Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Egill lenti í hrakningum í Grikklandi: „And our bags are lost“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur undanfarið dvalið í Grikklandi. Sleikt þar sólina og notið lífsins í botn – enda Grikkland stórkostlegt land með ótrúlega magnaða sögu, sem Egill kann klárlega að meta.

Er hann var að búa sig til brottfarar frá Grikklandi til Íslands fóru hlutirnir ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og miklar tafir urðu á fluginu.

Ofan í kaupið týndist farangur kappans, sem tjáir sig á ensku um málið:

„Because of the IT crash a trip home that should have taken 14 hours with very little stress became 36 more or less stressful hours. And our bags are lost.“

Tólf ára stúlka hrapaði til bana á hóteli á Spáni – Fjölskyldan svaf í næsta herbergi

Tólf ára stúlka lést er hún féll tæpa 20 metra fram af svölum á hóteli á Majorca, á meðan fjölskylda hennar svaf í næsta herbergi.

Stúlkan, sem var frá Írlandi, lést um klukkan hálf sjö í morgun, þegar hún féll fram af svölu á þriggja stjörnu fjölskylduhótelinu Club Mac í Puerto de Alcudia á norðaustur Majorca. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið sofandi þegar stúlkan fór út á svalir og féll. Lögreglan er að rannsaka málið.

Þrátt fyrir að sjúkraliðar og aðrir viðbragðsaðilar flýttu sér á hótelið til að bjarga stúlkunni, var hún því miður úrskurðuð látin á vettvangi. Stúlkan er sögð hafa fallið frá sjöundu hæð hótelsins áður en hún lenti á þaki veitingastaðar sem staðsettur er á jarðhæð. Lögreglan á Spáni staðfesti harmleikinn í yfirlýsingu í morgun.

Lögreglan sagði í samtali við Mirror að málið væri í rannsókn: „Verið er að rannsaka málið. Okkur barst neyðarsímtal eftir að 12 ára stúlka féll á hóteli í Alcudia (Majorca) í gærnótt. Foreldrar hennar voru sofandi. Gestur á hótelinu tilkynnti málið um morguninn þegar hann fann líkið. Í augnablikinu eru ekki fleiri opinberar upplýsingar gefnar.“

Heimildarmaður staðfesti við lögregluna að stúlkan hafi verið írsk. Búist er við að krufning verði gerð í dag en fjölskyldan hafði ætlað sér að fara aftur til Írlands í dag. Svæðisbundin neyðarsamhæfingarstöð hefur boðið fjölskyldunni áfallahjálp.

Áreiðanlegur heimildarmaður sagði eftirfarandi: „Stúlkan sem lést var eitt þriggja barna. Fjölskyldan átti að snúa aftur til Írlands í dag. Foreldrar stúlkunnar voru sofandi þegar hún féll og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir á.“ Starfsmaður hjá Club Mac-hótelinu sagði í morgun að dvalarstaðurinn myndi ekki að tjá sig um málið.

Hinar hörmulegu fréttir koma aðeins þremur vikum eftir andlát annars Íra á Majorka, sem féll skyndilega niður á miðri götu, þar sem hann naut sumarfrís með ástvinum.

Hinn fjögurra barna faðir, Michael Grant, gæti hafa orðið fyrir árás manns á mótorhjóli sem ók á hann áður en hann féll í götuna og lést, skammt frá hinni alræmdu Punta Ballena strönd í Magaluf, að morgni þriðjudagsins 2. júlí.

 

 

Andlát: Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir er látin.

Hún lést þann 3. júlí síðastliðinn.

Mynd: Skjáskot.

Ásdís er kvödd með mörgum fallegum orðum; yndisleg – skemmtileg – menningarlega sinnuð – víðlesin og með opinn huga.

Blessuð sé minning Ásdísar.

 

Þetta er það sem Bashar Murad er að gera núna

Bashar Murad safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund; og setur markið á 2000 evrur; hefur þegar náð 59% af því, en 13 dagar eru eftir af söfnuninni.

Bashad Murad. Ljósmynd: Instagram-skjáskot.

Þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Murad kynnir verkefnið með þessum hætti:

„I’m Bashar Murad, a Palestinian artist known for my music that challenges norms, embraces diversity, and explores the Palestinian experience from a unique lens.

I’m crowdfunding for my debut full-length English album.

This album is not just about music; it’s an exploration of my identity as a Palestinian artist traveling to „the West“.

Why This Campaign?

Over the past two years I’ve been traveling to Iceland to collaborate with the talented musician, composer, and producer Einar Stef.

One of the fruits of our labor was „Wild West“, along with 9 other tracks that need to be completed.

Hatarar sýndu hugrekki sitt í Eurovision á sínum tíma.

 

Our connection dates back to my collaboration with the band Hatari in 2019.“

Gunnar er æfur yfir afborgunum af húsnæðisláninu: „Það er einhver að taka mig í ósmurt …“

Gunnar Dan Wiium

„Í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári hækkuðu afborganir mínar af húsnæðisláninu um 70% prósent. Lánið hafði verið á læstum vöxtum í nokkur ár og svo bara sísona opnast hurðin inn í aðeins bitrari veruleika. Þessi hækkun hafði ekkert gríðarleg áhrif á okkur hjónin þar sem við erum bæði tvö með stöðugar tekjur og lánið þannig séð ekki hátt en maður spyr sig hvert peningurinn, mismunurinn fari?“ Þannig hefst færsla Gunnars Dan Wiium, þáttastjórnanda hlaðvarpsveitunnar Þvottahúsið, verslunarstjóra og umboðsmannsins sem birtist á Facebook í morgun.

Í færslunni fer Gunnar mikinn gagnvart kerfinu sem virðist vera hannað til þess að halda almenningi niðri. Í næstu orðum sínum segist Gunnar vera einfaldur maður en að hann viti að eitthvað er ekki að ganga upp í húsnæðismálum á Íslandi.

„Málið er að ég er bara svona einfaldur maður sem mætir með nestispakka í vinnuna og skoða aldrei launaseðla en eitt veit ég og það er að ég er að borga það sem ég hélt að væru yfirdráttarvextir af húsnæðislánunum mínum. En eins og svo oft áður þá hef ég rangt fyrir mér því dag eru yfirdráttarvextir það sem fyrr og síðar voru og eru handrukkaravextir.

Það er einhver að taka mig í ósmurt í rassgatið en ég veit bara ekki hver eða hverjir eru að því. Líklega er um hópefli að ræða, mögulegt samsæri gegn láglaunafólki og millistéttin má blæða þó svo að útrýming hennar má taka tíma, allt til 2030, en samkvæmt því sem álhattarnir segja þá mun ég ekki eiga neitt árið 2030, ekki þurfa að eiga neitt árið 2030 en ég mun vera hamingjusamur.“

Því næst talar Gunnar um bankana:
„Á meðan ég og mínir glíma við “vinalega” handrukkaravexti og 8 hundruð krónu tannkremstúbur les ég um tveggja stafa hagnaðartölur í milljörðum bankana. Bankastýran stillir sér upp fyrir myndatöku í nýjum höfuðstöðvum sem byggður er úr stuðlabergi og kristal og hún brosir sínu breiðasta yfir árangri í starfi. Það er sem hún og hennar líkir séu ofbeldismennirnir í mínu lífi og yfir velgengni sinni brosir hún í dragtinni sinni, bláu dragtinni sinni.“

Segist Gunnar þó ekki vera að ráðasta á eina ákveðna manneskju, heldur hugmyndafræði.

„Ég er ekki að ráðast neinn einstakling heldur hugmyndarfræðinni sem einstaklingurinn þjónar því fyrir ekki svo mörgum árum síðan var þetta ekki svona. Það er ekkert eðlilegt að á tíu árum er húsið mitt búið að þrefaldast í verði og fyrir mér er það alls ekkert gleðiefni.

Þegar ég tvítugur keypti ég mér einbýlishús á Grettisgötu fyrir 6.5 milljónir og ég var á þeim tíma nemi í húsasmíði og á nemalaunum og ég var einn. Ég réð við afborganir af lánum þó svo að ég þurfti að vera sparsamur.“

Gunnar segir að á þeim 28 árum sem liðið hafa, hafi fasteignaverð tuttugufaldast.

„Síðan þá, á 28 árum hefur fasteignaverð tuttugu faldast og vextir nánast þrefaldast. Launin hins vegar hafa ekki tuttugufaldast, ef svo, væri nemi í húsasmíði með 30 þúsund í tímalaun en ég get lofað ykkur því að svo er alls ekki. Í þá daga gat ungt fólk hent í útborgun á íbúð með því að leggja fyrir í nokkra mánuði eða ár. Í dag hins vegar er staðan allt önnur. Í dag tæki það einstakling ca 10 – 15 ár að leggja fyrir útborgun í 3-4 herbergja íbúð ef hann myndi setja 70 þúsund til hliðar á hverjum mánuði.“

Að lokum segir hann að kerfið sé „holótt og gallað“ og að það haldi „stéttarskiptum þrældóm“.

„Svo er það Sigga skúringarkona sem á ekki fyrir útborgun í íbúð og kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni en samt má hún sitja í 350 þúsund króna leigu einhverstaðar í Njarðvík undir járnhæl fasteigna mafíunar. Og talandi um greiðslumat, ég fór í greiðslumat þegar ég endurnýjaði mín lán fyrir nokkrum árum og fór í óverðtryggt en það var aldrei tekið inn í jöfnuna að afborganir myndu hækka um 70% nokkrum árum seinna á meðan launin mín hafa ekki gert það. Ef það hefði verið tekið í jöfnuna hefði ég ég aldrei farið þar í gegn svo þetta er holótt og gallað kerfi sem heldur okkur í þrældóm, stéttarskiptum þrældóm og þrælasalinn, ofbeldismaðurinn eða konan er á forsíðunni umkringd stuðlabergi og kristal og á hlaðborði hennar í dag er naut í bernes og ætli Mc Gauti skemmti ekki á fredagsbarnum með sína kúlu fyrir gigg.“

Helgi Grímsson stingur upp á samræmdu stúdentsprófi: „Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk“

Helgi Grímsson
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur tekur undir með Kennarasambandi Íslands um að samræmd próf í grunnskóla séu varasöm en stingur upp á slíkum prófum í framhaldsskólum.

Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:

„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“

Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.

„Samræmd próf gefa skyndimynd af frammistöðu á tilteknum tíma á tilteknum degi. Það er varasamt að veita einu prófi svona mikið vægi í lífi barns og horfa framjá námsárangri og vinnu barnsins undanfarna mánuði/ misseri. Þá er ekkert að því að slembival ráði því í hvaða nemendur komist inn í hvaða framhaldsskóla ef umsóknir eru fleiri en plássin.“

Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.

„Nær væri síðan að taka upp umræðu um samræmd stúdentspróf. Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk og hverjir komast í hvaða fagnám eins og hjúkrun, læknisfræði og verkfræði. Væntanlega skipir það okkur máli sem samfélag hverjir fara í hvaða háskólanám – frekar en framhaldsskóla.

Andlát: Guðmundur Kristinn Ásgrímsson

Íslendingurinn er fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag í Tælandi hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson og var hann 54 ára gamall.

Það er DV sem greindi fyrst frá.

Segir svo frá að greint var frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress. Hafði Guðmundur  dvalið í einn mánuð á hótelinu; pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Er Guðmundur kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið óttaslegið; ákveðið var að opna herbergi hans og athuga með líðan hans.

Þá fannst Guðmundur látinn á gólfinu við hliðina á rúminu: Talið var að hann hafi verið látinn í allt að 12 klukkustundir.

Tælenskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þar í landi var málið talið dularfullt. En engin ummerki voru um átök í herberginu.

Lögreglan ytra hefur lýst því yfir að hún telji ekki óhugsandi að of mikil áfengisneysla gæti hafa valdið andlátinu; eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir.

Enn þá er beðið krufningar.

Blessuð sé minning Guðmundar.

Guðlaug er goði

Guðlaug María Ólafsdóttir.

Leikkonan vinsæla, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, fer ótroðnar slóðir í lífinu. Hún á að baki fjölda leiksigra en tók síðan U-beygju. Hún starfar nú sem kúabóndi og hallar sér að ásatrú. Á dögunum var hún vígð sem goði í Ásatrúarfélaginu.

Hún segir frá lífshlaupi sínu í einlægu viðtali í Heimildinni. Þar lýsir hún þeim mikla harmi sem fylgdi því þegar hún gekk með stúlkubarn fyrir samkynhneigða vini sína. Í fyrstu hafði hún umgengnisrétt  en var svo bannað að hitta stúlkuna.

Í viðtalinu lýsir hún baráttu sinni, sorgum og sigrum af einlægni …

Innbrotsþjófur á harðahlaupum undan húsráðanda – Búðaþjófar á ferð um höfuðborgarsvæðið

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rólegt var hjá löggreglunni í nótt og fátt um glæpi. Mest áberandi voru búðaþjófar og innbrotsþjófar að reyna að drýgja afkomu sína með gripdeildum. Einn slíkur ranglaði inn á skrifstofu verslunar. Sá var í annarlegu ástandi. Honum var vísað á dyr. Kjöraðstæður eru fyrir innbrotsþjófa nú þegar stór hluti fólks er á ferðalagi og heimili lítt varin.

Í austurborginni var lögreglu tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun. Óljóst er um lyktir þess máls.

Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Þá var bifreiðin óskoðuð. Lögbrjóturinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Hans bíður að greiða himinháa sekt.

Brotist var inn í heimahús í miðborginni. Málið er í rannsókn lögreglu.

Í Hafnarfirði átti sér stað þjófnaður úr  matvöruverslun. Lögreglan var kölluð til.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur. Bílþjófurinn var vistaður í fangageymslu þar til hann verður hæfur til að svara til saka.
Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni og lenti í flasinu á húsráðanda. Innbrotsþjófurinn lagði á flótta á harðahlaupum og var horfinn sporlaust þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglan hirti útúrdópaðan mann á förnum vegi í austurborginni. Maðurinn var nær ósjálfbjarga og vistaður í fangageymslu þar sem hann mætir nýjum degi. Annar maður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í miðborginni. Sá fékk sér að borða á og neitað að borga. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Sopaglaður og sótillur í Sorpu – Kalla þurfti til lögreglu

Talsverðar tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu á Ánanaustum vegna einstaklings sem var með læti og háreysti við inngang stöðvarinnar.

Það er Vísir sem greindi fyrstur frá.

Kemur fram að allmargir gestir hafi þurft að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af einstaklingnum; en hann undir áhrifum.

Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir hádegi er opnar á stöðinni.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir einstaklinginn hafa verið með poka fulla af flöskum og dósum; því megi leiða að því líkum að hann hafi ætlað að nýta sér þjónustu stöðvarinnar; málið tengist Sorpu ekki að öðru leyti.

Eins og áður hefur fram komið hefur Sorpa þurft að grípa til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina á Ánanaustum; því óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina; flöskur, dósir sem og raftæki.

 

„Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum“

Landrisið heldur áfram í Svartsengi á Reykjanesinu og talsverðar líkur eru á að gossprunga muni opnast innan Grindavíkur.

Kemur fram á RÚV að skjálftavirkni á svæðinu hefur færst mikið í aukana á undanförnum vikum.

Eldgos við Grindavík – Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Var hættumat uppfært á þriðjudag – þar sem hætta fyrir svæði fjögur – þar sem Grindavík er, er metin talsvert mikil vegna gosopnunar; hraunflæðis og gasmengunar; áður var hún metin nokkuð mikil.

Sagði Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að gögn sýni fram á að síðustu eldgos hafi verið að færast sunnar; því bendi þróunin til þess að gosop geti allt eins opnast innan Grindavíkur:

Mynd/Lalli

„Það er áframhaldandi kvikusöfnun í kvikuhólfið undir Svartsengi og það er áætlað að það séu rúmir 13 milljón rúmmetrar sem hafi bæst við síðan í síðasta gosi, sem er yfir okkar þröskuldum. Það hafa komið gos við þau mörk en ef þetta hegðar sér svipað og Kröflueldar þarf ívið meiri kviku fyrir hvert kvikuhlaup. Við erum að gera ráð fyrir að 13 til 19 milljón rúmmetrar þurfi að safnast fyrir, en síðasta gos hófst við um 20 milljón rúmmetra af kviku. Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum.“

Grínisti selur hjólhýsi

Hinn frábæri leik­ar­i og skemmtikraft­ur­ – Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son – er í söluhugleiðingum.

Pétur Jóhann Sigfússon

Pétur Jóhann setti inn færslu í Face­book-hóp­num Brask og brall; þar aug­lýsti hann hjól­hýsi til sölu; það er af gerðinni Hobby 620 Cl Alde; að sögn hans er það til­búið í úti­leg­una.

Hjól­hýsið er gólf­hita, sól­ar­sellu og auk­araf­geymi og verðið er 7.650.000 krón­ur.

„Flóttinn frá móðurmálinu svo æðisgenginn að það má ekkert vera skrifað á ylhýrri mállýskunni“

Fjölmiðlamaðurinn skeleggi, Sigmundur Ernir Rúnarsson,mundar pennann af sinni alkunnu snilld.

Segir:

„Tvennt er í boði þegar tekið er á móti ferðamönnum utan út heimi. Það er hægt að aðhæfa menningu og þjónustu að erlenda gestinum, ellegar að láta hann laga sig að sérstöðu landsins. Íslendingar hafa í auknum mæli – og víða algerlega – valið fyrri kostinn,“ ritar Sigmundur Ernir í grein sem birtist á DV.

Hann bætir þessu við:

„Í reynd má ganga svo langt og segja að ferðaþjónustan hér á landi fari ekki lengur fram á íslensku. Og þeim túristum sem halda að enska sé þjóðtunga heimamanna er vitaskuld vorkunn. Það fer allt fram á útlensku. Jafnt í orði og á borði. Og flóttinn frá móðurmálinu er raunar svo æðisgenginn að það má helst ekkert lengur vera skrifað á ylhýrri mállýskunni. Hvorki skilti né skilaboð. Það er nefnilega líkast því sem ferðaþjónustubændur haldi að túristar muni ekki skilja nokkuð einasta í sinn haus ef þeir ráfi um íslenskan veruleika – á máli innfæddra – og endi hér að lokum sem strandaglópar fyrir vikið. Þess þá heldur að leiðsegja þeim í einu og öllu á erlendri tungu.“

Sigmundur Ernir segir einnig:

„Að einhverju leyti er þetta óviðráðanlegt, svo allrar sanngirni sé gætt, því svo fáliðaðir eru heimamenn á móti stríðum straumi ferðamanna að þeir þurfa liðsinni. Starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu eru að stærstum hluta útlendingar sem ætla sér að dvelja hér um skamma hríð. Þeim er ekki nokkur akkur í því að læra tungumál heimamanna – og svo virðist þar að auki sem íslenskir vinnuveitendur þeirra hafi lítinn sem engan áhuga á því að kenna þeim einföldustu orðin í málinu. Og hafa sennilega ekki tíma til þess í önnum dagsins. Svo sem að kaffi merki coffee. Og bjór þýði beer. Fyrir vikið er upplifunin af Íslandi helst til útlensk.“

Hann nefnir líka að „í hljóði og fyrir sjónum þeirra, sem sækja landið heim, blasir við innfluttur orðasveimur. Aðflutt menning. Alls staðar. Alltaf. Coffee í stað kaffis. Og þetta er þeim mun snautlegra þegar fyrir liggur að flestir erlendu ferðamennirnir sem sækja norður á hjara veraldar eru hingað komnir til að sjá einstaka menningu á endimörkum jarðar.

Þeim hefur verið sagt að hér hafi fámenn þjóð hafst við í rífar tíu aldir við svo mótdrægar aðstæður af völdum einangrunar, farsótta, kulda, móðuharðinda og annarra náttúruhamfara að hún hafi verið við það að deyja út þegar verst lét. Samt hafi hún varðveitt tungu sína, menningu og sögu betur en langtum fjölmennari þjóðir – og lært að laga sig svo vel að einstöku og ólýsanlegu náttúrufari að hún hafi að lokum náð að beisla hana og nýta sér til framfara og heilla.

En svo lendir sá hinn sami og fréttir af þessu landi inni í plebbalegri leikmynd einhverrar bjánalegrar B-myndar þegar hann ráfar upp Laugaveginn í Reykjavík sumarið 2024. Hann hittir fyrir þjóð sem hefur tapað sjálfsmynd sinni – og heldur ekki lengur þræði í tóskap aldanna. Til sölu er aðallega innflutt drasl af fljótustu og forsmáðustu færiböndum heimskapítalismans. Og sölumaðurinn talar lélega ensku – og hefur að lokum ekki hugmynd um hvað kaupandinn á við í lok viðskiptanna, þegar hann spyr til vegar, því hann langar að ganga upp að Hallgrímskirkju.“

Hann segir að það sama eigi líka við um „elskulega en innflutta leiðsögumenn sem standa á gati upp í öræfum, af því að þeir þekkja ekki umhverfið. En kunna þó líklega eitthvað í ensku. Og geta gúglað sitthvað um landamerkin og söguna. Einmitt að Laxness hafi unnið Óskarinn. En Björk Nóbelinn.

Íslenskir ferðalangar sem hafa verið á vappi á meginlandi Evrópu í sumar – og þar á meðal í mörgum helstu stórborgum álfunnar – segjast taka eftir því heimamenningin hafi ekki tapað fyrir erlendum áhrifum. París sé enn þá frönsk. Barcelóna katólónsk. Og Róm sé ítölsk. Engum heilvita manni í þessum borgum detti til hugar að ávarpa gesti sína á enskunni einni saman, þá hina sömu förumenn og dásama heimaskiltin – og finnst eins og þeir séu einmitt komnir til útlanda. Líkt og að var stefnt.

Á meðan þorir íslensk ferðaþjónusta ekki að koma fram í eigin nafni. Og hún misskilur algerlega einstaka sérstöðu sína. Hún velur að vera önnur en innihaldið.“

Íslensk kona á kókaíni keyrði á vegrið – Óþekktur og óður maður svaraði ekki spurningum um nafn

Í nógu var að snúast hjá lögreglu, eins og svo oft áður.

Tilkynnt var um að bifreið hafi verið ekið á vegrið. Kona var handtekin á vettvangi, grunuð um akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að valda umferðarslysi. Munnvatnssýni hennar skimaðist jákvætt fyrir kókaíni. Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.

Óskað var eftir aðstoð á öldurhús þar sem dyraverðir voru með mann í tökum; maðurinn reyndist hafa ráðist með ofbeldi á annan gest staðarins – en dyraverðir gripu inn í atburðarásina og stöðvuðu árásina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu, en við öryggisleit á manninum fundust einnig fíkniefni, ætlað maríhúana.

Óskað var aðstoðar lögreglu á krá einni; þar hafði maður ráðist gegn öðrum. Var maðurinn í annarlegu ástandi sökum ölvunar; mjög æstur og árásargjarn. Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu. Á lögreglustöðinni hélt hann uppteknum hætti, slóst og hamaðist uns hann var lokaður inni í fangaklefa. Persóna mannsins er óþekkt, enda hann ekki með skilríki meðferðis og svaraði ekki spurningum lögreglumanna um nafn.

Byssur í fataskáp og hús­ráðandi handtekinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð að íbúð í blokk í nótt vegna gruns um of­beld­i; við nánari athugun á vett­vangi fund­ust þó nokkuð magn skot­vopna.

Nokkrir aðilar voru í íbúðinni; all­ir und­ir einhverjum áhrif­um; einnig voru greinileg um­merki um neyslu áfengis og annarra hættulegra vímu­efna í íbúðinni. Tveir aðilar voru hand­tekn­ir á vett­vangi, grunaðir um eigna­spjöll.

Ann­ar mann­anna er grunaður um lík­ams­árás og voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­geymslu.

Eins og áður sagði fund­ust nokk­ur skot­vopn; voru þau í fata­skáp, en hús­ráðandi var ekki með gild skot­vopna­rétt­indi, og í engu ástandi til að meðhöndla slík vopn.

Byss­urn­ar voru hald­lagðar og hús­ráðandi er grunaður um vopna­laga­brot.

Það nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt

Það nálgast lægð úr suðaustri – og er hún með vaxandi vestan- og norðvestanátt; þá bætir jafnframt í úrkomu um landið norðanvert.

Spáir Veðurstofan strekkingi – jafnvel allhvössu veðri þar seint í kvöld og nótt: Sums staðar talsverðri rigningu, sérstaklega vestan Tröllaskaga sem og á annesjum.

Það mun falla rigning fyrir norðan; fram eftir morgundegi; síðan snýst vindur til suðvestanáttar og þá fer að stytta upp.

Nokkur rigning eða súld verður á vestanverðu landinu síðdegis; léttir smám saman til fyrir austan og hlýnar þar í kjölfarið.

Bjarni með frægum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur gert víðreist og fengið að hitta margt frægðarmennið á sviði stjórnmálanna að undanförnu. Myndir af honum með stórmennum heimsins hafa birtst í bunum á vef ráðuneytis hans og í Morgunblaðinu. Bjarni hefur einnig verið duglegur að lýsa því hvernig var að hitta fræga fólkið. Hann hitti Joe Biden bandaríkjaforseta og lýsti því í framhaldinu hve óheppileg mismæli forsetans voru.

Víst er að þónokkrir Íslendingar eru afar stoltir af sínum manni og því hve valdamenn taka honum vel. Hann nýtur sín virkilega vel við þessar aðstæður. Óvíst er þó hve lengi Bjarni situr sem forsætisráðherra í boði Vinstri grænna sem horfa fram á algjört skipbrot eftir baneitrað samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Örvænting þeirra gæti svipt Bjarna þeirri gleði sem fylgir ljómanum af fræga fólkinu …

Horfir á hrun heimsveldis í beinni útsendingu: „NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson er glöggur maður og skeleggur; skrifar vel og hefur þetta fram að færa:

„Heimsveldi rísa og falla. Það er einsog gengur. Bandaríkin hafa drottnað frá því breska heimsveldið hrundi endanlega í seinna stríði og líklega fyrr. En við horfum nú í fyrsta sinn í beinni á hrun heimsveldis sem kallast Bandaríkin.“

Bætir þessu við:

„Tveir kandídatar og annar siðblindur apaheili og hinn gott sem dauður. Það er vitaskuld rannsóknarefni að land allsnægtanna hafi ekki uppá neitt betra að bjóða. Af því tilefni þarf Evrópa að hugsa sinn gang og þótt fyrr hefði verið.“

Glúmur segir að „Evrópa getur ekki lengur treyst á hernaðarmátt USA. Hún átti fyrir löngu að vigvæðast undir stjórn Þýskalands og Frakka með sérstökum samningi við Breta. En nú er það orðið of seint.“

Hann telur öruggt hver verði forseti í hinu fallna heimsveldi og hvað muni gerast í kjölfarið:

Vladimir Putin

„Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og þar með er NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings. Og þar með getur Pútín valsað um Evrópu að vild. Og þá er voðinn vís og Evrópa búin. Það er líklega of seint en Evrópa verður að vígbúast eigi síðar en núna. You want peace? Prepare for war.“

Englendingurinn sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu

Dagur íslenska hundsins – 18. júlí – er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem á það á afrekaskrá sinni að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, eins og segir á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Þar segir einnig að á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga – sé þetta meðal annars að finna:

„Fjölskylda Watson var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London.

Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út.

Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“

Egill lenti í hrakningum í Grikklandi: „And our bags are lost“

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur undanfarið dvalið í Grikklandi. Sleikt þar sólina og notið lífsins í botn – enda Grikkland stórkostlegt land með ótrúlega magnaða sögu, sem Egill kann klárlega að meta.

Er hann var að búa sig til brottfarar frá Grikklandi til Íslands fóru hlutirnir ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og miklar tafir urðu á fluginu.

Ofan í kaupið týndist farangur kappans, sem tjáir sig á ensku um málið:

„Because of the IT crash a trip home that should have taken 14 hours with very little stress became 36 more or less stressful hours. And our bags are lost.“

Tólf ára stúlka hrapaði til bana á hóteli á Spáni – Fjölskyldan svaf í næsta herbergi

Tólf ára stúlka lést er hún féll tæpa 20 metra fram af svölum á hóteli á Majorca, á meðan fjölskylda hennar svaf í næsta herbergi.

Stúlkan, sem var frá Írlandi, lést um klukkan hálf sjö í morgun, þegar hún féll fram af svölu á þriggja stjörnu fjölskylduhótelinu Club Mac í Puerto de Alcudia á norðaustur Majorca. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið sofandi þegar stúlkan fór út á svalir og féll. Lögreglan er að rannsaka málið.

Þrátt fyrir að sjúkraliðar og aðrir viðbragðsaðilar flýttu sér á hótelið til að bjarga stúlkunni, var hún því miður úrskurðuð látin á vettvangi. Stúlkan er sögð hafa fallið frá sjöundu hæð hótelsins áður en hún lenti á þaki veitingastaðar sem staðsettur er á jarðhæð. Lögreglan á Spáni staðfesti harmleikinn í yfirlýsingu í morgun.

Lögreglan sagði í samtali við Mirror að málið væri í rannsókn: „Verið er að rannsaka málið. Okkur barst neyðarsímtal eftir að 12 ára stúlka féll á hóteli í Alcudia (Majorca) í gærnótt. Foreldrar hennar voru sofandi. Gestur á hótelinu tilkynnti málið um morguninn þegar hann fann líkið. Í augnablikinu eru ekki fleiri opinberar upplýsingar gefnar.“

Heimildarmaður staðfesti við lögregluna að stúlkan hafi verið írsk. Búist er við að krufning verði gerð í dag en fjölskyldan hafði ætlað sér að fara aftur til Írlands í dag. Svæðisbundin neyðarsamhæfingarstöð hefur boðið fjölskyldunni áfallahjálp.

Áreiðanlegur heimildarmaður sagði eftirfarandi: „Stúlkan sem lést var eitt þriggja barna. Fjölskyldan átti að snúa aftur til Írlands í dag. Foreldrar stúlkunnar voru sofandi þegar hún féll og höfðu ekki hugmynd um hvað hafði gerst fyrr en eftir á.“ Starfsmaður hjá Club Mac-hótelinu sagði í morgun að dvalarstaðurinn myndi ekki að tjá sig um málið.

Hinar hörmulegu fréttir koma aðeins þremur vikum eftir andlát annars Íra á Majorka, sem féll skyndilega niður á miðri götu, þar sem hann naut sumarfrís með ástvinum.

Hinn fjögurra barna faðir, Michael Grant, gæti hafa orðið fyrir árás manns á mótorhjóli sem ók á hann áður en hann féll í götuna og lést, skammt frá hinni alræmdu Punta Ballena strönd í Magaluf, að morgni þriðjudagsins 2. júlí.

 

 

Andlát: Ásdís Benediktsdóttir

Ásdís Benediktsdóttir er látin.

Hún lést þann 3. júlí síðastliðinn.

Mynd: Skjáskot.

Ásdís er kvödd með mörgum fallegum orðum; yndisleg – skemmtileg – menningarlega sinnuð – víðlesin og með opinn huga.

Blessuð sé minning Ásdísar.

 

Þetta er það sem Bashar Murad er að gera núna

Bashar Murad safnar nú fyrir fyrstu sólóplötu sinni á Karolina Fund; og setur markið á 2000 evrur; hefur þegar náð 59% af því, en 13 dagar eru eftir af söfnuninni.

Bashad Murad. Ljósmynd: Instagram-skjáskot.

Þetta kom fyrst fram á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Murad kynnir verkefnið með þessum hætti:

„I’m Bashar Murad, a Palestinian artist known for my music that challenges norms, embraces diversity, and explores the Palestinian experience from a unique lens.

I’m crowdfunding for my debut full-length English album.

This album is not just about music; it’s an exploration of my identity as a Palestinian artist traveling to „the West“.

Why This Campaign?

Over the past two years I’ve been traveling to Iceland to collaborate with the talented musician, composer, and producer Einar Stef.

One of the fruits of our labor was „Wild West“, along with 9 other tracks that need to be completed.

Hatarar sýndu hugrekki sitt í Eurovision á sínum tíma.

 

Our connection dates back to my collaboration with the band Hatari in 2019.“

Gunnar er æfur yfir afborgunum af húsnæðisláninu: „Það er einhver að taka mig í ósmurt …“

Gunnar Dan Wiium

„Í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári hækkuðu afborganir mínar af húsnæðisláninu um 70% prósent. Lánið hafði verið á læstum vöxtum í nokkur ár og svo bara sísona opnast hurðin inn í aðeins bitrari veruleika. Þessi hækkun hafði ekkert gríðarleg áhrif á okkur hjónin þar sem við erum bæði tvö með stöðugar tekjur og lánið þannig séð ekki hátt en maður spyr sig hvert peningurinn, mismunurinn fari?“ Þannig hefst færsla Gunnars Dan Wiium, þáttastjórnanda hlaðvarpsveitunnar Þvottahúsið, verslunarstjóra og umboðsmannsins sem birtist á Facebook í morgun.

Í færslunni fer Gunnar mikinn gagnvart kerfinu sem virðist vera hannað til þess að halda almenningi niðri. Í næstu orðum sínum segist Gunnar vera einfaldur maður en að hann viti að eitthvað er ekki að ganga upp í húsnæðismálum á Íslandi.

„Málið er að ég er bara svona einfaldur maður sem mætir með nestispakka í vinnuna og skoða aldrei launaseðla en eitt veit ég og það er að ég er að borga það sem ég hélt að væru yfirdráttarvextir af húsnæðislánunum mínum. En eins og svo oft áður þá hef ég rangt fyrir mér því dag eru yfirdráttarvextir það sem fyrr og síðar voru og eru handrukkaravextir.

Það er einhver að taka mig í ósmurt í rassgatið en ég veit bara ekki hver eða hverjir eru að því. Líklega er um hópefli að ræða, mögulegt samsæri gegn láglaunafólki og millistéttin má blæða þó svo að útrýming hennar má taka tíma, allt til 2030, en samkvæmt því sem álhattarnir segja þá mun ég ekki eiga neitt árið 2030, ekki þurfa að eiga neitt árið 2030 en ég mun vera hamingjusamur.“

Því næst talar Gunnar um bankana:
„Á meðan ég og mínir glíma við “vinalega” handrukkaravexti og 8 hundruð krónu tannkremstúbur les ég um tveggja stafa hagnaðartölur í milljörðum bankana. Bankastýran stillir sér upp fyrir myndatöku í nýjum höfuðstöðvum sem byggður er úr stuðlabergi og kristal og hún brosir sínu breiðasta yfir árangri í starfi. Það er sem hún og hennar líkir séu ofbeldismennirnir í mínu lífi og yfir velgengni sinni brosir hún í dragtinni sinni, bláu dragtinni sinni.“

Segist Gunnar þó ekki vera að ráðasta á eina ákveðna manneskju, heldur hugmyndafræði.

„Ég er ekki að ráðast neinn einstakling heldur hugmyndarfræðinni sem einstaklingurinn þjónar því fyrir ekki svo mörgum árum síðan var þetta ekki svona. Það er ekkert eðlilegt að á tíu árum er húsið mitt búið að þrefaldast í verði og fyrir mér er það alls ekkert gleðiefni.

Þegar ég tvítugur keypti ég mér einbýlishús á Grettisgötu fyrir 6.5 milljónir og ég var á þeim tíma nemi í húsasmíði og á nemalaunum og ég var einn. Ég réð við afborganir af lánum þó svo að ég þurfti að vera sparsamur.“

Gunnar segir að á þeim 28 árum sem liðið hafa, hafi fasteignaverð tuttugufaldast.

„Síðan þá, á 28 árum hefur fasteignaverð tuttugu faldast og vextir nánast þrefaldast. Launin hins vegar hafa ekki tuttugufaldast, ef svo, væri nemi í húsasmíði með 30 þúsund í tímalaun en ég get lofað ykkur því að svo er alls ekki. Í þá daga gat ungt fólk hent í útborgun á íbúð með því að leggja fyrir í nokkra mánuði eða ár. Í dag hins vegar er staðan allt önnur. Í dag tæki það einstakling ca 10 – 15 ár að leggja fyrir útborgun í 3-4 herbergja íbúð ef hann myndi setja 70 þúsund til hliðar á hverjum mánuði.“

Að lokum segir hann að kerfið sé „holótt og gallað“ og að það haldi „stéttarskiptum þrældóm“.

„Svo er það Sigga skúringarkona sem á ekki fyrir útborgun í íbúð og kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni en samt má hún sitja í 350 þúsund króna leigu einhverstaðar í Njarðvík undir járnhæl fasteigna mafíunar. Og talandi um greiðslumat, ég fór í greiðslumat þegar ég endurnýjaði mín lán fyrir nokkrum árum og fór í óverðtryggt en það var aldrei tekið inn í jöfnuna að afborganir myndu hækka um 70% nokkrum árum seinna á meðan launin mín hafa ekki gert það. Ef það hefði verið tekið í jöfnuna hefði ég ég aldrei farið þar í gegn svo þetta er holótt og gallað kerfi sem heldur okkur í þrældóm, stéttarskiptum þrældóm og þrælasalinn, ofbeldismaðurinn eða konan er á forsíðunni umkringd stuðlabergi og kristal og á hlaðborði hennar í dag er naut í bernes og ætli Mc Gauti skemmti ekki á fredagsbarnum með sína kúlu fyrir gigg.“

Helgi Grímsson stingur upp á samræmdu stúdentsprófi: „Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk“

Helgi Grímsson
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur tekur undir með Kennarasambandi Íslands um að samræmd próf í grunnskóla séu varasöm en stingur upp á slíkum prófum í framhaldsskólum.

Helgi skrifaði athugasemd við frétt RÚV þar sem rætt var við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands um hugmyndir Viðskiptaráðs um að taka þurfi aftur upp samræmd próf í grunnskólum. Kennarasambandið tekur ekki undir þær hugmyndir og segja slík próf vera tímaskekkju. Í athugasemd við frétt RÚV á Facebook, segir Helgi hvað það er sem ræður mestur um námsárangur grunnskólanemenda:

„Rannsóknir sýna að það sem ræður mestu um námsárangur grunnskólanemenda er menntunarstig foreldra. Því næst hvaðan fjölskyldutekjur koma (tekjur af atvinnu/ tekjur frá hinu opinbera).“

Í næstu orðum sínum tekur Helgi undir orð Magnúar Þórs og telur varasamt að gefa einu prófi svo mikið vægi í lífi barna.

„Samræmd próf gefa skyndimynd af frammistöðu á tilteknum tíma á tilteknum degi. Það er varasamt að veita einu prófi svona mikið vægi í lífi barns og horfa framjá námsárangri og vinnu barnsins undanfarna mánuði/ misseri. Þá er ekkert að því að slembival ráði því í hvaða nemendur komist inn í hvaða framhaldsskóla ef umsóknir eru fleiri en plássin.“

Að lokum kemur Helgi með þá hugmynd að taka upp samræmd stúdentspróf.

„Nær væri síðan að taka upp umræðu um samræmd stúdentspróf. Þar erum við þó að ræða um fullorðið fólk og hverjir komast í hvaða fagnám eins og hjúkrun, læknisfræði og verkfræði. Væntanlega skipir það okkur máli sem samfélag hverjir fara í hvaða háskólanám – frekar en framhaldsskóla.

Andlát: Guðmundur Kristinn Ásgrímsson

Íslendingurinn er fannst látinn á hótelherbergi á miðvikudag í Tælandi hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson og var hann 54 ára gamall.

Það er DV sem greindi fyrst frá.

Segir svo frá að greint var frá nafni mannsins á vefmiðlinum ViralPress. Hafði Guðmundur  dvalið í einn mánuð á hótelinu; pantaði ávallt og borgaði fyrir einn dag í einu.

Er Guðmundur kom ekki niður í afgreiðslu á sínum venjulega tíma varð starfsfólkið óttaslegið; ákveðið var að opna herbergi hans og athuga með líðan hans.

Þá fannst Guðmundur látinn á gólfinu við hliðina á rúminu: Talið var að hann hafi verið látinn í allt að 12 klukkustundir.

Tælenskir fjölmiðlar hafa fjallað um málið og þar í landi var málið talið dularfullt. En engin ummerki voru um átök í herberginu.

Lögreglan ytra hefur lýst því yfir að hún telji ekki óhugsandi að of mikil áfengisneysla gæti hafa valdið andlátinu; eða þá aðrir heilbrigðistengdir þættir.

Enn þá er beðið krufningar.

Blessuð sé minning Guðmundar.

Guðlaug er goði

Guðlaug María Ólafsdóttir.

Leikkonan vinsæla, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, fer ótroðnar slóðir í lífinu. Hún á að baki fjölda leiksigra en tók síðan U-beygju. Hún starfar nú sem kúabóndi og hallar sér að ásatrú. Á dögunum var hún vígð sem goði í Ásatrúarfélaginu.

Hún segir frá lífshlaupi sínu í einlægu viðtali í Heimildinni. Þar lýsir hún þeim mikla harmi sem fylgdi því þegar hún gekk með stúlkubarn fyrir samkynhneigða vini sína. Í fyrstu hafði hún umgengnisrétt  en var svo bannað að hitta stúlkuna.

Í viðtalinu lýsir hún baráttu sinni, sorgum og sigrum af einlægni …

Innbrotsþjófur á harðahlaupum undan húsráðanda – Búðaþjófar á ferð um höfuðborgarsvæðið

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Rólegt var hjá löggreglunni í nótt og fátt um glæpi. Mest áberandi voru búðaþjófar og innbrotsþjófar að reyna að drýgja afkomu sína með gripdeildum. Einn slíkur ranglaði inn á skrifstofu verslunar. Sá var í annarlegu ástandi. Honum var vísað á dyr. Kjöraðstæður eru fyrir innbrotsþjófa nú þegar stór hluti fólks er á ferðalagi og heimili lítt varin.

Í austurborginni var lögreglu tilkynnt um þjófnað í matvöruverslun. Óljóst er um lyktir þess máls.

Ökumaður bifreiðar var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. Þá var bifreiðin óskoðuð. Lögbrjóturinn var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Hans bíður að greiða himinháa sekt.

Brotist var inn í heimahús í miðborginni. Málið er í rannsókn lögreglu.

Í Hafnarfirði átti sér stað þjófnaður úr  matvöruverslun. Lögreglan var kölluð til.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og óviðræðuhæfur. Bílþjófurinn var vistaður í fangageymslu þar til hann verður hæfur til að svara til saka.
Innbrotsþjófur ruddi sér leið inn á heimili í austurborginni og lenti í flasinu á húsráðanda. Innbrotsþjófurinn lagði á flótta á harðahlaupum og var horfinn sporlaust þegar lögreglu bar að garði.

Lögreglan hirti útúrdópaðan mann á förnum vegi í austurborginni. Maðurinn var nær ósjálfbjarga og vistaður í fangageymslu þar sem hann mætir nýjum degi. Annar maður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í miðborginni. Sá fékk sér að borða á og neitað að borga. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Joe Biden stígur til hliðar – Kamala Harris tekur líklega við keflinu

Hinn áttatíu og eins árs gamli Joe Biden hefur tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem frambjóðandi Demókrataflokksins til endurkjörs forseta Bandaríkjanna. Biden sigraði Donald Trump með glæsibrag fyrir tæpum fjórum árum síðan. Trump er enn að en þarf að takast á við nýjan keppinaut að þessu sinni.

Þetta hefur lengi legið í loftinu; Biden hefur verið hvattur til þess af samflokksmönnum sínum að hætta og leyfa öðrum frambjóðanda að takast á við Donald Trump í komandi forsetakosningum.

Fréttamynd aldarinnar?

Líklegt er talið að varaforsetinn Kamala Harris taki við keflinu af Biden, en það er þó ekki komið á hreint á þessari stundu.

Kamala Harris.

Hrakandi heilsufar Biden hefur valdið mörgum áhyggjum og frammistaða hans gegn Trump í kappræðum þótti afar slæm og margir sögðu að greinilegt væri að Biden væri engan veginn í stakk búinn til að halda áfram baráttunni.

Þegar Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hvatti Biden til að draga sig í hlé var nokkuð ljóst í hvað stefndi, en Biden og Obama eru miklir mátar enda var Biden varaforseti Obama í átta ár.

 

Sopaglaður og sótillur í Sorpu – Kalla þurfti til lögreglu

Talsverðar tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu á Ánanaustum vegna einstaklings sem var með læti og háreysti við inngang stöðvarinnar.

Það er Vísir sem greindi fyrstur frá.

Kemur fram að allmargir gestir hafi þurft að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af einstaklingnum; en hann undir áhrifum.

Atvik þetta átti sér stað skömmu fyrir hádegi er opnar á stöðinni.

Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, segir einstaklinginn hafa verið með poka fulla af flöskum og dósum; því megi leiða að því líkum að hann hafi ætlað að nýta sér þjónustu stöðvarinnar; málið tengist Sorpu ekki að öðru leyti.

Eins og áður hefur fram komið hefur Sorpa þurft að grípa til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina á Ánanaustum; því óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina; flöskur, dósir sem og raftæki.

 

„Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum“

Landrisið heldur áfram í Svartsengi á Reykjanesinu og talsverðar líkur eru á að gossprunga muni opnast innan Grindavíkur.

Kemur fram á RÚV að skjálftavirkni á svæðinu hefur færst mikið í aukana á undanförnum vikum.

Eldgos við Grindavík – Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson

Var hættumat uppfært á þriðjudag – þar sem hætta fyrir svæði fjögur – þar sem Grindavík er, er metin talsvert mikil vegna gosopnunar; hraunflæðis og gasmengunar; áður var hún metin nokkuð mikil.

Sagði Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að gögn sýni fram á að síðustu eldgos hafi verið að færast sunnar; því bendi þróunin til þess að gosop geti allt eins opnast innan Grindavíkur:

Mynd/Lalli

„Það er áframhaldandi kvikusöfnun í kvikuhólfið undir Svartsengi og það er áætlað að það séu rúmir 13 milljón rúmmetrar sem hafi bæst við síðan í síðasta gosi, sem er yfir okkar þröskuldum. Það hafa komið gos við þau mörk en ef þetta hegðar sér svipað og Kröflueldar þarf ívið meiri kviku fyrir hvert kvikuhlaup. Við erum að gera ráð fyrir að 13 til 19 milljón rúmmetrar þurfi að safnast fyrir, en síðasta gos hófst við um 20 milljón rúmmetra af kviku. Ef þetta heldur áfram á svipuðum hraða gerum við ráð fyrir gosi á næstu þremur til fjórum vikum.“

Grínisti selur hjólhýsi

Hinn frábæri leik­ar­i og skemmtikraft­ur­ – Pét­ur Jó­hann Sig­fús­son – er í söluhugleiðingum.

Pétur Jóhann Sigfússon

Pétur Jóhann setti inn færslu í Face­book-hóp­num Brask og brall; þar aug­lýsti hann hjól­hýsi til sölu; það er af gerðinni Hobby 620 Cl Alde; að sögn hans er það til­búið í úti­leg­una.

Hjól­hýsið er gólf­hita, sól­ar­sellu og auk­araf­geymi og verðið er 7.650.000 krón­ur.

„Flóttinn frá móðurmálinu svo æðisgenginn að það má ekkert vera skrifað á ylhýrri mállýskunni“

Fjölmiðlamaðurinn skeleggi, Sigmundur Ernir Rúnarsson,mundar pennann af sinni alkunnu snilld.

Segir:

„Tvennt er í boði þegar tekið er á móti ferðamönnum utan út heimi. Það er hægt að aðhæfa menningu og þjónustu að erlenda gestinum, ellegar að láta hann laga sig að sérstöðu landsins. Íslendingar hafa í auknum mæli – og víða algerlega – valið fyrri kostinn,“ ritar Sigmundur Ernir í grein sem birtist á DV.

Hann bætir þessu við:

„Í reynd má ganga svo langt og segja að ferðaþjónustan hér á landi fari ekki lengur fram á íslensku. Og þeim túristum sem halda að enska sé þjóðtunga heimamanna er vitaskuld vorkunn. Það fer allt fram á útlensku. Jafnt í orði og á borði. Og flóttinn frá móðurmálinu er raunar svo æðisgenginn að það má helst ekkert lengur vera skrifað á ylhýrri mállýskunni. Hvorki skilti né skilaboð. Það er nefnilega líkast því sem ferðaþjónustubændur haldi að túristar muni ekki skilja nokkuð einasta í sinn haus ef þeir ráfi um íslenskan veruleika – á máli innfæddra – og endi hér að lokum sem strandaglópar fyrir vikið. Þess þá heldur að leiðsegja þeim í einu og öllu á erlendri tungu.“

Sigmundur Ernir segir einnig:

„Að einhverju leyti er þetta óviðráðanlegt, svo allrar sanngirni sé gætt, því svo fáliðaðir eru heimamenn á móti stríðum straumi ferðamanna að þeir þurfa liðsinni. Starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu eru að stærstum hluta útlendingar sem ætla sér að dvelja hér um skamma hríð. Þeim er ekki nokkur akkur í því að læra tungumál heimamanna – og svo virðist þar að auki sem íslenskir vinnuveitendur þeirra hafi lítinn sem engan áhuga á því að kenna þeim einföldustu orðin í málinu. Og hafa sennilega ekki tíma til þess í önnum dagsins. Svo sem að kaffi merki coffee. Og bjór þýði beer. Fyrir vikið er upplifunin af Íslandi helst til útlensk.“

Hann nefnir líka að „í hljóði og fyrir sjónum þeirra, sem sækja landið heim, blasir við innfluttur orðasveimur. Aðflutt menning. Alls staðar. Alltaf. Coffee í stað kaffis. Og þetta er þeim mun snautlegra þegar fyrir liggur að flestir erlendu ferðamennirnir sem sækja norður á hjara veraldar eru hingað komnir til að sjá einstaka menningu á endimörkum jarðar.

Þeim hefur verið sagt að hér hafi fámenn þjóð hafst við í rífar tíu aldir við svo mótdrægar aðstæður af völdum einangrunar, farsótta, kulda, móðuharðinda og annarra náttúruhamfara að hún hafi verið við það að deyja út þegar verst lét. Samt hafi hún varðveitt tungu sína, menningu og sögu betur en langtum fjölmennari þjóðir – og lært að laga sig svo vel að einstöku og ólýsanlegu náttúrufari að hún hafi að lokum náð að beisla hana og nýta sér til framfara og heilla.

En svo lendir sá hinn sami og fréttir af þessu landi inni í plebbalegri leikmynd einhverrar bjánalegrar B-myndar þegar hann ráfar upp Laugaveginn í Reykjavík sumarið 2024. Hann hittir fyrir þjóð sem hefur tapað sjálfsmynd sinni – og heldur ekki lengur þræði í tóskap aldanna. Til sölu er aðallega innflutt drasl af fljótustu og forsmáðustu færiböndum heimskapítalismans. Og sölumaðurinn talar lélega ensku – og hefur að lokum ekki hugmynd um hvað kaupandinn á við í lok viðskiptanna, þegar hann spyr til vegar, því hann langar að ganga upp að Hallgrímskirkju.“

Hann segir að það sama eigi líka við um „elskulega en innflutta leiðsögumenn sem standa á gati upp í öræfum, af því að þeir þekkja ekki umhverfið. En kunna þó líklega eitthvað í ensku. Og geta gúglað sitthvað um landamerkin og söguna. Einmitt að Laxness hafi unnið Óskarinn. En Björk Nóbelinn.

Íslenskir ferðalangar sem hafa verið á vappi á meginlandi Evrópu í sumar – og þar á meðal í mörgum helstu stórborgum álfunnar – segjast taka eftir því heimamenningin hafi ekki tapað fyrir erlendum áhrifum. París sé enn þá frönsk. Barcelóna katólónsk. Og Róm sé ítölsk. Engum heilvita manni í þessum borgum detti til hugar að ávarpa gesti sína á enskunni einni saman, þá hina sömu förumenn og dásama heimaskiltin – og finnst eins og þeir séu einmitt komnir til útlanda. Líkt og að var stefnt.

Á meðan þorir íslensk ferðaþjónusta ekki að koma fram í eigin nafni. Og hún misskilur algerlega einstaka sérstöðu sína. Hún velur að vera önnur en innihaldið.“

Íslensk kona á kókaíni keyrði á vegrið – Óþekktur og óður maður svaraði ekki spurningum um nafn

Í nógu var að snúast hjá lögreglu, eins og svo oft áður.

Tilkynnt var um að bifreið hafi verið ekið á vegrið. Kona var handtekin á vettvangi, grunuð um akstur undir áhrifum vímuefna og fyrir að valda umferðarslysi. Munnvatnssýni hennar skimaðist jákvætt fyrir kókaíni. Dregið var blóðsýni úr konunni og hún síðan vistuð í fangageymslu. Bifreiðin skemmdist töluvert við áreksturinn og var dregin í burtu með dráttarbifreið.

Óskað var eftir aðstoð á öldurhús þar sem dyraverðir voru með mann í tökum; maðurinn reyndist hafa ráðist með ofbeldi á annan gest staðarins – en dyraverðir gripu inn í atburðarásina og stöðvuðu árásina. Maðurinn var vistaður í fangageymslu, en við öryggisleit á manninum fundust einnig fíkniefni, ætlað maríhúana.

Óskað var aðstoðar lögreglu á krá einni; þar hafði maður ráðist gegn öðrum. Var maðurinn í annarlegu ástandi sökum ölvunar; mjög æstur og árásargjarn. Taka þurfti hann lögreglutökum og handtaka þannig, en maðurinn streittist verulega gegn handtöku. Þá þurftu lögreglumenn að halda manninum, óðum af bræði og ölvun, á jörðinni á meðan beðið var eftir stærri lögreglubifreið svo flytja mætti manninn til vistunar í fangageymslu. Á lögreglustöðinni hélt hann uppteknum hætti, slóst og hamaðist uns hann var lokaður inni í fangaklefa. Persóna mannsins er óþekkt, enda hann ekki með skilríki meðferðis og svaraði ekki spurningum lögreglumanna um nafn.

Byssur í fataskáp og hús­ráðandi handtekinn

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var kölluð að íbúð í blokk í nótt vegna gruns um of­beld­i; við nánari athugun á vett­vangi fund­ust þó nokkuð magn skot­vopna.

Nokkrir aðilar voru í íbúðinni; all­ir und­ir einhverjum áhrif­um; einnig voru greinileg um­merki um neyslu áfengis og annarra hættulegra vímu­efna í íbúðinni. Tveir aðilar voru hand­tekn­ir á vett­vangi, grunaðir um eigna­spjöll.

Ann­ar mann­anna er grunaður um lík­ams­árás og voru menn­irn­ir vistaðir í fanga­geymslu.

Eins og áður sagði fund­ust nokk­ur skot­vopn; voru þau í fata­skáp, en hús­ráðandi var ekki með gild skot­vopna­rétt­indi, og í engu ástandi til að meðhöndla slík vopn.

Byss­urn­ar voru hald­lagðar og hús­ráðandi er grunaður um vopna­laga­brot.

Það nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt

Það nálgast lægð úr suðaustri – og er hún með vaxandi vestan- og norðvestanátt; þá bætir jafnframt í úrkomu um landið norðanvert.

Spáir Veðurstofan strekkingi – jafnvel allhvössu veðri þar seint í kvöld og nótt: Sums staðar talsverðri rigningu, sérstaklega vestan Tröllaskaga sem og á annesjum.

Það mun falla rigning fyrir norðan; fram eftir morgundegi; síðan snýst vindur til suðvestanáttar og þá fer að stytta upp.

Nokkur rigning eða súld verður á vestanverðu landinu síðdegis; léttir smám saman til fyrir austan og hlýnar þar í kjölfarið.

Bjarni með frægum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur gert víðreist og fengið að hitta margt frægðarmennið á sviði stjórnmálanna að undanförnu. Myndir af honum með stórmennum heimsins hafa birtst í bunum á vef ráðuneytis hans og í Morgunblaðinu. Bjarni hefur einnig verið duglegur að lýsa því hvernig var að hitta fræga fólkið. Hann hitti Joe Biden bandaríkjaforseta og lýsti því í framhaldinu hve óheppileg mismæli forsetans voru.

Víst er að þónokkrir Íslendingar eru afar stoltir af sínum manni og því hve valdamenn taka honum vel. Hann nýtur sín virkilega vel við þessar aðstæður. Óvíst er þó hve lengi Bjarni situr sem forsætisráðherra í boði Vinstri grænna sem horfa fram á algjört skipbrot eftir baneitrað samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Örvænting þeirra gæti svipt Bjarna þeirri gleði sem fylgir ljómanum af fræga fólkinu …

Horfir á hrun heimsveldis í beinni útsendingu: „NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings“

Glúmur Baldvinsson er maður orða sinna. Sem eru góð.

Glúmur Baldvinsson er glöggur maður og skeleggur; skrifar vel og hefur þetta fram að færa:

„Heimsveldi rísa og falla. Það er einsog gengur. Bandaríkin hafa drottnað frá því breska heimsveldið hrundi endanlega í seinna stríði og líklega fyrr. En við horfum nú í fyrsta sinn í beinni á hrun heimsveldis sem kallast Bandaríkin.“

Bætir þessu við:

„Tveir kandídatar og annar siðblindur apaheili og hinn gott sem dauður. Það er vitaskuld rannsóknarefni að land allsnægtanna hafi ekki uppá neitt betra að bjóða. Af því tilefni þarf Evrópa að hugsa sinn gang og þótt fyrr hefði verið.“

Glúmur segir að „Evrópa getur ekki lengur treyst á hernaðarmátt USA. Hún átti fyrir löngu að vigvæðast undir stjórn Þýskalands og Frakka með sérstökum samningi við Breta. En nú er það orðið of seint.“

Hann telur öruggt hver verði forseti í hinu fallna heimsveldi og hvað muni gerast í kjölfarið:

Vladimir Putin

„Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og þar með er NATO búið og litla Ísland fucked án varnarsamnings. Og þar með getur Pútín valsað um Evrópu að vild. Og þá er voðinn vís og Evrópa búin. Það er líklega of seint en Evrópa verður að vígbúast eigi síðar en núna. You want peace? Prepare for war.“

Englendingurinn sem bjargaði íslenska fjárhundinum frá útrýmingu

Dagur íslenska hundsins – 18. júlí – er fæðingardagur Mark Watson (1906-1979) sem á það á afrekaskrá sinni að bjarga íslenska fjárhundinum frá útrýmingu, eins og segir á vefsíðunni eirikurjonsson.is.

Þar segir einnig að á vefnum Íslenski fjárhundurinn – þjóðarhundur Íslendinga – sé þetta meðal annars að finna:

„Fjölskylda Watson var mjög auðug og átti búgarð í Skotlandi og sumarbústað í Austurríki. Hún bjó glæsilega í London.

Watson var mikill hundamaður og var einn fyrstur manna til að gera sér grein fyrir að íslenska fjárhundakynið var að deyja út.

Hann ákvað því að bjarga kyninu. Hann lét safna saman hundum sem fundust með hið dæmigerða útlit íslenska fjárhundsins og keypti þá. Síðar voru þeir sendir til Kaliforníu þar sem hann bjó um árabil á búgarðinum Wensum kennel í Nicasio.“

Raddir