Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Strengjaráðherrann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.

Í þættinum Víglínan sem sýndur var á Stöð 2 sl. laugardag opinberaði iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, enn og aftur áhuga sinn á að kanna það að flytja út íslenska raforku um sæstreng til Evrópu. Það hefur ráðherrann sagt áður. Hún talaði líka um að íslenski raforkumarkaðurinn væri óþroskaður. Það hefur ráðherrann sagt áður. Ráðherrann hefur einnig komið fram og sagt frá áhyggjum sínum af einangrun raforkukerfisins og meintri sóun í kerfinu sem mætti laga með útflutningi á raforku um sæstreng.

Það er sama hversu oft ráðherrann reynir að telja okkur hinum trú um að hún sé enginn sérstakur talsmaður útflutnings á raforku um sæstreng þá kemur upp aftur og aftur önnur mynd. Ráðherrann er frekar fúl yfir því að almenningur og sérstaklega hennar eigin flokksmenn bregðist illa við orðum hennar.

Ráðherrann talar um að það sé ekkert að því að kanna raforkusölu um sæstreng. Það vill nú þannig til að búið er að skoða þetta allítarlega, m.a. hefur komið fram að orkufyrirtækin gætu hagnast en almenningur og atvinnulíf fengi hærri orkureikninga. Hvað er þá líklegt að breytist til framtíðar? Líklega mun ný og betri tækni gera strenginn hagkvæmari og e.t.v. mun orkuverð á meginlandinu hækka. Ábatinn af þessu mun allur renna til orkufyrirtækja, eigenda virkjana og rekstaraðila strengsins eða dettur einhverjum eitthvað annað í hug?

Landsvirkjun, krúnudjásn íslenska ríkisins, hefur farið fremst í flokki strengsliða þótt fleiri dingli á snúrunni. Landsvirkjun hefur ekki viljað upplýsa Íslendinga eða fulltrúa þeirra á Alþingi um hversu mikið sé búið að kosta til við undirbúnings sæstrengs. Nei það kemur okkur ekki við.

Tímabært er að endurskoða lög um Landsvirkjun, hlutverk stjórnar og forstjóra, upplýsingaskyldu o.fl. Stefna þessa fyrirtækis virðist ekki vera sú að nýta samkeppnisforskotið sem felst í að geta framleitt græna orku og selt á sanngjörnu verði til atvinnuuppbyggingar hér heima. Það virðist sem fyrirtækið hafi ákveðið að taka upp verðskrá til samræmis við það sem gerist á meginlandi Evrópu. Orkuverð hækkað og samkeppnishæfnin minnkuð.

- Auglýsing -

Ég er mikið búinn að velta því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórnin og sér í lagi Sjálfstæðisflokkurinn leggur svo mikið upp úr því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins. Ríkisstjórnin lagði mikið á sig til að troða hinum svokallaða orkupakka 3 í gegnum Alþingi. Ekki hefur enn komið fram hvers vegna svo mikið var lagt undir og fyrir hvern því ekki er það fyrir íslenska þjóð.

Það er því augljóslega áhyggjuefni þegar ráðherrar tala aftur og aftur um einangraðan og óþroskaðan raforkumarkað eins og það sé til að undirbúa okkur undir stóru bombuna.

En ég er ekki bara á móti rafstreng vegna þess að ég vil nýta orkuna hér heima. Ég er á móti honum vegna þess að með því værum við að færa Evrópusambandinu stórkostleg völd yfir ráðstöfun auðlinda okkar.

- Auglýsing -

Viltu birta pistil á man.is? Sendu okkur línu. >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -