Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Athyglissýki sem þolir ekki opinberun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðlar eru til margs góðir. Þeir veita fólki vettvang til að spyrja spurninga, tjá skoðanir sínar og koma þeim framfæri. Þar má sækjast eftir viðbrögðum fylgjenda sinna – en margir eru orðnir háðir athyglinni. „Instant gratification“ er hugtak sem nær yfir það þegar sóst er eftir jákvæðri upplifun – jafnvel samstundis, þótt þau teljist lítils háttar. Dæmi um slíka hegðun hjá fólki er þegar keyptur er hlutur sem ekki var þörf fyrir eða deilt ljósmynd eða skoðun á samfélagsmiðlum, fyrir allra augum, og finna meðvitað eða ómeðvitað fyrir dópamínörvun þegar lækunum rignir inn. 

Íslenskir fjölmiðlar, sem og erlendir, sækjast í að fjalla um manneskjur sem eru þekktar, þær sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja og þora að stíga fram opinberlega – undir stillingunni public. Samfélagsmiðlar hafa breytt mörgu í starfi blaðamannsins. Þessi nýi upplýsingavettvangur hefur einfaldað fréttaöflun og starfið svo um munar. Slúðurdálkar eins og „Hverjir voru hvar“ velta ekki lengur alfarið á ábendingum lesenda heldur veita samfélagsmiðlarnir nú innsýn.

Frægir eru gjarnan með marga fylgjendur og stjórna því nú til dags hverju þeir deila – sem fjölmiðlar óneitanlega nýta sér.

Það skýtur því skökku við þegar frægir fara í fýlu eftir að fjölmiðill velur að fjalla um viðkomandi eða eitthvað sem viðkomandi hefur sjálfur gefið út opinberlega. Einhvers konar lenska hefur einkennt þess lags fýlu; að rakka megi niður ágæti blaðamannsins eða miðilsins alls. Fagstéttin öll höfð að háði. 

Að tjá sig opinberlega fylgir ábyrgð. Frama og frægð fylgir ábyrgð. Ef útgefin skoðun eða ljósmynd þolir ekki opinbera umfjöllun, þá er vert að muna að fara yfir stillingarnar og merkja á viðeigandi hátt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -