Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Loftlagsverkfallið voru ein stærstu mótmæli sögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á föstudaginn 20. september fóru fram ein stærstu skipulögðu mótmæli sögunnar þegar yfir 4 milljónir manna í 185 löndum kröfðust aðgerða vegna loftslagsbreytinga. Greta Thunberg, sem leitt hefur baráttuna, byrjaði ein þessa bylgju skólaverkfalla fyrir utan sænska þingið fyrir um ári – sem síðan sem hefur vaxið með ótrúlegum hraða.

Þennan föstudag var ég stödd í París, Frakklandi – vöggu lýðræðisins. Rjómablíða lékk við Parísarbúa þennan daginn og þegar ég gekk að torginu Place de Nation þar sem ganga hófst tók við mögnuð sýn. Stór hópur franskra ungmenna hafði tekið sér sæti á styttunni eftir Jules Dalou sem vermir mitt torgið  – konunni sem stendur í vagni dregin af tveimur ljónum –  sem er orðin að tákni lýðveldisins um allan heim. Þar sungu ungmennin í kór: „við viljum aðgerðir í loftslagsmálum og við viljum þær núna“. Ég sá lýðræðið í verki og fann orkuna af slagkrafti fjöldans hríslast um mig.

Ungmennin voru í meirihluta og leiddu gönguna með ýmsum fjöldasöng og hrópum en fjöldinn allur af öðrum líka ungum (samanber höfund) sem gömlum tóku þátt. Áberandi voru samtökin Extintion Rebellion – en George Monbiot, pistlahöfundur á Guardian og loftslagsaktvísti er einn af helstu andlitum þeirra samtaka. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að breytingum á kerfinu vegna loftslagsmála með borgarlegri óhlýðni á friðsaman hátt. Milljónir manna eru þegar meðlimir í samtökunum sem eiga upptök sín í Bretlandi. Öll París virtist vera merkt með merkinu þeirra – á götum, ruslatunnum, veggjum, staurum o.s.frv. Á laugardaginn í París voru aftur mótmæli vegna loftslagsins en þau fóru aðeins úr böndnum, að sögn frétta, sökum þess að „gulu vestin“ svokölluðu sem hafa mótmælt um langt skeið á hverjum laugardegi í Frakklandi blönduðu sér í málið ásamt öðrum mótmælendahóp.

En eitt er víst að ungmennin eru ekki lengur ein í baráttunni fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmálum. Á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York var fókusin sérstaklega loftslagsbreytingar, en einnig verður rætt um orkumál sem er nátengt. Hvort að leiðtogar heimsins fari nú að ranka allverulega við sér verður að koma í ljós, eftir þessa upprisu ungmenna og umhverfisverndarsinna og tilfinningaríka ræðu Gretu Thunberg á fundinum. Forsætisráðherra Íslands er með í þeim hóp sem þarf að ranka við sér, og ekki síður aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, enda Ísland ekki að standa sig sérstaklega vel þegar kemur að árangri aðgerða í loftslagsmálum og ræða hennar á allsherjarþinginu var ekki til marks um neina róttækni eða stórkostlegar breytingar í þeim efnum.

Það liggur eitthvað í loftinu. Hvort það sé bylting er erfitt að segja, en ef mótmælin á föstudaginn er smjörþefurinn af því sem koma skal er þetta ekki eitt af þessum málum sem stjórnmálamenn geta hummað af sér. Skal engan undra. Ef við ætlum að taka mark á vísindum er það skylda okkar sem íbúa jarðar að gera það sem við getum, elska náttúruna, auðlindirnar og virða – og taka ábyrgð á þeim afleiðingum sem ofneysla okkar hefur valdið. Þar verður fólkið sem hefur boðið sig fram til að leiða og þjóna, að standa undir hlutverkinu –  leiða breytingar ella taka pokann sinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -