Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Samsæriskenningar og menningarsvik Reykjavíkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Samsæriskenningasmiðir eru góðum málum. Aldrei hefur verið auðveldara fyrir fólk að koma einhvers konar rugli á framfæri og fá einhvern til að hlusta. Eitt af því sem hefur breyst við samsæriskenningasmiði Íslands á 21. öldinni er fólkið á bak við kenningarnar. Þetta voru yfirleitt útúrreyktir vinstrisinnaðir menntskælingar, sem fáir tóku mark á, að röfla um CIA og 11. september. Núna virðast helstu talsmenn samsæriskenninga vera öfgahægrimenn á fertugs- og fimmtugsaldri. En helsti munurinn núna og fyrir 20 árum er að núna fá þessir menn pláss í fjölmiðlum og auðvitað leika samfélagsmiðlar risastórt hlutverk. Sumir þessara einstaklinga hafa gegnt mikilvægum hlutverkum í íslensku samfélagi. Fyrrverandi ráðherrar, dómarar, framhaldsskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og fjölmiðlamenn tjá sig reglulega með hætti sem hefði valdið útskúfun frá fjölskylduboðum fyrir 20 árum, en þessum einstaklingum er þess í stað hampað.  

Í slæmum málum

Menning í Reykjavík er í slæmum málum. Það er fátt sem Íslendingum finnst skemmtilegra en að lesa og fara í sund. Hægt er að segja þessir tveir hlutir séu lykilþáttur í íslenskri menningu og hefur sundmenning á Íslandi náð slíku hámæli að hún var nýlega tilnefnd á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns og skipar sér þar í hóp með sánamenningu Finnlands og hinu franska baguette-brauði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur af sinni miklu visku ákveðið að stytta opnunartíma sundlauga í Reykjavík til þess að spara örfáar krónur í stað þess að setja bremsur á hin ýmsu gæluverkefni sem fáir borgarbúar munu nýta. Þá hefur einnig verið tilkynnt að bókasöfnum Reykjavíkur muni verða lokað í þrjár vikur í sumar til þess að hagræða um 40 milljónir króna. Vissulega gerir margt smátt eitt stórt, en þegar það verið að stinga íslenska menningu í bakið og ávinningurinn dugir ekki til þess að kaupa íbúð í Grafarvogi, þá veltir maður fyrir sér hvort að fólkið sem ræður sé hvort tveggja ólæst og ósynt.

Pistill þessi birtist fyrst í nýju blaði Mannlífs sem er hægt að lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -