Þriðjudagur 16. júlí, 2024
9.1 C
Reykjavik

Suðræn upplifun þar sem ævintýrin gerast 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fallegum haustdegi lá leið okkar í hjarta miðborgarinnar, á Burro Tapas + Steaks veitingastaðinn og Pablo Discobar við Veltusund 1 fyrir framan Ingólfstorg. Burro er rómaður fyrir framandi matarupplifun þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín til fulls og fyrir suðræna og líflega stemningu. Við hittum Gunnstein Helga sem er einn eigenda staðana og spjölluðum um tilurð þeirra og hugmyndafræðina að baki.

Burro er staðsettur á annarri hæð en á þriðju hæð er kokteilbarinn Pablo Discobar og tengjast staðirnir saman. Litrík sjón blasti við okkur þegar inn kom, það var eins og við værum komin á suðrænar slóðir og í allt annað umhverfi og tónlistin ómaði. Staðirnir minntu óneitanlega á borgina Havana á Kúbu með mexíkósku ívafi og maður lifnar allur við. Hönnunin, litríkur stíllinn og munirnir gleðja augað og upplifunin er framandi. Okkur lék forvitni á að vita allt um hönnunina, innanstokksmuni og það sem fyrir augum bar.
Hjónin Róbert Óskar og Anna Marín eru einnig eigendur staðana ásamt Gunnsteini Helga. Gunnsteinn Helgi hefur verið viðloðandi veitingabransann síðan hann var í framhaldsskóla og hefur komið að opnun fjölmargra veitingastaða ásamt mörgu góðu fólki, mismunandi fólki eftir stöðum. Þeir staðir sem Gunnsteinn Helgi hefur tekið þátt í að hanna og opna á síðustu átta árum eru Íslenski barinn við Austurvöll, Uno, Sushi Samba, Apótekið, Public House Gastropub, sem var fyrsti gastro-barinn á Íslandi, Burro Tapas +Steaks & Pablo Discobar, Miami Bar og síðan eru fleiri staðir í bígerð.

Getur þú sagt okkur nánar frá tilurð og hönnun staðarins?
„Okkur eigendunum langaði að feta nýjar slóðir og vera með áherslu á mið- og suðurameríska matargerð. Við fengum til liðs við okkur nokkra framúrskarandi hönnuði, hvern á sínu sviði. Hálfdán Pedersen innanhússhönnuð og á hann heiðurinn af hönnuninni á útliti staðarins, Sigga Odds sem er grafískur hönnuður, til hanna lógó og alla grafík staðarins og Þórð Orra Pétursson, ljósahönnuð og forstöðumann ljósadeildar Borgarleikhússins, til að sjá um ljósahönnun og lýsingu. Bæði Siggi Odds og Þórður Orri voru tilnefndir til verðlauna fyrir þetta verkefni, hönnun staðarins,“ segir Gunnsteinn Helgi.  Gunnsteinn Helgi sagði að það hafi verið vel ígrundað hvað þau hefðu viljað sjá og þau hafi verið með ákveðna hugsjónir. „Þegar kom að hönnun Burro og Pablo Discobar varð hugsjón okkar um útlit staðanna að veruleika í gegnum verk Hálfdáns. Hálfdán lærði í Los Angelse og hefur ferðast mikið um Mexíkó og þær slóðir sem við sækjum okkar helsta innblástur til. Innsýn hans í samfélagið þar, sem nær meira að segja inn í fangaklefa í Mexíkó hefur reynst okkur ómetanleg. Það er fátt, ef eitthvað, sem Hálfdán hefur ekki hæfileika til en hann hefur meðal annars unnið að hönnun fjölda rýma og hannað sett fyrir ýmsar kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hugur Hálfdáns virkar á ótrúlegan hátt og virðist hann vera endalaus uppspretta hugmynda svo það varð fljótt ljóst sem varð að hönnun hans og hugmyndavinna tók okkur enn lengra en upphafleg hugsjón okkar hafði farið. Fyrir tilstilli Hálfdáns er því skemmtileg samblanda af gömlu og nýju bæði á Burro og Pablo Discobar og áhersla mun vera lögð á endurnýtingu, lifandi liti, mynstur og á einstaka suðræna upplifun.“

Rétt lýsing fullkomnar útlitið
Staðurinn er hannaður með útlit sem vitnar í suðræn áhrif en með nútímalegu partíívafi. „Til þess að fullkomna útlit Burro og Pablo Discobar, setja punktinn yfir i-ið og byggja upp hárrétta suðræna stemningu fengum við Þórð Orra til að hanna lýsinguna fyrir báða staðina. Hönnun Þórðar varpar ljósi á það að við erum skemmtileg, skrýtin, falleg, forvitnileg og það flott að þú vilt koma aftur og aftur til að skoða og upplifa meira.“

Suðuramerísk menningararfleið höfð að leiðarljósi
Lógó staðanna eru mjög töff og matseðlarnir eru frumlegir í útliti sem og heimasíður staðana sem ná að fanga augað.  „Siggi Odds sér um allt grafískt efni fyrir Burro og Pablo Discobar. Siggi hefur unnið sem grafískur hönnuður og teiknari með fyrirtækjum og einstaklingum alls staðar að úr heiminum og leggur áherslu á ímyndarsköpun vörumerkja í gegnum verk sín. Siggi hafði suðurameríska menningararfleið að leiðarljósi í vinnunni með okkur og dró fram fáguðu og fínu eiginleikana okkar, án þess þó að gleyma því að við erum mjög afslöppuð og skemmtileg líka,“ segir Gunnsteinn Helgi og brosir. „Latin-Ameríka býr yfir óteljandi mismunandi hefðum í myndskreytingu og handverki. Sumar eiga rætur að rekja til Inka-, Maya- og Aztec-þjóðfokkanna fornu. Flest eiga það sameiginlegt að vera sterk, lífleg og lifandi í formgerð og litadýrð og þaðan fékk Siggi Odds innblásturinn við hönnunina. Lógótýpan eða leturgerðin fyrir Burro og Pablo er dregin frá handgerðu leturhefðinni og er mjög undir áhrifum frá útskorna skiltinu sem var á vegi hans.  Lógótýpurnar eru mjög einkennandi og skemmtilega furðulegar og jafnframt gríðarlega eftirminnilegar.

- Auglýsing -

Asninn síkáti og mannvera dansandi í kokteilglasi
Gaman er að geta þess að myndmerki Burro er asninn síkáti teiknaður með sterkum en lifandi formum sem tala við formgerð lógótýpunnar. Notkun á bara einum lit, gullbrúnum, og fín línan gefur merkinu ákveðna fágun. Myndmerki Pablo Discobar er mannvera dansandi í kokteilglasi, byggt á sama formheimi og í sömu lögun og asninn. Mótífð er fjörugt og dimmrauði liturinn vitnar í 70‘s tímabilið en heldur fáguðu yfirbragði. Saman mynda merkin skemmtilega tvennu sem tala vel saman og eru augljóslega tvær hliðar á sama peningi vegna einkennandi sérkenna.

Handverk og myndskreytingar frá Suður-Ameríku
Litirnir á veggjunum, þeir toppa staðinn, segðu okkur aðeins frá litavalinu og hugmyndafræðinni bak við það. „Litapalletta staðanna er nokkuð breið og fengin úr ýmsum áttum úr handverki og myndskreytingum Suður-Ameríku. Hún spannar nánast allan litahringinn en er í heildina mjög hlý og býður upp á marga möguleika.“

- Auglýsing -

Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur
Réttirnir ykkar á matseðlinum eru bæði mjög frumlegir og nýstárlegir, getur þú lýst áherslum ykkar í matargerð og framreiðslu? „Á Burro er lögð áhersla á mið- og suðurameríska nútímamatseld og áhrifin eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas-rétti og steikur sem lagt er til að fólk á borðum panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemningu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suðuramerískum áherslum.

Einnig erum við með kokteilbarinn á hæðinni fyrir ofan, Pablo Discobar eins og fram hefur komið og er Pablo, litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda. Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá klukkan 16.00 til 18.00.“ Einnig er vert að minnast á það að nýr matseðill leit dagsins ljós í upphafi þessarar viku og nýir og spennandi réttir í boði.“

Ævintýralegar matarupplifanir fyrir alla
Hver er markhópurinn sem þið eruð að höfða til á Burro? „Allra nautnaseggja og sælkera landsins og þeirra sem elska góðan mat og frábæra kokteila í fallegu umhverfi. Það eru auðvitað allir velkomnir á Burro og við erum með stóran hóp fastakúnna en langflestir okkar gesta eru Íslendingar.“ Þið eruð að bjóða upp á skemmtilegar matarupplifanir, ævintýraferðir og stundum viðburði tengda þeim. Eru matarupplifanir vinsælar meðal hópa og fyrirtækja? „Samblanda Burro og Pablo er einstök er gerir staðinn ákjósanlegan kost fyrir smærri og stærri hópa.  Það er hægt að koma í Happy Hour á milli klukkan16.00 og 18.00 á Pablo Discobar, fara síðan með hópinn í matarævintýri á Burro og eftir matinn aftur upp á Pablo í kokteila og djamm fram á nótt, því er hægt að vera inni í sama húsinu frá opnun til lokunar og halda þannig öllum hópnum saman allan tímann frekar en að vera þvælast á milli staða með tilheyrandi veseni.“ Einnig er boðið upp á veisluþjónustu sem er gríðarlega vinsæl og hentar við öll tækifæri. Það er hægt að skoða úrvalið sem í boði er á eftirfarandi síðu: http://www.burro.is/wp-content/uploads/2018/09/burro-veisla-sept2018.pdf

Einn besti kokteilbar landsins
Segðu okkur aðeins frá kokteilunum sem þið eru fræg fyrir að bjóða upp á? „Pablo Discobar var einmitt valinn besti kokteilbar Íslands í fyrra og allir matargestir Burro geta pantað sé kokteila að eigin vali fyrir mat, með matnum eða eftir mat. Pablo er svo heppinn að eiga marga góða að og meðal annars að vera með úrvalslið barþjóna með sér í liði sem sjá um að gera bestu kokteila landsins, en staðurinn tekur sig ekki of alvarlega og snýst fyrst og fremst um skemmtun að allir skemmti sér vel og fái frábæra kokteila frá bestu barþjónum landsins. En eins og nafnið gefur til kynna, Pablo (mið- og suðuramerískt nafn) Discobar (70’s/80’s) þá eru kokteilarnir í sama þema, blanda af áhrifum frá Disco-tímabilinu og Mið- og Suður-Ameríku.“

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burro Taps + Steaks.

Myndir / Hallur Karlson og Sigurjón Ragnar

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -