Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Stríðið er búið …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

Eftir / Steinunni Stefánsdóttur

Þessi tími, milli jóla og nýárs er alltaf eins og einhverskonar stund milli stríða, jólin um garð gengin að mestu en nýja árið ekki hafið. Myrkrið umlykur okkur meirihluta sólarhringsins en við getum huggað okkur við að birtuskammturinn sem okkur er úthlutaður eykst dag frá degi. Og á miðvikudaginn byrjar nýtt ár.

2020 er magnað ártal. Það líður 101 ár milli ára sem eru merkt með svona fallegri tölu. 1010, 1111, 1212, 1313, 1414, 1515, 1616, 1717, 1818, 1919 og svo næst 2121. Er ekki full ástæða til þess að halda upp á svona fallegt ártal með því að bera fram háleitar óskir um hvað árið geti borið í skauti sér?

Ég ætla að gera það og er að hugsa um að óska mér alheimsfriðar, útrýmingar hungurs, fátæktar og mismununar. Ég ætla að óska mér að þjóðir heims taki höndum saman um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsvánni, að á árinu 2020 náum við mannfólkið þeim áfanga að bera virðingu hvert fyrir öðru og hættum þess vegna að beita ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu. Við þessa upptalningu mætti svo lengi bæta.

Lennon og Ono gáfu út friðarboðskap sinn, Stríðið er búið, War is over, þegar Vítnamstríðið hafði staðið í tíu ár, 1971. Fjögur ár áttu þá eftir að bætast við það ljóta stríð. En boðskapur lagsins er góður og yljar um hver jól; við vonum að næsta ár verði gott ár og að það verði laust við allan ótta. Og hver vill ekki geta sungið: Stríðið er búið, ef þú vilt það?

Ég ætla að leyfa mér að vona að árið með fallegu tölunni, 2020, verði tímamótaár á vegferð til betri heims, að næst þegar við verðum stödd í frírýminu milli jóla og nýárs getum við sungið með Lennon og öllum hinum sem flutt hafa lagið góða að stríðið sé búið og að þá verði það ekki bara óskhyggja. Það væri nú aldeilis eitthvað, eins og sagt er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -