Föstudagur 3. maí, 2024
6.6 C
Reykjavik

Ertu mamma allra?

Af hverju getum við ekki sleppt tökum á því að við stjórnum ekki hvernig aðrir upplifa heiminn? Af hverju erum við að vanda okkur svo mikið og gera allt í okkar valdi til að fyrirbyggja það að einhver verði óánægður með eitthvað sem við erum að gera?

Ég er með fréttir: Það verður alltaf einhver ósammála þér. Það verður alltaf einhver óánægður. Það mun alltaf einhver kvarta yfir einhverju.

Meira að segja í tilfelli þeirra sem okkur finnst virka hafa allt á hreinu og fullkomið þá er einhver í þeirra lífi sem finnst þau ekki vera að standa sig vel og setur út á þau. Við sjáum tónlistarkonu slá í gegn og hugsum að hún geri aldrei feilspor, hún er bara fullkomin. Nei, hún er það ekki. Það er það enginn.

Ekki stjórna öðrum það mikið að þú ferð að bera ábyrgð á öllu því sem þeir upplifa. Þá ertu að mála þig út í horn. Þá mun einnig hamingja þín og virði þitt alltaf ráðast út frá upplifun annarra á því sem þú gerir. Það hlýtur að vera þreytandi að leita að hamingju þannig.

Og það er uppskrift fyrir vonbrigði því sama hvað þú gerir þá mun alltaf einhverjum ekki finnast þú gera hlutina vel. 

Galdurinn felst í að heyra og hlusta þegar fólk hrósar þér og kunna að taka gagnrýni þegar hún er uppbyggjandi – en svo loka eyrunum þegar fólk er að kvarta í þér yfir einhverju sem þú getur ekki mögulega stjórnað. Við þurfum ekki að taka það til okkar þó að einhverjum finnist maturinn í veislunni okkar ekki góður. Ef þú ert með þrjátíu manns í veislu og aðeins einn kvartar yfir hvað laxinn sé vondur þýðir það þá að hann sé það? Líklega ekki. Þýðir það að þú sért vonlaus?

Bara alls ekki.

Við getum ekki borið ábyrgð á upplifun og tilfinningum annarra. Hvað þá ákvörðunum. Það er ótrúleg stjórnsemi og pressa sem við setjum á okkur. Við myndum aldrei sofa ef við værum alltaf að hugsa um hvernig við þóknumst öllum, í öllum aðstæðum. Gerum bara hlutina vel í hvert sinn sem okkur er falið eitthvað og látum þar við sitja.

Munum að jafnvel þó við stöndum okkur vel þá er einhverjum sem finnst við ekki kúl, flott eða með þetta á hreinu. Þannig við verðum sjálf að klappa fyrir okkur. Við þurfum að sjá þegar við höfum gert okkar besta og vitum að við hefðum ekki getað gert neitt öðruvísi. Hvernig aðrir sjá það er  í raun þeirra mál. Þeirra túlkun út frá þeirra forsendum og þeirra sýn á lífið. Fullorðið fólk ber oftast ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki.

Verum góðir foreldrar, gerum okkar besta fyrir börnin okkar, vísum þeim leiðina, höldum í höndina þeirra en í guðs bænum ekki fara halda í hendurnar á öllum sem koma nálægt okkar lífi. Leyfum fólki að vera fólk. Fólk má vera ólíkt og hafa ólíkar skoðanir.

Við þurfum ekki að stjórna því. 

Við erum ekki foreldrar hvers annars.

Og þess fyrir utan myndum við aldrei vilja stjórna skoðunum og upplifun barna okkar. Eða hvað? Við getum ekki stjórnað því að þau upplifi aldrei neitt slæmt eða finnist alltaf allt skemmtilegt og frábært. Það væri örugglega aldrei neitt frábært og skemmtilegt ef við hefðum ekki samanburðinn. Við verðum að þekkja þegar okkur finnst matur vondur til að vita hvað okkur finnst gott.

Hættum að hegða okkur eins og við berum ábyrgð á því að öllum líði vel, alltaf. Fólki finnst við ekkert merkilegri eða duglegri þó að við sofum ekki neitt af því að við vorum áhyggjur af einhverju. Flestir kenna þá frekar í brjósti um okkur og segjast vona að við getum slakað á næstu nótt. Það er enginn að fara klappa fyrir þínum andvökunóttum. Vá hvað þú ert dugleg og samviskusöm í að hafa áhyggjur! Meira að segja á næturna. Vel gert þú!

Treystu því að fólk velji sjálft hvað það vill og hvað það vill ekki út frá eigin tilfinningu og upplifun. Fólki má finnast þú hallærisleg. Því út frá þeirra sýn og túlkun þá fellur þú þar undir. Og hvað með það? Finnst þér þú hallærisleg  bara af því einhverjum öðrum finnst þú vera það?

Þú berð ábyrgð á þér. Það skiptir máli hvað þér finnst um þig og það sem þú gerir.

Það sem öðrum finnst skiptir svo eiginlega ekki máli, án gríns. 

Því þér fannst þú hafa staðið þig vel. Þú ert ánægð. Það skiptir máli.

Við verðum aldrei ánægð ef við erum alltaf að sækjast í að öðrum finnist við vera æðisleg. Verum bara æðisleg án þess að fá leyfi annarra fyrir því.

(Ég skrifa þvers og kruss hvað varðar kynnotkun til að festast ekki í einu eða öðru. Ég skrifa til allra og vona að öll geti hrífst með og tengst viðfangsefninu sama hvaða kyn ég nota).

Friðrik Agni Árnason

 

Talsvert um leiðindi á höfuðborgarsvæðinu í nótt – Lögregla og sjúkralið fór fýluferð í Garðabæ

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Talsvert var þó um leiðindi.

Tilkynnt var um slagsmál og leiðindi milli aðila í Laugardalnum, samkvæmt lögreglunni, sem skakkaði leikinn. Óvelkomnir aðilar voru einnig komnir í nýbygginu á sama svæði.

Á skemmtistað í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás en ekki gaf lögreglan frekari upplýsingar um það mál.

Þá var aðili með leiðindi inni á spítala í hverfi 108.

Tilkynnt var um slasaðan aðila í Garðabænum en þegar lögregla og sjúkralið mætti á staðinn var ekkert að sjá.

Í Kópavogi var dósum kastað niður af svölum niður á bílaplan. Ekki fylgdi sögunni hvort lögreglan hafi aðhafst eitthvað í málinu.

Í Grafarvoginum voru ungmenni með leiðindi í sundlaug. Ekki fylgdu upplýsingar í dagbók lögreglunnar um málalyktir.

Að lokum var aðili með leiðindi í hverfi 103 en eftir tiltal frá lögreglu var honum ekið heim.

Stefán vill stofna B-landslið í knattspyrnu: „Ég myndi ekki missa af slíkum leik“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.
Stefán Pálsson vill stofna B-landslið í fótbolta.

Sagnfræðingurinn og spéfuglinn Stefán Pálsson er mikill knattspyrnuáhugamaður en í gær viðraði hann nokkuð áhugaverða hugmynd. Nefnilega að stofna B-landslið eins og þekkist víða.

„Eigum við að stofna B-landslið?

Ísland á nokkra landsleiki gegn B-liði Englands. Ég held að sá síðasti hafi farið fram um 1990. Enska B-landsliðið hefur ekki komið saman í nokkur ár, en það var skipað leikmönnum úr neðri deildunum (B-, C- og D-deild). Hins vegar hefur C-landslið Englands leikið allnokkra leiki síðustu árin, en það er skipað leikmönnum úr utandeildinni. C-landsliðið hefur verið að spila við t.d. evrópsk ungmennalandslið, Gíbraltar og óopinber landslið eins úrvalslið Jersey.“

Þetta segir Stefán í Facebook-færslu en segist hann hafa dottið þetta í hug eftir að hafa hlustað á útvarpsþátt þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“.

„Eftir að hafa hlustað á Fótbolta-punktur-net útvarpsþáttinn þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“ velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að mynda B-landslið? Tilvalið verkefni fyrir slíkt landslið væri að keppa við grænlenska landsliðið, bæði heima og heiman. Ég myndi ekki missa af slíkum leik.“

Nú er bara spurningin, hvar er undirskriftarsöfnunin?

Tómas á batavegi

Tómas Guðbjartsson er mikill fjallagarpur. Mynd: Facebook.

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er á öruggum batavegi eftir að hafa greinst með illvígt krabbamein í ristli fyrr í vetur. Tómas gekkst undir aðgerð og var í veikindaleyfi í vetur. Hann hefur í gegnum tíðina bjargað mörgum mannslífum. Margir sýndu lækninum samhug í veikindum hans sem nú sér fyrir endann á.

Nú hefur kappinn braggast svo um munar og er kominn á fullt á því uppáhaldssporti sínu að stunda fjallaskíði. Kappinn hefur undanfarið sést á hæstu tindum hvaðan hann skíðar niður snarbrattar brekkur ásamt félögum sínum.

Auk þess að vera þekktasti hjartalæknir Íslands er Tómas útvitistarmaður af lífi og sál. Auk þess að klífa öll helstu fjöll Íslands hefur hann farið á suma af hæstu tindum heims …

Ívar slapp lifandi þegar Snæfugl sökk við Austfirði: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu“

Ívar Þórarinsson

Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum. Hann segir sögu sína í Sjóaranum.

Ívar var staddur í koju þegar vandræðin hófust.

„Svo var lagt af stað í land um sjö, átta leytið um kvöldið. Um klukkan hálf ellefu um kvöldið sendir hann út neyðarkall,“ segir Ívar í viðtalinu og á þá við skipstjóra Snæfugls. Og heldur áfram: „Og var komin á hliðina.“

Reynir: „Og þú ert í koju?“

Ívar: „Já, ég var í koju ásamt öðrum, sem var sofnaður. Við ætluðum að vera ferskir þegar við lönduðum síldinni. Af því að þetta átti að fara í salt. Og steisinn var tómur. En allt annað smekkfullt og það er talið að það hafi farið stýjuborð í einni stýjunni í bakborða. Og þar með hafi síldin farið yfir í steisinn. Og það þurfti ekkert meira, þessi bátar þurftu ekkert meira. Þeir voru langir og mjóir og mikil yfirbygging.“

Reynir: „Hver voru viðbrögð þína?“

Ívar: „Já, viðbrögð mín voru þannig að ég ætlaði ekki að trúa þessu. En það kom skvetta ofan í lúkarinn og hann stekkur strax upp strákurinn, en ég vakti hann og sagði honum að það væri eitthvað að ske.“

Ívar segir að strákurinn hafi farið strax upp en hann sagðist sjálfur hafa séð björgunarbelti undir stiganu og íhugað að fara í það. Hann hafi hins vegar hætt við af ótta við að karlarnir á bátnum myndu gera grín að honum þegar hann kæmi upp.

„En þegar ég kem upp þá er báturinn svo til kominn á hliðina. Og ég er að príla þarna upp á síðuna og þá öskrar karlinn í mig og segir mér að fara og loka lúkaskapanum. Og ég fór þarna niður aftur og lokaði, þetta voru svona tvær vængjahurðir. Ég lokaði honum og þá var hann nær alveg kominn á hliðina báturinn. Þá slitnaði upp glussatunna eða einhver olíutunna sem var við spilið og það munaði engu að ég yrði þar á milli.“

Reynir: „Og þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin.“

Ívar: „Nei, þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin hjá mér allavega.“

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Karl Ágúst minnist Péturs vinar síns: „Ég horfi á eftir þér af söknuði“

Karl Ágúst Úlfsson Ljósmynd: Þjóðleikhúsið
Karl Ágúst Úlfsson minnist Péturs Einarssonar leikara í nýrri Facebook-færslu.

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Pétur Einarsson lést á dögunum en vinur hans, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson minnist hans með fallegum orðum á Facebook í dag. Segist hann vera Pétri „óendanlega þakklátur“ fyrir ýmsa hluti sem hann telur upp í færslu sinni.

Minningarorðin má lesa í heild sinni hér:

„Elsku Pétur minn.

Þú gerðir mig að leikhúslistamanni með því að taka mig inn í Leiklistarskóla Íslands, með því að kenna mér margt og mikið, segja mér endalausar sögur af sjálfum þér og öðrum, með því að leika á móti mér, með því að mæla með mér í amerískt framhaldsnám, með því að leika í verki eftir mig, með því að leikstýra mér og leyfa mér að leikstýra þér. Og með því að vera alltaf hlýr, góður og velviljaður vinur minn þegar leiðir okkar lágu saman. Fyrir allt þetta og margt fleira er ég óendanlega þakklátur.
Ég horfi á eftir þér af söknuði og með margar góðar og hlýjar minningar jafnt í höfði og brjósti. Öllu fólkinu þínu sendi ég innilegar samúðarkveðjur.“

María Sigrún tjáir sig um uppsögnina: „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV.
María Sigrún Hilmarsdóttir gefur skýrari mynd af aðdraganda uppsagnar hennar frá Kveik.

Fréttakonunni Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur var rekin frá Kveik á dögunum eins og fram hefur komið í fréttum en hún hefur lítið vilja tjá sig um málið. Þar til nú.

Sjá einnig: María Sigrún rekin úr Kveik eftir harðar deilur: „Ég er ekki hætt á RÚV“

Í Facebook-færslu sem hún skrifaði í dag útskýrir hún hvað gekk á hjá ritstjórn Kveiks á RÚV, í aðdraganda uppsagnar hennar. Gefum henni orðið:

„Að gefnu tilefni:

Ég skilaði fyrsta uppkasti að handriti að Kveiksþætti mínum til ritstjóra og pródúsents kl. 21.42 fimmtudagskvöldið 11. apríl, 12 dögum fyrir áætlaða sýningu innslagsins. Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis. Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér. Þetta þótti mér miður. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku.“

Í seinni hluta færslu sinnar segir María frá því að fjórir af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið lausir á þessum tíma og því hefði verið lítið mál að hjálpast að ef tímaþröng var málið.

„Því skal haldið til haga að 8.janúar óskaði ég eftir að fá leyfi 17.-22. apríl og fékk það samþykkt. Minn hugur stóð alltaf til að klára þetta innslag og vinna það á staðnum og úr fjarvinnu eins og fordæmi eru fyrir og í þéttu og miklu samstarfi við pródúsent og ritstjóra. Það hefði að mínu mati náðst ef vilji hefði staðið til. Á þessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september. Auðvelt hefði verð að hjálpast að ef tímaþröng var vandamál.“

Ísraelskir landnemar réðust enn og aftur á palestínska bændur

Frá ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum

Ísraelskir landnemar réðust á palestínska bændur í íbúðahverfum á hinum hernumda Vesturbakka.

„Árásir landnemanna áttu sér stað í Jórdandalnum [norður], Hebron og Betlehem [suður],“ er haft eftir nýlendu- og múrviðnámsnefndin (CWRC) og Wafa fréttastofan.

Í yfirlýsingu sagði CWRC að Ísraelar frá ólöglegum landnemabyggðum hefðu „ráðist inn á heimili og tjöld borgara í Jórdandalssvæðinu og eyðilagt eigur þeirra og ráðist á fjárhirða á svæðinu“.

Þar sagði einnig að árásin hefði áhrif á „búsetu borgarans Fuad Draghmeh í Ein al-Hilweh samfélaginu í norðurhluta Jórdandals og tjald borgarans Mohammed Abu Mta’awe á Al-Sakout svæðinu.

Vitni sagði einnig við Anadolu fréttastofuna að vopnaðir landnemar hefðu ráðist á nokkra palestínska bændur inni á túnum sínum í bænum Nahalin, vestur af Betlehem, til að þvinga þá til að fara.

Árásir sem þessar hafa verið algengar um áraráðir en snaraukist frá 7. október en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru árásir landnema á Palestínumenn, þann 24. febrúar, orðnar 573 talsins frá því að átökin hófust.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Patrik og Snorri Másson sakaðir um karlrembu: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu“

Patrik og skoðanabræðurnir. Ljósmynd: patreon-skjáskot

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er mjög hneikslaður á Patrik Atlasyni og Snorra Másson. Fjöldi manns eru sammála Ólafi, þar af nokkrir nafntogaðir einstaklingar.

Patrik Atlason tónlistarmaður fór um víðan völl í hlaðvarpsþætti bræðranna Snorra og Bergþórs Mássona, Skoðanabræður. Það sem helst vakti athygli voru gamaldags hugmyndir hans og þáttastjórnenda um kvenfólk.

Þegar talið barst að hlutverki kynjana sagði Patrik: „Þetta er það sem kapí­tal­ism­inn og þessi stóru fé­lög vilja gera, að kon­ur verði „career-dri­ven“, sem er bara allt í lagi. Ég held að maður­inn eigi að vera „career-dri­ven“ og leggja alla sína orku í það og hún á að vera „nurt­ur­ing.“ Bætti hann svo við að innkoma heimilisins gæti verið helmingi meiri ef karlmaðurinn væri sá eini sem væri „career dri­ven“ aðilinn í sambandinu, eða útivinnandi.

„Ég held að þau vilji þetta því þau vilja hafa okk­ur bæði á hjól­un­um, en þá náum við styttra,“ sagði Pat­rik en fyrr í þættinum úskýrði hann að sá sem ákvað að bæði kynin ættu að vera á vinnumarkaði hafi aðeins haft sinn eigin gróða í huga.

„Það er mjög áhuga­vert að menn hafi gabbað alla út á vinnu­markað og kallað það svo frels­is­bylt­ingu,“ sagði Snorri þá og Bergþór bæt­ti við:

„Það er ógeðslega fyndið að ef þú hefðir sagt þetta fyrri kannski fjór­um árum þá yrði bara fer­ill­inn þinn bú­inn. Nú er fólk bara „já snilld“.“

„Þetta er bara mín skoðun og ég og kon­an mín sjá­um framtíðina þannig. Auðvitað þarf hún að hafa sinn til­gang og eitt­hvað en ég er the „go getter“ skiluðu,“ seg­ir Pat­rik til að út­skýra betuur skoðun sína.

Snorri virðist taka undir skoðun Patriks er hann bætir við:

„Ég hugsa líka að all­ir karl­ar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kyn­in frá­bær í allskon­ar störf­um og mjög góð í allskon­ar drasli, en all­ir karl­ar myndu vilja geta haldið uppi heim­ili sínu án þess að kon­an þyrfti að vinna. Að sjálf­sögðu myndu þeir vilja það.[…] Það er æðsta tak­mark“.

Bergþór tók undir bróður sínum og sagði: „Já maður, hún eitt­hvað í Pila­tes,“ og Snorri bæt­ti við: „Hún get­ur stofnað kaffi­hús“.

Ekki eru allir sáttir við þessa afstöðu mannanna en einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Hann skrifaði stutta en nokkuð hnitmiðaða Facebook-færslu og hlekkjaði frétt mbl.is um þáttinn við.

„Gömlukallaraus í ungum mönnum. Og ég sem vonaði að remburnar hyrfu með minni kynslóð. Einhvers staðar mistókst okkur herfilega.“

Fjölmargir aðilar skrifuðu athugasemdir við færsluna, þar á meðal Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu: „Er þetta ekki eitthvað súrt grín…?!“

Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður svaraði Svanhildi: „Nei þetta er alls ekki grín. Þetta er raunverulegt.“

Egill Helgason sjónvarpsmaður er heldur stóryrtur í sinni athugasemd: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu.“

Atli Þór Fanndal beitti húmor í sinni athugasemd: „Prófið að segja ráð um rekstur heimilis og sambands frá Prettyboitjokkó þrisvar án þess að flissa…“

Verðlaun veitt fyrir ljósmyndir ársins 2023

Fréttamynd ársins: Kristinn Magnússon.

Í dag, 27. apríl, klukkan 15 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir myndir ársins 2023. Veitt voru verðlaun fyrir fréttamynd ársins og mynd ársins.

Eftirfarandi fréttatilkynning barst fjölmiðlum frá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands:

Mynd ársins 2023 er við fyrstu sýn einföld og kyrrlát. Hún er þó afar táknræn og hlaðin tilfinningu. Myndin sýnir Yazan, ungan flóttamann frá Gaza, þar sem hann skreytir tímabundið athvarf sitt hér á landi með jólaljósum og fána heimalands síns. Myndin kallar fram tilfinningar á borð við hryggð og samkennd og kemur vel til skila stolti hans yfir uppruna sínum og heimili, heimili sem nú er glatað. Höfundur myndar ársins er Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli. 

Fréttamynd ársins sýnir hina hliðina á einu stærsta fréttamáli ársins, jarðhræringunum á Reykjanesi. Myndin er frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Við sáum margar stórkostlegar myndir frá sjálfum eldunum og eyðileggingunni sem hræringarnar höfðu í för með sér, en sigurmyndin fangar með eftirminnilegum hætti mannlegu hliðina, hvernig samfélagið varð þéttara og fólk sýndi hvert öðru stuðning á erfiðum tíma. Höfundur fréttamyndar ársins er Kristinn Magnússon.

Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins.

Dómnefndarstörf fóru fram í byrjun febrúar en í ár skipuðu dómnefndina Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. 

Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 

Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 18. maí.

 

Sérsveitin réðst til atlögu á Vernd: „Það er ýmislegt í gangi“

Vernd er í Laugardalnum

Sérsveit ríkislögreglustjóra réðst rétt fyrir klukkan 14:00 í dag inn á áfangaheimilið Vernd í Laugardalnum. Vitni segja að einn maður hafi verið leiddur út í handjárnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs er maðurinn ungur að aldri og er hann grunaður um líkamsárás. Alls voru tveir lögreglubílar og einn ómerktur bíll sérsveitarinnar á staðnum samkvæmt vitnum.

„Það er ýmislegt í gangi,“ svöruðu lögreglumenn þegar þeir voru spurðir af nágrönnum Verndar hvað hafði gerst þegar aðgerðinni var lokið.

Starfsemi Verndar er ætlað að hjálpa föngum að komast aftur í samfélagið og er vera þeirra á áfangaheimilinu háð ýmsum skilyrðum svo sem vinnu og/eða námi. Þá er öll neysla vímuefna bönnuð á meðan vist stendur yfir og strangar reglur um útivist.

Skiptir ekki máli hvar fólk býr

„Ég held að lögreglan hafi bara viljað ná tali af manni sem býr þar, það var ekkert annað í gangi,“ sagði Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, í samtali við Mannlíf um málið.

„Ekki grænan. Ég hef engar hugmyndir um svoleiðis,“ sagði Þráinn um hvort hann vissi af hverju sérsveitin hafi handtekið manninn. „Það er auðvitað bara eins og út í samfélaginu að viðbrögð við allskonar málum eru oft þannig að það sé hægt að lesa meira en minna úr því sem í rauninni að gerast. En það er eðlilegt að ef menn eru grunaðir um eitthvað, hvar sem þeir búa, að mál séu auðvitað skoðuð með þeim augum sem litið er á þau. Svo verða menn að svara fyrir það ef það er rétt eða rangt sem borið er upp á þá. Ég veit ekki hvað í slíkum tilvikum er oft eitthvað sem liggur fyrir, eða jafn vel ekkert þannig að maður veit ekki hvað er í þessu máli frekar heldur en öðrum. En lögreglan vildi greinilega ná tali af einstaklingi sem býr á Vernd og málið er ekkert snúnara, eða meira upp á sig, en það.“

Reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri: „Maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Maður reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri í gær, samkvæmt foreldrum barnsins.

Akureyri.net segir frá færslu foreldra ungrar stúlku sem birtist á Facebook-síðu Giljahverfis á Akureyri en þar segja þau að maður hafi reynt að lokka dóttur þeirra í bíl sinn en lögreglu var gert viðvart.

Færslan er nafnlaus en hljóðar eftirfarandi:

„Nú rétt áðan lenti tíu ára dóttir mín í því á leið á fimleikaæfingu í Giljaskóla að maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum (svartklæddur og með svarta húfu) fer úr bílnum sínum við gangbraut í Merkigili og reynir að fá hana upp í bílinn og segist ætla að bjóða henni far en hún nær að hlaupa í burtu. Mögulega er hann ekki enn á sveimi í Giljahverfi en endilega hafið varan á og biðjið börnin ykkar um að fara varlega.“

Óvissa á Reykjanesskaga: „Við viljum biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu“

Eldgos eru falleg en stórhættuleg. Ljósmynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum varar við að fólk gangi að gosinu við Sundhnjúksgíga.

Í gærkvöldi birti lögreglan á Suðurnesjum færslu á Facebook þar sem hún biðlar til fólks að ganga ekki að gosinu við Sundhnjúksgíga, vegna þess að nýtt gos gæti hafist á hverri stundu eða ný sprunga opnast, samkvæmt vísindamönnum.

„Til upplýsinga….

Eins og kom fram í fréttum í kvöld þá er staðan þannig á gosstöðvunum, samkvæmt vísindamönnum, að það er víst tímaspursmál hvenær kraftur bætist í núverandi gos eða þá að ný gossprunga opnist. Það kom fram að fyrirvarið gæti verið afar stuttur og svæðið því hættulegra með hverjum deginum.

Við viljum því biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu.“

Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, Benedikt Ófeigsson, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að töluverð óvissa sé um hvað gerist næst.

„Við höfum ekki séð þetta áður, að við höfum eldgos og landris á sama tíma. Þannig að það er talsverð óvissa um hvað gerist. En kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er að það komi upp eldgos út frá núverandi gosi með svipuðum hætti og þetta byrjaði,“ sagði Benedikt. Og bætti við: „Það er að segja að tveggja til þriggja kílómetra löng sprunga opnist kannski með litlum fyrirvara sem getur skapað talsverða hættu.“

Anna með gott ráð fyrir fólk sem tekur sjálfur:„Annars lítiði út fyrir að vera að fá heilablóðfall“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Anna Gunndís Guðmundsdóttir er annt um að laga sjálfur fólks á samfélagsmiðlunum, nú þegar sumarið er mætt í allri sinni dýrð og tækifærin til að taka skemmtilegar sjálfsmyndir hrannast upp.

Leikkonan, handritshöfundurinn og leikstjórinn Anna Gunndís Guðmundsdóttir birti spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hún kennir fólki að taka almennilegar sjálfsmyndir á símana sína.

„AÐ GEFNU TILEFNI!

Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér mynd til að gera augnablikið ódauðlegt.“ Þannig hefst færslan. Og heldur svo áfram:

„Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í selfies. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum, á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju.
Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU.“

En af hverju vill Anna að við horfum á linsuna?

„Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það!“

Anna bendir einnig á að það sama gildi um ljósmyndakassana í partýinu. Og birtir svo að lokum sjálfur, máli sínu til stuðnings.

„Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur LOOK HERE! Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á LOOK HERE! Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna.
Vinstri mynd: HORFT Í LINSU
Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL
Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar.“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir.
Ljósmyndir: Facebook

Skaut fórnarlömbin í höfuðið og losaði sig við líkin eins og rusl

Það kom engum á óvart þegar Richard Mallory hvarf í lok nóvember árið 1989. En þegar bifreið hans fannst mannlaus nokkrum dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þann 13. desember fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi á skógi vöxnum stað þar sem fólk átti til að losa sig við rusl, þótt ólöglegt væri. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalibera byssu. Lögreglan stóð á gati og ekkert gerðist sem varpaði ljósi á morðið. En sannleikurinn átti eftir að koma í ljós og ýmislegt miður fallegt kom upp úr krafsinu.

Aileen Wuornos var bandarískur raðmorðingi sem myrti sjö karlmenn í Flórída frá 1989 til 1990. Hún hélt því fram að morðin hefði hún framið í sjálfsvörn til að verjast nauðgun. Útskýringar Aileen Wuornos voru ekki teknar gildar fyrir rétti. Hún var önnur konan sem tekin hefur verið af lífi í sögu Flórída.

Aileen Wuornos fæddist 1956 í Rochester í Michigan í Bandaríkjunum og það væri vægt til orða tekið að segja að hún hefði átt slæma æsku. Sumir telja að það eina góða í lífi hennar hafi verið að hún kynntist aldrei líffræðilegum föður sínum. Diane Wuornos, móðir Aileen, giftist Leo Dale Pittman, föður hennar, aðeins fjórtán ára og varð barnshafandi tvisvar, Aileen var yngra barnið og kom í heiminn nokkrum mánuðum eftir að Diane sagði skilið við föður hennar. Faðir Aileen gekk ekki alveg heill til skógar andlega og var fær um að beita miklu ofbeldi. En hlutverk einstæðrar móður reyndist Diane um megn og árið 1960 yfirgaf hún börn sín, Keith og Aileen, sem síðan voru ættleidd af móðurforeldrum sínum, Lauri og Britta Wuornos.

Lauri og Britta bjuggu í Troy, smáborg ekki langt frá Rochester, og þar ólst Aileen upp ásamt Keith, bróður sínum, og tveimur ættleiddum börnum, sem í raun voru frændi hennar og frænka. Óhapp í æsku skildi eftir ör á andliti Aileen og hún þróaði með sér skaphita, sem oft braut út í óstjórnlæegri bræði, og átti erfitt með að eignast vini.

Það kom snemma í ljós að erfitt yrði að tjónka við Aileen og grunnt var á uppreisn gegn Lauri, sem drakk stíft og beitti miklum aga. Systkinunum hafði verið talin trú um að Lauri og Britta væru líffræðilegir foreldrar þeirra og þegar Aileen var tíu ára komst hún að hinu sanna í málinu. Þá versnaði ástandið á heimilinu til mikilla muna og Lauri beitti enn meiri hörku í uppeldinu en fyrr og var þó vart á bætandi. Þegar sannleikurinn um uppruna sinn rann upp fyrir Aileen og Keith má segja að þau hafi farið í hreinan uppreisnargír.

Lauri tók á vandanum með sínum hætti, hertum aga refsingum og segir sagan að eitt sinn hafi hann neytt Aileen til að fylgjast með þegar hann drekkti kettlingi sem henni þótti vænt um.

Kynlíf fyrir sígarettur

Aileen fékk oft og tíðum að finna fyrir belti afa síns og var gjarna látin liggja á kviðnum á rúmi sínu á meðan beltið small á bakhluta hennar. Þessar aðfarir voru ekki til að draga úr þvermóðsku hennar. Hún varð virk kynferðislega mjög snemma og sagði síðar að hún hefði notið kynlífs með bróður sínum ung að árum og að Lauri, afi hennar, hefði níðst á henni kynferðislega, þótt það hafi aldrei fengist staðfest.

Ellefu ára að aldri byrjaði Aileen að bjóða ungum drengjum upp á kynlíf gegn því að fá sígarettur og var hún fyrir vikið uppnefnd „sígarettu-svínið“. Þessi hegðun varð þess valdandi að Aileen fjarlægðist enn frekar jafnaldra sína. Iðulega strauk Aileen að heiman og uppskar fyrir vikið dvöl á unglingaheimili.

Fjórtán ára að aldri varð Aileen barnshafandi og var send á heimili fyrir ógiftar mæður í Detroit. Hún sagði fjölskyldu sinni að óléttan væri tilkomin vegna nauðgunar, en breytti þeirri frásögn síðar. Aileen eignaðist dreng í mars árið 1971. Sonur hennar varð þess láns aðnjótandi að verða ekki alinn upp hjá henni, því hann var fljótlega ættleiddur og losnaði þannig við að alast upp í því rugli sem þá einkenndi alla tilveru Aileen.

Britta, amma Aileen, dó 1971, og að sögn dóttur Brittu varð álagið vegna Aileen og Keiths; skróp í skólanum, óléttu og margs fleira, Brittu um megn og hún hafði snúið sér að flöskunni meira en góðu hófi gegndi. Á sama tíma þá þvældist Aileen á milli hinna ýmsu unglingaheimila og heimilis síns. Fljótlega eftir dauða Brittu, fékk Lauri nóg og harðneitaði að sjá um dótturdóttur sína lengur, en þegar þar var komið sögu var hún orðin 15 ára.

Fimm árum síðar framdi Lauri sjálfsmorð og Aileen sá sér ekki fært, eða sá enga ástæðu til að vera viðstödd jarðarförina. Hún hafði þá lagt land undir fót, ferðast á puttanum þvert yfir landið og séð sér farborða með því að falbjóða sig í kynlífi.

Ferðalaginu lauk í Flórída og þar hitti Aileen rígfullorðinn karlmann, Lewis Gratz Fell, sem var formaður snekkjuklúbbs þar. Lewis, sem var heilum 50 árum eldri en Aileen, kolféll fyrir Aileen og þau gengu í það heilaga í maí árið 1976. Mánuði síðar var draumurinn úti og Lewis var búinn að fá sig fullsaddan af bræðisköstum Aileen og óstöðugu lundarfari hennar. Fullyrti lewis að Aileen hefði gengið í skrokk á honum með göngustafnum hans.

Aileen vísaði þeirri fullyrðingu til föðurhúsanna og sagði að hún væri fórnarlambið, Lewis hefði ráðist á hana með ofbeldi.

Hvað sem því líður þá skildu þau 19. júlí, árið 1976, og í sama mánuði reið enn eitt reiðarslagið yfir Aileen því Keith, bróðir hennar, laut í lægra haldi gegn krabbameini og dó.

Við tók áratugur misheppnaðra sambanda, vændis, falsana, þjófnaða og vopnaðra rána. Snemma á 9. áratugnum afplánaði Aileen fangelsisdóm fyrir að hafa sauðdrukkin reynt að ræna búð, að sögn íklædd bikiníi einu fata. Á sakaskrá hennar kenndi annars ýmissa grasa, meðal annar var þar að finna ávísanafals, mótþróa við handtöku, þjófnaði og akstur undir áhrifum áfengis. Reyndar var það svo að sum afbrotin voru skráð á eitthvert þeirra dulnefna sem Aileen hafði tamið sér að nota í tíma og ótíma.

Aileen var orðin flak, andlega og líkamlega, vegna drykkju, eiturlyfjaneyslu og lífsstíls sem einkenndist af sjálfseyðingarhvöt. Í júní, árið 1986, hitti Aileen hina tuttugu og fjögurra ára Tyria „Ty“ Moore í klúbbi fyrir samkynhneigða í Daytona í Flórída. Við tók fjögurra og hálfs árs tilfinningaþrungið samband kvennanna tveggja og þær rugluðu saman reytum.

Fyrsta líkið finnst

Um skeið var tiltöluleg ládeyða í lífi Aileen. Ty elskaði Aileen og yfirgaf hana ekki. Hún sinnti sínum störfum sem hótelþerna og húshjálp, en Aileen vann í kynlífsþjónustubransanum. Heldur hafði þá fallið á útlit Aileen og hún var ekki hátt metin og ekki jókst virði hennar á götunni eftir því sem tíminn leið.

Eitt var það sem fór fyrir brjóstið á Aileen og setti lit sinn á samband þeirra og það var að Aileen líkaði ekki að Ty hefði samskipti við annað fólk, nú eða einfaldlega færi til vinnu sinnar.

En Ty yfirgaf hana ekki og þær þvældust á milli mótela, leiguíbúða og hjólhýsasvæða í Daytona og víðar í Flórída., en á endanum varð ljóst að breytinga var þörf. Það var á þessum tíma sem glæpir Aileen tóku á sig aðra og öllu alvarlegri mynd og banvænni.

Fyrsta fórnarlamb Aileen var maður að nafni Richard Mallory. Richard, sem gerði við rafmagnstæki, fannst sopinn góður og þeir sem til hans þekktu vissu að hann keypti sér iðulega þjónustu vændiskvenna. Hann var einnig þekktur fyrir að loka verkstæði sínu fyrirvaralaust og hverfa á drykkjutúr.

Það kom því engum á óvart þegar Richard Mallory hvarf í lok nóvember árið 1989. En þegar bifreið hans fannst mannlaus nokkrum dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þann 13. desember fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi á skógi vöxnum stað þar sem fólk átti til að losa sig við rusl, þótt ólöglegt væri. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalibera byssu. Mánuðum síðar hafði rannsókn lögreglunnar engan árangur borið og málið kólnaði.

Fleiri fórnarlömb

Hálfu ári síðar, 1. júní 1990, fannst annað karlmannslík í skóglendi í Citus-sýslu í Flórída. Sjö dögum síðar voru kennsl borin á líkið og var um að ræða David Spears. Spears hafði horfið 19. maí á leið sinni til Orland. Hann hafði verið skotinn nikkrum sinnum með 22 kalíbera byssu, og við líkið fannst notaður smokkur. Um sama leyti fannst lík þrjátíu mílum sunnar, í Pasco-sýslu. Líkið var svo illa farið að ekki varð unnt að bera kennsl á það, en við krufningu fundust níu 22 kalíbera kúlur í líkinu. Síðar kom í ljós að um var að ræða Charles Carskaddon, fertugan karl sem hafði unnið við ótemjusýningar. Lögreglumaðurinn sem stjórnaði rannsókninni hafði heyrt af málinu í Citrus-sýslu og sá að málin áttu margt sameiginlegt. Hann setti sig því í samband við lögregluna þar.

Í byrjun júlí 1990 sat Rhonda nokkur Baily á veröndinni sinni og sá þegar bifreið sem kom eftir veginum veginum, rennur til og hafnar utan vegar. Út úr honum stíga tvær konur. Sú brúnhærða sagði ekki mikið, en hin ljóshærða bölvaði og ragnaði líkt og hún fengi borgað fyrir það. Sú ljóshærða taldi Baily á að hafa ekki samband við lögregluna, því faðir hennar byggi skammt frá. Konurnar settust aftur í bílinn og komust upp á veginn, en skömmu síðar gaf bílinn upp öndina og konurnar héldu áfram för sinni fótgangandi. Lögreglustjórinn í Marion-sýslu fann síðar bílinn og við rannsókn kom í ljós að blóðblettir sem fundust í honum voru úr Peter Siems sem hafði horfið 7. júní. Lík hans fannst aldrei. Lýsing á konunum tveimur var send til lögregluyfirvalda um gervöll Bandaríkin.

Enn áttu eftir að finnast þrjú karlmannslík og allt benti til að um sama morðingja væri að ræða. Lík Troys Burress fannst 4. ágúst, en hann hafði horfið í lok júlí. Dick Humpreys hvarf ellefta september og lík hans fannst degi síðar. Hann hafði verið skotinn sex sinnum. Nítjánda nóvember fannst lík Walters Gino og rannsókn leiddi í ljós að hann hafði látist innan við sólarhring áður. Lögreglunni varð ljóst að konurnar sem Baily hafði séð af verönd sinni voru viðriðnar málið og viðamikil leit hófst. Ekki leið á löngu áður en vísbendingarnar fóru að hlaðast upp og um miðjan desember hafði lögreglan fengið nokkrar ábendingar um sömu tvær konurnar og nöfn þeirra.

Skuldaskil

Þann 9. janúar 1991 var Aileen handtekin á bar í Volusia-sýslu, og næsta dag hafði lögreglan upp á Ty Moore. Moore samþykkti að fá Aileen til að játa gegn því að njóta friðhelgi. Farið var með Moore á mótel í Flórída. Undir vökulum augum lögreglunnar hringdi hún fjölda símtala til Wuornos og grátbað hana að hreinsa nafn hennar. Þremur dögum síðar játaði Wuornos á sig morðin og hélt því fram að mennirnir hefðu reynt að nauðga henni og hún drepið þá í sjálfsvörn. Aileen Wuornos var sakfelld fyrir sex morð, hún var ekki ákærð fyrir morðið á Peter Siems því lík hans hafði aldrei fundist. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið að Richard Mallory hefði frá 1958 fengið meðferð vegna árásar sem hann hafði framið með þeim ásetningi að nauðga konu, neitaði dómari við réttarhöldin að leyfa það sem sönnunargögn sem hugsanlega hefðu getað stutt fullyrðingar Aileen. Aileen Wuornos var tekin af lífi með banvænni sprautu þann 9. október 2002.

Barnavernd kölluð til vegna slagsmála ungmenna – Kastaði glerflösku í höfuð einstaklings

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðina hafði í nógu að snúast í nótt samkvæmt dagbók hennar.

Tilkynning barst lögreglustöð 1, sem sinnir Vesturbænum, miðborginni, Hlíðunum, Laugardalnum, Háaleitinu og Seltjarnarnesinu barst tilkynning um líkamsárás en árásarþoli var með minniháttar áverka. Einn einstaklingur var grunaður í málinu en hann hafði látið sig hverfa áður en lögreglan mætti á vettvang.

Leigubílsstjóri óskaði eftir aðstoð eftir að farþegi gat ekki greitt fyrir umbeðinn akstur.

Þá var einstaklingur handtekinn eftir að hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar á málinu en árásarþolinn var fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar.

Lögreglan sem sinnir útköllum í Kópavoginum og í Breiðholtinu barst tilkynning um slagsmál en slagsmálahundarnir voru farnir af vettvangi á bifreið þegar lögreglu bar að garði. Voru þeir handteknir stuttu síðar þegar lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli. Voru fjórir aðilar í bifreiðinni og var þeir allir handteknir og færðir á lögreglustöð. Sökum aldurs hinna handteknu er málið unnið með fulltrúum barnaverndar en þeir voru látnir lausir eftir viðræður á lögreglustöð. Árásarþolinn er ekki talinn mikið slasaður.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem gengur í burtu frá honum án þess að greiða fyrir þjónustu hans.

Að lokum stöðvaði lögreglan bifreið en ökumaður hennar hafði mælst á 153 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði við bestu aðstæður er 80 km/klst.

Klandur vegna Karenar

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer mikinn í könnunum og mælist vera fremst í kapphlaupinu þessa dagana. Halla Hrund hefur yfir sér þá áru að vera ekki mörkuð af pólitík eða spillingu. Eftir að hún tók flugið hafa augu fólks beinst að henni og leitað hefur verið að veikleika framboðsins. Mogginn datt niður á það að Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Orkustofnunar, var að vinna að kosningunum í sjálfboðavinnu fyrir yfirmann sinn og á verktakalaunum frá Orkustofnun.

Þessi staða Höllu Hrundar er vægast sagt vandræðaleg og þá ekki síst í því ljósi að Karen sem starfar í nafni einkafyrirtækis síns, Langbrókar, hefur samkvæmt Mogganum ekki skilað inn skýrslum um störf fyrirtækis síns, Langbrókar, fyrir stofnunina þrátt fyrir samninga um slíkt.

Núverandi orkumálstjóri til bráðabirgða er Sara Lind Guðbergsdóttir, eiginkona Stefáns Stefánssonar, blaðamanns og spyrils á Mogganum. Blaðið sótti væntanlega svör til hennar og í framhaldinu var Karen gert að víkja úr starfi samskiptastjóra. Tekið skal fram að Stefán er ekki skrifaður fyrir umfjöllun Moggans.

Framganga Karenar og meint tvöfeldni er þegar búin að koma frambjóðanda hennar í nokkurt klandur. Halla Hrund er að fá eldskírn sína og stimpil spillingar. Mogginn upplýsir að Orkustofnun hyggist framvegis „fylgja því eftir að verkbókhald og eða tímaskýrslur fylgi reikningum“  …

 

Flugvél brotlenti á Þingeyrarflugvelli: „Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn“

Cessna 402 - Ljósmyndin tengist ekki fréttinni beint.

Það var í janúar 1983 sem Hafsteinn Aðalsteinsson, eiginkona hans og nýfætt barn þeirra ásamt fjórum öðrum, lentu í afar óþægilegri lífsreynslu.

Flugvél sem þau voru farþegar í og var að koma til Þingeyrar frá Reykjavík, brotlenti á flugvellinum en með snarræði náði flugmaðurinn að koma hjá alvarlegu slysi. Með því að snúa vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðning við völlinn, en ekki nefið á vélinni. Þeyttist flugvélin út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Enginn slasaðist en samkvæmt Hafsteini héldu farþegar ró sinni þó hann viðurkenndi að fólki hafi brugðið.

Lesa má frétt DV um málið hér fyrir neðan:

Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn – segir farþegi sem var um borð í TF-GTI þegar hún brotlenti á Þingeyrarflugvelli

Flugvélin var komin ansi innarlega á brautina þegar hún lenti,” sagði Hafsteinn Aðalsteinsson frá Þingeyri, sem var meðal farþega í vélinni sem brotlenti á Þingeyrarflugvelli síðdegis í gær.

Hafsteinn var að koma með vélinni frá Reykjavík ásamt konu sinni og nýfæddu barni þeirra. Fjórir aðrir farþegar voru um borð. „Þetta gerðist allt svo snöggt að það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir þessu. En það var ljóst að vélin stefndi fram af brautinni. Þegar flugmaðurinn sá að hann myndi ekki geta stöðvað hana sneri hann vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðninginn frekar en nefið. Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Um leið stökk flugmaðurinn upp, opnaði neyðarútganginn og sagði öllum aö drífa sig út,” sagði Hafsteinn. „Það voru hvorki hróp né læti í farþegum. Ég segi ekki að fólki hafi ekki brugðið. En menn drifu sig út og komu sér frá vélinni. Það hvarflaði að sumum að það myndi kannski kvikna í henni,” sagði Hafsteinn.

Flugvélin er tveggja hreyfla, af gerðinni Cessna 402, eign Sverris Þóroddssonar. Flugmaður var Smári Ferdinandsson. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, meðal annars brotnaði nefhjólið undan og annað skrúfublaðið bognaði. Flugvirki fer til Þingeyrar í dag til að gera við vélina, sem ber einkennisstafina TF—GTI. 

Steinunn safnar undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra: „Nú er að duga eða drepast“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir safnar nú undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi.

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur nú hafið undirskriftarsöfnun undir orðunum: Nú er að duga eða drepast, þar sem fólk getur skorað á Alþingi að hafna frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Er því haldið fram í texta undirskriftarsöfnunarinnar að verði frumvarpið samþykkt, verði gefin út „ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust“.  Þá heimili frumvarpið „mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við stendur Íslands“ eins og það er orðað.

Hér má lesa allan textann:

„Nú er að duga eða drepast.
Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“

Í fyrradag sagði Mannlíf frá því að Steinunn Ólína sakaði Katrínu Jakobsdóttur og Svandís Svavarsdóttur um landráð, vegna þátt þeirra í málinu. Hér má lesa þá frétt.

Fimm ógeðsleg skilaboð biðu Davíðs eftir dómgæsluna:„Skot klukkan var sein fokking mongolitið þitt“

Davíð Tómas Tómasson eða Dabbi T eins og hann hefur kallað sig á rappsenunni. Ljósmynd: Facebook
Körfuknattleiksdómarinn Davíð Tómas Tómasson fékk óhugnanleg skilaboð eftir að hafa dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrlitum karla í gær.

Davíð Tómas Tómasson, körfuhnattleiksdómari og rappari, skrifaði færslu í dag þar sem hann segir frá mjög leiðinlegum skilaboðum sem hann fékk send á sig í gærkvöldi. Davíð hafði þá dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrslitum karla í körfuknattleik en leikurinn var mjög jafn og fór í framlengingu en heimaliðið vann eftir flautukörfu.

„Í gær dæmdi ég oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8.liða úrslitum karla. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og gríðarlega vel leikinn. Hann fer í framlengingu og heimaliðið vinnur eftir að skora flautukörfu nálægt miðjunni. Lygilegur endir á frábærum leik!“ Þannig hefst færsla Davíðs og heldur svo áfram:

„Í algjöru spennufalli komum við dómararnir niður í klefa eftir leik og fyrsta sem við gerum er að taka utan um hvorn annan. Aðallega vegna þess að deila svona reynslu er ómetanlegt en ekki síður vegna þess að við komumst, að okkar mati, mjög vel frá verkefninu. Gamanið kárnaði hins vegar fljótt þegar ég opna símann minn. Þessi skilaboð voru ein af fimm sem biðu mín eftir leik i gær, öll á svipaða vegu.“

Segir Davíð í færslunni að á 17 ára ferli sínum sem dómari hafi hann fengið óteljandi skilaboð af sama meiði og þau sem hann fékk í gær. Segist hann hafa farið yfir dómgæsluna fram á nótt og komist að þeirri niðurstöðu að leikurinn hafi verið „gríðarlega vel dæmdur“ eins og hann orðar það:

„Ég hef dæmt í 17 ár, ótal marga mikilvæga leiki og skilaboðin af þessu tagi hafa verið óteljandi. Á öllum miðlum, öll árin og á öllum tímum sólarhringsins. Áður en að ég faldi símanúmerið mitt á ja.is og hér á Facebook var ég líka að fá símhringingar á nóttunni.
Það eru fáir eins gagnrýnir á eigin frammistöðu og ég, enda er það eina leiðin til að ná raunverulegum árangri. Eftir leik í gær var það okkar tilfinning að hann hafi verið gríðarleg vel dæmdur, það var síðan staðfest eftir að hafa horft á hann aftur þegar heim var komið og rýnt í alla ákvarðanatöku langt fram á nótt. Því að það er vinnan sem maður setur inn í þetta, ekki bara að mæta 5 mínútur fyrir leik og gera bara eitthvað. Þràtt fyrir hversu vel það gekk bíða mín fimm skilaboð.. Fimm! Þið getið ímyndað ykkur hvernig pósthólfið er þegar það gengur ekki eins vel á vellinum.“

Í lokaorðum sínum talar Davíð um kynslóðaskipti í körfuboltadómgæslu á Íslandi:

„Nú eru kynslóðaskipti í íslenskri körfubolta dómgæslu. Margir af okkar leiðandi mönnum eru nú þegar hættir eða eru á síðustu metrunum. Það gengur erifðlega að fá inn nýja menn og enginn skilur afhverju það er ..
Úrslitakeppnin eru jólin í íslensku körfuboltalífi. En þó að það sé mikið í húfi og tilfinningar í hámarki þurfum við samt öll að gera betur en þetta!“

Með færslunni lét hann fylgja eftirfarandi skjáskot af einum skilaðboðunum:

Ertu mamma allra?

Af hverju getum við ekki sleppt tökum á því að við stjórnum ekki hvernig aðrir upplifa heiminn? Af hverju erum við að vanda okkur svo mikið og gera allt í okkar valdi til að fyrirbyggja það að einhver verði óánægður með eitthvað sem við erum að gera?

Ég er með fréttir: Það verður alltaf einhver ósammála þér. Það verður alltaf einhver óánægður. Það mun alltaf einhver kvarta yfir einhverju.

Meira að segja í tilfelli þeirra sem okkur finnst virka hafa allt á hreinu og fullkomið þá er einhver í þeirra lífi sem finnst þau ekki vera að standa sig vel og setur út á þau. Við sjáum tónlistarkonu slá í gegn og hugsum að hún geri aldrei feilspor, hún er bara fullkomin. Nei, hún er það ekki. Það er það enginn.

Ekki stjórna öðrum það mikið að þú ferð að bera ábyrgð á öllu því sem þeir upplifa. Þá ertu að mála þig út í horn. Þá mun einnig hamingja þín og virði þitt alltaf ráðast út frá upplifun annarra á því sem þú gerir. Það hlýtur að vera þreytandi að leita að hamingju þannig.

Og það er uppskrift fyrir vonbrigði því sama hvað þú gerir þá mun alltaf einhverjum ekki finnast þú gera hlutina vel. 

Galdurinn felst í að heyra og hlusta þegar fólk hrósar þér og kunna að taka gagnrýni þegar hún er uppbyggjandi – en svo loka eyrunum þegar fólk er að kvarta í þér yfir einhverju sem þú getur ekki mögulega stjórnað. Við þurfum ekki að taka það til okkar þó að einhverjum finnist maturinn í veislunni okkar ekki góður. Ef þú ert með þrjátíu manns í veislu og aðeins einn kvartar yfir hvað laxinn sé vondur þýðir það þá að hann sé það? Líklega ekki. Þýðir það að þú sért vonlaus?

Bara alls ekki.

Við getum ekki borið ábyrgð á upplifun og tilfinningum annarra. Hvað þá ákvörðunum. Það er ótrúleg stjórnsemi og pressa sem við setjum á okkur. Við myndum aldrei sofa ef við værum alltaf að hugsa um hvernig við þóknumst öllum, í öllum aðstæðum. Gerum bara hlutina vel í hvert sinn sem okkur er falið eitthvað og látum þar við sitja.

Munum að jafnvel þó við stöndum okkur vel þá er einhverjum sem finnst við ekki kúl, flott eða með þetta á hreinu. Þannig við verðum sjálf að klappa fyrir okkur. Við þurfum að sjá þegar við höfum gert okkar besta og vitum að við hefðum ekki getað gert neitt öðruvísi. Hvernig aðrir sjá það er  í raun þeirra mál. Þeirra túlkun út frá þeirra forsendum og þeirra sýn á lífið. Fullorðið fólk ber oftast ekki ábyrgð á öðru fullorðnu fólki.

Verum góðir foreldrar, gerum okkar besta fyrir börnin okkar, vísum þeim leiðina, höldum í höndina þeirra en í guðs bænum ekki fara halda í hendurnar á öllum sem koma nálægt okkar lífi. Leyfum fólki að vera fólk. Fólk má vera ólíkt og hafa ólíkar skoðanir.

Við þurfum ekki að stjórna því. 

Við erum ekki foreldrar hvers annars.

Og þess fyrir utan myndum við aldrei vilja stjórna skoðunum og upplifun barna okkar. Eða hvað? Við getum ekki stjórnað því að þau upplifi aldrei neitt slæmt eða finnist alltaf allt skemmtilegt og frábært. Það væri örugglega aldrei neitt frábært og skemmtilegt ef við hefðum ekki samanburðinn. Við verðum að þekkja þegar okkur finnst matur vondur til að vita hvað okkur finnst gott.

Hættum að hegða okkur eins og við berum ábyrgð á því að öllum líði vel, alltaf. Fólki finnst við ekkert merkilegri eða duglegri þó að við sofum ekki neitt af því að við vorum áhyggjur af einhverju. Flestir kenna þá frekar í brjósti um okkur og segjast vona að við getum slakað á næstu nótt. Það er enginn að fara klappa fyrir þínum andvökunóttum. Vá hvað þú ert dugleg og samviskusöm í að hafa áhyggjur! Meira að segja á næturna. Vel gert þú!

Treystu því að fólk velji sjálft hvað það vill og hvað það vill ekki út frá eigin tilfinningu og upplifun. Fólki má finnast þú hallærisleg. Því út frá þeirra sýn og túlkun þá fellur þú þar undir. Og hvað með það? Finnst þér þú hallærisleg  bara af því einhverjum öðrum finnst þú vera það?

Þú berð ábyrgð á þér. Það skiptir máli hvað þér finnst um þig og það sem þú gerir.

Það sem öðrum finnst skiptir svo eiginlega ekki máli, án gríns. 

Því þér fannst þú hafa staðið þig vel. Þú ert ánægð. Það skiptir máli.

Við verðum aldrei ánægð ef við erum alltaf að sækjast í að öðrum finnist við vera æðisleg. Verum bara æðisleg án þess að fá leyfi annarra fyrir því.

(Ég skrifa þvers og kruss hvað varðar kynnotkun til að festast ekki í einu eða öðru. Ég skrifa til allra og vona að öll geti hrífst með og tengst viðfangsefninu sama hvaða kyn ég nota).

Friðrik Agni Árnason

 

Talsvert um leiðindi á höfuðborgarsvæðinu í nótt – Lögregla og sjúkralið fór fýluferð í Garðabæ

Lögreglan að störfum í miðborginni Mynd/Lára Garðarsdóttir

Nokkuð rólegt var á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Talsvert var þó um leiðindi.

Tilkynnt var um slagsmál og leiðindi milli aðila í Laugardalnum, samkvæmt lögreglunni, sem skakkaði leikinn. Óvelkomnir aðilar voru einnig komnir í nýbygginu á sama svæði.

Á skemmtistað í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás en ekki gaf lögreglan frekari upplýsingar um það mál.

Þá var aðili með leiðindi inni á spítala í hverfi 108.

Tilkynnt var um slasaðan aðila í Garðabænum en þegar lögregla og sjúkralið mætti á staðinn var ekkert að sjá.

Í Kópavogi var dósum kastað niður af svölum niður á bílaplan. Ekki fylgdi sögunni hvort lögreglan hafi aðhafst eitthvað í málinu.

Í Grafarvoginum voru ungmenni með leiðindi í sundlaug. Ekki fylgdu upplýsingar í dagbók lögreglunnar um málalyktir.

Að lokum var aðili með leiðindi í hverfi 103 en eftir tiltal frá lögreglu var honum ekið heim.

Stefán vill stofna B-landslið í knattspyrnu: „Ég myndi ekki missa af slíkum leik“

Stefán Pálsson sagnfræðingur.
Stefán Pálsson vill stofna B-landslið í fótbolta.

Sagnfræðingurinn og spéfuglinn Stefán Pálsson er mikill knattspyrnuáhugamaður en í gær viðraði hann nokkuð áhugaverða hugmynd. Nefnilega að stofna B-landslið eins og þekkist víða.

„Eigum við að stofna B-landslið?

Ísland á nokkra landsleiki gegn B-liði Englands. Ég held að sá síðasti hafi farið fram um 1990. Enska B-landsliðið hefur ekki komið saman í nokkur ár, en það var skipað leikmönnum úr neðri deildunum (B-, C- og D-deild). Hins vegar hefur C-landslið Englands leikið allnokkra leiki síðustu árin, en það er skipað leikmönnum úr utandeildinni. C-landsliðið hefur verið að spila við t.d. evrópsk ungmennalandslið, Gíbraltar og óopinber landslið eins úrvalslið Jersey.“

Þetta segir Stefán í Facebook-færslu en segist hann hafa dottið þetta í hug eftir að hafa hlustað á útvarpsþátt þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“.

„Eftir að hafa hlustað á Fótbolta-punktur-net útvarpsþáttinn þar sem stillt var upp „úrvalsliði Lengjudeildarinnar“ velti ég því fyrir mér hvort við ættum ekki að mynda B-landslið? Tilvalið verkefni fyrir slíkt landslið væri að keppa við grænlenska landsliðið, bæði heima og heiman. Ég myndi ekki missa af slíkum leik.“

Nú er bara spurningin, hvar er undirskriftarsöfnunin?

Tómas á batavegi

Tómas Guðbjartsson er mikill fjallagarpur. Mynd: Facebook.

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir er á öruggum batavegi eftir að hafa greinst með illvígt krabbamein í ristli fyrr í vetur. Tómas gekkst undir aðgerð og var í veikindaleyfi í vetur. Hann hefur í gegnum tíðina bjargað mörgum mannslífum. Margir sýndu lækninum samhug í veikindum hans sem nú sér fyrir endann á.

Nú hefur kappinn braggast svo um munar og er kominn á fullt á því uppáhaldssporti sínu að stunda fjallaskíði. Kappinn hefur undanfarið sést á hæstu tindum hvaðan hann skíðar niður snarbrattar brekkur ásamt félögum sínum.

Auk þess að vera þekktasti hjartalæknir Íslands er Tómas útvitistarmaður af lífi og sál. Auk þess að klífa öll helstu fjöll Íslands hefur hann farið á suma af hæstu tindum heims …

Ívar slapp lifandi þegar Snæfugl sökk við Austfirði: „Ég ætlaði ekki að trúa þessu“

Ívar Þórarinsson

Ívar Þórarinsson keypti trillu fyrir fermingarpeningana sína. 16 ára var hann orðinn háseti á síldarbáti. Hann lenti snemma í mannraunum á sjó. Ívar var skipverji á Snæfugli SU 20 þegar báturinn fórst 30 júlí 1963 út af Austfjörðum. Hann segir sögu sína í Sjóaranum.

Ívar var staddur í koju þegar vandræðin hófust.

„Svo var lagt af stað í land um sjö, átta leytið um kvöldið. Um klukkan hálf ellefu um kvöldið sendir hann út neyðarkall,“ segir Ívar í viðtalinu og á þá við skipstjóra Snæfugls. Og heldur áfram: „Og var komin á hliðina.“

Reynir: „Og þú ert í koju?“

Ívar: „Já, ég var í koju ásamt öðrum, sem var sofnaður. Við ætluðum að vera ferskir þegar við lönduðum síldinni. Af því að þetta átti að fara í salt. Og steisinn var tómur. En allt annað smekkfullt og það er talið að það hafi farið stýjuborð í einni stýjunni í bakborða. Og þar með hafi síldin farið yfir í steisinn. Og það þurfti ekkert meira, þessi bátar þurftu ekkert meira. Þeir voru langir og mjóir og mikil yfirbygging.“

Reynir: „Hver voru viðbrögð þína?“

Ívar: „Já, viðbrögð mín voru þannig að ég ætlaði ekki að trúa þessu. En það kom skvetta ofan í lúkarinn og hann stekkur strax upp strákurinn, en ég vakti hann og sagði honum að það væri eitthvað að ske.“

Ívar segir að strákurinn hafi farið strax upp en hann sagðist sjálfur hafa séð björgunarbelti undir stiganu og íhugað að fara í það. Hann hafi hins vegar hætt við af ótta við að karlarnir á bátnum myndu gera grín að honum þegar hann kæmi upp.

„En þegar ég kem upp þá er báturinn svo til kominn á hliðina. Og ég er að príla þarna upp á síðuna og þá öskrar karlinn í mig og segir mér að fara og loka lúkaskapanum. Og ég fór þarna niður aftur og lokaði, þetta voru svona tvær vængjahurðir. Ég lokaði honum og þá var hann nær alveg kominn á hliðina báturinn. Þá slitnaði upp glussatunna eða einhver olíutunna sem var við spilið og það munaði engu að ég yrði þar á milli.“

Reynir: „Og þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin.“

Ívar: „Nei, þá hefði ekki þurft að spyrja um endalokin hjá mér allavega.“

Sjá þáttinn í heild sinni hér.

Karl Ágúst minnist Péturs vinar síns: „Ég horfi á eftir þér af söknuði“

Karl Ágúst Úlfsson Ljósmynd: Þjóðleikhúsið
Karl Ágúst Úlfsson minnist Péturs Einarssonar leikara í nýrri Facebook-færslu.

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Pétur Einarsson lést á dögunum en vinur hans, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson minnist hans með fallegum orðum á Facebook í dag. Segist hann vera Pétri „óendanlega þakklátur“ fyrir ýmsa hluti sem hann telur upp í færslu sinni.

Minningarorðin má lesa í heild sinni hér:

„Elsku Pétur minn.

Þú gerðir mig að leikhúslistamanni með því að taka mig inn í Leiklistarskóla Íslands, með því að kenna mér margt og mikið, segja mér endalausar sögur af sjálfum þér og öðrum, með því að leika á móti mér, með því að mæla með mér í amerískt framhaldsnám, með því að leika í verki eftir mig, með því að leikstýra mér og leyfa mér að leikstýra þér. Og með því að vera alltaf hlýr, góður og velviljaður vinur minn þegar leiðir okkar lágu saman. Fyrir allt þetta og margt fleira er ég óendanlega þakklátur.
Ég horfi á eftir þér af söknuði og með margar góðar og hlýjar minningar jafnt í höfði og brjósti. Öllu fólkinu þínu sendi ég innilegar samúðarkveðjur.“

María Sigrún tjáir sig um uppsögnina: „Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér“

María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona á RÚV.
María Sigrún Hilmarsdóttir gefur skýrari mynd af aðdraganda uppsagnar hennar frá Kveik.

Fréttakonunni Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur var rekin frá Kveik á dögunum eins og fram hefur komið í fréttum en hún hefur lítið vilja tjá sig um málið. Þar til nú.

Sjá einnig: María Sigrún rekin úr Kveik eftir harðar deilur: „Ég er ekki hætt á RÚV“

Í Facebook-færslu sem hún skrifaði í dag útskýrir hún hvað gekk á hjá ritstjórn Kveiks á RÚV, í aðdraganda uppsagnar hennar. Gefum henni orðið:

„Að gefnu tilefni:

Ég skilaði fyrsta uppkasti að handriti að Kveiksþætti mínum til ritstjóra og pródúsents kl. 21.42 fimmtudagskvöldið 11. apríl, 12 dögum fyrir áætlaða sýningu innslagsins. Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis. Slík vinnubrögð eru framandi fyrir mér. Þetta þótti mér miður. Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku.“

Í seinni hluta færslu sinnar segir María frá því að fjórir af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið lausir á þessum tíma og því hefði verið lítið mál að hjálpast að ef tímaþröng var málið.

„Því skal haldið til haga að 8.janúar óskaði ég eftir að fá leyfi 17.-22. apríl og fékk það samþykkt. Minn hugur stóð alltaf til að klára þetta innslag og vinna það á staðnum og úr fjarvinnu eins og fordæmi eru fyrir og í þéttu og miklu samstarfi við pródúsent og ritstjóra. Það hefði að mínu mati náðst ef vilji hefði staðið til. Á þessum tíma voru fimm af níu starfsmönnum Kveiks að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september. Auðvelt hefði verð að hjálpast að ef tímaþröng var vandamál.“

Ísraelskir landnemar réðust enn og aftur á palestínska bændur

Frá ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum

Ísraelskir landnemar réðust á palestínska bændur í íbúðahverfum á hinum hernumda Vesturbakka.

„Árásir landnemanna áttu sér stað í Jórdandalnum [norður], Hebron og Betlehem [suður],“ er haft eftir nýlendu- og múrviðnámsnefndin (CWRC) og Wafa fréttastofan.

Í yfirlýsingu sagði CWRC að Ísraelar frá ólöglegum landnemabyggðum hefðu „ráðist inn á heimili og tjöld borgara í Jórdandalssvæðinu og eyðilagt eigur þeirra og ráðist á fjárhirða á svæðinu“.

Þar sagði einnig að árásin hefði áhrif á „búsetu borgarans Fuad Draghmeh í Ein al-Hilweh samfélaginu í norðurhluta Jórdandals og tjald borgarans Mohammed Abu Mta’awe á Al-Sakout svæðinu.

Vitni sagði einnig við Anadolu fréttastofuna að vopnaðir landnemar hefðu ráðist á nokkra palestínska bændur inni á túnum sínum í bænum Nahalin, vestur af Betlehem, til að þvinga þá til að fara.

Árásir sem þessar hafa verið algengar um áraráðir en snaraukist frá 7. október en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru árásir landnema á Palestínumenn, þann 24. febrúar, orðnar 573 talsins frá því að átökin hófust.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Patrik og Snorri Másson sakaðir um karlrembu: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu“

Patrik og skoðanabræðurnir. Ljósmynd: patreon-skjáskot

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins er mjög hneikslaður á Patrik Atlasyni og Snorra Másson. Fjöldi manns eru sammála Ólafi, þar af nokkrir nafntogaðir einstaklingar.

Patrik Atlason tónlistarmaður fór um víðan völl í hlaðvarpsþætti bræðranna Snorra og Bergþórs Mássona, Skoðanabræður. Það sem helst vakti athygli voru gamaldags hugmyndir hans og þáttastjórnenda um kvenfólk.

Þegar talið barst að hlutverki kynjana sagði Patrik: „Þetta er það sem kapí­tal­ism­inn og þessi stóru fé­lög vilja gera, að kon­ur verði „career-dri­ven“, sem er bara allt í lagi. Ég held að maður­inn eigi að vera „career-dri­ven“ og leggja alla sína orku í það og hún á að vera „nurt­ur­ing.“ Bætti hann svo við að innkoma heimilisins gæti verið helmingi meiri ef karlmaðurinn væri sá eini sem væri „career dri­ven“ aðilinn í sambandinu, eða útivinnandi.

„Ég held að þau vilji þetta því þau vilja hafa okk­ur bæði á hjól­un­um, en þá náum við styttra,“ sagði Pat­rik en fyrr í þættinum úskýrði hann að sá sem ákvað að bæði kynin ættu að vera á vinnumarkaði hafi aðeins haft sinn eigin gróða í huga.

„Það er mjög áhuga­vert að menn hafi gabbað alla út á vinnu­markað og kallað það svo frels­is­bylt­ingu,“ sagði Snorri þá og Bergþór bæt­ti við:

„Það er ógeðslega fyndið að ef þú hefðir sagt þetta fyrri kannski fjór­um árum þá yrði bara fer­ill­inn þinn bú­inn. Nú er fólk bara „já snilld“.“

„Þetta er bara mín skoðun og ég og kon­an mín sjá­um framtíðina þannig. Auðvitað þarf hún að hafa sinn til­gang og eitt­hvað en ég er the „go getter“ skiluðu,“ seg­ir Pat­rik til að út­skýra betuur skoðun sína.

Snorri virðist taka undir skoðun Patriks er hann bætir við:

„Ég hugsa líka að all­ir karl­ar, óháð því að auðvitað eru bara bæði kyn­in frá­bær í allskon­ar störf­um og mjög góð í allskon­ar drasli, en all­ir karl­ar myndu vilja geta haldið uppi heim­ili sínu án þess að kon­an þyrfti að vinna. Að sjálf­sögðu myndu þeir vilja það.[…] Það er æðsta tak­mark“.

Bergþór tók undir bróður sínum og sagði: „Já maður, hún eitt­hvað í Pila­tes,“ og Snorri bæt­ti við: „Hún get­ur stofnað kaffi­hús“.

Ekki eru allir sáttir við þessa afstöðu mannanna en einn þeirra er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Hann skrifaði stutta en nokkuð hnitmiðaða Facebook-færslu og hlekkjaði frétt mbl.is um þáttinn við.

„Gömlukallaraus í ungum mönnum. Og ég sem vonaði að remburnar hyrfu með minni kynslóð. Einhvers staðar mistókst okkur herfilega.“

Fjölmargir aðilar skrifuðu athugasemdir við færsluna, þar á meðal Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu: „Er þetta ekki eitthvað súrt grín…?!“

Illugi Jökulsson rithöfundur og fjölmiðlamaður svaraði Svanhildi: „Nei þetta er alls ekki grín. Þetta er raunverulegt.“

Egill Helgason sjónvarpsmaður er heldur stóryrtur í sinni athugasemd: „Þeim finnst þetta líka í Saudi-Arabíu.“

Atli Þór Fanndal beitti húmor í sinni athugasemd: „Prófið að segja ráð um rekstur heimilis og sambands frá Prettyboitjokkó þrisvar án þess að flissa…“

Verðlaun veitt fyrir ljósmyndir ársins 2023

Fréttamynd ársins: Kristinn Magnússon.

Í dag, 27. apríl, klukkan 15 voru afhent verðlaun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir myndir ársins 2023. Veitt voru verðlaun fyrir fréttamynd ársins og mynd ársins.

Eftirfarandi fréttatilkynning barst fjölmiðlum frá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands:

Mynd ársins 2023 er við fyrstu sýn einföld og kyrrlát. Hún er þó afar táknræn og hlaðin tilfinningu. Myndin sýnir Yazan, ungan flóttamann frá Gaza, þar sem hann skreytir tímabundið athvarf sitt hér á landi með jólaljósum og fána heimalands síns. Myndin kallar fram tilfinningar á borð við hryggð og samkennd og kemur vel til skila stolti hans yfir uppruna sínum og heimili, heimili sem nú er glatað. Höfundur myndar ársins er Kjartan Þorbjörnsson, eða Golli. 

Fréttamynd ársins sýnir hina hliðina á einu stærsta fréttamáli ársins, jarðhræringunum á Reykjanesi. Myndin er frá samverustund fyrir Grindvíkinga í Hallgrímskirkju. Við sáum margar stórkostlegar myndir frá sjálfum eldunum og eyðileggingunni sem hræringarnar höfðu í för með sér, en sigurmyndin fangar með eftirminnilegum hætti mannlegu hliðina, hvernig samfélagið varð þéttara og fólk sýndi hvert öðru stuðning á erfiðum tíma. Höfundur fréttamyndar ársins er Kristinn Magnússon.

Á ljósmyndasýninguna Myndir ársins 2023 voru valdar 102 myndir frá 17 blaðaljósmyndurum af óháðri dómnefnd úr fjölda innsendra mynda. Á sýningunni eru myndirnar í sex flokkum sem eru fréttamyndir, myndir úr daglegu lífi, íþróttamyndir, portrettmyndir, umhverfismyndir, og myndaraðir. Í ár veitti dómnefndin verðlaun fyrir fréttamynd ársins og eina mynd úr fyrrnefndum flokkum var valin mynd ársins.

Dómnefndarstörf fóru fram í byrjun febrúar en í ár skipuðu dómnefndina Árni Torfason, Hrund Þórsdóttir, Snorri Gunnarsson og Andrea Bruce sem var formaður dómnefndar. Andrea er stríðsfréttaljósmyndari frá Bandaríkjunum og hefur meðal annars unnið í Írak og Palestínu fyrir tímarit eins og The New York Times og National Geographic. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. 

Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1979 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýningin landsins ár hvert. Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í ár skipa Vilhelm Gunnarsson (formaður), Anton Brink, Eyþór Árnason, Hallur Karlsson, Hulda Margrét Óladóttir og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Hægt að nálgast bók með öllum myndum sýningarinnar í safnbúð Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 

Sýningin verður opin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur til 18. maí.

 

Sérsveitin réðst til atlögu á Vernd: „Það er ýmislegt í gangi“

Vernd er í Laugardalnum

Sérsveit ríkislögreglustjóra réðst rétt fyrir klukkan 14:00 í dag inn á áfangaheimilið Vernd í Laugardalnum. Vitni segja að einn maður hafi verið leiddur út í handjárnum. Samkvæmt heimildum Mannlífs er maðurinn ungur að aldri og er hann grunaður um líkamsárás. Alls voru tveir lögreglubílar og einn ómerktur bíll sérsveitarinnar á staðnum samkvæmt vitnum.

„Það er ýmislegt í gangi,“ svöruðu lögreglumenn þegar þeir voru spurðir af nágrönnum Verndar hvað hafði gerst þegar aðgerðinni var lokið.

Starfsemi Verndar er ætlað að hjálpa föngum að komast aftur í samfélagið og er vera þeirra á áfangaheimilinu háð ýmsum skilyrðum svo sem vinnu og/eða námi. Þá er öll neysla vímuefna bönnuð á meðan vist stendur yfir og strangar reglur um útivist.

Skiptir ekki máli hvar fólk býr

„Ég held að lögreglan hafi bara viljað ná tali af manni sem býr þar, það var ekkert annað í gangi,“ sagði Þráinn Bj. Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, í samtali við Mannlíf um málið.

„Ekki grænan. Ég hef engar hugmyndir um svoleiðis,“ sagði Þráinn um hvort hann vissi af hverju sérsveitin hafi handtekið manninn. „Það er auðvitað bara eins og út í samfélaginu að viðbrögð við allskonar málum eru oft þannig að það sé hægt að lesa meira en minna úr því sem í rauninni að gerast. En það er eðlilegt að ef menn eru grunaðir um eitthvað, hvar sem þeir búa, að mál séu auðvitað skoðuð með þeim augum sem litið er á þau. Svo verða menn að svara fyrir það ef það er rétt eða rangt sem borið er upp á þá. Ég veit ekki hvað í slíkum tilvikum er oft eitthvað sem liggur fyrir, eða jafn vel ekkert þannig að maður veit ekki hvað er í þessu máli frekar heldur en öðrum. En lögreglan vildi greinilega ná tali af einstaklingi sem býr á Vernd og málið er ekkert snúnara, eða meira upp á sig, en það.“

Reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri: „Maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum“

Akureyri - Mynd: Wikipedia

Maður reyndi að lokka barn upp í bíl á Akureyri í gær, samkvæmt foreldrum barnsins.

Akureyri.net segir frá færslu foreldra ungrar stúlku sem birtist á Facebook-síðu Giljahverfis á Akureyri en þar segja þau að maður hafi reynt að lokka dóttur þeirra í bíl sinn en lögreglu var gert viðvart.

Færslan er nafnlaus en hljóðar eftirfarandi:

„Nú rétt áðan lenti tíu ára dóttir mín í því á leið á fimleikaæfingu í Giljaskóla að maður á nokkuð stórum hvítum bíl með dökkum rúðum (svartklæddur og með svarta húfu) fer úr bílnum sínum við gangbraut í Merkigili og reynir að fá hana upp í bílinn og segist ætla að bjóða henni far en hún nær að hlaupa í burtu. Mögulega er hann ekki enn á sveimi í Giljahverfi en endilega hafið varan á og biðjið börnin ykkar um að fara varlega.“

Óvissa á Reykjanesskaga: „Við viljum biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu“

Eldgos eru falleg en stórhættuleg. Ljósmynd: Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum varar við að fólk gangi að gosinu við Sundhnjúksgíga.

Í gærkvöldi birti lögreglan á Suðurnesjum færslu á Facebook þar sem hún biðlar til fólks að ganga ekki að gosinu við Sundhnjúksgíga, vegna þess að nýtt gos gæti hafist á hverri stundu eða ný sprunga opnast, samkvæmt vísindamönnum.

„Til upplýsinga….

Eins og kom fram í fréttum í kvöld þá er staðan þannig á gosstöðvunum, samkvæmt vísindamönnum, að það er víst tímaspursmál hvenær kraftur bætist í núverandi gos eða þá að ný gossprunga opnist. Það kom fram að fyrirvarið gæti verið afar stuttur og svæðið því hættulegra með hverjum deginum.

Við viljum því biðla til fólks að fara ekki fótgangandi að gosinu.“

Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, Benedikt Ófeigsson, sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að töluverð óvissa sé um hvað gerist næst.

„Við höfum ekki séð þetta áður, að við höfum eldgos og landris á sama tíma. Þannig að það er talsverð óvissa um hvað gerist. En kannski það sem við höfum mestar áhyggjur af er að það komi upp eldgos út frá núverandi gosi með svipuðum hætti og þetta byrjaði,“ sagði Benedikt. Og bætti við: „Það er að segja að tveggja til þriggja kílómetra löng sprunga opnist kannski með litlum fyrirvara sem getur skapað talsverða hættu.“

Anna með gott ráð fyrir fólk sem tekur sjálfur:„Annars lítiði út fyrir að vera að fá heilablóðfall“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Anna Gunndís Guðmundsdóttir er annt um að laga sjálfur fólks á samfélagsmiðlunum, nú þegar sumarið er mætt í allri sinni dýrð og tækifærin til að taka skemmtilegar sjálfsmyndir hrannast upp.

Leikkonan, handritshöfundurinn og leikstjórinn Anna Gunndís Guðmundsdóttir birti spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hún kennir fólki að taka almennilegar sjálfsmyndir á símana sína.

„AÐ GEFNU TILEFNI!

Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér mynd til að gera augnablikið ódauðlegt.“ Þannig hefst færslan. Og heldur svo áfram:

„Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í selfies. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum, á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju.
Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU.“

En af hverju vill Anna að við horfum á linsuna?

„Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það!“

Anna bendir einnig á að það sama gildi um ljósmyndakassana í partýinu. Og birtir svo að lokum sjálfur, máli sínu til stuðnings.

„Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur LOOK HERE! Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á LOOK HERE! Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna.
Vinstri mynd: HORFT Í LINSU
Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL
Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar.“

Anna Gunndís Guðmundsdóttir.
Ljósmyndir: Facebook

Skaut fórnarlömbin í höfuðið og losaði sig við líkin eins og rusl

Það kom engum á óvart þegar Richard Mallory hvarf í lok nóvember árið 1989. En þegar bifreið hans fannst mannlaus nokkrum dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þann 13. desember fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi á skógi vöxnum stað þar sem fólk átti til að losa sig við rusl, þótt ólöglegt væri. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalibera byssu. Lögreglan stóð á gati og ekkert gerðist sem varpaði ljósi á morðið. En sannleikurinn átti eftir að koma í ljós og ýmislegt miður fallegt kom upp úr krafsinu.

Aileen Wuornos var bandarískur raðmorðingi sem myrti sjö karlmenn í Flórída frá 1989 til 1990. Hún hélt því fram að morðin hefði hún framið í sjálfsvörn til að verjast nauðgun. Útskýringar Aileen Wuornos voru ekki teknar gildar fyrir rétti. Hún var önnur konan sem tekin hefur verið af lífi í sögu Flórída.

Aileen Wuornos fæddist 1956 í Rochester í Michigan í Bandaríkjunum og það væri vægt til orða tekið að segja að hún hefði átt slæma æsku. Sumir telja að það eina góða í lífi hennar hafi verið að hún kynntist aldrei líffræðilegum föður sínum. Diane Wuornos, móðir Aileen, giftist Leo Dale Pittman, föður hennar, aðeins fjórtán ára og varð barnshafandi tvisvar, Aileen var yngra barnið og kom í heiminn nokkrum mánuðum eftir að Diane sagði skilið við föður hennar. Faðir Aileen gekk ekki alveg heill til skógar andlega og var fær um að beita miklu ofbeldi. En hlutverk einstæðrar móður reyndist Diane um megn og árið 1960 yfirgaf hún börn sín, Keith og Aileen, sem síðan voru ættleidd af móðurforeldrum sínum, Lauri og Britta Wuornos.

Lauri og Britta bjuggu í Troy, smáborg ekki langt frá Rochester, og þar ólst Aileen upp ásamt Keith, bróður sínum, og tveimur ættleiddum börnum, sem í raun voru frændi hennar og frænka. Óhapp í æsku skildi eftir ör á andliti Aileen og hún þróaði með sér skaphita, sem oft braut út í óstjórnlæegri bræði, og átti erfitt með að eignast vini.

Það kom snemma í ljós að erfitt yrði að tjónka við Aileen og grunnt var á uppreisn gegn Lauri, sem drakk stíft og beitti miklum aga. Systkinunum hafði verið talin trú um að Lauri og Britta væru líffræðilegir foreldrar þeirra og þegar Aileen var tíu ára komst hún að hinu sanna í málinu. Þá versnaði ástandið á heimilinu til mikilla muna og Lauri beitti enn meiri hörku í uppeldinu en fyrr og var þó vart á bætandi. Þegar sannleikurinn um uppruna sinn rann upp fyrir Aileen og Keith má segja að þau hafi farið í hreinan uppreisnargír.

Lauri tók á vandanum með sínum hætti, hertum aga refsingum og segir sagan að eitt sinn hafi hann neytt Aileen til að fylgjast með þegar hann drekkti kettlingi sem henni þótti vænt um.

Kynlíf fyrir sígarettur

Aileen fékk oft og tíðum að finna fyrir belti afa síns og var gjarna látin liggja á kviðnum á rúmi sínu á meðan beltið small á bakhluta hennar. Þessar aðfarir voru ekki til að draga úr þvermóðsku hennar. Hún varð virk kynferðislega mjög snemma og sagði síðar að hún hefði notið kynlífs með bróður sínum ung að árum og að Lauri, afi hennar, hefði níðst á henni kynferðislega, þótt það hafi aldrei fengist staðfest.

Ellefu ára að aldri byrjaði Aileen að bjóða ungum drengjum upp á kynlíf gegn því að fá sígarettur og var hún fyrir vikið uppnefnd „sígarettu-svínið“. Þessi hegðun varð þess valdandi að Aileen fjarlægðist enn frekar jafnaldra sína. Iðulega strauk Aileen að heiman og uppskar fyrir vikið dvöl á unglingaheimili.

Fjórtán ára að aldri varð Aileen barnshafandi og var send á heimili fyrir ógiftar mæður í Detroit. Hún sagði fjölskyldu sinni að óléttan væri tilkomin vegna nauðgunar, en breytti þeirri frásögn síðar. Aileen eignaðist dreng í mars árið 1971. Sonur hennar varð þess láns aðnjótandi að verða ekki alinn upp hjá henni, því hann var fljótlega ættleiddur og losnaði þannig við að alast upp í því rugli sem þá einkenndi alla tilveru Aileen.

Britta, amma Aileen, dó 1971, og að sögn dóttur Brittu varð álagið vegna Aileen og Keiths; skróp í skólanum, óléttu og margs fleira, Brittu um megn og hún hafði snúið sér að flöskunni meira en góðu hófi gegndi. Á sama tíma þá þvældist Aileen á milli hinna ýmsu unglingaheimila og heimilis síns. Fljótlega eftir dauða Brittu, fékk Lauri nóg og harðneitaði að sjá um dótturdóttur sína lengur, en þegar þar var komið sögu var hún orðin 15 ára.

Fimm árum síðar framdi Lauri sjálfsmorð og Aileen sá sér ekki fært, eða sá enga ástæðu til að vera viðstödd jarðarförina. Hún hafði þá lagt land undir fót, ferðast á puttanum þvert yfir landið og séð sér farborða með því að falbjóða sig í kynlífi.

Ferðalaginu lauk í Flórída og þar hitti Aileen rígfullorðinn karlmann, Lewis Gratz Fell, sem var formaður snekkjuklúbbs þar. Lewis, sem var heilum 50 árum eldri en Aileen, kolféll fyrir Aileen og þau gengu í það heilaga í maí árið 1976. Mánuði síðar var draumurinn úti og Lewis var búinn að fá sig fullsaddan af bræðisköstum Aileen og óstöðugu lundarfari hennar. Fullyrti lewis að Aileen hefði gengið í skrokk á honum með göngustafnum hans.

Aileen vísaði þeirri fullyrðingu til föðurhúsanna og sagði að hún væri fórnarlambið, Lewis hefði ráðist á hana með ofbeldi.

Hvað sem því líður þá skildu þau 19. júlí, árið 1976, og í sama mánuði reið enn eitt reiðarslagið yfir Aileen því Keith, bróðir hennar, laut í lægra haldi gegn krabbameini og dó.

Við tók áratugur misheppnaðra sambanda, vændis, falsana, þjófnaða og vopnaðra rána. Snemma á 9. áratugnum afplánaði Aileen fangelsisdóm fyrir að hafa sauðdrukkin reynt að ræna búð, að sögn íklædd bikiníi einu fata. Á sakaskrá hennar kenndi annars ýmissa grasa, meðal annar var þar að finna ávísanafals, mótþróa við handtöku, þjófnaði og akstur undir áhrifum áfengis. Reyndar var það svo að sum afbrotin voru skráð á eitthvert þeirra dulnefna sem Aileen hafði tamið sér að nota í tíma og ótíma.

Aileen var orðin flak, andlega og líkamlega, vegna drykkju, eiturlyfjaneyslu og lífsstíls sem einkenndist af sjálfseyðingarhvöt. Í júní, árið 1986, hitti Aileen hina tuttugu og fjögurra ára Tyria „Ty“ Moore í klúbbi fyrir samkynhneigða í Daytona í Flórída. Við tók fjögurra og hálfs árs tilfinningaþrungið samband kvennanna tveggja og þær rugluðu saman reytum.

Fyrsta líkið finnst

Um skeið var tiltöluleg ládeyða í lífi Aileen. Ty elskaði Aileen og yfirgaf hana ekki. Hún sinnti sínum störfum sem hótelþerna og húshjálp, en Aileen vann í kynlífsþjónustubransanum. Heldur hafði þá fallið á útlit Aileen og hún var ekki hátt metin og ekki jókst virði hennar á götunni eftir því sem tíminn leið.

Eitt var það sem fór fyrir brjóstið á Aileen og setti lit sinn á samband þeirra og það var að Aileen líkaði ekki að Ty hefði samskipti við annað fólk, nú eða einfaldlega færi til vinnu sinnar.

En Ty yfirgaf hana ekki og þær þvældust á milli mótela, leiguíbúða og hjólhýsasvæða í Daytona og víðar í Flórída., en á endanum varð ljóst að breytinga var þörf. Það var á þessum tíma sem glæpir Aileen tóku á sig aðra og öllu alvarlegri mynd og banvænni.

Fyrsta fórnarlamb Aileen var maður að nafni Richard Mallory. Richard, sem gerði við rafmagnstæki, fannst sopinn góður og þeir sem til hans þekktu vissu að hann keypti sér iðulega þjónustu vændiskvenna. Hann var einnig þekktur fyrir að loka verkstæði sínu fyrirvaralaust og hverfa á drykkjutúr.

Það kom því engum á óvart þegar Richard Mallory hvarf í lok nóvember árið 1989. En þegar bifreið hans fannst mannlaus nokkrum dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þann 13. desember fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi á skógi vöxnum stað þar sem fólk átti til að losa sig við rusl, þótt ólöglegt væri. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalibera byssu. Mánuðum síðar hafði rannsókn lögreglunnar engan árangur borið og málið kólnaði.

Fleiri fórnarlömb

Hálfu ári síðar, 1. júní 1990, fannst annað karlmannslík í skóglendi í Citus-sýslu í Flórída. Sjö dögum síðar voru kennsl borin á líkið og var um að ræða David Spears. Spears hafði horfið 19. maí á leið sinni til Orland. Hann hafði verið skotinn nikkrum sinnum með 22 kalíbera byssu, og við líkið fannst notaður smokkur. Um sama leyti fannst lík þrjátíu mílum sunnar, í Pasco-sýslu. Líkið var svo illa farið að ekki varð unnt að bera kennsl á það, en við krufningu fundust níu 22 kalíbera kúlur í líkinu. Síðar kom í ljós að um var að ræða Charles Carskaddon, fertugan karl sem hafði unnið við ótemjusýningar. Lögreglumaðurinn sem stjórnaði rannsókninni hafði heyrt af málinu í Citrus-sýslu og sá að málin áttu margt sameiginlegt. Hann setti sig því í samband við lögregluna þar.

Í byrjun júlí 1990 sat Rhonda nokkur Baily á veröndinni sinni og sá þegar bifreið sem kom eftir veginum veginum, rennur til og hafnar utan vegar. Út úr honum stíga tvær konur. Sú brúnhærða sagði ekki mikið, en hin ljóshærða bölvaði og ragnaði líkt og hún fengi borgað fyrir það. Sú ljóshærða taldi Baily á að hafa ekki samband við lögregluna, því faðir hennar byggi skammt frá. Konurnar settust aftur í bílinn og komust upp á veginn, en skömmu síðar gaf bílinn upp öndina og konurnar héldu áfram för sinni fótgangandi. Lögreglustjórinn í Marion-sýslu fann síðar bílinn og við rannsókn kom í ljós að blóðblettir sem fundust í honum voru úr Peter Siems sem hafði horfið 7. júní. Lík hans fannst aldrei. Lýsing á konunum tveimur var send til lögregluyfirvalda um gervöll Bandaríkin.

Enn áttu eftir að finnast þrjú karlmannslík og allt benti til að um sama morðingja væri að ræða. Lík Troys Burress fannst 4. ágúst, en hann hafði horfið í lok júlí. Dick Humpreys hvarf ellefta september og lík hans fannst degi síðar. Hann hafði verið skotinn sex sinnum. Nítjánda nóvember fannst lík Walters Gino og rannsókn leiddi í ljós að hann hafði látist innan við sólarhring áður. Lögreglunni varð ljóst að konurnar sem Baily hafði séð af verönd sinni voru viðriðnar málið og viðamikil leit hófst. Ekki leið á löngu áður en vísbendingarnar fóru að hlaðast upp og um miðjan desember hafði lögreglan fengið nokkrar ábendingar um sömu tvær konurnar og nöfn þeirra.

Skuldaskil

Þann 9. janúar 1991 var Aileen handtekin á bar í Volusia-sýslu, og næsta dag hafði lögreglan upp á Ty Moore. Moore samþykkti að fá Aileen til að játa gegn því að njóta friðhelgi. Farið var með Moore á mótel í Flórída. Undir vökulum augum lögreglunnar hringdi hún fjölda símtala til Wuornos og grátbað hana að hreinsa nafn hennar. Þremur dögum síðar játaði Wuornos á sig morðin og hélt því fram að mennirnir hefðu reynt að nauðga henni og hún drepið þá í sjálfsvörn. Aileen Wuornos var sakfelld fyrir sex morð, hún var ekki ákærð fyrir morðið á Peter Siems því lík hans hafði aldrei fundist. Þrátt fyrir að í ljós hafi komið að Richard Mallory hefði frá 1958 fengið meðferð vegna árásar sem hann hafði framið með þeim ásetningi að nauðga konu, neitaði dómari við réttarhöldin að leyfa það sem sönnunargögn sem hugsanlega hefðu getað stutt fullyrðingar Aileen. Aileen Wuornos var tekin af lífi með banvænni sprautu þann 9. október 2002.

Barnavernd kölluð til vegna slagsmála ungmenna – Kastaði glerflösku í höfuð einstaklings

Myndin er samsett

Lögreglan á höfuðborgarsvæðina hafði í nógu að snúast í nótt samkvæmt dagbók hennar.

Tilkynning barst lögreglustöð 1, sem sinnir Vesturbænum, miðborginni, Hlíðunum, Laugardalnum, Háaleitinu og Seltjarnarnesinu barst tilkynning um líkamsárás en árásarþoli var með minniháttar áverka. Einn einstaklingur var grunaður í málinu en hann hafði látið sig hverfa áður en lögreglan mætti á vettvang.

Leigubílsstjóri óskaði eftir aðstoð eftir að farþegi gat ekki greitt fyrir umbeðinn akstur.

Þá var einstaklingur handtekinn eftir að hann kastaði glerflösku í höfuð annars einstaklings. Var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar á málinu en árásarþolinn var fluttur á bráðamóttökuna til skoðunar.

Lögreglan sem sinnir útköllum í Kópavoginum og í Breiðholtinu barst tilkynning um slagsmál en slagsmálahundarnir voru farnir af vettvangi á bifreið þegar lögreglu bar að garði. Voru þeir handteknir stuttu síðar þegar lögreglumenn veittu bifreiðinni athygli. Voru fjórir aðilar í bifreiðinni og var þeir allir handteknir og færðir á lögreglustöð. Sökum aldurs hinna handteknu er málið unnið með fulltrúum barnaverndar en þeir voru látnir lausir eftir viðræður á lögreglustöð. Árásarþolinn er ekki talinn mikið slasaður.

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklinga sem gengur í burtu frá honum án þess að greiða fyrir þjónustu hans.

Að lokum stöðvaði lögreglan bifreið en ökumaður hennar hafði mælst á 153 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði við bestu aðstæður er 80 km/klst.

Klandur vegna Karenar

Halla Hrund Ljósmynd: Aðsend

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer mikinn í könnunum og mælist vera fremst í kapphlaupinu þessa dagana. Halla Hrund hefur yfir sér þá áru að vera ekki mörkuð af pólitík eða spillingu. Eftir að hún tók flugið hafa augu fólks beinst að henni og leitað hefur verið að veikleika framboðsins. Mogginn datt niður á það að Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Orkustofnunar, var að vinna að kosningunum í sjálfboðavinnu fyrir yfirmann sinn og á verktakalaunum frá Orkustofnun.

Þessi staða Höllu Hrundar er vægast sagt vandræðaleg og þá ekki síst í því ljósi að Karen sem starfar í nafni einkafyrirtækis síns, Langbrókar, hefur samkvæmt Mogganum ekki skilað inn skýrslum um störf fyrirtækis síns, Langbrókar, fyrir stofnunina þrátt fyrir samninga um slíkt.

Núverandi orkumálstjóri til bráðabirgða er Sara Lind Guðbergsdóttir, eiginkona Stefáns Stefánssonar, blaðamanns og spyrils á Mogganum. Blaðið sótti væntanlega svör til hennar og í framhaldinu var Karen gert að víkja úr starfi samskiptastjóra. Tekið skal fram að Stefán er ekki skrifaður fyrir umfjöllun Moggans.

Framganga Karenar og meint tvöfeldni er þegar búin að koma frambjóðanda hennar í nokkurt klandur. Halla Hrund er að fá eldskírn sína og stimpil spillingar. Mogginn upplýsir að Orkustofnun hyggist framvegis „fylgja því eftir að verkbókhald og eða tímaskýrslur fylgi reikningum“  …

 

Flugvél brotlenti á Þingeyrarflugvelli: „Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn“

Cessna 402 - Ljósmyndin tengist ekki fréttinni beint.

Það var í janúar 1983 sem Hafsteinn Aðalsteinsson, eiginkona hans og nýfætt barn þeirra ásamt fjórum öðrum, lentu í afar óþægilegri lífsreynslu.

Flugvél sem þau voru farþegar í og var að koma til Þingeyrar frá Reykjavík, brotlenti á flugvellinum en með snarræði náði flugmaðurinn að koma hjá alvarlegu slysi. Með því að snúa vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðning við völlinn, en ekki nefið á vélinni. Þeyttist flugvélin út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Enginn slasaðist en samkvæmt Hafsteini héldu farþegar ró sinni þó hann viðurkenndi að fólki hafi brugðið.

Lesa má frétt DV um málið hér fyrir neðan:

Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn – segir farþegi sem var um borð í TF-GTI þegar hún brotlenti á Þingeyrarflugvelli

Flugvélin var komin ansi innarlega á brautina þegar hún lenti,” sagði Hafsteinn Aðalsteinsson frá Þingeyri, sem var meðal farþega í vélinni sem brotlenti á Þingeyrarflugvelli síðdegis í gær.

Hafsteinn var að koma með vélinni frá Reykjavík ásamt konu sinni og nýfæddu barni þeirra. Fjórir aðrir farþegar voru um borð. „Þetta gerðist allt svo snöggt að það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir þessu. En það var ljóst að vélin stefndi fram af brautinni. Þegar flugmaðurinn sá að hann myndi ekki geta stöðvað hana sneri hann vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðninginn frekar en nefið. Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Um leið stökk flugmaðurinn upp, opnaði neyðarútganginn og sagði öllum aö drífa sig út,” sagði Hafsteinn. „Það voru hvorki hróp né læti í farþegum. Ég segi ekki að fólki hafi ekki brugðið. En menn drifu sig út og komu sér frá vélinni. Það hvarflaði að sumum að það myndi kannski kvikna í henni,” sagði Hafsteinn.

Flugvélin er tveggja hreyfla, af gerðinni Cessna 402, eign Sverris Þóroddssonar. Flugmaður var Smári Ferdinandsson. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, meðal annars brotnaði nefhjólið undan og annað skrúfublaðið bognaði. Flugvirki fer til Þingeyrar í dag til að gera við vélina, sem ber einkennisstafina TF—GTI. 

Steinunn safnar undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra: „Nú er að duga eða drepast“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Ljósmynd: Facebook

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir safnar nú undirskriftum gegn frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi.

Forsetaframbjóðandinn og leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur nú hafið undirskriftarsöfnun undir orðunum: Nú er að duga eða drepast, þar sem fólk getur skorað á Alþingi að hafna frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Er því haldið fram í texta undirskriftarsöfnunarinnar að verði frumvarpið samþykkt, verði gefin út „ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust“.  Þá heimili frumvarpið „mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við stendur Íslands“ eins og það er orðað.

Hér má lesa allan textann:

„Nú er að duga eða drepast.
Við undirrituð skorum á Alþingi Íslendinga að hafna frumvarpi ríkisstjórnarinnar um lagareldi sem kveður á um gefa ótímabundin leyfi til nýtingar auðlinda okkar í íslenskum fjörðum endurgjaldslaust. Frumvarpið heimilar mengandi iðnaðarframleiðslu með sjókvíeldi á viðkvæmustu svæðum við strendur Íslands undir litlu eftirliti og hefur hagsmuni leyfishafa í fyrirrúmi á kostnað almannahagsmuna og náttúru landsins.“

Í fyrradag sagði Mannlíf frá því að Steinunn Ólína sakaði Katrínu Jakobsdóttur og Svandís Svavarsdóttur um landráð, vegna þátt þeirra í málinu. Hér má lesa þá frétt.

Fimm ógeðsleg skilaboð biðu Davíðs eftir dómgæsluna:„Skot klukkan var sein fokking mongolitið þitt“

Davíð Tómas Tómasson eða Dabbi T eins og hann hefur kallað sig á rappsenunni. Ljósmynd: Facebook
Körfuknattleiksdómarinn Davíð Tómas Tómasson fékk óhugnanleg skilaboð eftir að hafa dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrlitum karla í gær.

Davíð Tómas Tómasson, körfuhnattleiksdómari og rappari, skrifaði færslu í dag þar sem hann segir frá mjög leiðinlegum skilaboðum sem hann fékk send á sig í gærkvöldi. Davíð hafði þá dæmt oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8. liða úrslitum karla í körfuknattleik en leikurinn var mjög jafn og fór í framlengingu en heimaliðið vann eftir flautukörfu.

„Í gær dæmdi ég oddaleik Njarðvíkur og Þórs í 8.liða úrslitum karla. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann og gríðarlega vel leikinn. Hann fer í framlengingu og heimaliðið vinnur eftir að skora flautukörfu nálægt miðjunni. Lygilegur endir á frábærum leik!“ Þannig hefst færsla Davíðs og heldur svo áfram:

„Í algjöru spennufalli komum við dómararnir niður í klefa eftir leik og fyrsta sem við gerum er að taka utan um hvorn annan. Aðallega vegna þess að deila svona reynslu er ómetanlegt en ekki síður vegna þess að við komumst, að okkar mati, mjög vel frá verkefninu. Gamanið kárnaði hins vegar fljótt þegar ég opna símann minn. Þessi skilaboð voru ein af fimm sem biðu mín eftir leik i gær, öll á svipaða vegu.“

Segir Davíð í færslunni að á 17 ára ferli sínum sem dómari hafi hann fengið óteljandi skilaboð af sama meiði og þau sem hann fékk í gær. Segist hann hafa farið yfir dómgæsluna fram á nótt og komist að þeirri niðurstöðu að leikurinn hafi verið „gríðarlega vel dæmdur“ eins og hann orðar það:

„Ég hef dæmt í 17 ár, ótal marga mikilvæga leiki og skilaboðin af þessu tagi hafa verið óteljandi. Á öllum miðlum, öll árin og á öllum tímum sólarhringsins. Áður en að ég faldi símanúmerið mitt á ja.is og hér á Facebook var ég líka að fá símhringingar á nóttunni.
Það eru fáir eins gagnrýnir á eigin frammistöðu og ég, enda er það eina leiðin til að ná raunverulegum árangri. Eftir leik í gær var það okkar tilfinning að hann hafi verið gríðarleg vel dæmdur, það var síðan staðfest eftir að hafa horft á hann aftur þegar heim var komið og rýnt í alla ákvarðanatöku langt fram á nótt. Því að það er vinnan sem maður setur inn í þetta, ekki bara að mæta 5 mínútur fyrir leik og gera bara eitthvað. Þràtt fyrir hversu vel það gekk bíða mín fimm skilaboð.. Fimm! Þið getið ímyndað ykkur hvernig pósthólfið er þegar það gengur ekki eins vel á vellinum.“

Í lokaorðum sínum talar Davíð um kynslóðaskipti í körfuboltadómgæslu á Íslandi:

„Nú eru kynslóðaskipti í íslenskri körfubolta dómgæslu. Margir af okkar leiðandi mönnum eru nú þegar hættir eða eru á síðustu metrunum. Það gengur erifðlega að fá inn nýja menn og enginn skilur afhverju það er ..
Úrslitakeppnin eru jólin í íslensku körfuboltalífi. En þó að það sé mikið í húfi og tilfinningar í hámarki þurfum við samt öll að gera betur en þetta!“

Með færslunni lét hann fylgja eftirfarandi skjáskot af einum skilaðboðunum:

Raddir