Mánudagur 22. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Myrkrið og kertaljósin heilla mig mest við haustin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matthildur Sunna Þorláksdóttir er löggiltur fasteignasali á Stakfelli fasteignasölu og var að skila inn lokaritgerð í viðskiptalögfræði á Bifröst. Hún er einhleyp og býr í yndislegri íbúð á besta stað í Vesturbænum.

Hvað heillar þig mest við starfið?

„Þegar maður er alltaf í vinnunni eða við símann er að mínu mati nauðsynlegt að hafa fjölbreytileika, og það er það sem heillar mig mest við þetta starf.“

Getur þú lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?

„Tölvupóstur, símtöl og flakk. Hitta og tala við alls konar fólk og skoða mismunandi íbúðir og hús.“

Hvað finnst þér gera heimili að heimili?

„Það er að sjálfsögðu persónulegt hvað gerir heimili að heimili og fólk er jafnmisjafnt og það er margt. Í mínu tilviki er það hlýleiki. Ég er mikil plöntu- og kertamanneskja því að mér finnst það gera heimilið hlýlegra.“

Getur þú lýst þínum stíl?

„Myndi lýsa honum sem út og suður. Ég fer ekki endilega mikið eftir neinum sérstökum reglum, hvorki í fatavali né á heimilinu, heldur eftir því sem mér finnst fallegt.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? Áttu þinn uppáhaldshönnuð?

„Ég er hrifin af Alvar Aalto og Arne Jacobsen, bæði í hönnun og arkitektúr. Mér finnst frekar gaman að því hvað þeir hafa hannað skemmtilega öðruvísi byggingar og tímalausa hönnun í húsgögnum og fylgihlutum.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?

„Ekkert sem ég man eftir, er mjög sátt við það sem ég á.“

- Auglýsing -

Uppáhaldsliturinn þinn?

„Þeir eru þónokkrir. Er mjög hrifin af grænum og karrígulum og hrafnagráum. Jarðlitir og pastellitir eru einnig í miklu uppáhaldi.“

Hvar líður þér best?

„Heima hjá mér, ég er mjög heimakær. Mér líður best einni að bralla eitthvað þar eða með fullt hús af fólki.“

Hvað heillar þig mest við haustið? Er eitthvað sem þú vilt bæta við í garðinn eða inn á heimilið þegar haustið gengur í garð?

„Myrkrið og kertaljósin heilla mig mest við haustin. Það verður allt svo miklu meira kósí. Stórar peysur og treflar verða staðalbúnaður og rauðvínsglas og kertaljós á Kaffi Vest verður extra rómó.“

- Auglýsing -

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag?

„Ég er mjög hrifin af Mathöllinni á Hlemmi, þar eru nokkrir veitingastaðir sem standa upp úr hjá mér. Skál og Jómfrúin eru í algjöru uppáhaldi, sem og Kröst. Finnst þetta skemmtilegt „concept“, það finna allir eitthvað við sitt hæfi.“

Heillar einhver byggingarstíll þig meira en annar?

„Ég er algjör sökker fyrir nýmóðins spænskum stíl. Ég hef verið að skoða og sýna eignir á Alicante-svæðinu og mér finnst það sem verið er að byggja núna vera einstaklega fallegt.“

Að lifa lífinu lifandi er að…

… anda með nefinu og njóta líðandi stundar.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -