim.“

Þessum orðum hefur verið skellt framan í mig hvað eftir annað að undanförnu, í símtölum, á netinu og til að bæta gráu ofan á svart fæ ég reglulega pósta frá Utanríkisráðuneytinu þar sem ég er áminnt um að nú sé að verða síðasti möguleikinn fyrir mig að komast heim. Það gleymist bara eitt. Ég vil ekki fara heim. Ég vil vera hér í sól og sumaryl flesta daga.

Ég átti farmiða til Íslands. Hugmyndin var sú að við færum tvær í helgarferð til Íslands, rétt til að koma ættingjum og vinum á óvart og því áttum við einnig farmiða til baka fjórum dögum síðar. Áður en kom að ferðinni ákváðu Íslendingar að setja alla sem komu frá Spáni í fjórtán daga sóttkví sem er eðlileg varúðarráðstöfun sérstaklega fyrir þá sem komu til Íslands frá meginlandi Spánar. Hér á eyjunum undan strönd Afríku hefur ekki verið mikið um smit af völdum kórónavíruss og því erum við í góðri aðstöðu til að sleppa við þennan fjanda, en reglur eru reglur og sóttkví í fjórtán daga er ekkert gamanmál fyrir fólk sem ætlar í fjögurra daga skemmtiferð til Íslands. Þegar Norwegian ákvað að auki að fella niður ferðina til baka frá Íslandi var lítill tilgangur lengur með Íslandsheimsókninni og við hættum við ferðina. Hvorugri okkar datt í hug að fara til Íslands til þess eins að vera byrði á fólki meðan á sóttkví stæði og vera síðan í óvissu um framhaldið, hvenær við kæmumst aftur heim til Paradísar.

„Ein íslensk nágrannakona mín sendi mér skilaboð. Allir útlendingar eiga að vera farnir í burtu eftir næsta miðvikudag. Það fóru að renna á mig tvær grímur. Hafði ég misskilið eitthvað?“

Svo vaknaði ég upp við vondan draum einn morguninn. Ein íslensk nágrannakona mín sendi mér skilaboð. Allir útlendingar eiga að vera farnir í burtu eftir næsta miðvikudag. Það fóru að renna á mig tvær grímur. Hafði ég misskilið eitthvað? Ég hafði staðið í þeirri trú að krafan ætti einungis við um ferðamenn, þá sem byggju á hótelum og í skammtímaleigu á borð við airbnb.

Ég staulaðist fram úr alveg miður mín, vitandi upp á aðra skömmina, ekki mig sem geri aldrei mistök að eigin mati. Ég vissi ósköp vel að leigusamningurinn minn hafði verið úrskurðaður ógildur þegar ég ætlaði að skipta um heimilisfang í janúar og ekki náðist í eigandann til að gera nýjan. Það væri hægt að henda mér úr landi á þeim forsendum. Ég sendi leigumiðluninni skilaboð og heimtaði að fá nýjan leigusamning með hraði því annars yrði mér hent úr landi og sú rússneska sem á íbúðina fengi engar leigutekjur af mér lengur.

- Auglýsing -

Það liðu ekki margir klukkutímar þar til sú rússneska mætti með nýjan leigusamning og þá var ekki spáð í tveggja metra fjarlægð á milli fólks, allt undirritað og ég greiddi leiguna í apríl með evrum, ekkert kórónusmit þar, og svo kvöddumst við með virktum, hún harðánægð með peningana sína og ég með nýja leigusamninginn.

Um kvöldið hafði ég samband við þýðandann minn, frábæra konu frá Rúmeníu og kynnti henni nýja leigusamninginn minn og tjáði henni áhyggjur mínar.

Hún hló að mér.

- Auglýsing -

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu. >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -