Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.9 C
Reykjavik

Þjónusta, gæði og ábyrgð – það er Tengi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum heimsóttum við sérverslunina Tengi sem sérhæfir sig í vörum fyrir bað og eldhús og er þekkt fyrir að bjóða upp á góða þjónustu. Okkur lék forvitni á að vita um helstu áherslur Tengis og vöruúrvalið. Við hittum þar Arnar Árnason, sölu- og markaðsstjóra, og spurðum hann spjörunum úr.

Segðu okkur aðeins frá sérvöruversluninni Tengi og helstu áherslum ykkar? „Tengi sérhæfir sig í sölu á hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir bað og eldhús ásamt því að vera fagverslun með pípulagnaefni. Við leggjum mikla áherslu á gæðavöru og hátt þjónustustig.“

Þið leggið mikla áherslu á að vera með góða þjónustu, hvaða þjónusta er það sem þið bjóðið helst? „Fyrst og fremst persónulega og faglega þjónustu þar sem við leitum allra leiða til að finna réttu lausnina á þörfum okkar viðskiptavina. Þegar þú endurnýjar allt á baðinu hjá þér eða byggir nýtt þá skiptir máli að velja vandaða vöru sem endist, þess vegna er gott að koma í Tengi.“

Fyrir hvað eruð þið þekktust? „Tengi hefur alla tíð lagt áherslu á langtímasamband við sína birgja þar sem traust og áreiðanleiki er haft að leiðarljósi. Það færist yfir til okkar viðskiptavina þar sem þeir geta treyst á þær vörur sem þeir kaupa hjá okkur og með því byggist upp langtímasamband við viðskiptavini okkar,“ segir Arnar.

Þið bjóðið upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir baðherbergi, hvaða vörur eru það helst? „Það má segja að við bjóðum upp á allt frá A-Ö sem tengist hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir baðið. Handlaugar, blöndunartæki, allt fyrir sturtuna, salerni, innréttingar og margt fleira.“

Tímalaus tæki hönnuð af Arne Jacobsen

Hvaða blöndunartæki eru vinsælust í dag? „Sænsku tækin frá Mora og þýsku tækin frá Hansa er ávallt mjög vinsæl. Einnig eru dönsku tækin frá Vola afar vinsæl um þessar mundir þar sem viðskiptavinir hafa mikið val um útfærslu og liti. Þessi tímalausu tæki hannaði Arne Jacobsen og fagnar Vola 50 ára afmæli á þessu ári.“

„Það má segja að við bjóðum upp á allt frá A-Ö sem tengist hreinlætis- og blöndunartækjum fyrir baðið.“

- Auglýsing -

Einnig eru þið með vörur fyrir eldhús í háum gæðaflokki, er einhver tegund vinsælli en önnur í hreinlætis- og blöndunartækjum í dag? „Við bjóðum upp á breitt úrval af tækjum frá mismunandi framleiðendum en þeir sem vilja flotta hönnun velja mest Vola, svissnesku tækin frá KWC og Dornbracht sem er þýskt gæðamerki. Einnig erum við með eldhúsvaska í öllum útfærslum.“

Eru ákveðnir litir og form sem fara meira en annað í dag? „Svart virðist vera mjög vinsælt um þessar mundir, bæði sem matt svart og svo sem burstað svart króm. Einnig eru kopar, brass og burstað stál vinsælir litir. Annars fer alltaf mest af hinu klassíska krómi.“

Heyrst hefur að frístandandi baðkör séu móðins í dag og allra vinsælust, er það rétt? „Frístandandi baðkör eru afar vinsæl um þessar mundir og setja svo sannarlega punktinn yfir i-ið þegar verið er að hanna nýtísku baðherbergi.“

- Auglýsing -

Í samstarfi við Tengi
Mynd /Hákon Davíð Björnsson

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -