Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Allir sem einn dagurinn  – leikgleðin í fyrirrúmi og allir brostu breitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir sem einn dagurinn sem er knattspyrnuhátíð KR í samstarfi við Alvogen fór fram á dögunum og var þátttakan með besta móti. Mikið var um dýrðir og  heppnaðist dagurinn afar vel í alla staði.

Fjölskyldur flykktust að og tóku þátt, allir voru með, foreldrar, börn og aðstandendur.

Fjölskyldur flykktust að og tóku þátt, allir voru með, foreldrar, börn og aðstandendur. Góðir gestir komu í heimsókn, meðal annars Ari Ólafsson sem tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra, landsliðsgestir komu í heimsókn, Rúnar Alex, landsliðsmarkmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem er á leiðinni á HM til Rússlands og boðið var upp á fyrirlestur fyrir foreldra sem Brynjar Þór og Þórunn Helga fluttu. Allir iðkendur voru leystir út með gjöfum, glæsilegum fótbolta frá Alvogen. Boðið var upp á grillaðar pylsur sem runnu ljúft ofan í maga gesta.

Við hittum tvo af skipuleggjendum dagsins, Sigurð Örn Jónsson, formann Barna- og unglingaráðs KR (BUR), og Kristján Schram sem einnig er í ráðinu ásamt öðru góðu fólki og spurðum þá spjörunum úr um markmiðið dagsins og yfirskriftina.

Góðar fyrirmyndir í hnotskurn
Hvert er markmið ykkar með því að halda þennan dag, Allir sem einn? „Markmiðið er skemmta og fræða unga iðkendur knattspyrnu hjá KR.  Yngstu iðkendurnir byrja daginn með því að fara í skemmtilega knattþrautir og leiki með leikmönnum meistaraflokkanna beggja.  Þar fá þeir að leika sér með þeim leikmönnum sem þeir líta upp til og eru fyrirmyndir þeirra.  Eldri iðkendur fá fræðslu um ýmis mál – mataræði, sálfræði, uppbyggilegan lífsstíl, að vera góður liðsfélagi, að spila knattspyrnu erlendis og fleira.

„Þessi dagur væri klárlega ekki haldinn án þeirra stuðnings.  En þeir eru miklu meira en stuðningsaðili því þeir hafa einnig mjög sterkar skoðanir á hvað er gert á deginum og hvernig hann er skipulagður …  Þetta er ekki bara enn einn skemmtidagurinn heldur er það fræðslan sem aðgreinir hann frá öðrum svipuðum atburðum.“

Foreldrar eru einnig hvattir til að vera með sínum börnum í báðum þessum hluta dagsins – þeir geta grætt jafnmikið á þessum degi og börnin í skemmtun og fræðslu. Svo eru alltaf skemmtiatriði og Alvogen hefur ár hvert gefið mjög glæsilegar gjafir til allra iðkenda.“

Góðir gestir komu í heimsókn, meðal annars Rúnar Alex, landsliðsmarkmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem er á leiðinni á HM til Rússlands.

Fræðslan í forgrunni
Alvogen hefur styrkt þennan dag, getið þið aðeins sagt okkur frá ykkar samstarfi og hversu lengi Alvogen hefur tekið þátt í þessum degi með ykkur?  „Þetta er fjórða árið sem þessi dagur er haldinn.  Þessi dagur væri klárlega ekki haldinn án þeirra stuðnings.  En þeir eru miklu meira en stuðningsaðili því þeir hafa einnig mjög sterkar skoðanir á hvað er gert á deginum og hvernig hann er skipulagður.  Til dæmis er fræðsluhluti dagsins að mestu kominn frá þeim og við teljum núna að það sé einn mikilvægasti hluti dagsins og gefur deginum mun meiri vigt fyrir vikið.  Þetta er ekki bara enn einn skemmtidagurinn heldur er það fræðslan sem aðgreinir hann frá öðrum svipuðum atburðum.“

Þátttakan var með besta móti.

Heppin að búa yfir sterkum kjarna foreldra
Hvernig gengur almennt að fá foreldra og velunnara til að taka þátt í starfi félagsins?  „Við erum heppin í Vesturbænum að búa að því að hafa sterkan kjarna foreldra sem er virkur í KR-starfinu.  Auðvitað mætti hópurinn vera stærri en við fáum alltaf jákvæð svör við hverri fyrirspurn um aðstoð á degi sem þessum.“

- Auglýsing -
Ari Ólafsson tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra,

Getið þið aðeins sagt okkur frá dagskrá dagsins, hvað var um að vera og hvernig var þátttakan? „Fyrir utan knattþrautir fyrir yngstu iðkendurna þá talaði Brynjar Þór, fyrirliði fimmfaldra Íslandsmeistara KR í körfubolta, um hvernig maður verður rað-Íslandsmeistari. Það gerist hvorki bara á einni nóttu né án sérstaks undirbúnings.  Svo talaði Þórunn Helga, fyrirliði meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, um hvernig sé að spila knattspyrnu erlendis og hvernig sé hægt að undirbúa sig undir það.  En hún spilaði háskólabolta í Bandaríkjunum og svo í mörg ár í Brasilíu og Noregi eftir það.“

Krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Sjáið þið fyrir ykkur að þessi dagur eigi eftir að blómstra enn frekar í framtíðinni, innan félagsins?  „Klárlega. Við vildum gjarnan að aðrar deildir komi að þessum degi fyrir utan knattspyrnuna til að gera hann enn stærri, en um fimm hundruð manns koma árlega,“ segja þeir félagar glaðir í bragði.

Mikið var um dýrðir og  heppnaðist dagurinn afar vel í alla staði.


Myndir / Hákon Davíð Björnsson

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -