Miðvikudagur 23. október, 2024
3 C
Reykjavik

Ísraelsher skaut ólétta konu á leið í fæðingu – MYNDBAND

Eyðileggingin á Gaza á sér ekki hliðstæðu.

Ísraelsher skaut ólétta palestínska konu sem var á leið á sjúkrahús til að fæða barn sitt.

Samkvæmt Al Jazeera særðist ólétt palestínsk kona í skotárás Ísraelsher á Gaza í gær, þar sem hún var á leið á sjúkrahús til að fæða Í Jabalia. Ekki hefur verið greint frá líðan hennar eða hvort barnið hafi lifað árásina af.

Meira en 400.000 Palestínubúa eru fastir án matar í norðurhluta Gaza, sem hjálparsamtök segja að verið sé að „þurrka af kortinu“.

Læknar segja að að minnsta kosti 350 drepnir Palestínumenn hafi verið sendir á sjúkrahús á síðustu 12 dögum, þar sem Ísraelar hafa nánast umkringt norðurhlutann. Önnur árás á hús í Gaza-borg drap að minnsta kosti 13 meðlimi sömu fjölskyldu. ⁣

Hér má sjá myndskeið af óléttu konunni sem skotin var en lesendur eru varaðir við myndefninu.

 

Þreifingar Jóns

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Mynd: Rúv-skjáskot

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú að undirbúa sinn harðasta pólitíska slag þar sem hann þarf um helgina að takast á við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bryndísi Haraldsdóttur um 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Hermt er að Jón sé í miklum vígamóð og telji sig geta sigrað Þórdísi Kolbrúnu sem hraktist úr Norðvesturkjördæmi þar sem hún var leiðtogi. Það skondna er þó að Jón mun hafa reifað þá hugmynd að hann hrókeraði einfaldlega við Þórdísi og yrði sjálfur í efsta sæti í norðvestri. Jón hefur verið öflugur í baráttunni fyrir hvalveiðum sem eru mikið hjartans mál íbúa í kjördæminu. Þá er hann fyrrverandi bóndi í Húnavatnssýslu.

Þetta dugði þó ekki til. Hugmynd hans var tekið dræmt í kjördæminu þar sem Ólafur Adolfsson, lyfsali og knattspyrnuhetja, hefur óskað eftir því við góðar undirtektir að verða oddviti. Teitur Björn Einarsson alþingismaður hefur sömuleiðis óskað eftir því að færast í álnir. Jón mun eftir hin neikvæðu viðbrögð hafa ákveðið að taka slaginn í Kraganum …

Miðflokkurinn vinsælastur – Nokkrir flokkar tæpir að ná mönnum inn

Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn -Mynd: Miðflokkurinn

Nú er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi og því var um að gera að kanna hug lesenda Mannlífs. Tíu flokkar hafa boðað framboð en þó á eftir að staðfesta það því framboð þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að geta boðið fram.

Sjaldan hefur verið jafn mikil óvissa með niðurstöðu Alþingiskosninga en ef marka má kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum er ljóst að miklar breytingar verða á Alþingi.

Mannlíf spurði því: Hvaða flokk ætlar þú kjósa í næstu Alþingiskosningum?

Niðurstaðan er áhugaverð en þar ríkja Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ríkjum. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að nokkrir flokkar munu detta út af þingi.

Miðflokkinn
25.57%
Framsóknarflokkinn
19.75%
Samfylkinguna
13.78%
Flokk Fólksins
13.41%
Sjálfstæðisflokkinn
12.23%
Viðreisn
4.13%
Sósíalistaflokkinn
3.32%
Vinstri Græn
2.65%
Skila auðu/Mun ekki kjósa
2.21%
Pírata
1.62%
Lýðræðisflokkinn
1.33%

Stund milli stríða – Dagur í lífi úkraínskra hermanna í fremstu víglínu

Úkraínskir ​​stórskotaliðsmenn í neðanjarðarskýli.

Á hverjum degi berjast úkraínskir ​​hermenn til að halda aftur af rússneska hernum í Kharkiv-héraði. Hér má sjá hvernig lífið lítur út hjá þeim þegar stuttar pásur gefast í bardögum.

Rússneskir hermenn hafa reynt að sækja fram í Kharkiv-héraði í Úkraínu síðan í byrjun maí. Baráttan um Vovchansk geisar enn, en rússneska hernum hefur enn ekki tekist að ná borginni, sem er í rúst. Á sama tíma halda úkraínskar hersveitir línunni yfir aðra hluta Kharkiv-vígstöðvarinnar. Rússneski útlagafréttamiðillinn Meduza birti myndir sem teknar voru á svæðinu 2. október en þær gefa innsýn í lífið fyrir úkraínska hermenn í fremstu víglínu. Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir Meduza en þær eru allar teknar af Fermin Torrano fyrir Abacapress.

Úkraínskur hermaður útbýr mat í fremstu víglínu.
Úkraínskir ​​stórskotaliðsmenn hvíla sig í tímabundnu skjóli á meðan hlé er á milli bardaga.
Úkraínskir ​​hermenn safna skothylkjum úr 122 mm skotum.
Úkraínskur hermaður þvær sér um hendur eftir að hafa safnað skothylkjum.
Úkraínskur hermaður rakar sig á milli bardaga.

Stefán endurheimtir Steinunni eftir langa fjarveru: „Talsverð viðbrigði framundan á þessu heimili“

Steinunn Þóra hættir fljótlega á Alþingi - Mynd: Facebook

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, hefur tilkynnt á samfélagsmiðlum að hún muni ekki bjóða sig fram aftur til Alþingis en hún hefur verið Alþingismaður í tíu ár.

Ég hafði á undanliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi. Það gefur færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verð ég að eilífu þakklát. Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt – en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af,“ skrifar Steinunn um ákvörðun sína en Steinunn hefur í gegnum árin barist mikið fyrir réttindum jaðarsettra einstaklinga og hópa.

„Eftir talsverða umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að láta gott heita og bjóða mig ekki fram til forystu í komandi kosningum. Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu – sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar,“ en Steinunn tekur samt fram að hún muni taka þátt í kosningabaráttu flokksins sem almennur félagi og hún sé sannfærð um að flokkurinn muni ná góðum árangri.

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og eiginmaður Steinunnar, sagði svo í framhaldinu á samfélagsmiðlum að gott verði að endurheimta konuna á heimilið eftir tíu ára fjarveru. „Talsverð viðbrigði framundan á þessu heimili.“

Allt upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar: Ögurstund varaformannsins rennur upp á sunnudag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Allt er komið upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eftir að varaformaðurinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sæti listans og fer þannig gegn Jóni Gunnarssyni og Bryndísi Haraldsdóttur. Jón hefur lýst yfir því í samtali við Mannlíf að hann muni verja sæti sitt og hvergi hvika fyrir varaformanninum.

Þórdís Kolbrún hefur átt erfitt uppdráttar í norðvesturkjördæmi þar sem hún er leiðtogi. Allt eins var búist við að hún yrði felld ef kosið yrði um forystusætið. Hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að loka sendiráði Íslands í Rússlandi og þannig stórskaða hagsmuni þjóðar sinnar og þá ekki síst Skagamanna sem misstu stórfyrirtækið 3X stál í gjaldþrot að hluta til vegna þess máls. Harður slagur hennar og Haraldar Benediktssonar, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hefur skilið eftir sig sár sem ekki gróa. Þá þykir hún vera áhugalítil um eigið kjördæmi. Að margra mati var Þórdís Kolbrún án baklands í kjördæminu og það fór eins og Mannlíf spáði fyrir löngu að hún færði sig um set.

Bryndís Haraldsdóttir nýtur virðingar í kjördæminu fyrir störf sín og hún þykir hafa sett sig vel inn í mál og þá ekki síst málefni norðurslóða. Hún hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri eftir að hafa tapað naumlega fyrir Jón Gunnarssyni. Hennar bakland er í Mosfellsbæ á meðan Jón Gunnarsson sækir sinn stuðning í Kópavog. Nái Kolbrún Þórdís þriðja sætinu hrekur hún  Bryndísi niður í fjórða sætið sem í stöðunni er vonlaust þingsæti. Það mun hins vegar jafngilda vantrausti á Þórdísi Kolbrúnu sem varaformann ef hún nær ekki öðru sætinu á undan Jóni. Við þetta bætist að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun væntanlega taka slaginn um eitt af efstu sætunum. Þrjár sterkar konur munu því berjast um efstu sætin og fylgi þeirra nýtast illa á meðan Jón er einn á sínu róli.

Stjórn kjördæmisráðs suðvesturkjördæmis fundaði með kjörnefnd um fyrirkomulag uppröðunar. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að raða í efstu fjögur sæti listans. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll á sunnudag þar sem tillagan verður borin upp. Með þeim fyrirvara að hún verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Við þá ögurstund kemur í ljós hvort Bryndís og Jón standa af sér atlöguna og hvort Rósa fær byr í seglin. Rúmlega 400 manns hafa atkvæðisrétt á fundinum.

 

Dagur á hurðarhúninum

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er einn af þeim sem þessa dagana hangir á hurðarhúninum hjá Kristrúnu Frostadóttur til að ná oddvitasæti og verða ráðherra. Hermt er að hann sæki fast í að leiða í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ekki eru allir á eitt sáttir um að það sé góð hugmynd.

Húsnæðisvandinn í Reykjavík er manna á meðal skrifaður á hans reikning, og segja menn að ofuráhersla hans á þéttingu byggðar í borginni hafi einungis leitt til uppsprengs húsnæðisverðs. Það hafi orðið til þess að ungu fólki sé nú ókleift fjárfesta í fyrstu íbúð. Enginn hafi grætt á stefnu Dags nema auðmenn sem uppsprengt húsnæðisverð hlóð undir. Verði Dagur í oddvitasæti sé sjálfgefið að þetta verði sífellt árásarefni, ekki aðeins á hann heldur þurfi aðrir frambjóðendur endalaust að svara fyrir hvernig Dagur skildi við húsnæðismálin. Gott dæmi um það sást í Silfrinu á mánudagskvöld þar sem allir formenn mættu og Inga Sædal tók gríðarlega harða snerru á húsnæðismál Samfylkingarinnar og Dags í Reykjavík sem Kristrúnu tókst ekki að svara.

Verði Dagur talsmaður Samfylkingar mun hann líka þurfa að mæta sósíalistanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, sem er harður gagnrýnandi húsnæðisstefnu Dags. Kristrún og hennar fólk muni því alla kosningabaráttuna þurfa að vera í sífelldri vörn fyrir Dag. Sjálfum hefur honum illa tekist að svara þar sem hann hefur þurft að verja húsnæðisstefnuna í fjölmiðlum. Við þetta bætist að úti á landi er hann harðlega gagnrýndur fyrir að hafa þrengt Reykjavíkurflugvelli og þannig reynt að koma honum í burtu …

Öryggisverðir með vitstola mann

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til að hóteli þar sem vitstola maður hafði ráðist á starfsfólk.  Þá lögregla kom á vettvang voru öryggisverðir með manninn í tökum. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur og var fluttur á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa. Þar mun hann dvelja þar til hægt er að ræða við hann.

Lögregla var send í tvær verslanir vegna búðarþjófa. Málin voru afgreidd á vettvangi.

Bifreið var stöðvuð í akstri  í austurborginni. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var einnig réttindalaus og með meint fíkniefni í fórum sínum. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Dregið var úr honum blóð og hann  látinn laus eftir skýrslutöku.

Eldur varð laus í gámi í Hafnarfirði. Greiðlega gekk að ráð niðurlögum eldsins. Umferðarslys varð á svipuðum slóðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt um flugelda í Kópavogi. Engan var að sjá þegar lögreglu bar að garði.

Móðir í Grafarvogi sökuð um að gefa börnum eiturlyf: „Ég er fórnarlamb alls kyns kjaftagangs“

Grafarvogur - myndin tengist fréttinni ekki beint

Kona í fjölbýli í Grafarvogi var sökuð um að láta börn fá vímuefni árið 2000 en DV fjallaði um það á sínum tíma.

„Fyrir nokkrum vikum var fyllerí á krökkum í næsta húsi og það komu einhver foreldri hingað. Ég er fórnarlamb alls kyns kjaftagangs,“ sagði konan í samtali við DV  en hún neitaði því algjörlega að standa fyrir því að láta unglinga fá vímuefni en málið var rætt á foreldrafundi í skóla í Grafarvogi þar sem konan bjó. 

„Ég er ekki dópsali. Fólk er með mig á heilanum. Ég hef verið edrú síðan um áramót og líf mitt er í föstum skorðum. Þetta landakjaftæði á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég á 15 ára son og unglingarnir hafa komið hingað í tvö skipti. Þá tók ég af þeim landa og rak þá heim. Krakkarnir redda sér sjálfir um landa en ég veit ekkert hvar þau ná í hann. Í dag er ég mínum unglingi góð fyrirmynd og get tekið af honum landa með góðri samvisku. Það er gott mál,“ sagði konan.

Pillur og landi út um allt

Nágrannar hennar voru þá öðru máli og höfðu farið fram á konan og fjölskylda hennar yrði borin út. „Það var allt vaðandi í stigaganginum í pillum og landa. Þetta ástand var óþolandi og þess vegna var þess krafist að fólkið yrði borið út,“ sagði einn nágranni við DV um ástandið en sátt varð gerð í málinu. 

„Það sem olli uppnámi var að við leyfðum syni okkar að halda partí og fórum sjálf í næsta hús til mömmu minnar. Það voru einhverjir 30 krakkar með rosaleg læti fyrir utan og lögreglan kom á vettvang. Strákurinn minn hefur tvisvar orðið fullur og eftir seinna skiptið í sumar tók ég hann í gegn og hann hefur ekki drukkið síðan,“ sagði hún að lokum.

Forstöðumaður Stuðla sendur í ótímabundið leyfi – Lýsti slæmu ástandi og öryggisleysi starfsfólks

Úlfur Einarsson Mynd: RÚV-skjáskot

Forstöðumaður Stuðla, Úlfur Einarsson, hefur verið sendur af Barna- og fjölskyldustofu í ótímabundið leyfi frá störfum.

Í gær fjallaði Kveikur um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum á RÚV. Þar lýstu fyrrverandi skjólstæðingar Stuðla og starfsfólk, ólíðandi aðstæðum sökum mikils álags og þungra mála sem þangað rata, að því er kemur fram í frétt RÚV, sem skapar hættu fyrir bæði börn og starfsfólk.

Úlfur lýsti því meðal annars í þættinum, hvernig vistanir barna í gæsluvarðhaldi og afplánun hefðu stundum áhrif á þjónustu annarra barna og setti hana jafnvel í uppnám. Þá væru aukreitis blöndun barna með mjög flókinn og ólíkan vanda orðin allt of mikil.

Í þættinum sagði Úlfar einnig frá því að erfitt reynist að tryggja öryggi í húsinu en mikið og langvarandi álag sé á starfsfólkinu. Á síðustu fjórum mánuðum hefðu skjólstæðingar veitt sjö starfsmönnum Stuðla höfuðhögg.

Samkvæmt RÚV sendi Barna- og fjölskyldustofa Úlf í tímabundið leyfi í gær en þetta staðfesti Úlfur við RÚV en vildi ekki tjá sig opinberlega að öðru leyti. RÚV sendi erindi á Funa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu sem svaraði því til að hann gæti ekki tjáð sig ekki um einstaka starfsmenn.

Anna er til í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar: „Það eru kosningar í nánd og ég hlakka til“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir er spennt fyrir þingkosningunum í nóvember og væri helst til í að vera í heiðurssæti Samfylkingarinnar.

Gleðigjafinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdótitr talar um væntanlegar alþingiskosningar sem fara fram í lok nóvember, í nýrri dagbókarfærslu á Facebook. Í færslunni segist hún einu sinni hafa verið á framboðslista, en það var árið 2009. Þó að hún hafi ekki verið í nema 19 sæti listans vill Anna meina að kosningasigurinn sem vannst það árið hafi að miklu leyti verið henni að þakka.

„Dagur 1891 – Kosningar framundan.

Ég heyrði í útvarpinu í gærkvöldi, að ef allir framboðslistar í öllum kjördæmum yrðu fylltir, þá yrðu um 1000 manns í framboði, er þá ekki reiknað með einhverjum sérframboðum öðrum en hins svokallaða Lýðræðisflokks Arnars Þórs Jónssonar.

Sjálf hefi ég einu sinni lent á framboðslista, en það var árið 2009, en þá var ég í 19. sæti í Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna. Þótt ég hafi ekki riðið feitum hesti persónulega frá þeim kosningum, þá vannst stærsti kosningasigur í sögu Samfylkingarinnar, allavega fram að þessu og að sjálfsögðu þakka ég sjálfri mér fyrir þennan glæsilega sigur. Ég skil svo ekkert í því af hverju mér var ekki boðið á lista eftir það miðað við hversu mikil áhrif ég hafði á sigur flokksins.“

Segir hún það hafa staðið henni reyndar til boða að vera á heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna árið 2021 en þá hafi hún verið flutt til Tenerife og ekki getað það.

„Reyndar var haft samband við mig fyrir kosningarnar 2021 og kannað hvort ég vildi taka heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, en þar sem ég er með heimilisfesti á Tenerife, kom það auðvitað ekki til greina og ég fór grátandi heim. Best að taka það fram enn og aftur að þótt ég sé með heimilisfesti hér á eyjunni, þá er ég ekki með lögheimili hérna. Þar er ég vafalaust óstaðsett í hús í Reykjavík norður í kjördeild númer átta í Ráðhúsinu, enda greiði ég mína skatta og skyldur á Íslandi.“

Síðar í færslunni segir Anna í lokaorðum sínum, að hún ætli að sjá hvernig hinn nýji formaður Samfylkingarinnar tekur á Evrópumálum.

„Ég veit svo ekkert um það hvort ég megi fara í framboð á Íslandi miðað við þessar forsendur, en látum kyrrt um liggja. Sú sem vildi bjóða mér heiðurssætið er hætt á Alþingi og ég á eftir að sjá hversu vel nýi formaðurinn tekur á Evrópumálunum sem eru að sjálfsögðu mín hjartans mál síðan ég gerði þau mistök að greiða atkvæði gegn Evrópusambandsaðild Svíþjóðar árið 1994.

En það eru kosningar í nánd og ég hlakka til.“

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

Segir Vinstri græn hafa lagt á ráðið um sölu á Íslandi: „Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt“

„Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt!
Frá 2018, lögðu VG á ráðin með að selja landið undan okkur með gjafakvótagjörningum samanber lagareldisfrumvarpið, með fyrirætlunum um að breyta fjörðunum okkar vestan lands og austan í grútarpolla með þrautpíndum eldisfiski og sláturhúsaiðnaði og afurðapökkunnarverksmiðjum. Gáfu gírugum mönnum Norðanlands heldur betur undir fótinn með að fara eins að í Eyjafirði, Ólafsfirði og víðar. Elskurnar mínar! Allt er fallt! Gjöriði svo vel! Árnar, firðina, hafið sjálft! Eftir hverju sælist þið og hvað fáum við fyrir greiðann? OK! Viljiði fjöllin? Mokið þeim burt!“ Þannig hefst hvöss Facebook-færsla Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur sem hún birti í gær.

Næst telur leikkonan ástsæla upp nokkur atriði sem hún segir hafa versnað frá 2018:

„Frá 2018 hafa innviðir hrunið, almannaþjónusta versnað, húsnæðismarkaðurinn komist mjúklega í hendur leigu og eignarhaldsfélaga og eftirlitsstofnanir verið niður tættar svo brunaútsalan og náttúruspjöllin megi ganga sem greiðst og hraðast. VG kom Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra í óþökk þjóðarinnar, manni sem aldrei hefði náð kosningu í slíkt embætti, sem ætlar nú að koma fjárlögum sínum í gegn hvað sem það kostar.
Hafiði lesið það plagg? Það plagg þolir bæði bið og yfirlegu.
VG er loks núna nóg boðið og þolir ekki við. Það var mikið segi ég nú bara og sér er nú hvert langlundargeðið.“

Að lokum segir hún að margir voni að Vinstri græn hætti fyrir fullt og allt á þingi.

„Ég held að margir voni að VG pakki nú bara saman fyrir fullt og allt. VG var aldrei neitt nema leiktjöld. VG sem sagðist ætla að standa vörð um náttúru landsins en skila okkur særðu og hoggnu búi sem aldrei hefur mengað meira en nú.

Að standa vörð um eigur okkar er aðalatriði í næstu kosningum. Við verðum að girða fyrir bullið. Hvaða flokkur ætlar að vernda landið fyrir þeim sem eiga ekkert nema ágirndina í brjósti sér?
Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt.“

Logi Pedro bjó til plötu með vonarstjörnu íslenska rappsins: „Sá hvað hann var með mikinn kraft“

Logi Pedro gaf út plötu með Elvari

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson situr aldrei auðum höndum en hann hefur undanfarna áratugi verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands ásamt því að vera þekktur dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi.

Logi gaf út í dag plötuna „þú ert löngu búinn að fokka þessu upp“ en hann var ekki einn á ferðinni heldur vann hann plötuna með Elvari Orra Palash Arnarssyni ásamt einvalaliði íslenskrar dægurtónlistar og má nefna þá Robert Winther og Arnar Inga Ingason í því samhengi. Elvar hefur verið kallaður helsta vonarstjarnan í íslensku rappi og nokkuð ljóst eftir fyrstu hlustun á plötunni af hverju Elvar fékk þann stimpil.

Mannlíf heyrði í Loga til að forvitnast meira um Elvar og samstarf þeirra.

„Ég hitti hann á Auto niður í bæ og hafði svo rekist á hann í þessari New Era auglýsingu sem hann var í. Hann vildi fá að koma í stúdíóið og sýna mér einhverja músík og ég sá hvað hann var með mikinn kraft og hann væri með mikið „potential“ að vera góður listamaður,“ sagði Logi um rapparann unga og knáa.

„Svo erum við að spila einhverja músik og hann sýnir mér lag sem varð síðan að „Ekkert Vandamál“ og ég sýni honum lag sem varð að „Ég veit það var ég“. Og prófuðum að taka upp einhverja músik. Það voru ekkert djúpar pælingar. Svo gerðist það með tímanum, með næstu vikum, með næstu mánuðum að við búum til allt of mörg lög og það verður til plata. Það verður til einhver „syngergía“, einhver kraftur. Elvar er að stækka sem listamaður. Ég er að ná að komast í form aftur sem lagasmiður og listamaður og úr varð bara plata sem mér finnst ógeðslega sterk og framsækin og eitthvað sem á erindi við fólk.“

Umslag plötu þeirra félaga

Einn handtekinn eftir innbrot í Þorlákshöfn – Ók próflaus undir áhrifum áfengis

Síðastliðinn mánudag var brotist inn í íbúð og geymslur í Þorlákshöfn en einn var handtekinn vegna málsins, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Samkvæmt Sunnlensku stöðvaði lögreglan á Suðurlandi tíu ökumenn í upphaf vikunnar vegna hraðaksturs en sá sem ók hraðast var á 120 km/klst hraða. Þá var einn próflaus ökumaður stöðvaður en hann reyndist undir áhrifum áfengis.

Minnir lögreglan að nú sé sá árstími kominn að hálkan er mætt á götur, auk þess sem dimma tekur fyrr en ella og algjört myrkur er á nóttunni. Vill lögreglan aukreitis benda ökumönnum á að fara vel yfir bifreiðar sínar og kanna þá sérstaklega ljósabúnað.

 

Skuldir Arnars hafa ekki áhrif á kjörgengi hans: „Þetta er eitthvað sem við erum að ræða“

Arnar Þór Jónsson fyrrum forsetaframbjóðandi Mynd: Rúv.is

Skuldir Arnars Þór Jónssonar við þá einstaklinga sem störfuðu við forsetaframboð hans munu ekki hafa áhrif kjörgengi hans til framboðs til Alþingis en þetta kemur fram í svari landskjörstjórnar til Mannlífs.

Arnar stofnaði fyrir stuttu Lýðræðisflokkinn og stefnir flokkurinn á að bjóða fram til Alþingis en kosið verður þann 30. nóvember næstkomandi. Í samtali við Mannlíf játaði Arnar að skulda starfsmönnum sem unnu að framboði hans laun. „Ætli það séu ekki tveir sem mér fannst hafa verið full brattir í að rukka mig en við erum bara að semja um það. Það er ekkert öðruvísi en það,“ sagði Arnar um skuldirnar. „Fyrst og fremst ætla ég ekki að ofborga, ég vil fá skýringar á því hvað þetta var en þetta er eitthvað sem við erum að ræða.“ Arnar fékk rúm 5% atkvæða í forsetakosningum sem fóru fram fyrr á árinu en heimildir Mannlífs herma að um fleiri en tvo einstaklinga sé að ræða.

Arnar hinn óflekkaði

Í svari landskjörstjórnar kemur fram að allir sem hafa óflekkað mannorð og hafi kosningarétt hafi kjörgengi. „Þeir sem hafa flekkað mannorð eru skilgreindir í 3. mgr. 6. gr., þ.e. að hafa framið refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi sem dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið,“ sagði í svari landskjörstjórnar um málið. Arnar hefur áður verið varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn en taldi sér ekki stætt þar lengur.

Lýðræðisflokkurinn er einn af tíu flokkum sem stefna á framboð til Alþingis en nokkuð ljóst að á brattann er að sækja fyrir flokkinn enda stutt til kosninga.

Seyðfirðingar drógu línu í sjóinn – Friðlýstu fjörðinn með neyðarblysum

Katrín Oddsdóttir hélt ræðu á fundinum. Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Þann 12. október síðastliðinn var haldinn samstöðufundur gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði undir heitinu „Við drögum línu í sjóinn – Verndum Seyðisfjörð“. Á fundinum var sýnt nýtt myndband sem sýnir samstöðugjörning þar sem kajakræðarar draga línu í sjóinn með því að raða sér upp í röð, kveikja á neyðarblysum og loka þannig firðinum með táknrænum hætti. Lagið Oral sem Björk Guðmundsdóttir samdi og flytur ásamt stórstjörnunni Rosalíu ómar undir myndskeiðinu, en lagið gaf Björk til baráttunnar gegn sjókvíaeldi við Ísland.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir sveitarfélagið Múlaþing eru 75 prósent Seyðfirðinga andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Ekki er til fordæmi fyrir viðlíka andstöðu heimamanna en svo virðist sem neikvæð afstaða yfirgæfandi meirihluta bæjarbúa nægi ekki til þess að stöðva áform um mengandi stóriðju í þeirra nærumhverfi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá AEGIS-hópnum (VÁ félag um vernd fjarðarLandverndNáttúruverndarsamtök ÍslandsUngir umhverfissinnarSUNN – Samtök um náttúruvernd á NorðurlandiNASF – Verndarsjóður villtra laxa og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk fjölda þjóðþekktra einstaklinga).

Herðubreið skreytt með ljósalist.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Fullt var út úr húsi í félagsheimilinu Herðubreið þar sem boðið var upp á plokkfisk, tónlist og talað mál. Á meðal ræðumanna voru Ómar Ragnarsson sem minnti á að barátta á borð við þá sem Seyðfirðingar sé barátta fyrir jörðinni allri sem á undir högg að sækja gegn gróðraöflum. Þá fluttu ræður Chris Burkard ljósmyndari og náttúruunnandi sem og Árni Pétur Hilmarsson bóndi úr Laxárdal sem rifjaði meðal annars upp einstakan viðburð úr heimasveit hans þegar bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman árið 1970 og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá og tókst þannig að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. Aðgerðin er af ýmsum talin hafa markað upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Fullt var í Herðubreið.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Í frétt sem birtist á daginn eftir samstöðufund Seyðfirðinga á RÚV undir fyrirsögninni var fullyrt að Matvælastofnun segði ekkert benda til annars en að leyfi verði gefið út til laxeldis í Seyðisfirði fyrir næsta vor. Fram kemur í fréttatilkynningu að um er að ræða alvarlega fullyrðingu að ræða að mati andstæðinga sjókvíaeldis, þar sem bæði skipulag og framkvæmd sé haldin verulegum ágöllum sem skera þurfi úr um hvort standist kröfur laga áður en hægt er að fullyrða nokkuð um mögulegar leyfisveitingar, enda hafa þær ekki verið auglýstar og því formleg andmæli ekki komið fram.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni: „Þá er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið skorið úr um fjölmörg álitamál er tengjast nýlegum leyfisveitingum MAST til sjókvíaeldis á Vestfjörðum en eru nú til málsmeðferðar hjá Úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála.“

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd; Juanjo Ivaldi

Að lokum segir:

„Eru alvarlegir ágallar meðal annars fólgnir í því að ekki er búið að taka tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir vegna svokallaðs Faricestrengs sem liggur um Seyðisfjörð og er grundvöllur þriðjungs fjarskiptaöryggis Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja. Hafa umsagnir félagsins Farice ehf. sem er í ríkiseigu þannig verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins ef af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði verður.“

 

Breskur ofurhugi hrapaði til bana á Spáni: „Við reyndum öll að tala hann af þessu“

Ein af myndum ofurhugans.

Breskur áhrifavaldur féll til bana þegar hann reyndi að klífa hæstu brú Spánar án öryggisbúnaðar.

Fjölskylda hins 26 ára Lewis Stevenson, 26, er sögð hafa varað hann við að klifra upp 192 metra háu Castilla La Mancha-brúnna í Talavera de la Reina á Spáni en að hann hafi tekið áskoruninni þrátt fyrir það. Hann ætlaði sér að taka ljósmynd fyrir samfélagsmiðla sína en hrapaði til dauða síðastliðinn sunnudag.

Instagram-síða hans er full af ljósmyndum þar sem sjá má hann stilla sér upp ofan á háum byggingum og risastórum mannvirkjum um allan heim, þar á meðal í New York borg, en hinn ungi maðurinn er sagður hafa „gert það sem hann gerði, sér til ánægju“.

En fjölskylda Lewis er nú algjörlega miður sín. Kærasta hans, Savannah Parker fór á samfélagsmiðla til að lýsa sorg sinni yfir harmleiknum og lýsti dauða maka hennar sem „martröð“. Afi Lewis, Clifford Stevenson, 70, sagði: „Við reyndum öll að tala hann af þessu. Við vorum alltaf að reyna að tala hann af því að gera þessa hluti en svona var hann bara. Hann elskaði að gera þetta, hafði alltaf trú á því að þetta yrði í lagi. Hann gerði það sem hann gerði sér til ánægju. Hann fékk enga peninga fyrir það, hann var ævintýramaður.“

Lewis safnaði fjölmörgum fylgjenum á samfélagsmiðlum með ógnvekjandi glæfrabrögðum sínum. Margir þeirra lýstu sorg sinni yfir andláti hans. Einn skrifaði á Instagram: „Að þekkja þig hefur verið ein mestu forréttindi lífs míns. Og að missa þig er mesta sorg lífs míns. Engin orð á heimskulegri Instagram-færslu munu lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Þú munt alltaf vera hugrakkasta, umhyggjusamasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég er stoltur af hverri byggingu, hverju þaki, hverri stundu okkar saman. Besti vinur minn, bróðir minn. Hvíldu í friði, við munum hittast aftur einn daginn.“

Annar ofurhugi birti ljósmynd af Lewis sitjandi á skýjakljúfi í New York og skrifaði: „Undanfarin sjö ár kynntir þú fyrir mér nýjan skilning á frelsi, sem breytti lífssýn minni gríðarlega og gaf mér leiðsögn um mína eigin skapandi vinnu, þú varst alltaf að hvetja mig og veita mér innblástur. Ég er ævinlega þakklátur fyrir tækifærin sem þú gafst mér og fólkið sem þú kynntir fyrir mér.“

Lewis var skrifstofumaður frá Derby, þar sem kærasta hans, Parker, bjó en hún skrifaði á samfélagsmiðlum sínum: „Klukkan er fimm að morgni og ég hef hvorki borðað né sofið. Vill einhver segja mér að þetta sé martröð? Mér líður ofboðslega illa með að þú komir ekki aftur. Gerðu það, komdu aftur. Vinsamlegast svaraðu í símann.“

Að klifra mannvirki án beisla er áhættusamt tískufyrirbrigði, sem hefur náð vinsældum eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Lewis sýndi sumar „þaktoppanir (e. rooftopping)“ sínar sem hann framkvæmdi um allan heim á Instagram-síðu sinni undir nafninu expedition, segir í Mail Online.

Svimandi myndir af Stevenson ofan á skýjakljúfi í New York og hvíla á málmbjálka með útsýni yfir Lundúnaborg voru meðal þeirra mynda sem Stevenson birti. Aðrar ljósmyndir sýndu ofurhugann hangandi neðan úr mannvirki í Króatíu og hótelþaki í Mexíkóborg.

Áhrifavaldurinn fannst látinn fyrir neðan brúnna á Spáni á sunnudag. Það er óljóst hversu hátt Lewis komst upp í mannvirkið þegar hann missti jafnvægið, en hæst nær brúin um 192 metra. Yfirvöld segjast halda áfram að rannsaka harmleikinn.

 

 

Sendill hótaði að drepa mann og hund hans – MYNDBAND

Mennirnir voru mjög ósáttir við hvorn annan - Mynd: Skjáskot

Sendill frá stórfyrirtækinu Amazon átti í óheilbrigðum samskiptum við viðskiptavin í Kansas City í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum en hann var að koma með pakka til manns í borginni. Þegar maðurinn opnaði dyrnar til að taka á móti pakkanum byrjaði hundur hans að gelta og ljóst að sendlinum brá mjög við hundsgeltið og sagði manninum að halda hundinum inni. Maðurinn svaraði til að þetta væri allt í lagi en að sögn mannsins var hundurinn í stofunni.

Viðbrögð sendilsins voru á þá leið að þetta væri ekki í lagi og hann myndi drepa hundinn. Hundaeigandinn sagði að myndi drepa sendilinn áður hann gæti drepið hundinn. Svaraði sendilinn þá því að hann myndi skjóta manninn og hundinn og yfirgaf svo svæðið.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð á netinu og hafa margir hvatt hundaeigandann að kvarta til Amazon en fyrirtækið hefur ekkert viljað tjá sig um atvikið.

Píratar skilja ekki ákvörðun Vinstri grænna: „Mikil taktísk mistök hjá VG“

Halldór Auðar Svansson Ljósmynd: Facebook

Halldór Auðar Svansson segir það vera „mikil taktísk mistök“ hjá Vinstri grænum að neita þátttöku í starfsstjórn.

Píratinn Halldór Auðar Svansson skrifaði færslu í morgun þar sem hann segist ætla að stökkva á hneykslunarvagninn og gagnrýna ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að næstu kosningum, 30. nóvember. Segir hann flokkinn þannig koma út sem „óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði“ en að fyrir það hafi Sjálfstæðismenn „setið uppi með þann Svarta-Pétur“.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Ég sé að það er vinsælt að hneykslast á eftirfarandi og ég ætla bara stökkva á þann vagn. Það eru mikil taktísk mistök hjá VG að neita að taka þátt í starfsstjórn. Með þessu þá eru það þau sem koma út sem óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði, en rétt áður sátu Sjálfstæðismenn pínu uppi með þann Svarta-Pétur. Sennilega er meiningin með þessu að sýna fram á að flokkurinn sé kominn með alveg nóg af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að Bjarni hafi staðið illa að stjórnarslitunum en það eru bara of flókin skilaboð korteri eftir að áhersla var lögð á að reyna að halda stjórninni saman fram á vor.“

Undir þetta tekur Alexandra Briem, félagi Halldórs í flokknum, í athugasemd en þar segir þetta virka „afskaplega skrítið“ og segist ekki skilja hvernig það sé að mótmæla Sjálfstæðiflokknum að „færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur“.

„Þetta virkar bara afskaplega skrítið, lítið samræmi í þessu við það að vera til í 7 ára ríkisstjórnarsamstarf en svo ekki í að klára fram að kosningum að beiðni forseta. Og það að mótmæla Sjálfstæðisflokknum með því að færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur skil ég heldur ekki vel.“

Heidi Klum auglýsir nærföt með tvítugri dóttur sinni

Mæðgurnar eru báðar fyrirsætur

Það er gríðarlega mismunandi hvað fólk tekur sér fyrir hendur en sennilega hafa fæstar mæðgur auglýst nærföt í sameiningu. Það er hins vegar nákvæmlega það sem Heidi Klum, ein frægasta fyrirsæta allra tíma, var að gera með dóttur sinni. Leni Klum er 20 ára gömul dóttir Heidi og Flavio Briatore en faðir hennar hefur lítið sinnt henni í gegnum árin.

Hún er nú sjálf fyrirsæta eins og móðir hennar og á eflaust fyrir sér bjarta framtíð eins og móðir hennar. Fyrir utan fyrirsætuferilinn þá stýrði Heidi Klum raunveruleikaþættinum Project Runway frá 2004 til 2017 en sá fjallaði um tískuheiminn og fyrirsætur og var Klum tilnefnd til sex Emmy-verðlauna meðan hún stýrði þættinum.

Nærfötin sem þær eru auglýsa eru hluti af vetrarlínu Intimissimi en sumum gagnrýnendum þykir skrýtið að mæðgur séu að auglýsa nærföt saman.

Ísraelsher skaut ólétta konu á leið í fæðingu – MYNDBAND

Eyðileggingin á Gaza á sér ekki hliðstæðu.

Ísraelsher skaut ólétta palestínska konu sem var á leið á sjúkrahús til að fæða barn sitt.

Samkvæmt Al Jazeera særðist ólétt palestínsk kona í skotárás Ísraelsher á Gaza í gær, þar sem hún var á leið á sjúkrahús til að fæða Í Jabalia. Ekki hefur verið greint frá líðan hennar eða hvort barnið hafi lifað árásina af.

Meira en 400.000 Palestínubúa eru fastir án matar í norðurhluta Gaza, sem hjálparsamtök segja að verið sé að „þurrka af kortinu“.

Læknar segja að að minnsta kosti 350 drepnir Palestínumenn hafi verið sendir á sjúkrahús á síðustu 12 dögum, þar sem Ísraelar hafa nánast umkringt norðurhlutann. Önnur árás á hús í Gaza-borg drap að minnsta kosti 13 meðlimi sömu fjölskyldu. ⁣

Hér má sjá myndskeið af óléttu konunni sem skotin var en lesendur eru varaðir við myndefninu.

 

Þreifingar Jóns

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Mynd: Rúv-skjáskot

Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú að undirbúa sinn harðasta pólitíska slag þar sem hann þarf um helgina að takast á við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Bryndísi Haraldsdóttur um 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Hermt er að Jón sé í miklum vígamóð og telji sig geta sigrað Þórdísi Kolbrúnu sem hraktist úr Norðvesturkjördæmi þar sem hún var leiðtogi. Það skondna er þó að Jón mun hafa reifað þá hugmynd að hann hrókeraði einfaldlega við Þórdísi og yrði sjálfur í efsta sæti í norðvestri. Jón hefur verið öflugur í baráttunni fyrir hvalveiðum sem eru mikið hjartans mál íbúa í kjördæminu. Þá er hann fyrrverandi bóndi í Húnavatnssýslu.

Þetta dugði þó ekki til. Hugmynd hans var tekið dræmt í kjördæminu þar sem Ólafur Adolfsson, lyfsali og knattspyrnuhetja, hefur óskað eftir því við góðar undirtektir að verða oddviti. Teitur Björn Einarsson alþingismaður hefur sömuleiðis óskað eftir því að færast í álnir. Jón mun eftir hin neikvæðu viðbrögð hafa ákveðið að taka slaginn í Kraganum …

Miðflokkurinn vinsælastur – Nokkrir flokkar tæpir að ná mönnum inn

Sigmundur Davíð leiðir Miðflokkinn -Mynd: Miðflokkurinn

Nú er ljóst að kosið verður til Alþingis þann 30. nóvember næstkomandi og því var um að gera að kanna hug lesenda Mannlífs. Tíu flokkar hafa boðað framboð en þó á eftir að staðfesta það því framboð þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að geta boðið fram.

Sjaldan hefur verið jafn mikil óvissa með niðurstöðu Alþingiskosninga en ef marka má kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum er ljóst að miklar breytingar verða á Alþingi.

Mannlíf spurði því: Hvaða flokk ætlar þú kjósa í næstu Alþingiskosningum?

Niðurstaðan er áhugaverð en þar ríkja Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn ríkjum. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að nokkrir flokkar munu detta út af þingi.

Miðflokkinn
25.57%
Framsóknarflokkinn
19.75%
Samfylkinguna
13.78%
Flokk Fólksins
13.41%
Sjálfstæðisflokkinn
12.23%
Viðreisn
4.13%
Sósíalistaflokkinn
3.32%
Vinstri Græn
2.65%
Skila auðu/Mun ekki kjósa
2.21%
Pírata
1.62%
Lýðræðisflokkinn
1.33%

Stund milli stríða – Dagur í lífi úkraínskra hermanna í fremstu víglínu

Úkraínskir ​​stórskotaliðsmenn í neðanjarðarskýli.

Á hverjum degi berjast úkraínskir ​​hermenn til að halda aftur af rússneska hernum í Kharkiv-héraði. Hér má sjá hvernig lífið lítur út hjá þeim þegar stuttar pásur gefast í bardögum.

Rússneskir hermenn hafa reynt að sækja fram í Kharkiv-héraði í Úkraínu síðan í byrjun maí. Baráttan um Vovchansk geisar enn, en rússneska hernum hefur enn ekki tekist að ná borginni, sem er í rúst. Á sama tíma halda úkraínskar hersveitir línunni yfir aðra hluta Kharkiv-vígstöðvarinnar. Rússneski útlagafréttamiðillinn Meduza birti myndir sem teknar voru á svæðinu 2. október en þær gefa innsýn í lífið fyrir úkraínska hermenn í fremstu víglínu. Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir Meduza en þær eru allar teknar af Fermin Torrano fyrir Abacapress.

Úkraínskur hermaður útbýr mat í fremstu víglínu.
Úkraínskir ​​stórskotaliðsmenn hvíla sig í tímabundnu skjóli á meðan hlé er á milli bardaga.
Úkraínskir ​​hermenn safna skothylkjum úr 122 mm skotum.
Úkraínskur hermaður þvær sér um hendur eftir að hafa safnað skothylkjum.
Úkraínskur hermaður rakar sig á milli bardaga.

Stefán endurheimtir Steinunni eftir langa fjarveru: „Talsverð viðbrigði framundan á þessu heimili“

Steinunn Þóra hættir fljótlega á Alþingi - Mynd: Facebook

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, hefur tilkynnt á samfélagsmiðlum að hún muni ekki bjóða sig fram aftur til Alþingis en hún hefur verið Alþingismaður í tíu ár.

Ég hafði á undanliðnum misserum og árum öðru hverju tekið sæti sem varamaður, en var nú komin í þá stöðu að helga mig landsmálunum. Við tóku skemmtilegir og gefandi tímar, fyrst í stjórnarandstöðu og svo stjórn. Stjórnmálastarf er að mínu mati mikilvægt og er almennt skemmtilegt og andlega auðgandi en auðvitað líka krefjandi. Það gefur færi á að kynnast flestum öngum samfélagsins en fyrst og fremst þó alls konar fólki. Fyrir þessa reynslu verð ég að eilífu þakklát. Ég lít líka stolt um öxl þegar kemur að öllum þeim málum sem mér hefur tekist að þoka áfram, bæta og í félagi við aðra fá samþykkt – en í öðrum tilvikum stöðva eða í það minnsta sníða verstu gallana af,“ skrifar Steinunn um ákvörðun sína en Steinunn hefur í gegnum árin barist mikið fyrir réttindum jaðarsettra einstaklinga og hópa.

„Eftir talsverða umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að láta gott heita og bjóða mig ekki fram til forystu í komandi kosningum. Innan hreyfingar er nóg af góðu fólki sem mun taka við keflinu – sem er mikilvægt, því erindi Vinstri grænna er brýnt nú sem endranær. Það þarf áfram skýra rödd kvenfrelsis, jöfnuðar, náttúruverndar og friðar,“ en Steinunn tekur samt fram að hún muni taka þátt í kosningabaráttu flokksins sem almennur félagi og hún sé sannfærð um að flokkurinn muni ná góðum árangri.

Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi og eiginmaður Steinunnar, sagði svo í framhaldinu á samfélagsmiðlum að gott verði að endurheimta konuna á heimilið eftir tíu ára fjarveru. „Talsverð viðbrigði framundan á þessu heimili.“

Allt upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar: Ögurstund varaformannsins rennur upp á sunnudag

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Allt er komið upp í loft í kjördæmi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eftir að varaformaðurinn, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf kost á sér í annað sæti listans og fer þannig gegn Jóni Gunnarssyni og Bryndísi Haraldsdóttur. Jón hefur lýst yfir því í samtali við Mannlíf að hann muni verja sæti sitt og hvergi hvika fyrir varaformanninum.

Þórdís Kolbrún hefur átt erfitt uppdráttar í norðvesturkjördæmi þar sem hún er leiðtogi. Allt eins var búist við að hún yrði felld ef kosið yrði um forystusætið. Hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að loka sendiráði Íslands í Rússlandi og þannig stórskaða hagsmuni þjóðar sinnar og þá ekki síst Skagamanna sem misstu stórfyrirtækið 3X stál í gjaldþrot að hluta til vegna þess máls. Harður slagur hennar og Haraldar Benediktssonar, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, hefur skilið eftir sig sár sem ekki gróa. Þá þykir hún vera áhugalítil um eigið kjördæmi. Að margra mati var Þórdís Kolbrún án baklands í kjördæminu og það fór eins og Mannlíf spáði fyrir löngu að hún færði sig um set.

Bryndís Haraldsdóttir nýtur virðingar í kjördæminu fyrir störf sín og hún þykir hafa sett sig vel inn í mál og þá ekki síst málefni norðurslóða. Hún hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri eftir að hafa tapað naumlega fyrir Jón Gunnarssyni. Hennar bakland er í Mosfellsbæ á meðan Jón Gunnarsson sækir sinn stuðning í Kópavog. Nái Kolbrún Þórdís þriðja sætinu hrekur hún  Bryndísi niður í fjórða sætið sem í stöðunni er vonlaust þingsæti. Það mun hins vegar jafngilda vantrausti á Þórdísi Kolbrúnu sem varaformann ef hún nær ekki öðru sætinu á undan Jóni. Við þetta bætist að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, mun væntanlega taka slaginn um eitt af efstu sætunum. Þrjár sterkar konur munu því berjast um efstu sætin og fylgi þeirra nýtast illa á meðan Jón er einn á sínu róli.

Stjórn kjördæmisráðs suðvesturkjördæmis fundaði með kjörnefnd um fyrirkomulag uppröðunar. Stjórnin samþykkti tillögu kjörnefndar um að raða í efstu fjögur sæti listans. Boðað hefur verið til fundar í Valhöll á sunnudag þar sem tillagan verður borin upp. Með þeim fyrirvara að hún verði samþykkt fer fram annar fundur á sama stað klukkan 14 þar sem kosið verður um efstu fjögur sætin. Við þá ögurstund kemur í ljós hvort Bryndís og Jón standa af sér atlöguna og hvort Rósa fær byr í seglin. Rúmlega 400 manns hafa atkvæðisrétt á fundinum.

 

Dagur á hurðarhúninum

Samfylkingin Kristrún
Kristrún Frostadóttir.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er einn af þeim sem þessa dagana hangir á hurðarhúninum hjá Kristrúnu Frostadóttur til að ná oddvitasæti og verða ráðherra. Hermt er að hann sæki fast í að leiða í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ekki eru allir á eitt sáttir um að það sé góð hugmynd.

Húsnæðisvandinn í Reykjavík er manna á meðal skrifaður á hans reikning, og segja menn að ofuráhersla hans á þéttingu byggðar í borginni hafi einungis leitt til uppsprengs húsnæðisverðs. Það hafi orðið til þess að ungu fólki sé nú ókleift fjárfesta í fyrstu íbúð. Enginn hafi grætt á stefnu Dags nema auðmenn sem uppsprengt húsnæðisverð hlóð undir. Verði Dagur í oddvitasæti sé sjálfgefið að þetta verði sífellt árásarefni, ekki aðeins á hann heldur þurfi aðrir frambjóðendur endalaust að svara fyrir hvernig Dagur skildi við húsnæðismálin. Gott dæmi um það sást í Silfrinu á mánudagskvöld þar sem allir formenn mættu og Inga Sædal tók gríðarlega harða snerru á húsnæðismál Samfylkingarinnar og Dags í Reykjavík sem Kristrúnu tókst ekki að svara.

Verði Dagur talsmaður Samfylkingar mun hann líka þurfa að mæta sósíalistanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, sem er harður gagnrýnandi húsnæðisstefnu Dags. Kristrún og hennar fólk muni því alla kosningabaráttuna þurfa að vera í sífelldri vörn fyrir Dag. Sjálfum hefur honum illa tekist að svara þar sem hann hefur þurft að verja húsnæðisstefnuna í fjölmiðlum. Við þetta bætist að úti á landi er hann harðlega gagnrýndur fyrir að hafa þrengt Reykjavíkurflugvelli og þannig reynt að koma honum í burtu …

Öryggisverðir með vitstola mann

Lögreglan, löggan
Lögregla að störfum. Mynd/Lára Garðarsdóttir

Lögregla var kölluð til að hóteli þar sem vitstola maður hafði ráðist á starfsfólk.  Þá lögregla kom á vettvang voru öryggisverðir með manninn í tökum. Hann reyndist vera óviðræðuhæfur og var fluttur á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa. Þar mun hann dvelja þar til hægt er að ræða við hann.

Lögregla var send í tvær verslanir vegna búðarþjófa. Málin voru afgreidd á vettvangi.

Bifreið var stöðvuð í akstri  í austurborginni. Ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum. Hann var einnig réttindalaus og með meint fíkniefni í fórum sínum. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Dregið var úr honum blóð og hann  látinn laus eftir skýrslutöku.

Eldur varð laus í gámi í Hafnarfirði. Greiðlega gekk að ráð niðurlögum eldsins. Umferðarslys varð á svipuðum slóðum. Ekki urðu slys á fólki.

Tilkynnt um flugelda í Kópavogi. Engan var að sjá þegar lögreglu bar að garði.

Móðir í Grafarvogi sökuð um að gefa börnum eiturlyf: „Ég er fórnarlamb alls kyns kjaftagangs“

Grafarvogur - myndin tengist fréttinni ekki beint

Kona í fjölbýli í Grafarvogi var sökuð um að láta börn fá vímuefni árið 2000 en DV fjallaði um það á sínum tíma.

„Fyrir nokkrum vikum var fyllerí á krökkum í næsta húsi og það komu einhver foreldri hingað. Ég er fórnarlamb alls kyns kjaftagangs,“ sagði konan í samtali við DV  en hún neitaði því algjörlega að standa fyrir því að láta unglinga fá vímuefni en málið var rætt á foreldrafundi í skóla í Grafarvogi þar sem konan bjó. 

„Ég er ekki dópsali. Fólk er með mig á heilanum. Ég hef verið edrú síðan um áramót og líf mitt er í föstum skorðum. Þetta landakjaftæði á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég á 15 ára son og unglingarnir hafa komið hingað í tvö skipti. Þá tók ég af þeim landa og rak þá heim. Krakkarnir redda sér sjálfir um landa en ég veit ekkert hvar þau ná í hann. Í dag er ég mínum unglingi góð fyrirmynd og get tekið af honum landa með góðri samvisku. Það er gott mál,“ sagði konan.

Pillur og landi út um allt

Nágrannar hennar voru þá öðru máli og höfðu farið fram á konan og fjölskylda hennar yrði borin út. „Það var allt vaðandi í stigaganginum í pillum og landa. Þetta ástand var óþolandi og þess vegna var þess krafist að fólkið yrði borið út,“ sagði einn nágranni við DV um ástandið en sátt varð gerð í málinu. 

„Það sem olli uppnámi var að við leyfðum syni okkar að halda partí og fórum sjálf í næsta hús til mömmu minnar. Það voru einhverjir 30 krakkar með rosaleg læti fyrir utan og lögreglan kom á vettvang. Strákurinn minn hefur tvisvar orðið fullur og eftir seinna skiptið í sumar tók ég hann í gegn og hann hefur ekki drukkið síðan,“ sagði hún að lokum.

Forstöðumaður Stuðla sendur í ótímabundið leyfi – Lýsti slæmu ástandi og öryggisleysi starfsfólks

Úlfur Einarsson Mynd: RÚV-skjáskot

Forstöðumaður Stuðla, Úlfur Einarsson, hefur verið sendur af Barna- og fjölskyldustofu í ótímabundið leyfi frá störfum.

Í gær fjallaði Kveikur um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum á RÚV. Þar lýstu fyrrverandi skjólstæðingar Stuðla og starfsfólk, ólíðandi aðstæðum sökum mikils álags og þungra mála sem þangað rata, að því er kemur fram í frétt RÚV, sem skapar hættu fyrir bæði börn og starfsfólk.

Úlfur lýsti því meðal annars í þættinum, hvernig vistanir barna í gæsluvarðhaldi og afplánun hefðu stundum áhrif á þjónustu annarra barna og setti hana jafnvel í uppnám. Þá væru aukreitis blöndun barna með mjög flókinn og ólíkan vanda orðin allt of mikil.

Í þættinum sagði Úlfar einnig frá því að erfitt reynist að tryggja öryggi í húsinu en mikið og langvarandi álag sé á starfsfólkinu. Á síðustu fjórum mánuðum hefðu skjólstæðingar veitt sjö starfsmönnum Stuðla höfuðhögg.

Samkvæmt RÚV sendi Barna- og fjölskyldustofa Úlf í tímabundið leyfi í gær en þetta staðfesti Úlfur við RÚV en vildi ekki tjá sig opinberlega að öðru leyti. RÚV sendi erindi á Funa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu sem svaraði því til að hann gæti ekki tjáð sig ekki um einstaka starfsmenn.

Anna er til í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar: „Það eru kosningar í nánd og ég hlakka til“

Anna Kristjánsdóttir. Ljósmynd: Facebook

Anna Kristjánsdóttir er spennt fyrir þingkosningunum í nóvember og væri helst til í að vera í heiðurssæti Samfylkingarinnar.

Gleðigjafinn og vélstjórinn Anna Kristjánsdótitr talar um væntanlegar alþingiskosningar sem fara fram í lok nóvember, í nýrri dagbókarfærslu á Facebook. Í færslunni segist hún einu sinni hafa verið á framboðslista, en það var árið 2009. Þó að hún hafi ekki verið í nema 19 sæti listans vill Anna meina að kosningasigurinn sem vannst það árið hafi að miklu leyti verið henni að þakka.

„Dagur 1891 – Kosningar framundan.

Ég heyrði í útvarpinu í gærkvöldi, að ef allir framboðslistar í öllum kjördæmum yrðu fylltir, þá yrðu um 1000 manns í framboði, er þá ekki reiknað með einhverjum sérframboðum öðrum en hins svokallaða Lýðræðisflokks Arnars Þórs Jónssonar.

Sjálf hefi ég einu sinni lent á framboðslista, en það var árið 2009, en þá var ég í 19. sæti í Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna. Þótt ég hafi ekki riðið feitum hesti persónulega frá þeim kosningum, þá vannst stærsti kosningasigur í sögu Samfylkingarinnar, allavega fram að þessu og að sjálfsögðu þakka ég sjálfri mér fyrir þennan glæsilega sigur. Ég skil svo ekkert í því af hverju mér var ekki boðið á lista eftir það miðað við hversu mikil áhrif ég hafði á sigur flokksins.“

Segir hún það hafa staðið henni reyndar til boða að vera á heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna árið 2021 en þá hafi hún verið flutt til Tenerife og ekki getað það.

„Reyndar var haft samband við mig fyrir kosningarnar 2021 og kannað hvort ég vildi taka heiðurssæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, en þar sem ég er með heimilisfesti á Tenerife, kom það auðvitað ekki til greina og ég fór grátandi heim. Best að taka það fram enn og aftur að þótt ég sé með heimilisfesti hér á eyjunni, þá er ég ekki með lögheimili hérna. Þar er ég vafalaust óstaðsett í hús í Reykjavík norður í kjördeild númer átta í Ráðhúsinu, enda greiði ég mína skatta og skyldur á Íslandi.“

Síðar í færslunni segir Anna í lokaorðum sínum, að hún ætli að sjá hvernig hinn nýji formaður Samfylkingarinnar tekur á Evrópumálum.

„Ég veit svo ekkert um það hvort ég megi fara í framboð á Íslandi miðað við þessar forsendur, en látum kyrrt um liggja. Sú sem vildi bjóða mér heiðurssætið er hætt á Alþingi og ég á eftir að sjá hversu vel nýi formaðurinn tekur á Evrópumálunum sem eru að sjálfsögðu mín hjartans mál síðan ég gerði þau mistök að greiða atkvæði gegn Evrópusambandsaðild Svíþjóðar árið 1994.

En það eru kosningar í nánd og ég hlakka til.“

Hér má sjá færsluna í heild sinni:

Segir Vinstri græn hafa lagt á ráðið um sölu á Íslandi: „Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt“

„Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt!
Frá 2018, lögðu VG á ráðin með að selja landið undan okkur með gjafakvótagjörningum samanber lagareldisfrumvarpið, með fyrirætlunum um að breyta fjörðunum okkar vestan lands og austan í grútarpolla með þrautpíndum eldisfiski og sláturhúsaiðnaði og afurðapökkunnarverksmiðjum. Gáfu gírugum mönnum Norðanlands heldur betur undir fótinn með að fara eins að í Eyjafirði, Ólafsfirði og víðar. Elskurnar mínar! Allt er fallt! Gjöriði svo vel! Árnar, firðina, hafið sjálft! Eftir hverju sælist þið og hvað fáum við fyrir greiðann? OK! Viljiði fjöllin? Mokið þeim burt!“ Þannig hefst hvöss Facebook-færsla Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur sem hún birti í gær.

Næst telur leikkonan ástsæla upp nokkur atriði sem hún segir hafa versnað frá 2018:

„Frá 2018 hafa innviðir hrunið, almannaþjónusta versnað, húsnæðismarkaðurinn komist mjúklega í hendur leigu og eignarhaldsfélaga og eftirlitsstofnanir verið niður tættar svo brunaútsalan og náttúruspjöllin megi ganga sem greiðst og hraðast. VG kom Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra í óþökk þjóðarinnar, manni sem aldrei hefði náð kosningu í slíkt embætti, sem ætlar nú að koma fjárlögum sínum í gegn hvað sem það kostar.
Hafiði lesið það plagg? Það plagg þolir bæði bið og yfirlegu.
VG er loks núna nóg boðið og þolir ekki við. Það var mikið segi ég nú bara og sér er nú hvert langlundargeðið.“

Að lokum segir hún að margir voni að Vinstri græn hætti fyrir fullt og allt á þingi.

„Ég held að margir voni að VG pakki nú bara saman fyrir fullt og allt. VG var aldrei neitt nema leiktjöld. VG sem sagðist ætla að standa vörð um náttúru landsins en skila okkur særðu og hoggnu búi sem aldrei hefur mengað meira en nú.

Að standa vörð um eigur okkar er aðalatriði í næstu kosningum. Við verðum að girða fyrir bullið. Hvaða flokkur ætlar að vernda landið fyrir þeim sem eiga ekkert nema ágirndina í brjósti sér?
Sá sem á ekki landið sitt, á ekki neitt.“

Logi Pedro bjó til plötu með vonarstjörnu íslenska rappsins: „Sá hvað hann var með mikinn kraft“

Logi Pedro gaf út plötu með Elvari

Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson situr aldrei auðum höndum en hann hefur undanfarna áratugi verið einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands ásamt því að vera þekktur dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi.

Logi gaf út í dag plötuna „þú ert löngu búinn að fokka þessu upp“ en hann var ekki einn á ferðinni heldur vann hann plötuna með Elvari Orra Palash Arnarssyni ásamt einvalaliði íslenskrar dægurtónlistar og má nefna þá Robert Winther og Arnar Inga Ingason í því samhengi. Elvar hefur verið kallaður helsta vonarstjarnan í íslensku rappi og nokkuð ljóst eftir fyrstu hlustun á plötunni af hverju Elvar fékk þann stimpil.

Mannlíf heyrði í Loga til að forvitnast meira um Elvar og samstarf þeirra.

„Ég hitti hann á Auto niður í bæ og hafði svo rekist á hann í þessari New Era auglýsingu sem hann var í. Hann vildi fá að koma í stúdíóið og sýna mér einhverja músík og ég sá hvað hann var með mikinn kraft og hann væri með mikið „potential“ að vera góður listamaður,“ sagði Logi um rapparann unga og knáa.

„Svo erum við að spila einhverja músik og hann sýnir mér lag sem varð síðan að „Ekkert Vandamál“ og ég sýni honum lag sem varð að „Ég veit það var ég“. Og prófuðum að taka upp einhverja músik. Það voru ekkert djúpar pælingar. Svo gerðist það með tímanum, með næstu vikum, með næstu mánuðum að við búum til allt of mörg lög og það verður til plata. Það verður til einhver „syngergía“, einhver kraftur. Elvar er að stækka sem listamaður. Ég er að ná að komast í form aftur sem lagasmiður og listamaður og úr varð bara plata sem mér finnst ógeðslega sterk og framsækin og eitthvað sem á erindi við fólk.“

Umslag plötu þeirra félaga

Einn handtekinn eftir innbrot í Þorlákshöfn – Ók próflaus undir áhrifum áfengis

Síðastliðinn mánudag var brotist inn í íbúð og geymslur í Þorlákshöfn en einn var handtekinn vegna málsins, sem nú er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Samkvæmt Sunnlensku stöðvaði lögreglan á Suðurlandi tíu ökumenn í upphaf vikunnar vegna hraðaksturs en sá sem ók hraðast var á 120 km/klst hraða. Þá var einn próflaus ökumaður stöðvaður en hann reyndist undir áhrifum áfengis.

Minnir lögreglan að nú sé sá árstími kominn að hálkan er mætt á götur, auk þess sem dimma tekur fyrr en ella og algjört myrkur er á nóttunni. Vill lögreglan aukreitis benda ökumönnum á að fara vel yfir bifreiðar sínar og kanna þá sérstaklega ljósabúnað.

 

Skuldir Arnars hafa ekki áhrif á kjörgengi hans: „Þetta er eitthvað sem við erum að ræða“

Arnar Þór Jónsson fyrrum forsetaframbjóðandi Mynd: Rúv.is

Skuldir Arnars Þór Jónssonar við þá einstaklinga sem störfuðu við forsetaframboð hans munu ekki hafa áhrif kjörgengi hans til framboðs til Alþingis en þetta kemur fram í svari landskjörstjórnar til Mannlífs.

Arnar stofnaði fyrir stuttu Lýðræðisflokkinn og stefnir flokkurinn á að bjóða fram til Alþingis en kosið verður þann 30. nóvember næstkomandi. Í samtali við Mannlíf játaði Arnar að skulda starfsmönnum sem unnu að framboði hans laun. „Ætli það séu ekki tveir sem mér fannst hafa verið full brattir í að rukka mig en við erum bara að semja um það. Það er ekkert öðruvísi en það,“ sagði Arnar um skuldirnar. „Fyrst og fremst ætla ég ekki að ofborga, ég vil fá skýringar á því hvað þetta var en þetta er eitthvað sem við erum að ræða.“ Arnar fékk rúm 5% atkvæða í forsetakosningum sem fóru fram fyrr á árinu en heimildir Mannlífs herma að um fleiri en tvo einstaklinga sé að ræða.

Arnar hinn óflekkaði

Í svari landskjörstjórnar kemur fram að allir sem hafa óflekkað mannorð og hafi kosningarétt hafi kjörgengi. „Þeir sem hafa flekkað mannorð eru skilgreindir í 3. mgr. 6. gr., þ.e. að hafa framið refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi sem dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið,“ sagði í svari landskjörstjórnar um málið. Arnar hefur áður verið varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn en taldi sér ekki stætt þar lengur.

Lýðræðisflokkurinn er einn af tíu flokkum sem stefna á framboð til Alþingis en nokkuð ljóst að á brattann er að sækja fyrir flokkinn enda stutt til kosninga.

Seyðfirðingar drógu línu í sjóinn – Friðlýstu fjörðinn með neyðarblysum

Katrín Oddsdóttir hélt ræðu á fundinum. Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Þann 12. október síðastliðinn var haldinn samstöðufundur gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði undir heitinu „Við drögum línu í sjóinn – Verndum Seyðisfjörð“. Á fundinum var sýnt nýtt myndband sem sýnir samstöðugjörning þar sem kajakræðarar draga línu í sjóinn með því að raða sér upp í röð, kveikja á neyðarblysum og loka þannig firðinum með táknrænum hætti. Lagið Oral sem Björk Guðmundsdóttir samdi og flytur ásamt stórstjörnunni Rosalíu ómar undir myndskeiðinu, en lagið gaf Björk til baráttunnar gegn sjókvíaeldi við Ísland.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup sem gerð var fyrir sveitarfélagið Múlaþing eru 75 prósent Seyðfirðinga andvígir sjókvíaeldi í firðinum. Ekki er til fordæmi fyrir viðlíka andstöðu heimamanna en svo virðist sem neikvæð afstaða yfirgæfandi meirihluta bæjarbúa nægi ekki til þess að stöðva áform um mengandi stóriðju í þeirra nærumhverfi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá AEGIS-hópnum (VÁ félag um vernd fjarðarLandverndNáttúruverndarsamtök ÍslandsUngir umhverfissinnarSUNN – Samtök um náttúruvernd á NorðurlandiNASF – Verndarsjóður villtra laxa og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, auk fjölda þjóðþekktra einstaklinga).

Herðubreið skreytt með ljósalist.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Fullt var út úr húsi í félagsheimilinu Herðubreið þar sem boðið var upp á plokkfisk, tónlist og talað mál. Á meðal ræðumanna voru Ómar Ragnarsson sem minnti á að barátta á borð við þá sem Seyðfirðingar sé barátta fyrir jörðinni allri sem á undir högg að sækja gegn gróðraöflum. Þá fluttu ræður Chris Burkard ljósmyndari og náttúruunnandi sem og Árni Pétur Hilmarsson bóndi úr Laxárdal sem rifjaði meðal annars upp einstakan viðburð úr heimasveit hans þegar bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu tóku sig saman árið 1970 og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá og tókst þannig að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. Aðgerðin er af ýmsum talin hafa markað upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Fullt var í Herðubreið.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Í frétt sem birtist á daginn eftir samstöðufund Seyðfirðinga á RÚV undir fyrirsögninni var fullyrt að Matvælastofnun segði ekkert benda til annars en að leyfi verði gefið út til laxeldis í Seyðisfirði fyrir næsta vor. Fram kemur í fréttatilkynningu að um er að ræða alvarlega fullyrðingu að ræða að mati andstæðinga sjókvíaeldis, þar sem bæði skipulag og framkvæmd sé haldin verulegum ágöllum sem skera þurfi úr um hvort standist kröfur laga áður en hægt er að fullyrða nokkuð um mögulegar leyfisveitingar, enda hafa þær ekki verið auglýstar og því formleg andmæli ekki komið fram.

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd: Juanjo Ivaldi

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni: „Þá er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið skorið úr um fjölmörg álitamál er tengjast nýlegum leyfisveitingum MAST til sjókvíaeldis á Vestfjörðum en eru nú til málsmeðferðar hjá Úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála.“

Frá samstöðufundinum.
Ljósmynd; Juanjo Ivaldi

Að lokum segir:

„Eru alvarlegir ágallar meðal annars fólgnir í því að ekki er búið að taka tillit til þeirrar ógnar við fjarskiptaöryggi sem fyrirhuguðu sjókvíaeldi fylgir vegna svokallaðs Faricestrengs sem liggur um Seyðisfjörð og er grundvöllur þriðjungs fjarskiptaöryggis Íslands við umheiminn og enn stærri hluti af fjarskiptaneti Færeyja. Hafa umsagnir félagsins Farice ehf. sem er í ríkiseigu þannig verið hunsaðar af yfirvöldum en þar kemur fram að nauðsynlegt sé að breyta fjarskiptalögum til að tryggja öryggi strengsins ef af fyrirhuguðu eldi í Seyðisfirði verður.“

 

Breskur ofurhugi hrapaði til bana á Spáni: „Við reyndum öll að tala hann af þessu“

Ein af myndum ofurhugans.

Breskur áhrifavaldur féll til bana þegar hann reyndi að klífa hæstu brú Spánar án öryggisbúnaðar.

Fjölskylda hins 26 ára Lewis Stevenson, 26, er sögð hafa varað hann við að klifra upp 192 metra háu Castilla La Mancha-brúnna í Talavera de la Reina á Spáni en að hann hafi tekið áskoruninni þrátt fyrir það. Hann ætlaði sér að taka ljósmynd fyrir samfélagsmiðla sína en hrapaði til dauða síðastliðinn sunnudag.

Instagram-síða hans er full af ljósmyndum þar sem sjá má hann stilla sér upp ofan á háum byggingum og risastórum mannvirkjum um allan heim, þar á meðal í New York borg, en hinn ungi maðurinn er sagður hafa „gert það sem hann gerði, sér til ánægju“.

En fjölskylda Lewis er nú algjörlega miður sín. Kærasta hans, Savannah Parker fór á samfélagsmiðla til að lýsa sorg sinni yfir harmleiknum og lýsti dauða maka hennar sem „martröð“. Afi Lewis, Clifford Stevenson, 70, sagði: „Við reyndum öll að tala hann af þessu. Við vorum alltaf að reyna að tala hann af því að gera þessa hluti en svona var hann bara. Hann elskaði að gera þetta, hafði alltaf trú á því að þetta yrði í lagi. Hann gerði það sem hann gerði sér til ánægju. Hann fékk enga peninga fyrir það, hann var ævintýramaður.“

Lewis safnaði fjölmörgum fylgjenum á samfélagsmiðlum með ógnvekjandi glæfrabrögðum sínum. Margir þeirra lýstu sorg sinni yfir andláti hans. Einn skrifaði á Instagram: „Að þekkja þig hefur verið ein mestu forréttindi lífs míns. Og að missa þig er mesta sorg lífs míns. Engin orð á heimskulegri Instagram-færslu munu lýsa því hversu mikið ég sakna þín. Þú munt alltaf vera hugrakkasta, umhyggjusamasta og fyndnasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég er stoltur af hverri byggingu, hverju þaki, hverri stundu okkar saman. Besti vinur minn, bróðir minn. Hvíldu í friði, við munum hittast aftur einn daginn.“

Annar ofurhugi birti ljósmynd af Lewis sitjandi á skýjakljúfi í New York og skrifaði: „Undanfarin sjö ár kynntir þú fyrir mér nýjan skilning á frelsi, sem breytti lífssýn minni gríðarlega og gaf mér leiðsögn um mína eigin skapandi vinnu, þú varst alltaf að hvetja mig og veita mér innblástur. Ég er ævinlega þakklátur fyrir tækifærin sem þú gafst mér og fólkið sem þú kynntir fyrir mér.“

Lewis var skrifstofumaður frá Derby, þar sem kærasta hans, Parker, bjó en hún skrifaði á samfélagsmiðlum sínum: „Klukkan er fimm að morgni og ég hef hvorki borðað né sofið. Vill einhver segja mér að þetta sé martröð? Mér líður ofboðslega illa með að þú komir ekki aftur. Gerðu það, komdu aftur. Vinsamlegast svaraðu í símann.“

Að klifra mannvirki án beisla er áhættusamt tískufyrirbrigði, sem hefur náð vinsældum eftir að samfélagsmiðlar komu til sögunnar. Lewis sýndi sumar „þaktoppanir (e. rooftopping)“ sínar sem hann framkvæmdi um allan heim á Instagram-síðu sinni undir nafninu expedition, segir í Mail Online.

Svimandi myndir af Stevenson ofan á skýjakljúfi í New York og hvíla á málmbjálka með útsýni yfir Lundúnaborg voru meðal þeirra mynda sem Stevenson birti. Aðrar ljósmyndir sýndu ofurhugann hangandi neðan úr mannvirki í Króatíu og hótelþaki í Mexíkóborg.

Áhrifavaldurinn fannst látinn fyrir neðan brúnna á Spáni á sunnudag. Það er óljóst hversu hátt Lewis komst upp í mannvirkið þegar hann missti jafnvægið, en hæst nær brúin um 192 metra. Yfirvöld segjast halda áfram að rannsaka harmleikinn.

 

 

Sendill hótaði að drepa mann og hund hans – MYNDBAND

Mennirnir voru mjög ósáttir við hvorn annan - Mynd: Skjáskot

Sendill frá stórfyrirtækinu Amazon átti í óheilbrigðum samskiptum við viðskiptavin í Kansas City í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum en hann var að koma með pakka til manns í borginni. Þegar maðurinn opnaði dyrnar til að taka á móti pakkanum byrjaði hundur hans að gelta og ljóst að sendlinum brá mjög við hundsgeltið og sagði manninum að halda hundinum inni. Maðurinn svaraði til að þetta væri allt í lagi en að sögn mannsins var hundurinn í stofunni.

Viðbrögð sendilsins voru á þá leið að þetta væri ekki í lagi og hann myndi drepa hundinn. Hundaeigandinn sagði að myndi drepa sendilinn áður hann gæti drepið hundinn. Svaraði sendilinn þá því að hann myndi skjóta manninn og hundinn og yfirgaf svo svæðið.

Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð á netinu og hafa margir hvatt hundaeigandann að kvarta til Amazon en fyrirtækið hefur ekkert viljað tjá sig um atvikið.

Píratar skilja ekki ákvörðun Vinstri grænna: „Mikil taktísk mistök hjá VG“

Halldór Auðar Svansson Ljósmynd: Facebook

Halldór Auðar Svansson segir það vera „mikil taktísk mistök“ hjá Vinstri grænum að neita þátttöku í starfsstjórn.

Píratinn Halldór Auðar Svansson skrifaði færslu í morgun þar sem hann segist ætla að stökkva á hneykslunarvagninn og gagnrýna ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að næstu kosningum, 30. nóvember. Segir hann flokkinn þannig koma út sem „óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði“ en að fyrir það hafi Sjálfstæðismenn „setið uppi með þann Svarta-Pétur“.

Hér má lesa færsluna í heild sinni:

„Ég sé að það er vinsælt að hneykslast á eftirfarandi og ég ætla bara stökkva á þann vagn. Það eru mikil taktísk mistök hjá VG að neita að taka þátt í starfsstjórn. Með þessu þá eru það þau sem koma út sem óábyrgi aðilinn sem er að hlaupa frá borði, en rétt áður sátu Sjálfstæðismenn pínu uppi með þann Svarta-Pétur. Sennilega er meiningin með þessu að sýna fram á að flokkurinn sé kominn með alveg nóg af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að Bjarni hafi staðið illa að stjórnarslitunum en það eru bara of flókin skilaboð korteri eftir að áhersla var lögð á að reyna að halda stjórninni saman fram á vor.“

Undir þetta tekur Alexandra Briem, félagi Halldórs í flokknum, í athugasemd en þar segir þetta virka „afskaplega skrítið“ og segist ekki skilja hvernig það sé að mótmæla Sjálfstæðiflokknum að „færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur“.

„Þetta virkar bara afskaplega skrítið, lítið samræmi í þessu við það að vera til í 7 ára ríkisstjórnarsamstarf en svo ekki í að klára fram að kosningum að beiðni forseta. Og það að mótmæla Sjálfstæðisflokknum með því að færa honum fleiri ráðuneyti í 6 vikur skil ég heldur ekki vel.“

Heidi Klum auglýsir nærföt með tvítugri dóttur sinni

Mæðgurnar eru báðar fyrirsætur

Það er gríðarlega mismunandi hvað fólk tekur sér fyrir hendur en sennilega hafa fæstar mæðgur auglýst nærföt í sameiningu. Það er hins vegar nákvæmlega það sem Heidi Klum, ein frægasta fyrirsæta allra tíma, var að gera með dóttur sinni. Leni Klum er 20 ára gömul dóttir Heidi og Flavio Briatore en faðir hennar hefur lítið sinnt henni í gegnum árin.

Hún er nú sjálf fyrirsæta eins og móðir hennar og á eflaust fyrir sér bjarta framtíð eins og móðir hennar. Fyrir utan fyrirsætuferilinn þá stýrði Heidi Klum raunveruleikaþættinum Project Runway frá 2004 til 2017 en sá fjallaði um tískuheiminn og fyrirsætur og var Klum tilnefnd til sex Emmy-verðlauna meðan hún stýrði þættinum.

Nærfötin sem þær eru auglýsa eru hluti af vetrarlínu Intimissimi en sumum gagnrýnendum þykir skrýtið að mæðgur séu að auglýsa nærföt saman.

Raddir