Miðvikudagur 7. desember, 2022
-3.2 C
Reykjavik

Liðlega fertug kona óskar eftir makalegum karlmanni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mér bárust smáskilaboði frá kærasta mínum í sumar – ansi afdráttarlaus. Skilaboðin innihéldu þær upplýsingar að sambandið væri endanlegt.is og ég ætti eftir að maka mig þangað til ég dræpist ein. – Átz. 

Mér var skilað. Svo núna ég stend á tímamótum í lífinu. Í einhverjar vikur leyfði ég hjartanu að blæða en svo kom tímapunkturinn að ég dröslaði mér á „endurvinnsluna“. Kannski einhver þarna úti geti notað mig. (pun intended)  Ég downloadaði appinu og gamla dósin rúllar nú eftir Tinder-færibandinu.

Tinder er stúdía – eitthvað sem mannfræðingar ættu að hafa gaman að. Þar leynist aragrúi af fólki í alls kyns stærðum og gerðum. Allir sameinaðir um að dæma hvort annað á útlitinu einu og sér. Allt í nafni ástarinnar.

Ég er gagnkynhneigð svo hjá mér er framboðið lítið nema karlmenn. Í einhverjum tilfellum – og oftar en ég hefði haldið birtist prófíll sem er gerður af pari sem óskar eftir þriðja aðila í einhvers konar athafnir. Sjaldnast fylgja myndir af fólkinu, heldur kannski ein brjóstaskora eða skuggamynd sem tekin hefur verið af netinu. Kannski er ég svona gamaldags en ég velti því fyrir mér hversu mörg „mötch“ svona einstaklingar fá.

Ég hef lítið innsæi inn í hvers lags þversnið af íslenskum konum leynist þar inni þó ég hafi af því fregnir að önnur hver þeirra er alla vegana með eitt af eftirtöldu: 

  • Rassamynd 
  • Oddhvassar augabrúnir 
  • Útskrifuð frá Snyrtiakademíunni

Ég hef drepið ófáa tímana þarna inni. Eftirtektarvert finnst mér hversu misvel karlmenn eldast. Sumir líta ævinlega unglegir út á meðan aðrir mættu alveg kynna sér úrvalið af kremum og krukkum af Q10. – Kannski eru þeir unglegu bara með eldgamlar myndir af sér?

- Auglýsing -

Áberandi er einnig hjarðhegðunin en oftar en ekki eru myndir af karlmönnum uppdúðuðum haldandi á einhverri tegund af dauðum fiski, sem þeir teygja í átt að víðlinsu myndavélarinnar. Sjálfri þykja mér þessar myndir jafnspennandi og nautahakksauglýsingar hjá matvöruverslunum.

Margir hverjir eru töffarar, stilla sér upp hjá bílunum sínum eða einhverju öðru dýru dóti. Taka speglasjálfur svo það sjáist að þeir eiga nýjustu týpuna af iphone. Láta glitta í feitt úr eða glenna sig með Rayban sólgleraugu. Já, ræðum aðeins sólgleraugun – Á öllum myndum? Plís, lofið áhugasömum að sjá hvort það vanti kannski í þig eins og eitt eða bæði augun. Nógu margir passa að sýna mergð mynda af magavöðvunum. Í alvörunni?

En það er nákvæmlega þetta sem gerir það að verkum að ég fyllist vonleysis á Tinder. Dauði laxinn á ekki eftir að slá á hungur ástarinnar. Magavöðvarnir gagnast sambandinu ekki rass og Rayban sólgleraugun eiga ævinlega eftir að skyggja á. 

- Auglýsing -

Ég sakna þeirra gömlu góðu daga þar sem ég varð skotin í strák sem ég æfði með eða kynntist í gegnum eitthvað félagsstarf. Ég sakna þess að hrúgast um á vídjó-kvöldi í félagsmiðstöðinni og laumuleiða einn undir púða svo enginn sæi. Ég sakna þess að vera samfó heim og enda á spjalli undir staur langt fram á nótt.

Hvernig væri að við hentum í eitt gott sveitaball fyrir einhleypa, svo ég drepist ekki ein. Og væri ekki við hæfi að halda það í húsi Endurvinnslunar? 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -