Fimmtudagur 13. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Gul viðvörun gefin út á norðvesturhorninu sem og miðhálendinu

Veðurstofan spáir sunnan átta – fimmtán metrum á sekúndu; fimmtán til tuttugu í vindstrengjum á norðvestanverðu klakanum. Boðiðer upp á Slyddu eða snjókomu með köflum; síðar rigning en úrkomulítið verður norðaustanlands.

Veður fer frekar hlýnandi; hiti fjórar – átta gráður seinnipart dagsins.

Á morgun er svo spáð sunnan tíu – átján metrum á sekúndu; með rigningu eða súld – léttskýjað á Norðausturlandi og hiti breytist lítið; dregur úr vindi annað kvöld.

Þá er hvössum sunnanvindstrengjum spáð á norðvestanverðu landinu og snörpum vindhviðum um fjöll. Gul viðvörun gefin út á norðvesturhorninu og miðhálendinu –  sunnanhvassviðri með þrettán – tuttugu metrum á sekúndu.

Við fjöll gætu vindhviður farið í 35 metra á sekúndu; suðvestanstormur verður á miðhálendinu með vindhviðum sem ná allt að fjörutíu og fimm metrum á sekúndu við fjöll.

Dópaður olli umferðaróhappi – Aðili handtekinn vegna sölu og dreifingu fíkniefna

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Aðili var handtekinn í hverfi 101 vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og einnig brot á vopnalögum.

Þá var aðili undir áhrifum fíkniefna haldtekinn valdur að umferðaróhappi í sama hverfi. Svo var ökumaður undir áhrifum áfengis; sviptur ökuréttindum. Aðili var tekinn höndum í hverfi 103 vegna líkamsárásar, og var vistaður í fangaklefa.

Aðili var handtekinn í hverfi 220 – vegna sölu og dreifingu fíkniefna; var hann vistaður i fangaklefa.

Aðili var handtekinn í hverfi 110 og var vistaður í fangaklefa vegna ólöglegrar dvalar hér á landi.

Ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna stöðvaður í hverfi 109, var hann einnig ökuréttum.

Einar áttavillti

|
Inga Sæland Mynd / Hallur Karlsson

Það útspil Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn virðist vera eitt mesta axarskaft í stjórnmálum borgarinnar á síðari tímum. Algjört upplausn ríkir og flokkarnir keppast um að lýsa því yfir að Einar sé ekki leiðtogi þeirra og borgarstjórastóllinn sé ekki hans lengur.

Ástandið er tekið að minna á öll þau ósköp sem gengi á í tíð Ólafs F. Magnússonar sem var dubbbaður upp í borgastjóra og dreginn á asnaeyrunum fram og til baka um hið pólitíska svið og endaði utangarðs í pólitík með ljóðstafi á vörunum.

Svo virðist sem Einar hafi „plottað yfir sig“ eins og Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, orðaði það í gær. Einar virðist hafa gert einskonar samkomulag við Viðreisn, Sjálfstæðisflokksinn og Flokk fólksins um að taka völdin í borginni. Síðar kom á daginn að Inga Sæland þvertók fyrir að vinna með Sjálfstæðisflokknum og kastaði Einari þannig undir vagninn. Þar með var draumur Einars úti og hann  stimplaður sem Júdas, áttavilltur á pólitískum berangri, rétt eins og Ólafur F. forðum.

Upphlaupið gæti markað pólitísk endalok Einars. Það kemur í ljós á allra næstu dögum hvernig klúðrið endar …

Hauslaus fór húsavillt – Fékk lögreglufylgd heim að dyrum

Lögreglustöð 1 – sem er Austurbær – Miðbær – Vesturbær og Seljarnarnes: Þar var tilkynnt um aðila sem var að stofna til slagsmála á kaffihúsi í hverfi 105. Hafði lögregla afskipti af aðilanum – og svo gekk hann sína leið.

Einnig voru höfð afskipti af ökumanni sem ók undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna; var ökumaður laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Á lögreglustöð 2 – sem er Hafnarfjörður – Garðabær og Álftanes – voru skráningarmerki tekin af fimm bifreiðum vegna vanrækslu á skoðun eða tryggingum.

Lögreglustöð 3 – sem er Kópavogur og Breiðholt – fékk tilkynningu um aðila sem var með ónæði í hverfi 201. Er lögreglu bar að garði var aðilinn mjög ölvaður og var að fara húsavillt; lögreglan aðstoðaði aðilann heim til sín.

Segir Guðrúnu hafa „gaman að því að tala um sjálfstæðisstefnu en framfylgir sérhagsmunastefnu“

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson fer ekki fögrum orðum um Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra; hann segir um nýtilkomið framboð hennar til formanns Sjálfstæðisflokksins að hér sé „augljóslega einn af þessum dæmigerðu sjálfstæðismönnum sem finnst gaman að tala um sjálfstæðisstefnuna en framfylgir síðan sérhagsmunastefnu í raunheimum.“

Sveinn Andri bætir því við að „Guðrún talaði mikið um frelsi og frjálsa samkeppni og nefndi til sögunnar ostafyrirtæki föður síns sem hefði verið brotið á bak aftur af þáverandi stjórnvöldum (Sjálfstæðis og Framsókn) og einokunarfyrirtækjum sem störfuðu í skjóli téðra helmingaskiptaflokka. Þessum frelsis- og samkeppniselskandi formannskandidat fannst það nefnilega allt í lagi að afnema með einu pennastriki samkeppni í kjötframleiðslu.“

Segir að lokum:

Valhöll.

„Þá var frelsissöngurinn ekki sunginn, enda mikilvægari hagsmunir í húfi; nefnilega hagsmunir fjársterku búvöruframleiðendanna sem vilja sitja við kjötkatlanna án truflunar og eru alltaf duglegir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn fjárhagslega.“

Guðrún vill ekki sitja í aftursætinu og býður sig fram: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins – Guðrún Hafsteinsdóttir – býður sig fram til formanns flokksins.

Þetta tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag og sagði hún í ræðu sinni að flokkurinn væri í vanda sem og á krossgötum.

Guðrún segist vera tilbúin til að leiða flokkinn út úr þessum hremmingum.

Fram kemur á fréttavefnum Vísi að Guðrún vilji færa flokkinn úr aftursætinu í íslenskri pólitík í framsætið:

„Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta! Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Guðrún í dag.

Sagði Guðrún einnig að lykilinn að þessum umbreytingum væri sá að opna „faðm flokksins“ – gera Sjálfstæðisflokkinn aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla:

„Laða aftur til okkar það fólk sem af ýmsum og ólíkum ástæðum hefur fundið sér annan pólitískan samastað á síðustu árum, um leið og við sækjum nýjan stuðning til nýrra kynslóða. Og þetta gerum við með því að sækja í grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að finna aftur okkar kjarna,“ sagði Guðrún.

Kolbrún: „Höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beint til Flokks fólksins“

Sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, vill ekki að flokkurinn stofni til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn, en um þetta tjáir Kolbrún sig um á Facebook-síðu sinni; hún er í leyfi sem borgarfulltrúi – situr nú á þingi:

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

„Auðvitað fagnar Flokkur fólksins því að fá tækifæri til að komast í meirihluta og þannig fá meiri möguleika á að koma sínum baráttumálum lengra og spyrna fótum við ýmsu í borginni sem er miður og gengur ekki nógu vel. Mistökin hafa verið mörg síðustu ár og sum algerlega óafturkræf sem er efni í langt mál.“

Kolbrún segir að það sé óhugur í henni með það að „ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést.“

Valhöll.

Hún nefnir einnig að „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fáeinum vikum því ég hef alltaf átt gott samstarf við Sjálfstæðismenn í borginni í þau tæp 7 ár sem ég var í minnihluta borgarstjórnar. En núna er bara staðan breytt. Hér er ekki um að ræða einstaka persónur svo það sé sagt.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Kolbrúnu finnst vel líklegt að „Einar hafi fengið skilaboð um að losa sig út úr meirihlutanum og þarf ekki frekar að fara í útskýringar á því. Þetta varðar engin sérstök eða einstök mál í borginni sem þau hafa ekki náð saman um að mínu mati, þvert á móti hefur Einar ávallt verið mjög á sömu nótum og meirihlutinn þegar hann talar opinberlega í eiginlega flest öllum málum. Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum.“

Segir að endingu:

„En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært.“

Segir gamalt og dormandi deilumál vakið upp viljandi: „Það býr nú eitthvað annað þarna að baki“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gefur ekki mikið fyrir nýliðna atburði í stjórnmálunum í Reykjavík, þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit stjórnarsamstarfinu í gær.

Margir hafa látið að því liggja að málefni Reykjavíkurflugvallar hafi verið orsök stjórnarslitanna í Reykjavík. Undir það tekur Egill ekki:

„Þetta er nú meira leikritið.“

Hann er þess fullviss um að aðrar ástæður séu að baki ákvörðun borgarstjóra:

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

„Gamalt dormandi deilumál vakið upp. Ekki beint eins og hafi verið komin nein ögurstund í flugvallarmálinu! Það býr nú eitthvað annað þarna að baki.“

Eldingar og éljagangur í kortunum

Það kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að lægð er á austurleið norður af landinu í dag; henni mun fylgja suðvestanátt; vindur verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu.

Svo má búast við éljagangi á vestanverðu landinu; ekki er loku fyrir það skotið að það sjáist til eldinga.

Austanlands mun verða nokkur snjókoma, en reiknað er með því að það stytti upp fyrir hádegi og búist er við því að hiti verði um eða undir frostmarki. Svo dregur úr vindi og það styttir upp seinnipartinn og kólnar er líður á kvöldið.

Á sunnan- og vestanverðu landinu verður boðið upp á slydda og/eða snjókoma með köflum; rignir seinnipartinn, en úrkomulítið verður á norðausturlandi. Veður fer hlýnandi – en seinnipartinn verður hiti á bilinu þrjú til sjö stig.

Eftir helgi má búast við vindi; suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu – rigning eða súld; að mestu léttskýjað norðaustantil.

Formaðurinn styður borgarstjórann: „Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun“

Mynd: Skjáskot/RÚV

Formaður Framsóknarflokksins – Sigurður Ingi Jóhannsson – segir að hann hafi verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í gær, þar sem borgarstjóriu tilkynnti um að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu í borginni, en þetta kom fram á fréttavefnum Vísi.

„Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við:

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

„Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi; það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til.

Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið.“

Sigurður Ingi og Einar voru í samskiptum fyrir fundinn örlagaríka:

„Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ sagði formaðurinn Sigurður Ingi sem telur það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins, eins og boðað hefur verið:

„Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir.“

Starfsmaður skemmtistaðar í miðborginni handtekinn og grunaður um líkamsárás

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Á lögreglustöð 1 – sem er Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seljarnarnes, voru höfð afskipti af ökumanni sem sviptur leyfi; seinna um daginn var ökumaður bifreiðarinnar tekinn aftur undir stýri. Á ökumaður bifreiðarinnar yfir höfði sér sekt vegna málsins.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri; á ökumaður yfir höfði sér sekt.

Einnig var tilkynnt um ofurölvi einstakling á veitingastað; var aðilanum ekið heim sökum ástands.

Kemur það fram að höfð voru afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborg Reykjarvíkur, sem er grunaður um líkamsárás og er málið í rannsókn.

Aðili var handtekinn við að fara inn á byggingarsvæði og stela þaðan verkfærum – málið er í rannsókn.

Á lögreglustöð 2 – sem er Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes, voru fjórir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma við akstur; ökumaður þessi á yfir höfði sér sekt.

Á lögreglustöð 3, sem er Kópavogur og Breiðholt, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis; látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um innbrot og líka tilkynnt um öldauðan aðila á stigagangi í fjölbýlishúsi; þegar lögregla ætlaði að aðstoða aðilann að komast til síns heima gat hann ekki sagt til nafns sökum ástands og var hann vistaður í fangaklefa sökum ástandsins.

Á lögreglustöð 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær, var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 110.

Afkomuviðvörun og örvænting hjá Sýn – Rætt um að loka útvarpsstöðvum og breyta nafni Stöðvar 2

Herdís Fjeldsted. Mynd: Sýn.

Ákveðin örvænting er ríkjandi innan Sýnar eftir að komið er á daginn að afkoman er mun verri en Herdís Fjeldsted forstjóri og stjórn félagsins hafði haldið fram. Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær þar sem tíundað er að sala auglýsinga sé undir markmiðum og áskriftasala hafi brugðist. Þá er eldsvoða kennt um verri fjárhag. .

Gert er ráð fyrir að rekstrar­hagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði um 700 milljónir króna, sem er langt undir áður út­gefnum spám. Fyrri áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að á bilinu 900 til 1.100 milljónir króna.

Stöð 2 hefur fylgt þjóðinni lengi. Rætt er um nafnbreytingu.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Sýnar koma þessi frávik til vegna veru­legrar lækkunar aug­lýsinga­tekna, sam­dráttar í áskriftar­tekjum sjón­varps, minni eign­færslna á launa­kostnaði og óvæntu tjóni vegna elds­voða sem hafði veru­leg áhrif á rekstur félagsins.

Flótti lykilfólks frá félaginu hefur verið mikill undanfarið. Flóttinn snýst að miklu leyti um óánægju með stjórntök Herdísar og meinta vinavæðingu.

Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Sýnar.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um útstandið innan Sýnar og þann brest í tekjum sem nú hefur verið viðurkenndur. Herdís hefur ekki svarapð spurningum Mannlífs en sendi bréf til starfsfólks þar sem hún hélt því fram að allt væri í jafnvægi hjá fyrirtækinu. Þá hefur stjórnarformaður Sýnar, Hákon Stefánssson, lýst því yfir að forstjórinn njóti fulls trausts. Það traust nær aðeins til stjórnar en ekki til stórra hluthafa sem teknir eru að ókyrrast.

Heimildir Mannlífs herma að innan félagsins sé ákveðið ráðaleysi og ákaft leitað leiða til að snúa við óheillaþróuninni. Kvisast hefur út að til standi að breyta nafni og vörumerki Stöðvar.

„Við fengum þær fréttir á göngunum að það ætti að fara í rebranding á félaginu,“ segir heimildarmaður Mannlífs sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að vera rekinn. Þá er fullyrt að til skoðunar sé að loka tveimur útvarpsstöðvum, FM957 og X977 sem báðar hafi verið reknar með tapi. Þetta er þó ekki staðfest.

Endanlegt uppgjör Sýnar verður birt 20 febrúar.

Almáttugur, Einar

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Einar Þorsteinsson borgarstjóri fær fremur harkaleg viðbrögð við þeirri ákvörðun sinni að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn og nota flugvallarmálið sem tylliástæðu. Þetta gerist í framhaldi þess að flokkur hans mælist með aðeins rúmlega 2. prósent fylgi í Reykjavík. Þá hafa mál eins og græna martröðin í Breiðholti valdið óróleika í samstarfinu þar sem allir bera ábyrgð. Fjölmargir hafa fordæmt Einar fyrir ómerkilegheit. „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt,“ skrifar Illugi Jökulsson rithöfundur og uppsker velþóknun fjölmargra.

Óljóst er hvað tekur við í meirihlutamálum Reykvíkinga en  talið er að Einar, sem er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, stefni heim aftur og freisti þess að draga með þrjá borgarfulltrúa. Sjálfstæðimenn og Framsókn hafa ekki þann meirihluta sem til þarf að ná 12 borgarfulltrúa meirihluta. Ólíklegt er að sósíalistar fari með Einari. Örlög þeirra yrðu þá eins og gerðist hjá Vinstri grænum sem köfnuðu í kapítalismanum. Viðreisn virðist líkleg til að lengja pólitískt líf Einars og halda honum við völd.

Einar hefur tekið upp formlegar viðræður við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar. Þar gætu vegtyllur kitlað smælingja en samstarf við Einar sem oddvita gæti leitt af sér óbragð.

Sjálfstæðisflokkurinn, undir stjórn Hildar Björnsdóttur, hefur fram til þessa ekki verið talinn stjórntækur. Innandyra þar er gríðarleg ólga eftir að Hildur hótaði að birta opinberlega leyniupptökur af einskasamtölum félaga sinna.

Við blasir að það er ekki einföld lausn á stjórnkreppunni í Reykjavík og Einar gæti allt eins lent utan meirihluta og borgarstjórastóll hans er valtur. Líkurnar á að Framsókn þurrkist alveg út í Reykjavík árið 2026 aukast …

Lögreglubíll grýttur í Borgarnesi: „Opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar“

Borgarnes - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki fór dansleikur á Borgarnesi betur en svo en að lögreglubíll var grýttur og brotist var inn í sælgætissjoppu. Slíkt var fylleríið að lögreglumönnum blöskraði.

Á dögunum sagði Mannlíf frá skálmöld sem ríkti á Seyðisfirði árið 1975 þar sem hópur unglinga gengu hálfgerðan berserksgang um bæinn en hinn fallegi Seyðisfjörður var ekki eini bærinn þar sem skrílslæti gerði lögregluna hvumsa árið 1975 því í Baksýnisspegli kvöldsins segjum við frá hneykslun lögreglunnar í Borgarnesi vegna fyllerísláta í gestum dansleikjar á staðnum. Sláturtíð stóð þá hvað hæst og margir í bænum og mikil drykkja í gangi. Fór svo að lögreglubíllinn var grýttur og brotist var í sjoppu sem seldi sælgæti en lætir stóðu yfir fram á morgun. Furðaði lögreglan sig á því að hækkun á áfengisverði hafi ekki haft nein áhrif á dansleikjagesti, þvert á það sem gerðist í Reykjavík.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins um skrílslætin í Borgarnesi í september 1975:

Borgarnes: Þar hefur áfengishœkkun ekkert að segja

LÖGREGLUBÍLL GRÝTTUR,- HÁREYSTI OG SKRÍLSLÆTI

Lögreglubíllinn í Borgarnesi var grýttur aðfaranótt sunnudagsins og drykkjuskapur, háreysti og skrílslæti voru fram á morgun, að sögn lögreglunnar þar. „Hér er stórvaxandi ölvun og vandræði af fylliríi”, sagði lögreglumaður i Borgarnesi i viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Það er þveröfugt við þá reynslu, sem heyrzt hefur að sé í Reykjavík. Hér verður þess ekki vart, að hækkað verð dragi úr áfengisneyzlu. Þvert á móti. Hér stendur sláturtíðin sem hæst og kom fólk hingað hvaðanæva á dansleik, sem haldinn var í samkomuhúsinu á laugardaginn. Þar var brotin upp sælgætissala og fleiri spellvirki unnin. Lögreglumenn telja engan vafa á því, að opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar í plássinu. Í Borgarnesi eru fangaklefar fyrir 4 menn og voru þeir fljótt fullsetnir á laugardag. 4-6 þúsund króna sektir fyrir ölvun og óspektir virðast ekki hafa nein áhrif á þá, sem mest láta að sér kveða. 

 

Meira en 12.000 lík föst undir rústum á Gaza – Ísraelar leyfa ekki þungavinnuvélar

Salama Maarouf, yfirmaður fjölmiðlaskrifstofu yfirvalda á Gaza, hefur sagt að talið sé að meira en 12.000 lík séu föst undir rústunum á svæðinu, vegna skorts á búnaði til að ná þeim upp vegna takmarkana á ísraelsku landamærunum.

Ísraelsk yfirvöld hafa ekki leyft að þungavinnuvélar komist inn á Gaza-svæðið, sagði Maarouf á blaðamannafundi á Baptist-sjúkrahúsinu í Gaza-borg.

Hann sagði einnig að við þessar aðstæður myndi Hamas ekki geta staðið við loforð sitt um að skila líkum ísraelsku fanga sem voru drepnir í sprengjuárásum Ísraela.

Tala drepinna Palestínumanna er nú talin að minnsta kosti vera 62,614, þar af að minnsta kosti 17,492 börn. Um 1.100 létust í árás Hamas á Ísrael 7. október 2024.

 

Dagur gantast í umhverfisráðherra: „Fyrirspurnartímanum hefur verið frestað vegna veðurs“

Umhverfisráðherrann hlýðir á Dag B. Ljósmynd: Facebook
Dagur B. Eggertsson sló á létta strengi í tilefni þess að fyrsti starfsdagur hans sem Alþingisþingmaður var í gær.

Þingið hófst loksins í gær, eftir að hafa verið í ansi löngu hléi vegna kosninga og jólafría en þingmenn keppast nú við að byrja ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlunum frá fyrsta vinnudegi sínum. Óvenjumargir nýliðar eru á þingi þetta kjörtímabil en meira en helmingur þingmanna eru að stíga sín fyrstu skref á vettvanginum.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur er einn af glænýjum þingmönnum Alþingis en hann skrifaði spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hann gantast í umhverfisráðherra fyrir að opna vefinn gottvedur.is í febrúar, í miðjum stormi.

Hér má sjá grínið hjá Degi en færslar sló heldur betur í gegn en á sjötta hundrað manns hefur líkað við hana á Facebook:

„Jæja, þá er maður kominn á þing. Ætlaði að taka umhverfisráðherra á beinið í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið og spyrja hvað hann væri að hugsa að opna vefinn gottvedur.is í byrjun febrúar. Fundinum og fyrirspurnartímanum hefur verið frestað vegna veðurs.“

Guðbjörn Reynir er fallinn frá

Kerti Ljósmynd: Manoj Dewangan - pexels.com

Guðbjörn Reynir Guðsteinsson, fyrrverandi skólastjóri lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar. Hann var 91 árs.

Það var 10. maí 1933 sem Reynir fæddist í Vestmannaeyjum. Faðir hans var Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson skipstjóri og móðir hans var Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja.

Árið 1957 lauk Reynir kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, BA-prófi í uppeldis- og sálarfræði frá HÍ árið 1983 og árið 1996 prófi í barna- og unglingaráðgjöf frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn.

Frá 1957 til 1958 kenndi Reynir við Hlíðardalsskóla en tók við skólastjórastöðu við Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík frá 1958 til 1962. Þá var hann skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Vestmannaeyjum frá 1962 til 1966 og skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1970. Frá 1979 kenndi hann við Snælandsskóla í Kópavogi en ári seinna varð hann yfirkennari skólans og skólastjóri hans frá 1984. Haustið 2000 fór Reynir á eftirlaun en vann eftir það til ársins 2012 fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra nemenda í grunnskólum Kópavogs.

Samkvæmt mbl.is sem sagði frá andláti hans, segir að Reynir hafi verið virkur í félagsstarfi í Vestmannaeyjum, í starfi safnaðar aðventista, hjá Alþýðuflokkunum, íþróttahreyfingunni og í söngfélögum. Þá var hann bæjarfulltrúi 1970-1978 og forseti bæjarstjórnar 1977-1978. Reynir var formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun framhaldsskóla í Vestmannaeyrjum en eftir að hann flutti upp á land var hann meðal annars formaður Kennarafélags KSK til fjölda ára, sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1982 til 1984 og í stjórn Rauðakrossdeildar Kópavogs 2000-2008.

Þá var Reynir einn af heiðursfélögum Karlakórs Reykjavíkur, þar sem hann sat lengi í stjórn, og var formaður ritnefndar um sögu kórsins. Eftir Reyni liggja greinar um ýmiskonar efni og þýdd og frumort ljóð við ýmis lög.

Fyrrverandi eiginkona Reynis var María Júlía Helgadóttir en þau skildu. Saman áttu þau börnin Maríu Björk, Helga Ingvar og Guðmund Víði. Seinn eiginkona hans er Helga Guðmundsdóttir en börn hennar eru Guðmundur Ibsen Brynjarsson og Brynja Sif Ibsen Brynjarsdóttir

 

 

Flugvél með níu farþegum horfin í Alaska – Skelfilegt skyggni torveldar leitinni

Örvæntingarfull leit stendur yfir að því að finna flugvél sem hvarf í Alaska en hún inniheldur níu farþega og flugmann. Skyggnið á leitarsvæðinu er afar slæmt.

Viðvörunarbjöllur hringdu í nótt þegar flug Bering Air átti að lenda á lokaáfangastað sínum í Nome, í Alaska, frá Unalakleet í sama fylki. Brýn leit hófst til að komast að síðasta þekkta dvalarstaðnum, en tilraunir hafa hingað til verið torveldaðar vegna hræðilegra leitarskilyrða á svæðinu.

Slökkviliðið í Nome sagði eftirfarandi í yfirlýsingu: „Við erum núna að bregðast við tilkynningu um týnda Cessna Caravan-flugvél frá Bering Air. Við erum að gera virka leit á jörðu niðri frá Nome og frá White Mountain. Vegna veðurs og skyggnis er leit úr lofti takmörkuð eins og er. Þjóðarvarnarliðið og Landhelgisgæslan sem og hermenn hafa verið látnir vita og taka virkan þátt í leitinni. Norton Sound Health Corporation er í viðbragðsstöðu.“

Um er að ræða þriðja óhappið í farþegaflugi í Bandaríkjunum á átta dögum.

Hægt er að fylgjast með beinum fréttaflutningi af leitinni hér.

 

Krefjast ekki endurgreiðslu styrkja: „Framkvæmdin brást í ráðuneytinu“

Inga Sæland er nýr félags- og húsnæðismálaráðherra

Flokkur fólksins þarf ekki að endurgreiða þá styrki sem flokkurinn fékk greidda þrátt fyrir ranga skráningu hans en Vísir greinir frá.

Eftir að hafa leitað til sérfræðinga hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveðið að ekki séu forsendur til þess að krefja Flokk fólksins um endurgreiðslu á styrkjunum. Ráðuneytið hafi hins vegar gert mistök í málinu. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir ranga skráningu en Flokkur fólksins er sá eini sem er í dag ennþá rangt skráður en til stendur að laga það fljótlega. Flokkurinn hefur fengið 240 milljónir frá ríkinu á þeim tíma sem hann hefur verið rangt skráður. Hinir flokkarnir sem voru ranglega skráðir en hafa nú lagað skráninguna þurfa ekki heldur að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu.

„Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.

Írska lögreglan birti ekki mikilvæga vísbendingu um hvarf Jóns Þrastar – Settist trúlega upp í bíl

Skjáskot úr öryggismyndavél.

Upptaka sem írska lögreglan Gadaí fann í mars 2019, bendir til þess að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf í Dyflinni rúmum mánuði áður, hafi ekki horfið fótgangandi, heldur hafi hann verið tekinn upp í bifreið.

Í þriðja þætti hlaðvarpsins Where is Jón? eða Hvar er Jón, sem er samstarfsverkefni RÚV og RTÉ í Írlandi, koma fram upplýsingar um myndbandsupptökur sem lögreglan fann mánuði eftir dularfullt hvarf Jóns Þrastar en þessar upplýsingar hafa ekki áður komið fram opinberlega.

Þegar upptakan fannst var fjölskylda Jóns Þrastar enn í Dyflinni og kallaði lögreglan hana á fund inn. Kom þar fram að upptakan væri úr eftirlitsmyndavél í strætisvagni en hann keyrði eftir götunni Swords Road og framhjá Highfield-spítalanum en Jón Þröstur sést í eftirlitsmyndavélum spítalans ganga framhjá Highfield klukkan 11:12, 9 febrúar 2019. Strætisvagninn keyrir síðan framhjá þremur mínútum seinna en þá er Jón horfinn.

Eina mögulega skýringin fyrir því að Jón sé horfinn af götunni þremur mínútum síðar, telur lögreglan vera þá að hann hafi stigið upp í bifreið. Sagði hún fjölskyldu Jóns Þrastar að ekki væri hægt að beygja inn á aðrar götur á svæðinu og þess vegna sé eina mögulega skýringin á hvarfi hans sú að hann hafi sest upp í bifreið og henni síðan ekið á brott.

Samkvæmt hlaðvarpsþættinum skráðu fjölskyldumeðlimir Jóns á sínum tíma upplýsingarnar sem fengust á fundi lögreglunnar, niður í skjal en þar héldu þau utan um allt sem viðkom málinu. Staðfesta þau minningar sínar af fundinum við dagskrárgerðarfólk hlaðvarpsins. Fram kemur í þættinum að ekki sé ljóst af hverju lögreglan hafi ekki greint frá þessum upplýsingum í fjölmiðlum á sínum tíma.

Að því er fram kemur í þáttunum er myndbandsupptakan gríðarlega mikilvæg vísbending um hvarf Jóns Þrastar. Hafi hann sest inn í bifreið þýði það að einhver veit eitthvað um ferðir Jóns og hugsanlega hvað varð um hann.

 

 

Gul viðvörun gefin út á norðvesturhorninu sem og miðhálendinu

Veðurstofan spáir sunnan átta – fimmtán metrum á sekúndu; fimmtán til tuttugu í vindstrengjum á norðvestanverðu klakanum. Boðiðer upp á Slyddu eða snjókomu með köflum; síðar rigning en úrkomulítið verður norðaustanlands.

Veður fer frekar hlýnandi; hiti fjórar – átta gráður seinnipart dagsins.

Á morgun er svo spáð sunnan tíu – átján metrum á sekúndu; með rigningu eða súld – léttskýjað á Norðausturlandi og hiti breytist lítið; dregur úr vindi annað kvöld.

Þá er hvössum sunnanvindstrengjum spáð á norðvestanverðu landinu og snörpum vindhviðum um fjöll. Gul viðvörun gefin út á norðvesturhorninu og miðhálendinu –  sunnanhvassviðri með þrettán – tuttugu metrum á sekúndu.

Við fjöll gætu vindhviður farið í 35 metra á sekúndu; suðvestanstormur verður á miðhálendinu með vindhviðum sem ná allt að fjörutíu og fimm metrum á sekúndu við fjöll.

Dópaður olli umferðaróhappi – Aðili handtekinn vegna sölu og dreifingu fíkniefna

Lögreglan Mynd: Lára Garðarsdóttir

Aðili var handtekinn í hverfi 101 vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og einnig brot á vopnalögum.

Þá var aðili undir áhrifum fíkniefna haldtekinn valdur að umferðaróhappi í sama hverfi. Svo var ökumaður undir áhrifum áfengis; sviptur ökuréttindum. Aðili var tekinn höndum í hverfi 103 vegna líkamsárásar, og var vistaður í fangaklefa.

Aðili var handtekinn í hverfi 220 – vegna sölu og dreifingu fíkniefna; var hann vistaður i fangaklefa.

Aðili var handtekinn í hverfi 110 og var vistaður í fangaklefa vegna ólöglegrar dvalar hér á landi.

Ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna stöðvaður í hverfi 109, var hann einnig ökuréttum.

Einar áttavillti

|
Inga Sæland Mynd / Hallur Karlsson

Það útspil Einars Þorsteinssonar borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn virðist vera eitt mesta axarskaft í stjórnmálum borgarinnar á síðari tímum. Algjört upplausn ríkir og flokkarnir keppast um að lýsa því yfir að Einar sé ekki leiðtogi þeirra og borgarstjórastóllinn sé ekki hans lengur.

Ástandið er tekið að minna á öll þau ósköp sem gengi á í tíð Ólafs F. Magnússonar sem var dubbbaður upp í borgastjóra og dreginn á asnaeyrunum fram og til baka um hið pólitíska svið og endaði utangarðs í pólitík með ljóðstafi á vörunum.

Svo virðist sem Einar hafi „plottað yfir sig“ eins og Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, orðaði það í gær. Einar virðist hafa gert einskonar samkomulag við Viðreisn, Sjálfstæðisflokksinn og Flokk fólksins um að taka völdin í borginni. Síðar kom á daginn að Inga Sæland þvertók fyrir að vinna með Sjálfstæðisflokknum og kastaði Einari þannig undir vagninn. Þar með var draumur Einars úti og hann  stimplaður sem Júdas, áttavilltur á pólitískum berangri, rétt eins og Ólafur F. forðum.

Upphlaupið gæti markað pólitísk endalok Einars. Það kemur í ljós á allra næstu dögum hvernig klúðrið endar …

Hauslaus fór húsavillt – Fékk lögreglufylgd heim að dyrum

Lögreglustöð 1 – sem er Austurbær – Miðbær – Vesturbær og Seljarnarnes: Þar var tilkynnt um aðila sem var að stofna til slagsmála á kaffihúsi í hverfi 105. Hafði lögregla afskipti af aðilanum – og svo gekk hann sína leið.

Einnig voru höfð afskipti af ökumanni sem ók undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna; var ökumaður laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Á lögreglustöð 2 – sem er Hafnarfjörður – Garðabær og Álftanes – voru skráningarmerki tekin af fimm bifreiðum vegna vanrækslu á skoðun eða tryggingum.

Lögreglustöð 3 – sem er Kópavogur og Breiðholt – fékk tilkynningu um aðila sem var með ónæði í hverfi 201. Er lögreglu bar að garði var aðilinn mjög ölvaður og var að fara húsavillt; lögreglan aðstoðaði aðilann heim til sín.

Segir Guðrúnu hafa „gaman að því að tala um sjálfstæðisstefnu en framfylgir sérhagsmunastefnu“

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson fer ekki fögrum orðum um Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra; hann segir um nýtilkomið framboð hennar til formanns Sjálfstæðisflokksins að hér sé „augljóslega einn af þessum dæmigerðu sjálfstæðismönnum sem finnst gaman að tala um sjálfstæðisstefnuna en framfylgir síðan sérhagsmunastefnu í raunheimum.“

Sveinn Andri bætir því við að „Guðrún talaði mikið um frelsi og frjálsa samkeppni og nefndi til sögunnar ostafyrirtæki föður síns sem hefði verið brotið á bak aftur af þáverandi stjórnvöldum (Sjálfstæðis og Framsókn) og einokunarfyrirtækjum sem störfuðu í skjóli téðra helmingaskiptaflokka. Þessum frelsis- og samkeppniselskandi formannskandidat fannst það nefnilega allt í lagi að afnema með einu pennastriki samkeppni í kjötframleiðslu.“

Segir að lokum:

Valhöll.

„Þá var frelsissöngurinn ekki sunginn, enda mikilvægari hagsmunir í húfi; nefnilega hagsmunir fjársterku búvöruframleiðendanna sem vilja sitja við kjötkatlanna án truflunar og eru alltaf duglegir að styrkja Sjálfstæðisflokkinn fjárhagslega.“

Guðrún vill ekki sitja í aftursætinu og býður sig fram: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“

Guðrún Hafsteinsdóttir.

Þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins – Guðrún Hafsteinsdóttir – býður sig fram til formanns flokksins.

Þetta tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag og sagði hún í ræðu sinni að flokkurinn væri í vanda sem og á krossgötum.

Guðrún segist vera tilbúin til að leiða flokkinn út úr þessum hremmingum.

Fram kemur á fréttavefnum Vísi að Guðrún vilji færa flokkinn úr aftursætinu í íslenskri pólitík í framsætið:

„Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta! Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Guðrún í dag.

Sagði Guðrún einnig að lykilinn að þessum umbreytingum væri sá að opna „faðm flokksins“ – gera Sjálfstæðisflokkinn aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla:

„Laða aftur til okkar það fólk sem af ýmsum og ólíkum ástæðum hefur fundið sér annan pólitískan samastað á síðustu árum, um leið og við sækjum nýjan stuðning til nýrra kynslóða. Og þetta gerum við með því að sækja í grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að finna aftur okkar kjarna,“ sagði Guðrún.

Kolbrún: „Höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beint til Flokks fólksins“

Sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, vill ekki að flokkurinn stofni til meirihlutasamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn, en um þetta tjáir Kolbrún sig um á Facebook-síðu sinni; hún er í leyfi sem borgarfulltrúi – situr nú á þingi:

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

„Auðvitað fagnar Flokkur fólksins því að fá tækifæri til að komast í meirihluta og þannig fá meiri möguleika á að koma sínum baráttumálum lengra og spyrna fótum við ýmsu í borginni sem er miður og gengur ekki nógu vel. Mistökin hafa verið mörg síðustu ár og sum algerlega óafturkræf sem er efni í langt mál.“

Kolbrún segir að það sé óhugur í henni með það að „ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést.“

Valhöll.

Hún nefnir einnig að „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum. En þetta er mín upplifun. Ég hefði ekki sagt þetta fyrir fáeinum vikum því ég hef alltaf átt gott samstarf við Sjálfstæðismenn í borginni í þau tæp 7 ár sem ég var í minnihluta borgarstjórnar. En núna er bara staðan breytt. Hér er ekki um að ræða einstaka persónur svo það sé sagt.“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Kolbrúnu finnst vel líklegt að „Einar hafi fengið skilaboð um að losa sig út úr meirihlutanum og þarf ekki frekar að fara í útskýringar á því. Þetta varðar engin sérstök eða einstök mál í borginni sem þau hafa ekki náð saman um að mínu mati, þvert á móti hefur Einar ávallt verið mjög á sömu nótum og meirihlutinn þegar hann talar opinberlega í eiginlega flest öllum málum. Hann hefur t.d. ávallt verið sammála þessu fjáraustri til Þjónustu- og nýsköpunarsviðs án þess að sjá verulegan ávinning í samræmi við fjárútlát þess sviðs. Hann virðist hafa lang oftast verið mjög sammála hinum í meirihlutanum.“

Segir að endingu:

„En þessu sögðu fagna ég vissulega þessu uppbroti í borginni og hvernig sem mál þróast er líklegt að loksins komist Flokkur fólksins í borginni í meirihluta sem er sannarlega tímabært.“

Segir gamalt og dormandi deilumál vakið upp viljandi: „Það býr nú eitthvað annað þarna að baki“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gefur ekki mikið fyrir nýliðna atburði í stjórnmálunum í Reykjavík, þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit stjórnarsamstarfinu í gær.

Margir hafa látið að því liggja að málefni Reykjavíkurflugvallar hafi verið orsök stjórnarslitanna í Reykjavík. Undir það tekur Egill ekki:

„Þetta er nú meira leikritið.“

Hann er þess fullviss um að aðrar ástæður séu að baki ákvörðun borgarstjóra:

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

„Gamalt dormandi deilumál vakið upp. Ekki beint eins og hafi verið komin nein ögurstund í flugvallarmálinu! Það býr nú eitthvað annað þarna að baki.“

Eldingar og éljagangur í kortunum

Það kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að lægð er á austurleið norður af landinu í dag; henni mun fylgja suðvestanátt; vindur verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu.

Svo má búast við éljagangi á vestanverðu landinu; ekki er loku fyrir það skotið að það sjáist til eldinga.

Austanlands mun verða nokkur snjókoma, en reiknað er með því að það stytti upp fyrir hádegi og búist er við því að hiti verði um eða undir frostmarki. Svo dregur úr vindi og það styttir upp seinnipartinn og kólnar er líður á kvöldið.

Á sunnan- og vestanverðu landinu verður boðið upp á slydda og/eða snjókoma með köflum; rignir seinnipartinn, en úrkomulítið verður á norðausturlandi. Veður fer hlýnandi – en seinnipartinn verður hiti á bilinu þrjú til sjö stig.

Eftir helgi má búast við vindi; suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu – rigning eða súld; að mestu léttskýjað norðaustantil.

Formaðurinn styður borgarstjórann: „Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun“

Mynd: Skjáskot/RÚV

Formaður Framsóknarflokksins – Sigurður Ingi Jóhannsson – segir að hann hafi verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í gær, þar sem borgarstjóriu tilkynnti um að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu í borginni, en þetta kom fram á fréttavefnum Vísi.

„Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við:

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

„Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi; það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til.

Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið.“

Sigurður Ingi og Einar voru í samskiptum fyrir fundinn örlagaríka:

„Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ sagði formaðurinn Sigurður Ingi sem telur það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins, eins og boðað hefur verið:

„Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir.“

Starfsmaður skemmtistaðar í miðborginni handtekinn og grunaður um líkamsárás

Lögreglan að störfum. Ljósmynd Lára Garðarsdóttir

Á lögreglustöð 1 – sem er Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seljarnarnes, voru höfð afskipti af ökumanni sem sviptur leyfi; seinna um daginn var ökumaður bifreiðarinnar tekinn aftur undir stýri. Á ökumaður bifreiðarinnar yfir höfði sér sekt vegna málsins.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma undir stýri; á ökumaður yfir höfði sér sekt.

Einnig var tilkynnt um ofurölvi einstakling á veitingastað; var aðilanum ekið heim sökum ástands.

Kemur það fram að höfð voru afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborg Reykjarvíkur, sem er grunaður um líkamsárás og er málið í rannsókn.

Aðili var handtekinn við að fara inn á byggingarsvæði og stela þaðan verkfærum – málið er í rannsókn.

Á lögreglustöð 2 – sem er Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes, voru fjórir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.

Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem var að tala í farsíma við akstur; ökumaður þessi á yfir höfði sér sekt.

Á lögreglustöð 3, sem er Kópavogur og Breiðholt, var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis; látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um innbrot og líka tilkynnt um öldauðan aðila á stigagangi í fjölbýlishúsi; þegar lögregla ætlaði að aðstoða aðilann að komast til síns heima gat hann ekki sagt til nafns sökum ástands og var hann vistaður í fangaklefa sökum ástandsins.

Á lögreglustöð 4, sem er Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær, var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 110.

Afkomuviðvörun og örvænting hjá Sýn – Rætt um að loka útvarpsstöðvum og breyta nafni Stöðvar 2

Herdís Fjeldsted. Mynd: Sýn.

Ákveðin örvænting er ríkjandi innan Sýnar eftir að komið er á daginn að afkoman er mun verri en Herdís Fjeldsted forstjóri og stjórn félagsins hafði haldið fram. Félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í gær þar sem tíundað er að sala auglýsinga sé undir markmiðum og áskriftasala hafi brugðist. Þá er eldsvoða kennt um verri fjárhag. .

Gert er ráð fyrir að rekstrar­hagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði um 700 milljónir króna, sem er langt undir áður út­gefnum spám. Fyrri áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að á bilinu 900 til 1.100 milljónir króna.

Stöð 2 hefur fylgt þjóðinni lengi. Rætt er um nafnbreytingu.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Sýnar koma þessi frávik til vegna veru­legrar lækkunar aug­lýsinga­tekna, sam­dráttar í áskriftar­tekjum sjón­varps, minni eign­færslna á launa­kostnaði og óvæntu tjóni vegna elds­voða sem hafði veru­leg áhrif á rekstur félagsins.

Flótti lykilfólks frá félaginu hefur verið mikill undanfarið. Flóttinn snýst að miklu leyti um óánægju með stjórntök Herdísar og meinta vinavæðingu.

Hákon Stefánsson, stjórnarformaður Sýnar.

Mannlíf hefur fjallað ítarlega um útstandið innan Sýnar og þann brest í tekjum sem nú hefur verið viðurkenndur. Herdís hefur ekki svarapð spurningum Mannlífs en sendi bréf til starfsfólks þar sem hún hélt því fram að allt væri í jafnvægi hjá fyrirtækinu. Þá hefur stjórnarformaður Sýnar, Hákon Stefánssson, lýst því yfir að forstjórinn njóti fulls trausts. Það traust nær aðeins til stjórnar en ekki til stórra hluthafa sem teknir eru að ókyrrast.

Heimildir Mannlífs herma að innan félagsins sé ákveðið ráðaleysi og ákaft leitað leiða til að snúa við óheillaþróuninni. Kvisast hefur út að til standi að breyta nafni og vörumerki Stöðvar.

„Við fengum þær fréttir á göngunum að það ætti að fara í rebranding á félaginu,“ segir heimildarmaður Mannlífs sem vill ekki koma fram undir nafni af ótta við að vera rekinn. Þá er fullyrt að til skoðunar sé að loka tveimur útvarpsstöðvum, FM957 og X977 sem báðar hafi verið reknar með tapi. Þetta er þó ekki staðfest.

Endanlegt uppgjör Sýnar verður birt 20 febrúar.

Almáttugur, Einar

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Einar Þorsteinsson borgarstjóri fær fremur harkaleg viðbrögð við þeirri ákvörðun sinni að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn og nota flugvallarmálið sem tylliástæðu. Þetta gerist í framhaldi þess að flokkur hans mælist með aðeins rúmlega 2. prósent fylgi í Reykjavík. Þá hafa mál eins og græna martröðin í Breiðholti valdið óróleika í samstarfinu þar sem allir bera ábyrgð. Fjölmargir hafa fordæmt Einar fyrir ómerkilegheit. „Almáttugur hvað þetta er ómerkilegt,“ skrifar Illugi Jökulsson rithöfundur og uppsker velþóknun fjölmargra.

Óljóst er hvað tekur við í meirihlutamálum Reykvíkinga en  talið er að Einar, sem er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, stefni heim aftur og freisti þess að draga með þrjá borgarfulltrúa. Sjálfstæðimenn og Framsókn hafa ekki þann meirihluta sem til þarf að ná 12 borgarfulltrúa meirihluta. Ólíklegt er að sósíalistar fari með Einari. Örlög þeirra yrðu þá eins og gerðist hjá Vinstri grænum sem köfnuðu í kapítalismanum. Viðreisn virðist líkleg til að lengja pólitískt líf Einars og halda honum við völd.

Einar hefur tekið upp formlegar viðræður við oddvita Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar. Þar gætu vegtyllur kitlað smælingja en samstarf við Einar sem oddvita gæti leitt af sér óbragð.

Sjálfstæðisflokkurinn, undir stjórn Hildar Björnsdóttur, hefur fram til þessa ekki verið talinn stjórntækur. Innandyra þar er gríðarleg ólga eftir að Hildur hótaði að birta opinberlega leyniupptökur af einskasamtölum félaga sinna.

Við blasir að það er ekki einföld lausn á stjórnkreppunni í Reykjavík og Einar gæti allt eins lent utan meirihluta og borgarstjórastóll hans er valtur. Líkurnar á að Framsókn þurrkist alveg út í Reykjavík árið 2026 aukast …

Lögreglubíll grýttur í Borgarnesi: „Opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar“

Borgarnes - Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki fór dansleikur á Borgarnesi betur en svo en að lögreglubíll var grýttur og brotist var inn í sælgætissjoppu. Slíkt var fylleríið að lögreglumönnum blöskraði.

Á dögunum sagði Mannlíf frá skálmöld sem ríkti á Seyðisfirði árið 1975 þar sem hópur unglinga gengu hálfgerðan berserksgang um bæinn en hinn fallegi Seyðisfjörður var ekki eini bærinn þar sem skrílslæti gerði lögregluna hvumsa árið 1975 því í Baksýnisspegli kvöldsins segjum við frá hneykslun lögreglunnar í Borgarnesi vegna fyllerísláta í gestum dansleikjar á staðnum. Sláturtíð stóð þá hvað hæst og margir í bænum og mikil drykkja í gangi. Fór svo að lögreglubíllinn var grýttur og brotist var í sjoppu sem seldi sælgæti en lætir stóðu yfir fram á morgun. Furðaði lögreglan sig á því að hækkun á áfengisverði hafi ekki haft nein áhrif á dansleikjagesti, þvert á það sem gerðist í Reykjavík.

Hér má lesa frétt Dagblaðsins um skrílslætin í Borgarnesi í september 1975:

Borgarnes: Þar hefur áfengishœkkun ekkert að segja

LÖGREGLUBÍLL GRÝTTUR,- HÁREYSTI OG SKRÍLSLÆTI

Lögreglubíllinn í Borgarnesi var grýttur aðfaranótt sunnudagsins og drykkjuskapur, háreysti og skrílslæti voru fram á morgun, að sögn lögreglunnar þar. „Hér er stórvaxandi ölvun og vandræði af fylliríi”, sagði lögreglumaður i Borgarnesi i viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Það er þveröfugt við þá reynslu, sem heyrzt hefur að sé í Reykjavík. Hér verður þess ekki vart, að hækkað verð dragi úr áfengisneyzlu. Þvert á móti. Hér stendur sláturtíðin sem hæst og kom fólk hingað hvaðanæva á dansleik, sem haldinn var í samkomuhúsinu á laugardaginn. Þar var brotin upp sælgætissala og fleiri spellvirki unnin. Lögreglumenn telja engan vafa á því, að opinn bar hefur haft áhrif til stóraukins drykkjuskapar í plássinu. Í Borgarnesi eru fangaklefar fyrir 4 menn og voru þeir fljótt fullsetnir á laugardag. 4-6 þúsund króna sektir fyrir ölvun og óspektir virðast ekki hafa nein áhrif á þá, sem mest láta að sér kveða. 

 

Meira en 12.000 lík föst undir rústum á Gaza – Ísraelar leyfa ekki þungavinnuvélar

Salama Maarouf, yfirmaður fjölmiðlaskrifstofu yfirvalda á Gaza, hefur sagt að talið sé að meira en 12.000 lík séu föst undir rústunum á svæðinu, vegna skorts á búnaði til að ná þeim upp vegna takmarkana á ísraelsku landamærunum.

Ísraelsk yfirvöld hafa ekki leyft að þungavinnuvélar komist inn á Gaza-svæðið, sagði Maarouf á blaðamannafundi á Baptist-sjúkrahúsinu í Gaza-borg.

Hann sagði einnig að við þessar aðstæður myndi Hamas ekki geta staðið við loforð sitt um að skila líkum ísraelsku fanga sem voru drepnir í sprengjuárásum Ísraela.

Tala drepinna Palestínumanna er nú talin að minnsta kosti vera 62,614, þar af að minnsta kosti 17,492 börn. Um 1.100 létust í árás Hamas á Ísrael 7. október 2024.

 

Dagur gantast í umhverfisráðherra: „Fyrirspurnartímanum hefur verið frestað vegna veðurs“

Umhverfisráðherrann hlýðir á Dag B. Ljósmynd: Facebook
Dagur B. Eggertsson sló á létta strengi í tilefni þess að fyrsti starfsdagur hans sem Alþingisþingmaður var í gær.

Þingið hófst loksins í gær, eftir að hafa verið í ansi löngu hléi vegna kosninga og jólafría en þingmenn keppast nú við að byrja ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlunum frá fyrsta vinnudegi sínum. Óvenjumargir nýliðar eru á þingi þetta kjörtímabil en meira en helmingur þingmanna eru að stíga sín fyrstu skref á vettvanginum.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur er einn af glænýjum þingmönnum Alþingis en hann skrifaði spaugilega færslu á Facebook í gær þar sem hann gantast í umhverfisráðherra fyrir að opna vefinn gottvedur.is í febrúar, í miðjum stormi.

Hér má sjá grínið hjá Degi en færslar sló heldur betur í gegn en á sjötta hundrað manns hefur líkað við hana á Facebook:

„Jæja, þá er maður kominn á þing. Ætlaði að taka umhverfisráðherra á beinið í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið og spyrja hvað hann væri að hugsa að opna vefinn gottvedur.is í byrjun febrúar. Fundinum og fyrirspurnartímanum hefur verið frestað vegna veðurs.“

Guðbjörn Reynir er fallinn frá

Kerti Ljósmynd: Manoj Dewangan - pexels.com

Guðbjörn Reynir Guðsteinsson, fyrrverandi skólastjóri lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar. Hann var 91 árs.

Það var 10. maí 1933 sem Reynir fæddist í Vestmannaeyjum. Faðir hans var Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson skipstjóri og móðir hans var Guðrún Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja.

Árið 1957 lauk Reynir kennara- og söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands, BA-prófi í uppeldis- og sálarfræði frá HÍ árið 1983 og árið 1996 prófi í barna- og unglingaráðgjöf frá Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn.

Frá 1957 til 1958 kenndi Reynir við Hlíðardalsskóla en tók við skólastjórastöðu við Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík frá 1958 til 1962. Þá var hann skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Vestmannaeyjum frá 1962 til 1966 og skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1970. Frá 1979 kenndi hann við Snælandsskóla í Kópavogi en ári seinna varð hann yfirkennari skólans og skólastjóri hans frá 1984. Haustið 2000 fór Reynir á eftirlaun en vann eftir það til ársins 2012 fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra nemenda í grunnskólum Kópavogs.

Samkvæmt mbl.is sem sagði frá andláti hans, segir að Reynir hafi verið virkur í félagsstarfi í Vestmannaeyjum, í starfi safnaðar aðventista, hjá Alþýðuflokkunum, íþróttahreyfingunni og í söngfélögum. Þá var hann bæjarfulltrúi 1970-1978 og forseti bæjarstjórnar 1977-1978. Reynir var formaður undirbúningsnefndar fyrir stofnun framhaldsskóla í Vestmannaeyrjum en eftir að hann flutti upp á land var hann meðal annars formaður Kennarafélags KSK til fjölda ára, sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1982 til 1984 og í stjórn Rauðakrossdeildar Kópavogs 2000-2008.

Þá var Reynir einn af heiðursfélögum Karlakórs Reykjavíkur, þar sem hann sat lengi í stjórn, og var formaður ritnefndar um sögu kórsins. Eftir Reyni liggja greinar um ýmiskonar efni og þýdd og frumort ljóð við ýmis lög.

Fyrrverandi eiginkona Reynis var María Júlía Helgadóttir en þau skildu. Saman áttu þau börnin Maríu Björk, Helga Ingvar og Guðmund Víði. Seinn eiginkona hans er Helga Guðmundsdóttir en börn hennar eru Guðmundur Ibsen Brynjarsson og Brynja Sif Ibsen Brynjarsdóttir

 

 

Flugvél með níu farþegum horfin í Alaska – Skelfilegt skyggni torveldar leitinni

Örvæntingarfull leit stendur yfir að því að finna flugvél sem hvarf í Alaska en hún inniheldur níu farþega og flugmann. Skyggnið á leitarsvæðinu er afar slæmt.

Viðvörunarbjöllur hringdu í nótt þegar flug Bering Air átti að lenda á lokaáfangastað sínum í Nome, í Alaska, frá Unalakleet í sama fylki. Brýn leit hófst til að komast að síðasta þekkta dvalarstaðnum, en tilraunir hafa hingað til verið torveldaðar vegna hræðilegra leitarskilyrða á svæðinu.

Slökkviliðið í Nome sagði eftirfarandi í yfirlýsingu: „Við erum núna að bregðast við tilkynningu um týnda Cessna Caravan-flugvél frá Bering Air. Við erum að gera virka leit á jörðu niðri frá Nome og frá White Mountain. Vegna veðurs og skyggnis er leit úr lofti takmörkuð eins og er. Þjóðarvarnarliðið og Landhelgisgæslan sem og hermenn hafa verið látnir vita og taka virkan þátt í leitinni. Norton Sound Health Corporation er í viðbragðsstöðu.“

Um er að ræða þriðja óhappið í farþegaflugi í Bandaríkjunum á átta dögum.

Hægt er að fylgjast með beinum fréttaflutningi af leitinni hér.

 

Krefjast ekki endurgreiðslu styrkja: „Framkvæmdin brást í ráðuneytinu“

Inga Sæland er nýr félags- og húsnæðismálaráðherra

Flokkur fólksins þarf ekki að endurgreiða þá styrki sem flokkurinn fékk greidda þrátt fyrir ranga skráningu hans en Vísir greinir frá.

Eftir að hafa leitað til sérfræðinga hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið ákveðið að ekki séu forsendur til þess að krefja Flokk fólksins um endurgreiðslu á styrkjunum. Ráðuneytið hafi hins vegar gert mistök í málinu. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir ranga skráningu en Flokkur fólksins er sá eini sem er í dag ennþá rangt skráður en til stendur að laga það fljótlega. Flokkurinn hefur fengið 240 milljónir frá ríkinu á þeim tíma sem hann hefur verið rangt skráður. Hinir flokkarnir sem voru ranglega skráðir en hafa nú lagað skráninguna þurfa ekki heldur að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu.

„Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra.

Írska lögreglan birti ekki mikilvæga vísbendingu um hvarf Jóns Þrastar – Settist trúlega upp í bíl

Skjáskot úr öryggismyndavél.

Upptaka sem írska lögreglan Gadaí fann í mars 2019, bendir til þess að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf í Dyflinni rúmum mánuði áður, hafi ekki horfið fótgangandi, heldur hafi hann verið tekinn upp í bifreið.

Í þriðja þætti hlaðvarpsins Where is Jón? eða Hvar er Jón, sem er samstarfsverkefni RÚV og RTÉ í Írlandi, koma fram upplýsingar um myndbandsupptökur sem lögreglan fann mánuði eftir dularfullt hvarf Jóns Þrastar en þessar upplýsingar hafa ekki áður komið fram opinberlega.

Þegar upptakan fannst var fjölskylda Jóns Þrastar enn í Dyflinni og kallaði lögreglan hana á fund inn. Kom þar fram að upptakan væri úr eftirlitsmyndavél í strætisvagni en hann keyrði eftir götunni Swords Road og framhjá Highfield-spítalanum en Jón Þröstur sést í eftirlitsmyndavélum spítalans ganga framhjá Highfield klukkan 11:12, 9 febrúar 2019. Strætisvagninn keyrir síðan framhjá þremur mínútum seinna en þá er Jón horfinn.

Eina mögulega skýringin fyrir því að Jón sé horfinn af götunni þremur mínútum síðar, telur lögreglan vera þá að hann hafi stigið upp í bifreið. Sagði hún fjölskyldu Jóns Þrastar að ekki væri hægt að beygja inn á aðrar götur á svæðinu og þess vegna sé eina mögulega skýringin á hvarfi hans sú að hann hafi sest upp í bifreið og henni síðan ekið á brott.

Samkvæmt hlaðvarpsþættinum skráðu fjölskyldumeðlimir Jóns á sínum tíma upplýsingarnar sem fengust á fundi lögreglunnar, niður í skjal en þar héldu þau utan um allt sem viðkom málinu. Staðfesta þau minningar sínar af fundinum við dagskrárgerðarfólk hlaðvarpsins. Fram kemur í þættinum að ekki sé ljóst af hverju lögreglan hafi ekki greint frá þessum upplýsingum í fjölmiðlum á sínum tíma.

Að því er fram kemur í þáttunum er myndbandsupptakan gríðarlega mikilvæg vísbending um hvarf Jóns Þrastar. Hafi hann sest inn í bifreið þýði það að einhver veit eitthvað um ferðir Jóns og hugsanlega hvað varð um hann.

 

 

Raddir