Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Brautryðjendur á íslenskum netmarkaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skanva.is er nýleg netverslun í eigu Skanva Group sem er fyrirtæki í Danmörku sem á einnig netverslanir skanva.no í Noregi og Vinduesgrossisten.dk í Danmörku. Hanna G. Guðmundsdóttir Overby er svæðisstjóri á Íslandi fyrir Skanva.is og við heimsóttum hana á dögunum og fengum innsýn í hvað fyrirtækið hefur upp á að bjóða.

Hanna G. Guðmundsdóttir Overby er svæðisstjóri á Íslandi fyrir Skanva.is.

„Skanva.is er brautryðjandi á íslenskum markaði, þar sem við erum fyrsta fyrirtækið sem býður upp á netverslun fyrir glugga og hurðir. Það hefur aldrei verið auðveldara fyrir Íslendinga að kaupa glugga og hurðir, hvar og hvenær sem er. Verðið er líka óþekkt á Íslandi, en ástæðan er sú að við getum hagrætt mikið í rekstrinum þegar viðskiptavinirnir ganga frá pöntuninni sjálfir á Netinu og þar með skilar sparnaðurinn sér beint til viðskiptavinarins. Einnig er ástæðan fyrir því að við getum boðið lægra verð sú að viðskiptavinirnir kaupa beint af framleiðanda og sleppa því einum millilið í kaupferlinu. Við erum með sýningarsal úti á Granda í Reykjavík, þar sem hægt er að koma og sjá sýnishorn af vörunum okkar.“

Brynjar Valþórsson er sölumaður hjá Skanva.is í sýningarsalnum úti á Granda og með honum á myndinni er Jørgen Tranholm, einn af eigendum Skanva.is.

Hvar fer framleiðslan fram? „Við framleiðum okkar eigin glugga og hurðir í verksmiðjunni okkar í Hvíta-Rússlandi. Þar erum við með danskan framleiðslustjóra sem sér um að gæðin standist þær kröfur sem gerðar eru. Það er hægt að velja um tré, tré/ál og plast í glugga og hurðir. Allar vörur frá okkur eru með tíu ára ábyrgð. Við erum ekki með neinn lager heldur eru allar pantanir sérsmíðaðar og framleiddar eftir málum og óskum viðskiptavina okkar.“

Þjónusta og vörur Skanva hafa hlotið mjög góðar móttökur á Íslandi. „Við höfum fengið mjög jákvæðar móttökur á Íslandi, við höfum átt erfitt með að svara öllum fyrirspurnum innan þokkalegs tímaramma þar sem fyrirspurnirnar hafa verið svo margar. Við höfum líka fundið fyrir efasemdum um fyrirtækið, til dæmis á samfélagsmiðlum, þar sem fólki finnst verðið of gott til að vera satt. Við skiljum það vel þar sem við erum með áður óþekkt verð og það tekur alltaf tíma fyrir markaðinn að kynnast nýjum spilurum.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Skanva.

Fjölbreytt vöruúrval er af gluggum, hurðum og fylgihlutum í sýningarsal Skanva.is úti á Granda, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -