Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Jólaminning barns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilhlökkunin var áþreifanleg. Systir mín var að koma til okkar mömmu yfir jólin. Við skilnaðinn höfðum við systur fylgt sitthvoru foreldrinu. Mamma flutti mig og sig sjálfa búferlum – hinum megin á landið. Það var talið í árum síðan ég hafði hitt pabba og systur mína. Hvað þá að vera með henni á jólunum og hún hafði aldrei komið til okkar í heimsókn í litla bæinn. Satt best að segja virtist loksins rofa til í þeirri hatrömmu forræðisdeilu sem foreldrar okkar áttu í. 

Ég hlakkaði svo til að sjá systur mína og að sýna henni herbergið mitt. Ég hlakkaði til að hún sæi hundinn okkar, ég vonaði að hún myndi kannski vilja sofa uppi í rúminu mínu. Kannski vildi hún leika við mig. Við gætum kannski hoppað af húsþakinu ofan í allan snjóinn?

Loksins gætu krakkarnir séð að ég ætti í alvörunni stóra systur. Engin teiknaði jafnfallega og hún, rithönd hennar og skrift var svo nákvæm og falleg – allt sem hún gerði var listilega vel gert. Mér þótti hún langsamlega flottasta stóra systirin. Mig langaði að vera alveg eins og hún.

Eitt af síðustu skiptunum sem ég hafði hitt hana, var þegar við mamma bjuggum enn á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim tíma máttum við ekki lengur hittast heima hjá foreldrum okkar. Við þurftum að hittast hjá einhverri grútfúlli, að mér fannst, konu sem bjó niðri í bæ. Allt við fyrirkomulagið var rangt og asnalegt og ég man enn eftir þungri og rakri lyktinni heima hjá henni. Það var ekkert dót, ekkert fyrir okkur að gera. Hvorugri okkar leið vel í aðstæðunum sem við réðum engu um. Samtöl okkar náðu sjaldnast flugi, enda eflaust báðar að bögglast með risastóran hnút og fullt af beygluðum tilfinningum. Það var helst ef við fórum í labbitúr og við systur gengum á undan að við gátum þá betur talað saman – konan gekk spölkorn fyrir aftan. 

Ein síðasta minningin sem ég átti um systur mína var einmitt frá slíkum labbitúr, við vorum fyrir utan pylsuvagninn og hún leyfði mér að finna lyktina af Samba ilmvatninu sínu og spreyjaði því beint upp í munninn á mér. Það var óstjórnlega fyndið. Það sem við hlógum.

Ef ég man rétt átti hún að koma með flugi á aðfangadag. Ég gat varla setið kyrr. Heimsins besta jólagjöf sem ég gat hugsað mér. Grunlaus og barnaleg hljóp ég inn í eldhús og spurði hvenær við færum út á völl að sækja hana. Fósturpabbi sat þar þungur á brún: „Hún var ekki í fluginu,“ var svarið.

- Auglýsing -

Mamma var lögst fyrir og mér bent á að sýna henni tillitssemi. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -