Sunnudagur 21. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Jólabörn og jarðskjálftar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í góðum málum

Jólabörn á öllum aldri eru í góðum málum um þessar stundir, enda styttist óðfluga í hátíð ljóss og friðar. Úrvalið á alls konar jóla hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið jafn mikið og einmitt nú. Allir tónlistarmenn og ömmur þeirra líka halda jólatónleika og virðist vera uppselt á þá alla. Meira að segja sumir sem sögðust aldrei ætla að halda jólatónleika, eru farnir að halda slíka tónleika en kalla það bara Þorláksmessutónleika. Kóngurinn sjálfur, Bó Halldórs, byrjaði auðvitað á þessu brjálæði og virðist hvergi nærri hættur, enda ku tónleikar vera hans helsta tekjulind.

Jóladagatal æsku minnar sem innihélt aumt súkkulaði, heyrir nú nánast sögunni til, því af hverju ætti maður að vilja fá súkkulaði þegar maður getur fengið legókalla, snyrtivörur, titrara, húðvörur og allt hitt? Og þau sem vilja koma sér í jólaskap í gegnum kvikmyndirnar, þá flæða nú inn á Netflix dísætar og velgjuvekjandi fjöldaframleiddar Hallmark-jólamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda algjörlega óþekkta leikara og þunna söguþræði. En þær eru um jólin og það er nóg til að koma fólki í jólaskapið og það er það eina sem skiptir máli.

Í slæmum málum

Grindvíkingar eru í frekar slæmum málum þessa dagana, það dylst engum. Ástæðan er að sjálfsögðu augljós, en íbúar heils bæjarfélags eru nú á vergangi vegna mögulegs eldgoss, flóttafólk í eigin landi, eins og einhver orðaði það. Reyndar flóttafólk sem fær afar ríkulega aðstoð í formi húsnæðisbóta, niðurfellingu banka á vöxtum og verðbóta af íbúðalánum, tímabundið, og fleira en samt sem áður í afar slæmum málum, því neitar enginn.

Að þurfa að yfirgefa bæinn sinn, heimili sitt og jafnvel atvinnu, á einu augabragði er skelfilegt, en móðir náttúra er ströng móðir sem ekki er hægt að þræta við, heldur neyðumst við mennirnir til að hlýða. En það er eitt sem er mögulega verra en að vera rifinn upp með rótum og neyddur til að flytja inn á fjölskyldumeðlimi eða í ókunnugt leiguhúsnæði, nánast allslaus, en það er nagandi óvissan. Enn er ekki vitað hvort og þá hvenær mun gjósa, né hvar. Hvort kvikan komi upp í miðjum Grindavíkurbæ eða fyrir utan hann. En Grindvíkingar eru heppnir hvað eitt varðar: Á Íslandi býr samheldið fólk sem þrátt fyrir daglegt nöldur og rifrildi á samfélagsmiðlum, stendur við bakið á samlöndum sínum í neyð. Það er eitthvað.

- Auglýsing -

Pistill þessi birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs en hægt er að nálgast vefútgáfu blaðsins með því að þrýsta á þennan hlekk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -