Föstudagur 12. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Eins og hjá stórri ítalskri fjölskyldu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimili er þar sem allir sitja saman við matarborðið.

Páll Þórólfsson er löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Mikluborg. Hann er giftur Katrínu Rós Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn saman, Aron Dag tuttugu og eins árs, Gunnar Hrafn, sextán ára og Sóleyju Lind, sjö ára.

Hvað heillar þig mest við starfið?
„Það sem heillar mig mest er hversu fjölbreytt það er, ég hef alltaf haft mjög gaman af fólki og í þessari vinnu er maður alltaf að hitta nýtt fólk með nýjar áskoranir. Starfið bíður upp á talsverðan sveigjanleika og frjálsræði en á móti kemur þá er þetta ekki hefðbundin 9-5 vinna og yfirleitt hægt að ná í mann á öllum tímum dagsins. Fasteignaviðskipti eru yfirleitt stærstu viðskipti sem „venjulegt“ fólk á um ævina og það er alltaf mjög gaman og gefandi þegar maður getur hjálpað fólki að láta hlutina ganga upp.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?
„Ég reyni að byrja daginn á að fara í ræktina um þrisvar sinnum viku, annars er alltaf svolítið fjör á mínu heimili á morgnana, koma öllum af stað, viðra hundinn, gera nesti og svo framvegis. En ég byrja alltaf á einum góðum kaffibolla þegar ég mæti í vinnuna. Dagarnir eru ansi fjölbreyttir þegar í vinnuna er komið. Eðli málsins samkvæmt þá snýst starf fasteigasalans um samskipti við kaupendur og seljendur og lengd vinnudagsins tekur mið af verkefnastöðunni hverju sinni.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili?
„Heimili er í mínu huga allir þessir venjulegu hlutir eins og til dæmis þegar við Katrín, náum öllum börnunum og jafnvel nokkrum vinum í góðan kvöldmat þar sem allir sitja saman við matarborðið eins og hjá stórri ítalskri fjölskyldu. Mér finnst líka mjög kósí og heimilislegt þegar við strákarnir á heimilinu liggjum uppi í sófa og horfum á eitthvað spennandi íþróttatengt í sjónvarpinu.“

„Mér finnst líka mjög kósí og heimilislegt þegar við strákarnir á heimilinu liggjum uppi í sófa og horfum á eitthvað spennandi íþróttatengt í sjónvarpinu.“

Geturðu líst þínum stíl? „Eiginlega ekki. Ætli ég sé ekki bara ósköp „venjulegur“, hef gaman af því að hafa fallega hluti í kringum mig en get ekki sagt að ég hafi einhvern sérstakan stíl.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt?
„Hef satt að segja ekki hugsað mikið út í það en Páll Gunnlaugsson hjá ASK arkitektar er toppmaður í alla staði.“

- Auglýsing -

Áttu þinn uppáhaldshönnuð?
„Verð að viðurkenna að ég þekki nú ekki nöfnin á þessum snillingum en mér finnst mjög gaman að koma inn í Epal-búðina hjá Eyjólfi og Kjartani frændum mínum og svo skilst mér á konunni minni að ég sé mjög hrifinn af Iittala-vörum og Georg Jensen kertastjökum.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?
„Börn sem eru betri en ég í íþróttum,“ segir Páll og hlær.

Uppáhaldsliturinn þinn?
„Liverpool-rauður.“

- Auglýsing -

Hvar líður þér best?
„Til dæmis á sundlaugarbakka einhvers staðar í heitari löndum, með krakkana hoppandi í laugina í kringum mig en ég sjálfur er með heyrnatól í eyrunum og hlusta á eitthvað gott podcast. Svo er fjári góð tilfinning að vera staddur úti á golfvelli í góðu veðri og í góðum félagsskap.“

Hvað heillar þig mest við haustið? Er eitthvað sem þú vilt bæta við inn á heimilið þegar haustið gengur í garð?
„Mér finnst alltaf góð tilfinning þegar rútína haustsins tekur við eftir að hafa verið búinn að njóta sumarsins með öllu því sem að því fylgir. Svo verður maður eitthvað svo barnalega þakklátur ef sólin skín og hitastigið fer í 10 gráður á þessum árstíma á meðan maður blótar jafnvel slíku veðri yfir hásumarið. Ekkert hausttengt svo sem en það stendur til að að gera herbergið hjá Sóleyju Lind dóttur minni stelpulegra með tilheyrandi litavali og innréttingum.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag?
„Í augnablikinu hef ég mjög gaman af nýju Mathöllinni úti á Granda, gaman að geta gengið eða hjólað á góðan stað og fengið mér snarl.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar?
„Vel heppnað Funkis-hús heillar alltaf.“

Að lifa lífinu lifandi er að … er að minna sig á daglega að LÍFIÐ er núna!

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -