Laugardagur 14. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður? – Já, veistu alveg fullt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bóndadagurinn markar upphaf þorrans og segir hefðin að húsmóðirin skuli kvöldið áður fara út og bjóða þorrann og bónda sinn velkominn í bæ, eins og ef um tignarlegan gest væri að ræða. Í tímans rás hafa áherslurnar breyst og er nú venja að gefa bónda sínum blóm eða aðra gjöf á fyrsta degi þorra. Viðlíka og gert er á konudaginn.

Í tilefni bóndadagsins og með stærsta alhæfingarhattinn sem fannst ætla ég að leyfa mér að telja upp nokkra kosti sem karlkynið hefur að geyma. Staðföst í þeirri trú að kynin eru ólík. Hvert og eitt hefur sína kosti og lesti. Mun pistillinn því endurspegla þau viðmið.

Fyrst og framar öllu er stærð karla og styrkur ómissandi þegar kemur að efri skápunum og að opna þrjóskar krukkur og dósir. Karlar eru nefnilega góðir í að teygja sig til aðstoðar og styrkir fingur þeirra eru ómissandi þegar á reynir. Armar þeirra grípa og umfaðma – veita öryggi og hlýju.

Stuttermabolur og snjóskófla fara oft saman hjá karlmönnum, sem væri nær óhugsandi fyrir flestar konur, en staðfest er að líkamshiti karla er hærri. Hlýjan sem frá þeim streymir er staðreynd og lífsbjörg, fyrir til dæmis krónískt kaldar tær.

Kynið er áhættusæknara og fórnir þeirra stórar, án umhugsunar er gengið í verkið og sénsinn tekinn. Ást þeirra er berrössuð; Sama hvort öslað er út í straumharðar ár eða endalaust beðið og borið í verslunarmiðstöð. Ástin auglýsist í krafti verka og aðstoðar. 

Karlmenn er skoðanaglaðir og samspil þess og rökhugsunar þeirra, verður álit þeirra  ómissandi, sem þeir eru tilbúnir veita – gjarnan mjög hávært. En oftar en ekki reynist  hjálplegt þá sérstaklega þegar staðið er frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, nú eða vali á nýjum lit á naglalakki. Karlmenn láta sig málið varða.

- Auglýsing -

Karlkynið er sterkt, hlýtt, staðfast og verndandi. Karlmenn eru hvunndagshetjur okkar allra.

Líf mitt væri fátæklegt og snautt ef mér hefði ekki hlotnast ást og stuðningur frá karlmönnum – og án þeirra myndi ég ekki vilja vera. 

Takk fyrir allt, elsku bræður og bændur og innilega til hamingju með daginn ykkar.

- Auglýsing -

Lestu nýjasta tölublað Mannlífs hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -